Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 21 Pltrgu Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinason. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aöalstrætí 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2500.00 kr. ó mánuöi innanlands. 1 lausasðlu 125 kr. eintakið. V erzlunin og 30% reglan Sá sögulegi atburður gerðist í bæjarþingi Reykjavíkur í fyrradag, að samþykkt verðlagsnefndar um verzlunar- álagningu, sem gerð var á fundi hennar 20. febrúar sl., var dæmd ógild. í fyrrnefndri samþykkt var kveðið á um, að svokallaðri 30%-reglu, varðandi verzlunarálagningu, skyldi beitt í kjölfar gengisfellingar, sem ákveðin hafði verið skömmu áður. Þessi regla gerir ráð fyrir því, að verzlunarálagning komi ekki nema að hluta til á þá hækkun innkaupsverðs, sem af gengislækkun leiðir. Verzlunin fái aðeins 30% álagningar á umrædda hækkun innkaupsverðs. Samtök verzlunarinnar hafa alla tíð mótmælt þessari skerðingu verzlunarálagningar, m.a. á þeirri forsendu, að aðstæður þær, sem hverju sinni hafa leitt til gengislækkunar, hafi þegar lagst af fullum þunga á verzlunina, ekki síður en aðrar atvinnugreinar. Þessi dómur bæjarþings Reykjavíkur er einkar athyglis- verður, fyrst og fremst af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi er hér um að ræða skerðingu álagningar, sem beitt hefur verið allar götur síðan 1960, er gengi hefur verið fellt, með einni undantekningu (1961), eða alls átta sinnum. I annan stað fellur dómurinn í vil einstaklingum — eða samtökum þeirra —, sem höfðuðu mál á hendur opinberri nefnd, sem verið hefur í beinum tengslum við hið pólitíska ákvörðunarvald í þjóðfélaginu. í tæpa tvo áratugi hefur verið gengið á hlut verzlunarinnar með þeim hætti, sem að framan greinir. Rekstrarstaða verzlunar, ekki sízt smásöiuverzlunar, hefur farið síversn- andi, og á það jafnt við um samvinnuverzlun sem einkaverzlun. Haldi áfram sem horfir um rekstrarstöðu verzlunar í landinu, bitnar það ekki aðeins á viðskiptamönn- um hennar í minnkandi vöruframboði og þjónustu, heldur hlýtur einnig að koma fram í minni atvinnu í verzluninni, en milli 10 og 11 þúsund launþegar eru í samtökum verzlunarmanna í landinu. Ógilding þeirrar samþykktar verðlagsnefndar, sem hér um ræðir, byggist fyrst og fremst á því, að ekki var framfylgt lagaákvæði um könnun á álagningarþörf verzlunarfyrirtækja. Of snemmt er að fullyrða, hvaða áhrif þessi dómur hefur, en hann hlýtur að setja sinn svip á viðhorf almennings og framtíðarstörf verðlagsnefndar. Enda þótt búast megi við að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar, rennir hann stoðum undir þá gagnrýni, sem forvígismenn verzlunarinnar hafa haldið á loft um langt árabil, áréttar að „verðlagsnefnd beri að starfa sjálfstætt og vera óháð viðskiptaráðuneytinu um meðferð mála“ og „styrkir réttarfarslega stöðu einstakling- anna í þjóðfélaginu", eins og Þorvarður Elíasson, fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðs Islands, komst að orði í viðtali við Mbl. í gær. Iðnaðurinn og ráðherrar Alþýðubandalagsins Afstaða nýrrar ríkisstjórnar til iðnaðar í landinu og þess