Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANUAR 1979 17 samhengi viö lífskjör fyrr og nú, og segir m.a.: „En veldisvöxtur getur aldrei gengið endalaust og fyrr eða síðar gengur á þá auðlind, sem gnóttina skapar, hvort sem hún er lífræn eða ólífræn, nema því aðeins að auðlindir geti endurnýjað sig (t.d. fiskur eða jarðvarmi) og að hagnýtingar- hraðinn fari ekki fram úr endur- nýjunarhraðanum. Sá er þó munurinn á hagnýtingu auðlindanna til lands og sjávar, að búið er að ofgera landinu og það tekur aldir að ná sér. Enn sem komið er, er ekki búið að ofgera auðlindum miðanna að sama skapi, og fiskurinn nær sér á áratugum í stað alda. Þó ber einnig að athuga það að hægt er að ofgera fiskstofnunum á miklu skemmri tíma heldur en það tók að offera gróðrinum. Eins og áður er rætt um má samt sem áður enn auka afla Islendinga þar eð þeir sitja nú einir að miðunum. Hins vegar er ekki víst að nema tíu ár séu til stefnu og áframhaldandi hagnýting miðanna krefst þess að einhvers konar hömlur verði sett- ar á sóknina, hvort sem er með auðlindaskatti eða kvótakerfi. Ef lífskjör eiga að geta haldið áfram að batna hérlendis eða jafnvel að geta staðið í stað með vaxandi fólksfjölda, verður þjóðin að snúa sér í vaxandi mæli að hagnýtingu þriðju auðlindarinnar, orkunnar. Ekki er þó mikil orku- notkun nægileg forsenda hag- kvæmrar framleiðslu, þó að hún vegi þungt á metunum einkum í þeim greinum, sem nota bæði mikla hita- og raforku. Vissulega þarf einnig nægilegur markaður að vera fyrir hendi á hagkvæmu verði og hráefni mega ekki vera of dýr í flutningi til landsins né fullunnin vara í flutningi frá því. Einstöku hráefni má finna hér innanlands, svo sem vatn. til þungavatns- eða hydrogen-péros- íð-framleiðslu. Ennfremur gæti stór saltverksmiðja gefið grund- völl til natríum-framleiðslu. At- huga þarf alla ofangreinda þætti fyrir hverja framleiðslugrein auk stofnkostnaðar verksmiðja ásamt eignarfyrirkomulagi í hverju til- yiki, þ.e. að hve miklu leyti íslendingar geta átt eða vilja eiga í viðkomandi verksmiðju.“ Síðar í skýrslunni segir Ágúst: „Verði fiskstofnunum ofgert munu lífskjörin falla hraðar en fyrr. Ef orkan verður hagnýtt á skynsam- legan hátt, verður áframhaldandi hagvexti iíklega haldið fram að öðrum áratug næstu aldar. Verður íbúatala landsins þá um 340 þúsund og þjóðartekjur á mann röskiega tvöfaldar á við það sem þær eru nú. Eftir það er ekki fyrirsjáanlegt, að landið geti borið meiri fólksfjölda við betri lífsskil- yrði.“ „Vera kann að sú þróun muni koma af sjálfu sér, þ.e. að það þurfi ekki öpinbera stefnu til að fólksfjölgunin hætti og lahdsmenn viðhaldi einungis þeim fjölda sem í landinu verður þá. Þetta hefur gerst nýlega í ýmsum iðnvæddum þjóðfélögum. Virðist bæði mennt- unarstig og þéttbýli hafa áhrif í þá átt. Væri bestjað einstaklingarnir sjálfir ákveði hvenær lífskjörin hafa náð æskilegu stigi, með heildaráhrifum einstaklingsbund- inna ákvarðana. Verði'svo ekki mun lífskjörum fara að hnigna þegar auðlindir eru fullnýttar, eins og fyrr greinir. Áður en að því kemur verða landsmenn að ákveða við hvaða lífskjör þeir vilja búa og hversu margir þeir vilja vera og stjórnvöld að móta stefnu í þeim málum." Báðir leggja þeir Ágúst og Bragi mikla áherzlu á að ekki sé mikill tími til stefnu og ati nauðsynlegt sé að vinna að málum. „Er lesandinn beðinn að hafa í huga, að jafnvel lítið og tiltölulega einfalt þjóðfélag eins og okkar er það flókið kerfi, að það er sérhverjum einstaklingi ofviða að brjóta það til mergjar, þótt ekki sé nema eina hlið þess,“ segir Ágúst í formála skýrslu sinnar. (Samantekið al E.Pá.) Því er ekki að neita, að oft er alþingi líkara málskrafsstofu eða málfundi í skóla, þar sem haldnar eru langar ræður um lítið efni. Það fer því gjarnan svo, að umræður fara fyrir ofan garð og neðan hjá öllum al- menningi, en verða einhvers konar skylmingar alþingis- manna í mælskulist, frekar en þær hafi raunhæfan tilgang í sjálfu sér. Jafnframt leggja þingmenn fram mikinn aragrúa af þings1 ályktunartillögum og frumvörp- um, sem vekja