Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 Öflin á bak við mannlífið Ungur og horaður blaðamaður hraðaði för sinni yfír autt portið við Melaskólann. Gul laufblöð fitluðu við fætur hans. Hann krepti hnefa um hálsmálið. Gustur smaug í gegnum hár hans. Innan á sér hafði hann skrifblokk og penna. Frá því hann hafði verið í barnaskóla hafði hann dreymt um að verða rithöfundur en allar þær til- raunir höfðu aðeins bakað kvöl og vonbrigði. Flesta unga blaða- menn dreymir um að verða miklir rithöfundar þegar fram líða stundir. Nú ætlaði hann á fund stjörnuspámenns til að skrifa grein og láta spá fyrir sér í leiðinni. Augu hans mændu á glugga ofarlega á Barnaskólan- um. Hann hugsaði með sjálfum sér hvað lífið væri óútreiknan- legt. Hann var „free-lance blaðamaður" og ætlaði að eiga viðtal við stjörnuspeking sem var hans besti vinur í barna- skóla. Dularfullt hvernig leiðir mannanna liggja saman. Líkt og mennirnir séu á föstum spor- baugum. Hann skundaði áleiðis niður í bæ. Blaðamanninum var boðið upp á kaffi á heimili vitringsins og fljótlega færðist líf í kaldan nefbrodd hans. Stjörnuspeking- urinn þverneitaði að láta taka mynd af sér eða láta nafns síns getið. Hann óskaði ennfremur að greinin yrði ekki í viðtals- formi. Stjörnuspeki er að athuga afstöðu stjarnanna og segja til um hvaða áhrif þær hafa á mannlífið. Fæstir segjast trúa á stjörnuspeki en allir lesa stjörnuspá sína í dagblöðunum. Og oft spyr fólk í hvaða stjörnumerki hann eða hún sé. Örlög mannanna eru háð hreyf- ingu himinntunglanna. Stjörnuspeki átti sér sigur- sæla sögu. Löngu fyrir daga ritmálsins uppgötvaðist að sólin olli árstíðarbreytingum á jörðu. A sama hátt áð samhengi var milli flóðbylgna hafanna og útlits tunglsins, en það er aðallega aðdráttarafl tunglsins sem veldur flóð og fjöru. Bænd- ur uppgötvuðu að best var að sá í vissri tunglstöðu. A vorin verða ungar stúlkur brosmildar, blíðar og koma út undir bert Ioft. Skógarþrestir taka að syngja Iátlaust, grásleppan gengur inn í firði, menn fyllast atorku og dytta að húsum sínum. Skap yfirmanna mildast. Islendingar fara erlendis og sleikja sólskinið til að halda geðheilsu þegar þungskýjað er hér heima. Sólin hefur allt líf á valdi sínu. Það er því ekki nema rökrétt ályktun að reikistjörn- urnar hafi líka áhrif á mennina. Ef sólin getur gefið sumar og vetur, hví skyldi þá Mars og Venus ekki hafa áhrif á smá- muni eins og stríð og drepsóttir. Það eru nær eingöngu reiki- / Texti: Asgeir Gargani stjörnurnar, stjörnurnar í okkar sólkerfi, sem hafa áhrif, tunglið og sólin talið með. Stjörnuspek- ingar þurfa að þekkja stöðu reikistjarnanna á öllum tímum til að geta unnið verk sitt til hlítar. Slíkt er langt nám. Þetta krafðist nákvæmra athugana og skrásetningar. Þær athuganir eru móðir vísindanna. Stjörnu- speki var á hátindi frægðar sinnar í Babýlon u.