rökstuðnings, sem forvígismenn hans hafa sett fram, einkennist hvorki af reisn né fúsleik til úrbóta. Aðgerðir þær, sem ríkisstjórnin boðaði í ársbyrjun, virðast heldur ekki hafa hlotið eðlilega málsmeðferð í þingflokkum stjórnarinnar, eftir því sem fram kom í málflutningi talsmanna þeirra á almennum félagsfundi Félags íslenzkra iðnrekenda. Aumust virðist þó afstaða Alþýðubandalagsins, sem ræður ríkjum í ráðuneytum iðnaðar- og viðskiptamála á stjórnar- heimilinu. Talsmaður þess á greindum fundi sagði m.a. að meginkröfur Alþýðubandalagsins í þessum málaflokki hefðu ekki náð fram að ganga vegna „herferðar embættismanna og sendiráða íslands erlendis", eins og haft er eftir honum í Mbl. í gær. Alþýðubandalagið hefur húsbóndavald í ráðuneytum þeim, er leiða þessi mál, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum. Hvað sem líður innihaldi og efnisatriðum í svokallaðri tillögugerð Alþýðubandalagsins, sem hér verður ekki fjallað um, er það harla bágborin afsökun, og ekki stórmannleg, að ráðherrar þess séu áhrifalaus núll í embættismannakerfinu, eins og látið var að liggja. Spjall um „hugsjónir“ galdra og draugagang - eítir EyjólfKonráð Jónsson Undanfarnar allmargar vikur hefur þingmaöur Framsóknarflokksins, Stefán Valgeirsson, vikið að mér og baráttunni fyrir greiðslum fjármuna bænda beint til eigendanna æðimörgum orðum á Alþingi, og í lokin ritað greinaflokk í Tímann, sem að uppistöðu til er raunar ein þingræðan, sem svarað hafði verið á sama vettvangi og hún var flutt. Sumt fellir Stefán þó niður úr upphaflegri gerð hugverksins, svo sem þetta: „Ekki hefur farið leynt, að hátt- virtur framsögumaður og fyrsti flutningsmaður, Eyjólfur Konráð Jónsson, hefur ekki neinn sérstakan áhuga á að flytja eða fylgja máli, sem yrði til þess að efla samvinnu- félögin í landinu. Áhugi hv. þm. fyrir samvinnuhreyfingunni virðist nú vera annars eðlis. En þó kom mér mest á óvart, þegar svo er komið, að þvílíkur kappi eins og háttvirtur þingmaður Páll Pétursson er, þegar hann fórnar hér höndum í þessum ræðustóli og hrópar til þjóðarinnar; ég er sigraður. Háttvirtur þingmað- ur Eyjólfur Konráð Jónsson hefur sigrað í þessu máli. Mér er spurn, hvað er komið fyrir háttvirtan þingmann Pál Pétursson, þegar hann gefst upp fyrir þvílíkum málflutn- ingi, sem hér er hafður í frammi. Einhvern tíma hefði mönnum dottið í hug, aö háttvirtur þingmaður hafi verið beittur göldrum." Skylt er mér að svara þingbróður mínum, enda málefnið mikilvægt. Fyrst er þetta með áhugaleysi mitt um málefni samvinnufélaga. Þegar hef ég á þingi boðið Stefáni að flytja með honum tillögu um endurskoðun samvinnufélaganna og vinna að nútímalegri löggjöf um þau félög og ýmiskonar samtök og stofnanir, svo sem eins og Samband íslenzkra samvinnufélaga (sem í engum skilrlingi er samvinnufélag), Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda o.s.frv., o.s.frv. Yrði þá leitazt við að koma betri skipan á rekstur þessara félaga, stofnana og fyrirtækja, líkt og hlutafélaga, þegar hin nýja og frjálslega löggjöf um þau kemur til framkvæmda. Ef samvinnufélög eiga að lifa og dafna, verða þau eins