Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 l>cssi áramót. som cru nýgcnjíin í garð. vcrða len>fi höfð í minni manna í Enjílandi. — «k ckki af KÓðu. Veturinn er sá kaldasti í 11 ár og langt síðan að landið. scm þó cr öllu vant í vcrkföllum. cr í eins sla^mu ástandi hvað vcrkföll snertir. Kuldi í staðinn fyrir nóvemberþok- ur og rigningu komu nóvember- þokur og frost. Snjór í desember rétt fyrir jól og svo kyngdi niður snjó milli jóla og nýárs. Kuldinn komst í mínus 9 gráður á celcius, sem er mikið fyrir fólk í hinum illa einangruðu húsum. Og sérstaklega hefur gamalt fólk farið illa í kuldanum. Bændurj sem áttu enn grænmeti óupptekið, gátu ekki náð því inn og í nokkra daga var grænmetis- skortur. Verst var þó að mörgum fótboltaleikum var aflýst! Dagblaðið Sun átti þó svar. Þeir auglýstu þriggja daga tjaldferð til íslands. Ekki var gefið upp hvar ætti að tjaida, en eftir því sem næst var komist var þetta ekki grín heldur fúlasta alvara. Ára- hamstraði meira. Boots — stærsta lyfsölusamsteypan, — fékk ekki lyf, en þó bar ekki á skorti strax. Birgðastöðvar gátu ekki losnað við vörur sínar og nokkrar verksmiðjur verða að loka ef ekki rætist úr. Vandá- málið var það að bílstjórar, sem aka benzíni, voru í verkfalli og báðu félaga sína um að keyra ekki út vörur. Þeir fengu mun meiri stuðning en búist var við. Og í dag, 11. jan., er búist við að verkfall bílstjóranna verði gert opinbert. Ef af því verður munu um tvær milljónir karla og kvenna missa atvinnuna. Þetta er athyglisvert þar sem aðeins Texaco b'istjórar eru núna í verkfajli. 1979? Hvað sem öllu þessu líður er öruggt að eitthvað verður af meiri háttar verkföllum á nýbyrjuðu ári. Hvort stjórnin stendur eða fellur á lausn þeirra vandamála veit enginn. En margir vilja láta skoða alvar- lega hið mikla ofurvald verka- lýðsfélaganna og hvort einhver spilling sé í beitingu þess valds er þau hafa. Það sem fólk óttast þó hvað mest nú eru þær afleiðingar sem gætu orðið, ef herinn yrði látinn vinna störf vörubílstjóranna svo allt stöðvaðist ekki. Hvort þá gæti komið til alvarlegra blóðsút- hellinga? Höfum við nú pakkað öllu? Bensíni, osti, gulrótum, kartöflum... mótí Englandi Callaghan 1 sól Ástandið var orðið svo slæmt að búist var við því að lýst yrði yfir neyðarástandi. Og herinn þá sendur til hjálpar. Á meðan dvaldi forsætisráðherrann á Barbados á fundi með forsetum Bandaríkjanna og Frakklands. Mikið veður var gert úr þessu í blöðunum. Ekki bætti svo úr skák þegar kappinn kom heim og spurði: Vandi? Hvaða vandi? Eiginlega er vægt sagt að blöðin hafi sturlast, sérstaklega þegar hann kenndi þeim um að hafa miklað vandann. Svo slóst frú Thateher í leikinn og allur íhaldsflokkurinn hamaðist við að skamma verkamannaflokk- inn af miklum móð, — jafnvel meira en að vanda. „Frúin er sérdeilis heppin. Við eigum aðeins örfáa lítra eftir.“ Nottingham — Leicester — Luton, 10. jan. 1979. Magnús Þorkclsson Verkföll — meiri verkföll Stjórnin missti stuöning atvinnurekenda við launastefn- una en stóð af sér vantraust með 10 atkvæða mun á þinginu. Um tíma virtist eins og verkföllum myndi linna í bili. Svo skall skriðan á. Bílstjórar á benzin- tankbílum fóru í skæruverkföll og báðu kollega sína um stuðning og áhrifin voru meiri en nokkurn grunaði. Lítið var um benzin ög fólk hamstraði eins og mest mátti. Ekki nóg með þaö, heldur hækkaði benzín Svo ákváðu aðrir bílstjórar að hjálpa til og þá fór líka að skorta matvörur. Og fólk Jim hafði meistaragrip á stýrinu. Verst að það var ekki fast við skipið. Hafðu mitt ráð, — til- kynntu þá aldrei. Það fyrsta sem löggan segir eri „Vilduð þér blása í pokann, herra.