Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 39 Veita getraunanna næstum helm- ingi meiri en síðasta vetur Getraunastarfsemin á íslandi hefur verið í miklum upjtgangi á síðustu misserum. Mbl. þótti því ekki úr vegi að líta inn hjá Islenskum getraunum og kynna sér starfið sem þar fer fram. Fastir starfsmenn eru þar aðeins 3, framkvæmdastjórinn Sigurgeir Guðmannsson, skrifstofustúlkan Anna Guðmundsdóttir, en Olafur Jónsson, sem að sögn Sigurgeirs er allt í öllu. var með þursabit og hafðist við heima. Mbl. rabbaði við Sigurgeir. 80 aðilar selja sedla — Það eru um 80 aðilar, félög og deildir innan þeirra, sem selja getraunaseðlana. Það eru allt upp í 5 deildir í sama félaginu Ármanni, sem selja. Fyrir félög í stærri kaupstöðunum er þetta prýðileg fjáröflunarleið, en hæpið er að þetta svari kostnaði á strjálbýlli stöðum. Það eru um 30 aðilar sem selja seðla í Reykjavík og 50 annars staðar á landinu sagði Sigurgeir, er hann var inntur eftir því hversu víða og hve margir hafi með sölu seðla að gera. Hvernig er tekjuskiptingin og hvaða félög eru duglegust að selja og afla sér þannig tekna? — Fjórðungur upphæðarinnar, sem hvert félag fær fyrir söluna hverja viku, rennur til þess sjálfs. 50% fara í vinninga. 20% fara síðan í ýmsan kostnað, svo sem laun, prentun seðla o.fl. Ef kostnaðurinn er minni en nemur þessum 20% rennur mismunurinn til ÍSÍ og UMFÍ. Af þeim 5 prósentum, sem eftir eru, renna 3% til viðkomandi héraðssam- bands, 1,5% til KSÍ og 0,5% í varasjóð getrauna. — KR er duglegasta félagið í sölunni, en 3 deildir innan þess afla sér tekna á þennan hátt. Sem dæmi má taka, að knattspyrnu- deild félagsins hefur í vetur selt seðla fyrir um 2,5 milljónir. Framarar eru einnig duglegir, en knattspyrnudeild félagsins tók að selja seðla í haust og hefur þegar selt fyrir um 1.5 milljónir. Salan næstum tvöfaldast — Sala getraunaseðla er að rífa sig upp úr lægð frá vetrinum 1976—77. Sú lægð stafaði aðallega af því, að við fengum ekkert inni í dagblöðunum, en það hefur breyst. Salan síðastliðinn vetur jókst um 75%, en hefur dregist dálítið saman síðustu vikurnar vegna snjókomunnar í Englandi. Þá verðum við að grípa til teninganna og þess vegna halda margir kerfismenn að sér höndunum. Til gamans má geta þess, að velta Getraunanna var síðastliðinn vet- ur 35.095.200 krónur, en er í vetur 62.557.200 krónur. Ef ekki hefði dregið dálítið úr sölunni síðustu vikurnar, munaði helmingi. Og mesti fjöldi seldra raða frá upphafi var 16. desember síðast liðinn, en þá voru í umferð 84.100 raðir. Veltumunurinn gífurlegur Nú var sú spurning lögð fyrir Sigurgeir, hvort Islenskar getraunir væru smáar í sniðum miðað við aðstæður. Og hann svaraði: — Nú, við erum þrjú fastráðin, en á mánudögum fáum við nokkrar stelpur til að hjálpa okkur að telja saman. Flest erum við 7. Danir, sem eru með minnstu getraunastarfsemina á Norður- löndum fyrir utan okkur, eru hins vegar með 46 fasta starfsmenn og 210 lausráðna á mánudögum. Þetta eru eins og sandkorn í sandkassa miðað ví starfsemina á Bretlandseyjum, þar eru