Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 5
Þjóóin var blekkt________
— snúum vörn í sókn
Fundirnir hafa
gengió mjög vel
segir Sigurður Hafstein, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
hefur að undanförnu efnt til
almennra stjórnmálafunda
víða um land. Fundirnir verða
alls 36 talsins, en þeir eru
haldnir undir kjörorðinu
„Þjóðin var blekkt — snúum
vörn í sókn“. Fundirnir eru
haldnir í öllum kjördæmum
landsins utan Reykjavíkur. en
síðar verður efnt til funda þar
með svipuðu sniði.
Þegar hafa verið haldnir
fundir á Akranesi, ísafirði.
Egilsstöðum. Borgarnesi,
Bolungarvík, Seyðisfirði, Sel-
fossi og sfðast í gærkvöldi var
fundur í Hafnarfirði.
Morgunblaðið leitaði í gær til
framkvæmdastjóra Sjálfstæðis-
flokksins, Sigurðar Hafsteins,
og spurði hann hvernig fundirn-
ir hefðu gengið.
„I heildina gengu fundirnir nú
um helgina mjög vel,“ sagði
Sigurður, „að öðru leyti en því
að fresta varð fundinum á Hellu
vegna veðurs, en veðurhamurinn
um helgina setti nokkurn svip á
fundahöldin.
Ræðumenn á fundum þessum
voru Björn Þórhallsson formað-
Sigurður Ilafstein fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins
ur Landssambands íslenskra
verslunarmanna, Gunnar
Thoroddsen alþingismaður,
Sigurlaug Bjarnadóttir fyrrver-
andi alþingismaður, Friðrik
Sophusson alþingismaður,
Davíð Oddsson þorgarfulltrúi,
Matthías Bjarnason alþingis-
maður, Jón Magnússon formað-
ur S.U.S., Pálmi Jónsson al-
þingismaður, Guðmundur H.
Garðarsson fyrrverandi al-
þingismaður og Jón G. Sólnes
alþingismaður.
I framhaldi af framsöguræð-
um frummælenda urðu líflegar
umræður," sagði Sigurður enn-
fremur, „og í tengslum við
fundina hittu ræðumenn
trúnaðarmenn flokksins og
héldu með þeim fundi þar sem
skipst var á skoðunum um innri
mál Sjálfstæðisflokksins.
Þessi fyrsta fundahelgi lofar
góðu um framhaldið, en eins og
áður hefur komið fram, er
tilgangur fundanna að skýra þá
miklu blekkingu er borin var á
borð fyrir landsmenn í síðustu
kosningum, og að sýna fram á
getuleysi ríkisstjórnarinnar við
að leysa aðsteðjandi vandamál."
— Hvar verða næstu fundir?
„Næstu fundir verða í Hvera-
gerði og Mosfellssveit á fimmtu-
dagskvöld, og á Höfn í Horna-
firði á föstudag,“ sagði
Sigurður, „en um næstu helgi
verða svo sjö fundir."
Launamála-
ráð BHM á
fimdi í dag
LAUNAMÁLARÁÐ Bandalags
háskólamanna hefur verið boðað
til fundar í dag klukkan 17. Er
þess vænzt að þá muni liggja
fyrir eitthvert tilboð frá ríkis-
stjórninni, en hún verður á fundi
árdegis í dag. Eins og komið
hefur fram í Morgunbiaðinu tók
samninganefnd ríkisins ekki ólík-
lega í það að ríkisstjórnin sam-
þykkti að fellt yrði niður vísitölu-
þakið, sem ákveðið var í lögum
frá því í septcmber sfðastliðnum.
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu-BHM, sem Morgunblað-
ið fékk í gær, veltur allt málið á
því, hvers eðlis tilboð ríksstjórnar-
innar verður. Berist það ekki mun
ætlunin að skýra launamálaráðinu
frá gangi launamálanna, en tals-
vert er um liðið frá því er ráðið
hefur komið saman.
Yfir 40 skip
farin til
loðnuveiða
STORMUR hefur verið á loðnu-
miðunum si'ðan á laugardags-
kvöld og því ekkert aflast eftir
góða byrjun vertíðarinnar. Frá
því á föstudag þar til síðdegis á
laugardag fengu skipin ágætan
afla eða samtals á 13. þúsund
tonna. Loðnumiðin eru 40—50
míour NNA af Kolbeinsey og yfir
40 loðnuskip hafa þegar lagt úr
höfn til loðnuveiðanna.
Frá því um hádegi á laugardag
tilkynntu eftirtalin skip um afla
til Loðnunefndar:
Faxi 100, Keflvíkingur 370,
Gígja 500, Pétur Jónsson 400,
Sigurður 780, Harpa 350, Huginn
150, Hilmir 470, Breki 400 og
Ljósfari 300.
Amarfellió
í heimahöfn
Húsavík, 15.1.
ARNARFELL hið nýja skip SÍS
kom til heimahafnar á Húsavík á
sunnudaginn. Skipinu var lýst í
Mbl. á föstudag. Öllum skólaþörn-
um á Húsavík var boðið að skoða
skipið í dag og þiggja veitingar og
létu þau ekki á sér standa.