mismunandi mikla athygli og fæst fá nokkra afgreiðslu. - x - Það sem af er þingi á þessum vetri hefur keyrt um þverbak í eru kveðjurnar á milli þessara herra. Segja má, að auk vaxandi tortryggni stjórnarflokkanna hvers í annars garð, blasi það við að samstjórn þriggja flokka er almennt talað óæskileg og afar erfið. Staðreyndin er nefni- lega sú, að opinber orðaskipti milli stjórnarliða eru hreinasti barnaleikur miðað við það, sem gengur á bak við tjöldin. Um eitt virðast stjórnarflokk- arnir þó hafa verið harla samtaka um. Það er að auka skattheimtuna. Að svo miklu leyti sem þar hefur verið ágrein- ingur, þá hefur hann verið í því fólginn, með hvaða hætti skatt- arnir skulu lagðir á. - x - fyrirtæki á eigin nafni, og eru uppi hugmyndir um að skylda rekstraraðila fyrirtækja að mynda félög um reksturinn, þ.e. að banna einstaklingum að stunda rekstur á eigin ábyrgð. Einstakir nefndarmenn töldu rétt að afnema með öllu heimild verslana og framleiðslufyrir- tækja til 30% niðurfærslu vöru- birgða og bent var á þann möguleika að setja sérstakt verðbótaálag á útsvarshlutfall. Nú þegar hefur verið ákveðið að hækka fyrirframgreiðslur í 75%, og alvarlega er rætt um að hækka útsvörin úr 11 í 12%. Þessa dagana eru skattfram- töl að berast almenningi og í leiðbeiningum ríkisskattstjóra kemur fram, að eigin húsaleiga íhaldið og skattpínuigin þessum efnum. Övanalega mikill fjöldi mála hefur verið lagður fram, þó ekki sé hann allur bitastæður, en aðeins örfá mál komust til nefnda, hvað þá að þau hafi hlotið afgreiðslu. Veld- ur þar mestu, að einstakir þingmenn, einkum stjórnarlið- ar, hafa haldið uppi endalausum rökræðum um hin ólíklegustu mál. Má þar nefna vaxtamál, landbúnaðarstefnu, fjárlagaaf- greiðslu og allt niður í gjald af laxveiðileyfum, svo ekki sé talað um rannsóknarmál af alls kyns tagi. Umræður utan dagskrár hafa verið tíðari og lengri en þekkst hefur í langan tíma og allt endurspeglar þetta ástand djúpstæðan ágreining á milli stjórnarflokkanna innbyrðis annars vegar, og milli stjórnar og stjórnarandstöðu hins vegar. - x - Brigslyrði á milli stjórnar- þingmanna eru daglegt brauð. Ummæli Benedikts Gröndal í Morgunblaðinu á föstudag um Ólaf Ragnar, þar sem hann telur hann hvorki kunna mannasiði né þingsköp koma engum á óvart, sem á þingi situr. Þannig Skattheimta sú, sem stjórnar- liðið samþykkti á þingi fyrir áramót, var af ótrúlegri fjöl- breytni. Hlutfall eignarskatts einstaklinga og félaga var hækkað, nýtt 50% skattþrep samþykkt í stað skyldu- sparnaðar. Verðstuðuls- og flýtifyrningar voru afnumdar, lagður skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, nýbygging- argjald og gjald á ferðalög til útlanda, vörugjald hækkað o.s.frv. Samtals er áætlað að ríkis- stjórnin hafi lagt á nýja skatta að upphæð 25 milljarða króna umfram það sem fráfarandi riðkisstjórn hafði gert ráð fyrir. Er þá ekki meðtalin ýmis skattheimta, s.s. launaskattur, sem nú rennur í auknum mæli beint í ríkissjóð vegna 10% skerðingar á margvíslegum fjárfestingarsjóðum. Og enn eru ekki öll kurl komin til grafar. í haust skipaði ríkisstjórnin sérstaka sam- starfsnefnd um skattamál, sem í áttu sæti stjórnarþingmennirn- ir Jón Helgason, Ágúst Einars- son og Ólafur Ragnar Grímsson. Eftir ELLERT B. SCHRAM alþm. Sú nefnd hefur skilað áfanga- skýrslu og kemur í ljós, að sú skattheimta sem nú þegar hefur séð dagsins ljós, er að mestu runnin undan rifjum þessarar skattnefndar. En fleira hangir þar á spýtunni. Samkvæmt fyrrgreindri skýrslu eru fleiri aðgerðir í uppsiglingu. Þar er lagt til að gera húsbyggjendum skylt að leggja t.d. ákveðið hlutfall af byggingarkostnaði inn á bundna reikninga. Til athugunar er að skylda alla söluskattsgreiðendur til að hafa sérstaka kassa með tvöföldu innsigluðu teljarakerfi til að tryggja rétt söluskattskil. I nefndinni komu fram hug- myndir um upptöku sérstaks bifreiðaskatts er tæki mið af gerð bifreiðar og gæti t.d. miðast við slagrými vélar eða þyngd bifreiðar. -X- Nefndin hefur horn í síðu þeirra einstaklinga sem reka hefur verið hækkuð úr 1.1% í 