fyrirtæk- in fleiri en eitt, en hjá Warners i Liverpool eru t.d. 1200 stelpur að telja á mánudögum og eru þá ekki taldir með föstu starfsmennirnir hjá félaginu. „Islensku leik- irnir vonlausir“ Við spurðum nú Sigurgeir um upphaf getraunastarfsemi á íslandi. — Veturinn 1968—69 voru Víkingar, KR-ingar og Þróttarar að myndast viö að halda getraunir upp á eigin spýtur og það varð kveikjan að því að IBR, KSÍ og ÍSÍ ákváðu að steypa starfseminni saman. Hef ég verið í þessu frá byrjun. Saman gáfum við út okkar fyrstu seðla sumarið 1969 og voru á þeim íslenskir, sænskir og danskir leikir. Þessir íslensku voru alveg vonlausir, þeir voru svo margir fyrir fram öruggir. Og þeir sænsku og dönsku vöktu heldur ekki neina hrifningu og er þetta eina skiptið sem seðlar hafa verið gefnir út að sumarlagi. Síðan höfum við einbeitt starfi okkar að vetrinum og ensku knattspyrn- unni. „Unnu ekkert þrátt fyrir aöstoð tölvu“ Hverjir vinna helst í getraunum, eru það kerfismennirnir, teninga- varparar eða einhverjir aðrir? — Á því er engin regla að sjálfsögðu, svaraði Sigurgeir, — ég veit dæmi þess, að hópur manna setti 6—800 raðir í gegn um tölvu án þess að hafa nokkuð upp úr krafsinu. Svo koma bændur utan af landi með 12 rétta með einni röð, svo ekki sé minnst á hús- mæðurnar sem kasta teningum. Það geta allir unnið, en kerfis- mennirnir geta farið illa út úr þessu þegar við neyðumst til að kasta tening fyrir fjölda leikja sem verður að fresta vegna veðurs. Sigurgeir tippar ekki Mbl. þótti Sigurgeir vera í ákjósanlegri aðstöðu til að tippa arðvænlega og spurði hann hvort hann tippaði ekki. — Nei, ég læt það vera, það kynni að valda grunsemdum ef ég færi að troða upp með tólf rétta. En í rauninni er enginn möguleiki fyrir mig að svindla. Á laugar- dagsmorgninum eru allir seðlarnir festir á filmu og þær filmur geymir Axel Einarsson vandlega. Þeir seðlar sem ekki eru á fiftrðiiir >us. IRbiR fc 7S 7 6 ÍSLENZKAR /GETRAUNIR / 7 / \ V 7 / i * X / 1 4 1 1 ( 1 \ / « í \ T 1 1 V f r \ \ 1 L .. L...L.. J 7 \ % \ 1 J ■ > \ \\ . / L / 7 l\r- ^ i 1 / n • Tippari vikunnart.h.. Sigurgeir Guðmannsson. framkvæmdastjóri íslenskra getrauna. filmunum koma ekki til álita, því að ljóst er, að þeir hafa borist of seint. Knattspyrnuaðdáandi síöan fyrir stríð — Ég byrjaði aö fylgjast með ensku knattspyrnunni fyrir seinna stríðið, en þá skrifaði Árni M. Jónsson um hana í Vísi. Upp úr 1950 skrifaði ég síðan sjálfur um ensku knattspyrnuna í Morgun- blaðið og reyndar um íslenska knattspyrnu einnig. Liverpool er eftirlætislið mitt á Englandi, síðan ég fór til Englands sem fararstjóri hjá KR, en árið 1964 lék KR gegn Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða. I Liverpool var ég tiltaður „manager" KR-liðsins og dreginn á sjónvarpsstöð í viðtal vegna leiksins. Þar lentum við í því að bíða langa lengi, því að allt var þarna á öðrum endanum, Douglas Houme hafði rift þinginu og breskur togari hafði verið tekinn í íslenskri landhelgi. Meðan ég beið stytti ég mér stundir með því að kenna breskum fréttaþul að bera fram orðið Seyðisfjörður. Sá 