og önnur mannanna verk að standast öldurót tímanna og þola þau þjóðfélagsumbrot, sem nú verða ekki umflúin, þótt aftur- haldsöflunum finnist það kannski voða skrýtið. Árásin á Pál Pétursson finnst mér ekki drengijeg. Kappi er hann, en ósigraður. En hvert var það afbrot hans, sem kom af stað gjörningaveðrinu í SÍS og Framsókn. Hann hafði sagt eftirfarandi: „Eg hef verið andstæðingur þess- arar hugmyndar, en ég nenni ekki að standa í deilum um hana lengur og get verið stuttorður. Ég sé nefnilega fram á það, að vinur minn háttvirtur 5. þingmaður Norðurlands vestra Eyjólfur K. Jónsson er að vinna sigur í málinu, og þess vegna er ég ekkert að berja höfðinu við steininn með það og verð að óska honum til lukku með þann árangur, sem hann hefur þar með náð.“ Glæpur Páls var sá að viðurkenna staðreyndir og opna þannig örlítið meir glufuna, sem komin var í varnarvegg Kerfisins, SÍS, bankanna og þeirra valdastofnana, sem Framsóknarflokkur- inn hefur byggt upp á kostnað bænda (og neytenda) og nærst á. Þá komst drauga- gangurinn í algleyming. Af þessum reimleikum verður án efa mikil saga, en engu skal hér um það spáð, hver mestur verður draugurinn. Hvað varð um tillöguna? Hér langar mig að stinga inn smá- spurningu til Stefáns Valgeirssonar, formanns landbúnaðarnefndar Neðri deildar Alþingis, hún er svona: Hvað varð um tillögu þá, serh lögð var fram á sameiginlegum fúltdi landbúnað- arnefnda beggja deilda þingsiris skömmu fyrir jólin með ósk um að hún yrði send út til umsagnar með frumvarpi Steingríms Hermannssonar til „lausnar" á vanda bænda? Þótt ég hafi síðan ekki séð þá tillögu, og kannski enginn nema Stefán, held ég, að ég muni hana orðrétta þannig: „I stað frumvarpsins verði ákveðið að greiða hluta niðurgreiðslna og útflutn- ingsbóta beint til bænda, t.d. 6 millj. kr. árlega að hámarki til hvers bónda eða kr. 500 þús. á mánuði, miðað við verðlag 1978. Rækileg könnun verði síðan gerð á því, hvernig afgangi niðurgreiðslna og upp- bóta verði ráðstafað." Vonast ég eftir svari hér í Morgunblað- inu, en ritstjórarnir hafa lofað að ljá Stefáni rúm. Á þessu stigi ætla ég ekki að fjalla um tillöguna, næg tilefni gefast til þess síðar. Vík því að öðru. Rógur um samvinnuhreyfinguna Þótt umræður um beinar greiðslur til bænda veki forkólfum Framsóknar ógur- legan hroll, gleyma þeir aldrei að víkja að samhjálpinni göfugu. Hjá samvinnufélög- unum „er einmitt fjármagn frá bændum, sem betur eru stæðir og meira mega sín, sem er hægt að miðla til hinna, sem þurfa einhverja aðstoð tímabundið, þannig að þarna er byggt á mjög hreinum sam- vinnugrundvelli", eins og landbúnaðar- ráðherra hefur komizt að orði. Ætli þetta sé nú alveg skotheld fullyrðing, er alveg víst, að hinum efnameiri gangi ver að ná út peningum sínum hjá kaupfélögunum en kotbændum eða frumbýlingum? Hverjir hafa aðstöð- una og hverjir nota hana, hvað t.d. um „ráðamenn" eða þingmenn? Þá er talað um, að það sé „óþurftar- verk“ að „sundra þessum samtökum" með beinum greiðslum til bænda, eða „brjóta þessa samhjálp niður". Þetta kalla ég nú róg um samvinnufélögin, að þau geti ekki lifað í frjálsri