Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 23 Athugasemd frá Æsku- lýðsnefnd Al- þýðubanda- lags MorKunblartinu hefur borizt eftiríarandi athujíasemd frá Eskulýösnefnd Alþýðubanda- lansins. Vegna greinar í blaði yðar í gær þann 24/1 varðandi fræðslufyrir- lestra Æskulýðsnefndar Alþýðu- bandalagsins skal eftirfarandi tekið fram: 1) Það gætir mikils misskilnings i umræddri grein Morgunblaðsins þegar aðger.ðir nefndarinnar eru túlkaðar á þann veg að ÆnAb sé að gerast einhver óvelkominn gestur í viðkomandi skóla, eða með öðrum orðum ætli sér að ryðjast inn á nemendur með offorsi og án allra heimildar skólayfirvalda. Öðru nær. Ef Morgunblaðsmenn hefðu lesið ögn meira af greininni sem birtist t Þjóðviljanum sl. laugardag (sem ég efast ekki um að þeir hafa gert) hefðu þeir orðið upplýstir að því, (svo!), að það eru hópar nemenda í áðurnefndum skólum sem hafa óskað eftir því við ÆnAb að fá fræðslufyrirlestra frá Abl. um hin ýmsu þjóðmál. Fvrirlesarar ÆnAb munu því mæta til móts við þessa hópa vinstri sinnaðra nemenda sem velkomnir gestir. 2) Fjölmargir framhaldsskóla- nemendur hafa ntikinn áhuga á pólitísku starfi, enda þekkir Kristján Bersi Olafsson skóla- meistari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði betur til þessara mála en Morgunblaðsmenn virðast gera en í umtalaðri grein Morgunblaðs- ins er haft eftir Kristjáni Bersa: „Hann kvaðst hafa tekið eftir grein þjóðviljans á laugardag og kvaðst hann ætla að einhverjir hópar nemenda væru með ein- hvers konar leshringi. Eg get ekki ímyndað mér að átt sé við annað, því að aðilar úti í bæ ráða ekki því fræðslustarfi sem fer fram á vegum skólans." Það er vonandi í sjálfsvald nemenda viðkomandi skóla sett hvaða áhugamál þeir stunda utan skólatíma. 3) Að lokum skal það ítrekað að fræðslufyrirlestrar þessir eiga rót að rekja til formlegrar beiðni nemenda sjálfra. I flestum þessara skóla sem um er rætt eru nú þegar starfandi félög vinstri sinnaðra nemenda, og að því er undirrituð- um er tjáð hafa þessi félög hingað til getað haldið fundi sína eftir skólatíma í viðkomandi skóla með fullu leyfi skólayfirvalda. Það hlýtur síðan að vera þessum félögum í sjálfsvald sett hverjir eru gestir þeirra hverju sinni, og sækja síðan um leyfi til slíks fundar við viðkomandi skólayfir- völd, eigi fundurinn á annað borð að fara fram í skólahúsnæðinu. ÆnAb hefur því með kynningu á fyrirlestravalboði sínu aðeins orðið við ósk áðurnefndra félaga varðandi fræðsluefni. Með tilvísun til þess sem hér áður hefur verið nefnt er út í hött sú staðhæfing Morgunblaðsins að Alþýðubanda- lagið sé að brjóta einhverjar reglur varðandi pólitísk fundahöld í framhaldsskólum. Með þökk fyrir birtinguna, Lúðvík Geirsson. Magnús laus úr gæzluvarðhaldi MAGNÚSI Magnússyni stjórnar- formanni Hafskips hf. var sleppt úr gæzluvarðhaldi klukkan 20 í fyrrakvöld og hafði hann þá setið inni í 5 vikur. Að sögn Erlu Jónsdóttur deild- arstjóra hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur rannsókn Hafskips- málsins miðað vel áfram að undanförnu. Fjöldi manns hefur komið í yfirheyrslu og hefur málið skýrst verulega. Nokkur fjöldi fólks notaöi blíðviðrið á sunnudaginn til að fara á skíði í hlíðinni fyrir ofan bæinn. sem sést í baksýn (Ljósm. Mhort Komp) Már Ilallgrímsson formaður Lionsklúbbs Fáskrúðsfjarðar afhendir Lars Gunnarssyni formanni Leiknis hina nýju togbraut. Skídatogbraut tekin í notkun á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfirði 23. janúar SUNNUDAGINN 21. janúar var tekin í notkun ný skíðatogbraut í hlíðinni oían við kauptúnið. Togbrautin er frönsk af Chipper-gerð, flytur um 700 manns á klukkustund og er um 600 metrar á lengd. Togbrautin er flutt inn af Eiríki Haraldssyni, sem jafnframt kom hingað til Fáskrúðsfjarðar og sá um uppsetningu á henni. Staðarval brautarinnar er vísindalega upphugsað af Gunnari Ólafssyni fyrrverandi skólastjóra í Hallgrímssyni útibússtjóra. Lionsklúbbur Fáskrúðsfjarð- ar keypti togbrautina og afhenti hana Ungmennafélaginu Leikni síðastliðinn sunnudag. Formað- ur klúbbsins, Már Hallgrímsson, afhenti togbrautina formlega, en við henni tók formaður Leiknis, Lars Gunnarsson. Þær kvaðir fylgja gjöfinni, að gjald- töku af togbrautinni verði stillt í hóf og notað til viðhalds og rekstrar. Togbraut kostar urn 10 milijónir króna og hafa félagar í Lionsklúbbi Fáskrúðsfjarðar aflað fjársins á ýrnsan hátt. Margir hafa orðið til að styrkja fjársöfnunina í sniáu og stóru, en þess gat formaður Lions- Neskaupsstað og Má klúbhsins í ávarpi sínu er brautin var afhent. Sérstaklega gat hann Þorsteins Bjarnasonar húsasmiðs og Guðmundar Hallgrímssonar rafvirkja, sem báðir sýndu þessu máli mikinn áhuga og lögðu fram mikla vinnu. Ilann tók sérstaklega fram að það væri ósk klúbbmeðlima að tilkoma togbrautarinnar yki áhuga bæjarbúa á útivist á komandi árum. Nokkur hópur manna fylgdist með athöfninni í mjög fögru veðri og margir reyndu togbrautina strax á sunnudaginn. - Albert. ÚTGERÐAR- MENN m SKIPSTJORNAR- IVilCKIKI 1000 w Halogen Ijós- IVIkZJMINI kastararnlr frá Philips nú aftur fyrirliggjandi. heimilistæki sf Sætúni 8 — 24000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.