11 leiki á HM 1966 — Ég hef margoft séð leiki ytra, m.a. sá ég 11 leiki á HM í Englandi. Þar bar hæst sjálfan úrslitaleikinn milli Englendinga og Vestur-Þjóðverja. Englending- ar unnu 4—2 eftir framlengingu. Nú þótti bæði Sigurgeiri og blaðamanni mál til komið að láta þann fyrrnefnda tippa og fylgir hér spá hans um leiki helgarinnar, en þá fer fram 4. umferðin í ensku bikarkeppninni. Ef veður leyfir auðvitað. gíf. Spá Sigurgeirs: Arsenal-Notth. County 1 Bristol Rov. — Charlton 1 Burnlcy-Sunderland x Cr. Palace-Bristol City 1 Fulham-Man.Utd. x Preston-Southampton 2 Leeds-West Bromwich x Notth. Forest York 1 Newport-Colchester x Ipswich-Orient 1 Oldham-Leicester 1 AldershotSwindon 2 • Línurit þetta er á skrifstofu getrauna. en eins og sjá má. hefur söluaukning á getraunaseðlum orðið svo mikil. að línuritið gamla nægir engan veginn. Viðbót hefur verið fest fyrir ofan línuritið. Toppurinn á linuritinu sýnir söluna 16. desember, en hrapið eftir það er vegna hinna mörgu frestuðu leikja á Englandi að undanförnu. Halda þá margir kerfistipparar að sér höndunum. Ljósm. Mbl.. KK. Jón setti nýtt íslandsmet JÓN Diðriksson. UMSB. sem nú stundar nám við íþrótta- háskólann í Köln í Vest- ur-Þýzkalandi. stóð sig mjög vel á innanhússmóti í frjáls- íþróttum sem hann tók þátt í Diisseldorf um helgina. en það er fyrst nú að hægt er að segja frá því vegna sambandsleysis íslands við umheiminn að undanförnu. Jón setti nýtt íslandsmet í 1500 metrum. hljóp á 3.52.5 mínútum og sló þar með met Ágústs Ásgeirssonar frá 1974. en það var 3.55,2 mín. íslands- vinurinn Hanno Rheineck tjáði Mbl. í samtali í gær. að Jón hefði sigrað í sínum riðli og unnið sér rétt til þátttöku í úrslitum. en hann gat ekki verið með þá þar sem félag hans þurfti á honum að halda í 3x1000 metra boðhlaupi, sem fram fór á svipuðum tíma og úrslitin í 1500 m. í boðhlaupinu sigraði félag Jóns. LG Jagermeister Bonn- Troisdorf. á tímanum 7.33,6 mínútum. og þar með urðu Jón og félagar hans héraðsmeist- Mile med Leikni JÚGÓSLAVNESKI knatt- spyrnuþjálfarinn Mile mun þjálfa 3. deildarlið Leiknis næsta keppnistímahil. en þann starfa hafði hann einnig síðastliðið sumar. Mile hefur áður starfað sem þjálfari hjá Breiðabliki. á Seyðisfirði og í Siglufirði. arar á Nord Rhein meistara- mótinu. Um næstkomandi helgi keppir Jón á öðru frjáls- íþróttamóti í Dilsseldorf, meistaramóti vestari hluta Vestur-Þýzkalands. Ef Jóni tekst sæmilega upp ætti ekki að vera loku fyrir það skotið að nýtt met sjái dagsins ljós þá. því að Jón hefur æft betur í vetur en nokkru sinni fyrr. Valur — ÍS í kvöld í KVÖLD fer fram einn leikur í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik. V'alsmenn leika gegn ÍS og fer leikurinn fram í Haga- skóla og hefst kl. 20.00. Má búast við skemmtilegri viður eign þessara liða. Valsmenn eru þó sigurstranglegri. en takist stúdentum vel upp getur allt gerst. Vajsmenn setja nú stefnuna á íslands- meistaratitilinn og ætli þeir sér sigur í mótinu verða þeir að sigra í kvöld. 1 ! !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.