“ þess sem þeir sprengdu var olíubíll og í kjallara á KFUM- hóteli. FFH Mjög hefur umferð fljúgandi furðuhluta aukist. Hafa gárungarnir haft það á orði að þetta geti ekki verið eins miklar vitsmynaverur og sumir ætla, fyrst þær sæki svona til Englands. Þó megi taka til greina að þær hypji sig jafnan burt hið fyrsta. Ein virðuleg frú taldi sig hafa fengið í heimsókn að morgni til nokkra smávaxna græna menn, sem þáðu eplaköku en ekki neitt að drekka. Ruku þeir svo á dyr og komu sér burtu í geimskipi. Taldi frúin það skrítið því „þetta var ágætis eplakaka"! Börn og fullorðnir hafa séð furðuhlutina, fljúga og/eða lenda og jafnvel skrafað um daginn og veginn við alls- konar furðulegt fólk, sem út úr hlutunum kom. Enginn hefur þó náð mynd af þeim, eins og tókst á Italíu. Telja margir að þessi aukna umferð standi í beinu sambandi við myndir eins og „Stjörnustríð" og „Náin kynni" (Close encountersl s.s. ímyndun ein. IRA írski lýðveldisherinn ákvað að koma aftur til Englands og sprengja nokkuð hressilega fyr- ir jólin en hefur farið hljóðlega síðan. Samt er enn verið að leita að þeim og fólk varað við, hvar seni það fer, að láta í friði alla pakka, sem enginn hirðir um. Þó að lögreglan viti hvernig IRA starfar þá er ekki auðvelt að hafa uppá þeim; Hermdarverka- fólkiö vinnur í litlum hópum og hefur ekkert samband við þekkta IRA menn í Englandi. Nú er eiginlega beðið eftir næstu hreyfingu frá IRA. Meðal nágrannar vorum við upp frá því allt til ársins 1954 að Gunnar fluttist til Reykjavíkur. Lífsferill Gunnars er fyrir margra hluta sakir mjög merki- legur, ekki síst þegar þess er gætt að hann gekk aldrei heill til skógar, því að á unga aldri eða langt innan við fermingu fór að bera á lömun í fótum sem hægfara ágerðist, uns hann milli tvítugs og þrítugs varð að fara í hjólastól, sem hann var bundinn við upp frá því. En Gunnar var ekki þeirrar gerðar að hann léti baslið smækka sig, því eftir því sem heilsu hans hrakaði líkamlega, óx kjarkurinn og athafnaþráin enn meir. Ekki hneigðist hugur hans að búskap, honum var ósýnt um skepnur, en var góður að gera við vélar og verkfæri. En þrátt fyrir það hafði hann annað til brunns að bera og það í ríkum mæli, hann hafði óvenjulega haga hönd og hug- kvæmni til að koma sínum hug- myndum heilum í höfn og verslunarhæfileikann fékk hann í vöggugjöf úr báðum ættum. Þessir hæfileikar entust honum í gegn um lífshlaupið eða allt til ársins 1974 að hann varð að fara á sjúkrahús, þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Árið 1943 giftist Gunnar Þuríði Kristjánsdóttur frá Hamarsgerði, mikilli myndarkonu, og árið eftir keyptu þau land og heitt vatn úr landi Skíðastaða og byggðu nýbýlið Varmalæk ásamt gróður- húsi, verslun og saumastofu, Sem þau ráku með drift og skörungs- skap allt til ársins 1954 að þau fluttust til Reykjavíkur. Þá færðu þau út kvíarnar, ráku verslun með miklum þrótti og saumastofu þar sem framlciddar voru meöal ann- ars húfur, sokkahlífar o.fl. Hjá Múlalundi fór Gunnar að vinna 1953 og eftir það varð hann ásamt Sigursveini Kristinssyni aðaldrif- fjöðrin að stofnun „Sjálfsbjargar" sem í reynd hefur hjálpað mörgum yfir örðugasta hjallann. Þau Þuríður og Gunnar áttu saman átta börn, sex syni og tvær dætur, sem öll eru hin ntannvæn- legustu. Þau eru öll búsett á Stpr-Reykjavíkursvæðinu. Eftir langa og viðburðaríka sambúð hjá Gunnari og Þuríði slitu þau samvistum árið 1970 en héldu þó sinni reisn eftir sem áður. Þó hygg ég að kærleiksböndin hafi aldrei slitnað, aðeins slaknað á þeim og þau hafi eftir sem áður metið mannkosti hvors annars og fylgst hvort með öðru uns yfir lauk. Gunnar var hagyrðingur góður og hafði skemmtilega kímnigáfu cnda hrókur alls fagnaðar á mannafundum og þrátt fyrir margar erfiðar ytri aðsta'ður. ríkti aldrei deyfð eða drungi í kringum Gunnar, hann hafði svo mikla andans orku og var í viðræðum svo mikill gleðigjafi og hugarflugið var svo mikið að maður hreifst með honum og dáði hann fyrir hans léttlyndi og hrífandi frásagnargleði, enda var hann vinsæll svo af bar. Að cndingu þakka ég vini mínum samfylgdina og hið honum guðs blessunar í gegnum móðuna miklu og að landtakan vcrði honum góð og hann gcti tckið sprcttinn á grænum grundum hinunt megin við tjaldið. Ættingj- um og vinunt Gunnars scndi ég og kona mín sanniðarkveðjur. Jóhann Hjálmarsson frá Ljósalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.