Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 1
20. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins, Allir flugvellir írans lokaðir næstuþrjá daga Heimför Khoumeinis hindruð með hervaldi Teheran, 24. jan. Reuter. AP. Skriðdrekar og f jölmennt herlið voru til taks eftir að Teheran-flugvelli var lokað í gær og íranska farþegaþotan var hindruð í að leggja af stað til Parísar til að flytja Khoumeini trúarleiðtoga heim úr 15 ára útlegð. (AP-símamynd) Sakharov: Ný herferð hafin á hendur Krím-tatörum Moskvu — 24. janúar — AP HERNAÐARYFIRVÖLD í íran birtu seint í kvöld orðsendingu, sem lesin var í útvarpi, um að allir flugvellir landsins yrðu lokaðir næstu þrjá daga. Fyrr í dag lokaði herinn um skcið flugvellinum í Teheran og kom í veg fyrir að þota íranska flug- íélagsins legði af stað til Parísar til að sækja Khoumeini, hinn aldna leiðtoga strangtrúarmanna í íran. Tilkynningin um þriggja daga lokun flugvalla er í algjörri mótsögn við yfirlýsingar hersins fyrr í kvöld, en þar sagði að þrátt fyrir lokunina í dag yrði völlur inn opinn á morgun frá sólarupp- rás til sólarlags. Mikil tauga- spenna hefur ríkt í Teheran í dag, ekki sízt á flugvellinum, þar sem skriðdrekar og fjölmennt herlið komu í veg fyrir umferð inn á flugvaliarsvæðið. Þegar lokunin átti sér stað var þota frá franska flugfélaginu, sem að undanförnu hefur verið í verkfalli, í þann veginn að leggja af stað til að sækja Khoumeini, og var mikill mannsöfnuður á flugvcllinum til að fagna þeirri ráðstöfun og hylla áhöfnina, sem fengið hafði undan- þágu til flugsins. Engin skýring var gefin á því að flugvöllurinn var opnaður aftur, en Mehdi Rhimi hershöfðingi, yfirmaður alls herafla í boginni, sagði að lokunin hefði verið nauðsynleg þar sem „taekifæris- sinnar“ hefðu ætlað að trufla flugvallarstarfsemi. Telja má ólíklegt að Khoumeini komi til írans á næstu dögum, og styður yfirlýsing Reza Pahlevi keisara, sem staddur er í Marokkó, í dag þá kenningu. Keisarinn kvaðst hættur við Bandaríkjaför að sinni, og í kvöld fór þota íranska hersins til Texas tij að sækja þrjú börn keisarahjónanna og flytja þau til Marokkó. Shahpour Baktiar forsætisráð- herra kvaðst í dag ekkert vita um umsvif hersins á flugvellinum. Baktiar tjáði þingheimi að hann hefði sent „traustan fulltrúa" á fund Khoumeinis, en Khoumeini kvaðst ekki taka við öðru en orðsendingu um afsögn Baktiars. TATARAKONA frá Krím, að nafni Akosmanova, hefur ákveðið að snúa sér til Æðsta ráðs Sovétríkjanna vegna nýrr ar herferðar stjórnvalda, sem hafin er á hendur Krím-tatör i um. Hafa yfirvöld kappkostað að þagga málið niður, en herferðin beinist að því að „hreinsa“ Krimskaga af tatör um, sem hafa leitað aftur í heimahagana eftir að hafa verið reknir í útlegð. Það var sovézki Nóbelsverð- launahafinn og andófsleiðtog- inn Andrei Sakharov, sem skýrði frá þessu í Moskvu í dag, og kvað hann mál Akosmanovu enn eina sönnun þess að fregnir um áætlun leynilegrar ráð- herranefndar um brottflutning allra tatara frá Krím væru réttar, en áætlun þessi hafi verið samþykkt 15. ágúst síðast- liðinn. Akosmanova komst við illan leik til Moskvu, þar sem hún sneri sér til Sakharovs, og er saga hennar sú, að lögregla hafi ruðzt um íbúðarhverfi, þar sem hún bjó á Krím, til að hreinsa það af tatörum. Hafi eiginmaður hennar verið tekinn höndum í þessum aðgerðum, en hún og sonur hennar flæmd frá heimili sínu ásamt fleiri fjölskyldum. Á Stalíns-tímanum voru um 200 þýsundir Krím-tatara fluttar nauðungarflutningum úr átt- högunum, aðallega á árunum upp úr 1940. Flestir voru neyddir til að setjast að í Síberíu og Asíu, en á síðari árum hefur allmikið af þessu fólki oe afkomendum þess snúið aftur. tii Krím. Krefjast launa fyrir ræstinguna Ottawa. 24. janúar. AP. KANADASTJÓRN hefur krafið Sovétmenn um skaðabætur, sem nema 1.9 milljarði íslenzkra króna, vegna sovézka njósna- hnattarins, sem splundraðist yfir NorðurKanada fyrir ári. Brakið úr hnettinum, sem dreifðist yfir víðáttumikið land- j svæði, hefur nú allt verið tínt ! saman, að því er talið er, en I skaðabótakrafan hljóðar aðeins , upp á hluta þess kostnaðar, sem Kanadamenn hafa haft af þessu starfi. Yfir 3 þúsundbrot fundust og vógu þau samtals um 90 kíló, en upphaflega var hnötturinn rúmlega 5 tonn að þyngd. Sér- j fræðingar Kanadastjórnar segja i að eldsneytið hafi verið 45 j kílógrömm af úraníum, og hafi lifandi verum stafað hætta af geislavirkni braksins. Sovétmenn hafa enn ekki gefið til kynna hvort þeir verði við skaðabótakröfunni, en Kanada- stjórn telur þó ástæðu til að ætla að svarið verði jákvætt. V-Þýzkaland: Enn fjölgar hand- tökum n jósnara Karlsruhp. 24. iannar — Rpnt.pr Karlsruhe_, 24. janúar — Reuter. VESTUR-ÞYZK yfirvöld hafa handtekið tvo menn, sem grunaðir éru um njósnir í þágu Austur-Þjóðverja, til viðbótar þeim fjórum, sem handteknir hafa verið frá því á fimmtudaginn var þegar austurþýzkur leyniþjónustumaður flúði til Vestur-Þýzkalands. Mennirnir náðust nyrzt í landinu, að sögn lögreglunnar, og er talið að þcir hafi í fórum sínum leynilegar upplýsingar á sviði ta'kni og iðnaðar. Áreiðanlegir heimildarmenn austur-þýzka njósnara, en talið segja, að austur-þýzki flótta- sé að þeir hættulegustu hafi maðurinn hafi haft með sér þegar gengið yfirvöldum í Vest- upplýsingar um allt að 24 ur-Þýzkalandi úr greipum. Ekki er talið, að þeir sem þegar hafa náðst, séu í eiginlegum njósna- hring, heldur muni þeir hafa starfað sjálfstætt fyrir öryggis- málaráðuneyti Austur-Þýzka- lands. Einn þessara njósnara slapp sem kunnugt er frá lögreglunni þar sem hann var á leiðinni í fangelsi, og hefur lögreglan sætt ámæli fyrir þau mistök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.