samkeppni, þar sem staðgreiðsluviðskipti yrðu sjálfsagt meg- inregla, en lánaviðskipti auðvitað heimil og eflaust mikil, en samskipti á grund- velli jafnréttis lántaka og lánveitenda. Rúsínan í pylsuendanum Stefán Valgeirsson bendir réttilega á, að ég telji beinar greiðslur til bænda eitt mesta hagsmunamál þeirra, og hefði raunar að skaðlausu mátt bæta því við, að ég teldi það stórmál landsmanna allra. Síðan segir hann: „Þarna snýr háttvirtur þingmaður staðreyndum alveg við. Sannleikur- inn er nefnilega sá, að ef það fyrirkomulag yrði upp tekið, sem í tillögunni felst, og ef þessi lán yrðu sama hlutfall af verði afurðanna og verið hefur, þá yrði þessi breyting til stórtjóns fyrir bændur, eins og ég mun sýna fram á hér síðar.“ Síðan rekur hann skilmerkilega, hve hart bændur leiki kaupfélögin, sem eigi hjá þeim gífurlegar fjárhæðir og tapi sum milljónatugum í vöxtum. (Upplýs- ingar hefur hann m.a. frá Kaupfélagi Borgfirðinga). Hvers vegna í ósköpunum berjast forsvarsmenn félaganna sem ólmir væru fyrir því að viðhalda því kerfi, sem leikur þau svo skelfilega, og það á sama tíma sem þeir benda á, að kolvitlaus verðlags- ákvæði séu þau lifandi að drepa? Annars skýrast öll þessi mál nánar á næstunni, því að landbúnaðarráðherra hefur verið svo elskulegur að marglýsa því yfir á Alþingi, að hann muni gera það, sem í hans valdi stendur, til að rekja „ferðasögu fjármunanna" frá ríkissjóði og bönkum alla heilu leiðina til bænda. Um það sagði ég í þakkarræðu minni á þingi 14. des. s.l.: „Ég vil þakka hæstvirtum ráð- herra sérstaklega fyrir það, að hann lofaði að beita sér fyrir því, að upplýsingar fengjust um það, sem hér var nefnt ferðasaga fjármun- anna, þ.e.a.s. hvernig þessir milljarð- ar á milljarða ofan ferðast frá ríkinu og bönkunum og til bænda, að svo miklu leyti, sem þeir fá nokkurn tíma gð komast á leiðarenda. En á þessu stigi langar mig til að biðja hæstvirtan ráðherra einungis að upplýsa um allar greiðslur ríkissjóðs 1977 til landbúnaðarins, þ.e.a.s. niðurgreiðslur og útflutningsbætur með dagsetningum, og því næst allar greiðslur Framleiðsluráðs til fyrir- tækja, einnig með dagsetningum, og loks að reyna að afla skilagreinar frá stærstu afurðasölufyrirtækjunum um það, hvenær peningarnir hafi komið inn á reikninga bænda. Hygg ég þó, að þetta síðasta sé einna erfiöast sjálfsagt, en háttvirtur þingmaður Stefán Valgeirsson upp- lýsti þó hér sl. þriðjudag, að t.d. Kaupfélag Borgfirðinga, sem mun vera eitt best rekna kaupfélag landsins og eitt hið sterkasta, vildi mjög gjarnan gefa nákvæmar upp- lýsingar og mætti t.d. byrja á. því að fá að kíkja svolítið ofan í bókhaldið í því ágæta fyrirtæki. En ég er sem sagt þakklátur ráðherra fyrir að ætla að hjálpa til við að leitast við að upplýsa þessi mál.