1.5% af fasteignamati íbúðar- húsnæðis. Þetta hefur verið gert með einhliða ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. -X - Þessi óhugnanlega upptalning er aðeins vísbending um hvert stefnir. Allra ráða er neytt til að seilast í vasa skattborgaranna og sölsa aflafé þeirra undir ríkissjóð. Sjálfstæðisflokkurinn er gjarnan af andstæðingum sín- um uppnefndur sem „íhalds- flokkur“. Það á að vera skamm- aryrði. En að því leyti er það rétt, að hann hefur alia tíð verið íhaldssamur í aukinni skattheimtu, og talið að útgjöld- um ríkisins yrði að stilla í hóf til samræmis við gjaldþol einstakl- inga og fyrirtækja. Það er farsælla að leyfa fólkinu sjálfu að verja sínu aflafé, í stað þess að ríkið hirði bróðurpartinn og útdeili því aftur eftir pólitískum geðþótta. I þessu liggur grundvall- armunurinn milli Sjálfstæðis- flokksins annars vegar og vinstri flokkanna hins vegar. „Því meirí Islands- veiði, þeim mun minna háðirEfna- hagsbandalaginu ” „MÉR finnst að íslendingar eigi að geta skilið okkur og hjálpað okkur Færeyingum í sambandi við okkar sjónar- mið og stöðu í fiskveiði- málum,“ sagði Erlendur Patursson þingmaður í Færeyjum í samtali við Mbl. í gær þegar blaðið innti hann álits á hinum nýja fiskveiði- samningi íslendinga og Færeyinga. „Um árabil höfðum við verið að reyna að byggja upp fiskveiði okkar við Færeyjar,“ sagði Erlendur. eða síðan við feng- um 12 mílur 1964 og losnuðum við nauðungar- samninga frá aldamótum. En þar sem við reynum að reka sjálfstæða fiskveiðipólitík er við margs konar erfiðleika að glíma. Við höfum t.d. síðan 1925 veitt við Grænland án nokkurra gagnkvæmra skil- yrða, en þar sem við erum ekki í Efnahagsbandalagi Evrópu þótt Danmörk og Grænland séu það þá er hafið í kring um Grænland ekki lengur grænlenzkt haf, heldur EBE haf. Fyrir bragð- ið verðum við Færeyingar að borga fyrir hvert kg sem við veiðum á Grænlandsmiðum og við borgum ekki Græn- lendingum eða Dönum, heldur verðum við að borga Efnahagsbandalagi Evrópu með því að leyfa hinum stóru þjóðum Evrópu að veiða á okkar heimamiðum við Færeyjar og það eru m.a, Vestur-Þjóðverjar, Bretar og Frakkar.“ „Þið eigið þennan íisk sen^ er á ykkar svæði," sagðj Erlendur, „og getlð....sjálfii ráðið því hvað við fáum og við verðum að sætta okkur við það. Okkar ósk er að fá meiri fisk, en það gat líka orðið minna, við eigum engar kröfur á hendur ykkur. Hins vegar þykir mér vænt um að við höfum þó samning við Is- lendinga og ég vona að munum fremur efla samstarf og sam- skipti heldur en hitt. Ég dæmi ekki íslendinga eftir þessum o segir Erlendur Patursson þingmaður í Fœreyjum samningi, en hitt er ljóst að því meira sem við getum veitt við Island, því minna erum við háðir Efnahagsbandalagi Evrópu og það hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Við erum undir miklum þrýstingi frá þeim og það er því mikilvægt fyrir okkur að hafa umþóttunartíma á ís- landsmiðum. Það var þannig komið hér á síðasta áratug að fólk í-Færeyjum trúði ekki að það væri hægt að veiða fisk á heimamiðum Færeyja, en eftir að við fengum einhverju ráðið sjálfir þá hefur þetta þróast í rétta átt. Við þurfum þó ennþá mikið á úthafsveiðum að halda og miðum annarra þjóða til þess að endar nái saman hjá Okkar fiskimið nær eyðilögðust og það tekur tíma að ná þessu upp. Við skiljum vel ótta íslendinga við ofveiði, því að við eigum við sömu vandamál að glíma hér heima, en ég held að það sé styrkur til lengdar að þessar þjóðir standi saman andspænis vandamálum sem þessum. Ég hef um tveggja áratuga skeið oft reifað þá hugmynd að Noregur, Island, Færeyjar og Grænland nýti sameiginlega fiskitnið þessara þjóðá á Norðu.r Átlandshafi og vinni sameiginlega að sölumálum til þess að hver um sig sé ekki að undirbjóða hinn. Þetta svæði nær allt orðið saman, meira og minna, en það er sitthvað í veginum, hver verður að gæta sinna hagsmuna og aðstæðna, Norðmenn við sínar aðstæður, íslendingar með lýðveldi, við hálfnýlenda og Græn- lendingar heil nýlenda eins og er a.m.k.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.