Fréttaritari.
argus
Kauptu
míöa,„»
auðveldast er fyrir þig að endurnýja
Umboðsmenn HHI eru afbragðs fólk, sem keppist við að veita
viðskiptamönnum okkar góða þjónustu. Þeir láta þér fúslega í té
allar upplýsingar uni trompmiða, númer, flokka, raðir og annað
það, sem þú vilt fá að vita um Happdrættið.
Það borgar sig að ræða við næsta umboðsmann sem allra fyrst,
Umboðsmenn á Suðurlandi
Kirkjubæjarklaustur Birgir Jónsson sími 7024
Vík í Mýrdal
Þykkvibær
Hella
Espiflöt
Biskupstungum
Laugarvatn
Vestmannaeyjar
Þorbjörg Sveinsdóttir Helgafelli sími 7120
Hafsteinn Sigurðsson Smáj-atúni sími 5640
Verkalýðsfélagið Rangæingur sími 5944
Eiríkur Sæland
svo að þú getir gengið frá endurnýjun á miðum þínum, valið þér
trompmiða — og ef til vill nýtt númer til viðbótar. Láttu ekki
óendurnýjaða miða glata vinningslíkum þínum. Það hefur hent
of marga. Kauptu miða, þar sem auðveldast er fyrir þig að end-
urnýja.
Umboðsmenn á Vesturlandi
Akranes Bókaverslun Andrésar Nielssonar simi 1985
Melasveit Jón Eyjólfsson Fiskilækur
Skorradalur Davíð Pétursson Grund
Selfoss
Stokkseyri
Eyrarbakki
Hveragerði
Þorlákshöfn
Þórir Þorgeirsson sími 6116
Sveinbjörn Hjálmarsson Bárugötu 2
sími 1880
Suðurgarður hf. Þorsteinn Ásmundsson
sími 1666
Oddný Steingrímsdóttir Eyrarbraut 22
sími 3246
Pétur Gíslason Gamla Læknishúsinu
sími 3135
Elín Guðjónsdóttir Breiðumörk 17 sími 4126
Ingibjörg Einarsdóttir C-götu 10 sími 3658
Stafholtstungur Lea Þórhallsdóttir Laugalandi
Reykholt Steingrímur Þórisson
Borgarnes Þorleifur Grönfeldt Borgarbraut 15
Hellissandur Söluskálinn s/f sími 6671
Ólafsvík Lára Bjarnadóttir Ennisbraut 2 sími 6165
Grundarfjörður Kristín Kristjánsdóttir sími 8727
Stykkishólmur Lárus Kr. Jónsson sími 8162
Búðardalur Óskar Sumarliðason sími 2116
Saurbæjarhreppur Margrét Guðbjartsdóttir Miklagarði
Skarðsströnd
Jón Finnsson Geirmundarstöðum
Umboðsmenn á Norðurlandi
Hvammstangi Sigurður Tryggvason
Sverrir Kristófersson
Guðrún Pálsdóttir Röðulfelli sími 4772
Elínborg Garðarsdóttir Oldustíg 9 simi 5115
Þorsteinn Hjálmarsson sími 6310
Haraldur Hermannsson Ysta-Mói
Aðalheiður Rögnvaldsdóttir Aðalgata 32
sími 71652
Verslunin Valberg, sími 62208
Elsa Jónsdóttir Norðurvegi 29 sími 61741
Jóhann G. Sigurðsson Skíðabraut 2
sími 61159
Kristín Loftsdóttir, sími 33113
Jón Guðmundsson Geislagötu 12
sími 11046
Guðrún Þórarinsdóttir Helluhrauni 15
Ólína Guðmundsdóttir sími 73121
Árni Jónsson Ásgarðsvegi 16 sími 41319
Oli Gunnarsson Skógum sími 52120
Ágústa Magnúsdóttir Ásgötu 9 sími 51275
Steinn Guðmundsson Skógum
Blönduós
Skagaströnd
Sauðárkrókur
Hofsós
Haganesvík
Siglufjörður
Ólafsfjörður
Hrísey
Dalvík
Grenivík
Akureyri
Mývatn
Grímsey
Húsavík
Kópasker
Raufarhöfn
Þórshöfn
Umboðsmenn á Vestfjörðum
Króksfjarðarnes Halldór D. Gunnarsson
Anna Stefanía Einarsdóttir Sigtúni 3
sími 1198
Ásta Torfadóttir Brekku sími 2508
Guðmundur Pétursson Grænabakka 3
sími 2154
Margrét Guðjónsdóttir Brekkugötu 46
sími 8116
Guðrún Arnbjarnardóttir Hafnarstræti 3
sími 7697
Sigrún Sigurgeirsdóttir Hjallabyggð 3
Guðríður Benediktsdóttir
Gunnar Jónsson Aðalstræti 22 sími 3164
Áki Eggertsson sími 6907
Baldur Vilhelmsson
Sigurbjörg Alexandersdóttir Krossnesi
Patreksfjörður
Tálknafjörður
Bíldudalur
Þingeyri
Flateyri
Suðureyri
Bolungarvík
Isafjörður
Súðavík
Vatnsfjörður
Árneshreppur
Hólmavík Jón Loftsson Hafnarbraut 35 sími 3167
Borðeyri Þorbjörn Bjarnason Lyngholti sími 1111
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Menntun í þágu atvinnuveganna