þ.b. 1000 f. Kr. Babýlon var borg í Mesópótamíu. Margir falspá- menn lögðu þetta f.vrir sig í auðgunar og valdaskyni. Svo að um 600 f. Kr. fer að gæta óvirðingar fvrir Stjörnuspeki. Stjörnuspekin varð viðskila við stjörnufræðina, Stjörnuspekin gleymdist. Spekingurinn okkar vildi líkja manninum við lítið barn sem gleymdi sér við nýtt leikfang. Vitringarnir þrír frá Austur- löndum, sem getið er í Nýja testamentinu, voru án efa Stjörnuspámenn frá Mesópótamíu. Þeir hafa reiknað út að það barn sem mundi fæðast í Betlehem á þessum tíma yrði mikill konungur. Eitthvað hefur Heródes trúað á slíka vitringa því hann lét eiða öllum sveinbörnum á svæðinu. A þeim tíma var gullið, reykels- ið og mirra tákn þess að vitringarnir litu á fæðinguna sem mikin viðburð. Stjörnuspeki er praktískt tæki til að þekkja persónu einkenni. Stjörnurnar hafa áhrif á aldir kynslóðir og einstaklinga. Það sem mótar persónu einstaklingsins eru erfðaeiginleikar, uppeldi og af- staða stjarnanna við fæðingu. Frá stjörnunum berast mismun- andi geislar sem fara eftir efnisuppbyggingu hverrar plánetu og hafa áhrif sem hluti af umhverfi einstaklingsins. Himinntunglin valda rythman- um í lífinu. Sól og tungl skipta sólarhringnum í dag og nótt. Reikistjörnurnar valda veikari sveiflum. Stundum eru menn slappir og öupplagðir en hina stundina fullir atorku og hátt uppi. Undanfarna áratugi hefur áhugi verið vaxandi. Sálfræð- ingar í Bandaríkjunum nota stjörnuspeki við sjúklinga sína með góðum árangri. Þeir sam- eina sálfræði, nútíma vísinda- hugsun og gömlu stjörnuspek- ina. Stjörnuspekingurinn ónefndi kvaðst stunda þessa fræðigrein til að verða sjálfum sér sam- kvæmur. Hafi upphaflega viljað ganga úr skugga um hvort þetta væru galdrar eða eitthvað raun- hæft. Svo hafi hann séð að hægt yrði að hjálpa fólki með þessu. Hann kvað ekki hægt að hjálpa fólki mikið fyrr en eftir tíu ára nám. En hann kvaðst hafa stundað nám í sex ár. Sem stendur getur hann aðeins bent fólki á hæfileika til starfs, hvort tvær manneskjur eigi samleið, hjálpað fólki sem á í hjúskapar- vanda, hvað menn ættu að varast og hvaða tímar yrðu erfiðir. Kennir fólki að haga seglum eftir vindi. Hann treyst- ir sér ekki til að spá mikið fram í tímann. Ef til vill mun hann í náinni framtíð opna stjörnuspá- stofu til að hjálpa fólki. Lífið er hans skóli. Hann glápir út í loftið og hann glápir á fólkið. Fólkið kennir honum hvernig rísandi Venus hagar sér. Fólk birtir sína eiginleika. Ein aðalreglan í stjörnuspeki: „Er fyrir ofan, eins fyrir neðan.“ Hann hefur stjörnukort af kunningjum sínum og fylgist með hegðun þeirra samhliða breytingum á afstöðu stjarn- anna. Stjörnukort er mynd af afstöðu stjarnanna við fæðingu persónunnar. Hann vinnur sem næturvörður og þar hefur hann nægan tíma til lestrar. Til eru skólar erlendis en hann er sjálfmenntaður. Hann kvartaði undan bókaskort í bókabúðum hérlendis. Hann pantar bækur, aðallega frá Bandaríkjunum. Nú bað blaðamaðurinn vitringinn að spá fyrir sér. Vitringurinn fékk fæðingarár, dag og tíma sólarhringsins. Síðan tók vitringurinn að fletta upp í þykkum töflubókum og reikna flókin reikningsdæmi. Svo teiknaði hann stjörnukort fyrir blm. með sirkli og mislit- um pennum. Þá horfði hann á spjaldið og muldraði við sjálfan sig, líkt og hann ætti erfitt méð að hugsa í hljóði: „Hrútur, rísandi sporðdreki." Vitringurinn taldi að metnaðargirni væri að drepa blm. Hann væri ákafur, áræðin og með gnægð lífsgleði. Ætti að hafa mikla og tíða dagdrauma. Sköpunargáfa greinileg. Fjöl- hæfur. Vitringurinn telur að haustið ’76 hafi straumhvörf átt sér stað í lífi blm. Sennilega að blm. hafi uppgötvað að hann gæti unnið við annað en það sem aðeins gæfi peninga. Mjög jákvætt kort fyrir rithöfund: „Rithöfundaplánetan er í vinnu- húsinu." Hann sá góða krufningarhæfileika og mældi með að blm. reyndi að skrifa leynilögreglusögu. Ráðlagði blm. að reyna ekki að leggja nein önnur störf fyrir sig. Vitringurinn sagði að blm. þyrfti lengi að standa einn uppi en myndi vinna frægan sigur að lokum. Og nú verða lesendu góðir að fylgjast vel með að sjá hvort úr rætist. Þegar blm. skundaði áleiðis heim í herbergisholuna sína, þvert yfir nakið Melaskólaport- ið, var honum heldur hlýrra um hjartaræturnar. Sören Bögeskov bóndi—Minning Fæddur 22. maí 1893. Dáinn 17. janúar 1979. Langur ævivegur er á enda genginn. Sören Bögeskov er horf- inn af landi lifenda yfir á land eilífðarinnar. Fæddur var hann í Kaupmannahöfn, upp alinn á Jótlandi, hingað út til Islands kom hann á þrítugs aldri og lifði hér og starfaði sem þjóðarþegn alla götu síðan. Hann var í fari sínu og skaphöfn allri bóndi fyrst og fremst — sveitamaður — sem fyrstu árin eftir komuna til íslands var vinnumaður á góðbú- um hér og gerðist síðan sjálfstæð- ur góðbóndi í útjaðri höfuðborgar- innar, sem þegar árin liðu varð ágeng við hans umráðasvæði og hrakti hann að lokum frá því ævihlutverki, sem hann hafði valið sér. Sjálfur sagði hann annars, að hingað hefði hann komið í fyrstu til að hafa sumarfrí og það frí hafi raunar aldrei tekið enda. Og þeirrar gæfu varð hann aðnjótandi hér, meðal annars, að eignast eiginkonu og með henni þrjár dætur. Bögeskov byrjaði búskap- inn einn, en fjölskyldan fyilti hópinn og búið óx og gaf arð í samræmi við fágæta umhyggju og alúð í hverju starfi svo að til fyrirmyndar hlaut að teljast. Það gerðist skömmu eftir stríðs- lok, að við komum alflutt frá útlöndum til Islands og hlutum heimili í miðju höfuðborgarinnar. Fljótlega kynntumst við Böge- skov og fjölskyldu hans og þau kynni urðu að vináttu, er varað hefur síðan, eða meira en 30 ár og kulnar vonandi ekki meðan lifs- andi er dreginn. En nú er vinurinn Bögeskov horfinn af vettvangi lífs og starfs. Götur og troðninga höfum við gengið samferða. Sam- skiptin hafa verið ánægjuleg og lífsvaka gædd, gleðirík, á gæfuveg- um mörkuð. Að mega fara í „Litlu sveit“, út á Kringlumýrarblett til Gústu og Bögeskov og dætranna, það var ekki bara hátíð, það var stórhátíð hverju sinni. Þar ríkti alltaf svo mikil gleði og ánægja. Það gerði ekkert til þó að vistar- verur væru í þrengra lagi, þar var heimilislífið alltaf þrungið unaði og fögnuði innan fjölskyldunnar og það var svo gaman að mega gerast þátttakandi þar sem öll umönnun inni sem úti var rækt af natni og umhyggju í öllum störf- um, í fjósi, grísastíu, hænsnahúsi og utan dyra. Bernskuminningar frá þeim björtu dögum eiga svo djúpar rætur, að þær visna aldrei og endast því ævilangt. En nú er húsbóndinn horfinn. Að leiðarlokum skal ekki látið hjá líða að minnast markaðra spora á vegi lífsins með Sören Bögeskov. Við þökkum honum allar gleðistundirnar og öll þau samskipti, sem tengd eru minn- ingu hans. Þau voru með ágætum í öllum greinum og við þá vegi eru margir varðar, sem eigi verða máðir úr hugum fjölskyldunnar. Samúð okkar allra og kærar kveðjur skal hér með tjáð eftirlif- andi eiginkonu, Ágústu Sigurðar- dóttur, dætrunum þremur og öllum öðrum aðilum fjölskyldunn- ar, með þökkum fyrir allt og allt. Thora — Gísli og börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.