“ Upplýsingum ráðherrans og greinar- gerð um skoðun þá og athugun, sem boðið er upp á að gera hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, mun að sjálfsögðu komið fyrir almenningssjónir, þegar kurlin eru komin til grafar, þó að kannski finnist þau ekki alveg öll. Það yrði þá væntan- lega sök okkar, sem skoðunina fram- kvæmum, því að allar dyr á að opna, hirzlur og bækur. „Eg er sigraður“ Lítið er eftir af húsinu Glaumbæ sem hrann í lyrrinótt eins og þessi mynd sem Emilía tók bcr með sér. Glaumbær brann til ösku ÍKVEIKJA eða óvarleg meðlerð elds var orsok cldsvoðans í Glaumbæ. gömlu járnklæddu timburhúsi fyrir sunnan Ilafnar- fjörð sem brann til ösku í fyrrinótt. að því er Sigurður Þórðarson slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði tjáði Morgunblaðinu í gær. Ekki er þó nánar vitað um upptök eldsins. Það var vegfarandi sem leið átti um Reykjanesbraut um klukkan 01.40 í fyrrinótt sem fyrstur varð eldsins var og tilkynnti hann slökkviliðinu um hann. Er slökkvi- liðið úr Hafnarfirði kom á vett- vang með 10 manna lið skömmu síðar var húsið að mestu fallið, en norðurendi þess hékk enn uppi alelda. Tókst slökkviliðinu ekki að ráða við eldinn og brann húsið til ösku. Glaumbær stóð skammt frá bænum Ottarsstöðum fyrir sunn- an Straum. Þar var rekið barna- heimili fyrir um það bil 10 árum, en nú hafði eigandi þess unnið að viðgerð á því til að nota húsið sem sumarhús. Ekkert rafmagn var í húsinu og engin kynditæki og er því talið ólíklegt að eldurinn hafi kviknað af sjálfu sér. Þá rennir það einnig stoðum undir grunsendir manna um íkveikju, að oft hafði verið brotist inn í húsið að undanförnu, að sögn slökkviliðsstjóra. Húsið stóð í gjótu um það bil einn kílómetra frá þjóðveginum, og kann það að vera skýringin á því hve seint eldsins varð vart. 30% reglan var lögleidd í bráðabirgðalögunum sl. haust IIIN svonefnda 30% regla. en beiting hennar af verðlagsnefnd 20. febrúar 1978 var sem kunnugt cr ógilt með dómi í fyrradag, var lögleidd í bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar í septem- berbyrjun sl. og er reglan því í gildi lögum samkvæmt. í 7. gr. nefndra laga, sem eru númer 96/1978, segir svo m.a.: „Frá 11. september 1978 skal lækka hundraðshluta 'verslunar- álagningar sem því svarar að leyfð hefði verið álagning á 30% þeirrar hækkunar álagningarstofnsins, sem leiðir af hækkun á verði erlends gjaldeyris frá því gengi sem gilti 28. ágúst 1978, miðað við þá álagningarreglu sem gilti samkvæmt ákvörðun Verðlags- nefndar þann dag. Ekki má hækka hundraðshluta álagningar á vöru í heildsölu, smásölu eða öðrum viðskiptum frá því sem var 9. september 1978 með breytingum skv. 2. mgr., nema að fengnu samþykki réttra yfirvalda og staðfestingu ríkisstjórnarinnar, sbr. 1. m'gr. Gildir þetta einnig um hvers konar umboðslaun vegna sölu vöru eða þjónustu og um hvers konar álagningu sem ákveð- in er sem hundraðshluti á selda vöru eða þjónustu, þar með vinnu.“ Samkvæmt seinni málsgrein þessara laga, sem hlotið hafa staðfestingu Alþingis, er það álitamál hvort verzlunin geti nú hækkað álagninguna þrátt fyrir nýgenginn dóm um ógildingu á samþykkt verðlagsnefndar, þar sem í umræddri málsgrein segir að eftir 9. september sé óheimilt að' hækka hundraðshluta álagningar frá því sem var þann dag, en hin ' skerta álagning samkvæmt 30% • reglunni samþykktri 20. febrúar var þá í gildi. áoJétr’ ' Ljósra. Emitía. Ólafur Stefánsson formaður Umferðarráðs afhendir Guömundi Tryggva Ólafssyni, „Ökumanni ársins 1978,“ viðurkenningargrip. Óli II. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðaráðs er fremst á myndinni. • • „ Okumaður ársins 1978" kosinn GUÐMUNDUR Tryggvi Ólafsson, 33ja ára gamall Garðbæingur, hefur verið tilnefndur „Ökumað- ur ársins 1978“ af hlustendum útvarpsþáttarins „Fjölþings“. Keppni þessari var komið af stað 2. júlí s.l. undir forsjá Umferðar- ráðs og fólst í því að fólk skrifaði hjá sér bílnúmer tillitssamra ökumanna. Alls bárust 562 ábendingar sem skiptust á alla einkennisstafi bílnúmcra hér- lendis. 262 R-bflar, 58 A-bflar, 51 G-bfll, 36 Y-bflar og 26 Ö-bflar voru tilnefndir en aðrir einkenn- isstafir hlutu fa*rri tilncfningar. Allir þeir eigcndur bifreiða sem tilnefningu hlutu fá scndan lím- miða sem á stendur „Tilitssemi 1978“. 14 af þessum 562 ökumönnum hlutu fleiri cn eina tilncfningu og var dregið úr nafn eins þeirra og kom nafn Guðmundar upp. Guð- mundur er lögregluþjónn í Hafn- arfirði. Þess má til gamans geta að er umsjónarmenn þáttarins á „A grænu ljósi" komu sér fyrir við gangbraut og biðu þess að einhver bíll stöðvaði til að hleypa þeim yfir var það loks bifreið Guðmundar sem stöðvaði fyrir þeim en í það skipti var kona hans, Alda Hauks- dóttir, ökumaðurinn. Fengur ToHgæzlunnar 1978: Meira tekid af smygl- varningi en árid áður Leiðrétting aðflutningsskjala leiddi til 64 milljóna hækkunar ÁRIÐ 1978 lagði tollgæslan hald á ólöglegan innflutning til lands- ins sem hér segin 2.318 flöskur af áfengi (1.451 árið 1977), 262.230 vindlinga (138.460 árið 1977). 11.593 flöskur/dósir af áfengum bjór (7.158 árið 1977), 706 gr af hassis og 1961 kg af hráu kjöhncti. Tollgæslan íagði einnig hald á ýmsan annan varning, sem fluttur var ólöglega til landsins svo sem litsjónvarpstæki, heim- ilistæki, hljómflutningstæki o.íl. Keflavíkurflugvöllur er ekki meðtalinn í þessu yfirliti. Á árinu 1978 leiddi rannsókn tollgæslunnar á röngum aðflutn- ingsskjölum innflytjenda til hækkunar aðflutningsgjalda um kr. 64.450.274 (kr. 44.677.675 árið 1977), þar af voru kr. 62.722.056 (284 mál) vegna rangrar tollflokk- unar, kr. 95.583 (4 mál) vegna meira vörumagns í sendingu en tilgreint var í aðflutningsskjölum eða vegna vöntunar vörureiknings, kr. 160.767 (3 mál) vegna rangra E.B.E.-skírteina og kr. 1471.868 (3 mál) vegna rangra upplýsinga í sambandi við búslóðainnflutning. I 2 málum af áðurgreindum 284 málum vegna rangrar tollflokkun- ar var innflytjanda gert að greiða 10% af endanlegum aðflutnings- gjöldum í viðurlög skv. 20. gr. tollskrárlaga og nam sú innheimta á árinu kr. 828.000. Þessum viðurlögum er beitt, ef röng tollflokkun innflytjanda er ekki talin afsakanleg en þó ekki, ef hún er talin saknæm; þá fær málið sakadómsmeðferð. Tollgæslan sektaði og gerði upptækan ólöglegan innflutning í 210 málum á árinu 1978 (241 á árinu 1977) og nam sektarfjárhæð samtals kr. 4.184.500 (kr. 2.552.400 á árinu 1977). Tollgæslan hefur einungis heimild til þess að beita sektum og upptöku eignar í minni háttar málum. Stærri málum verður því ekki lokið hjá tollgæsl- unni og eru þau mál send öðrum yfirvöldum til meðferðar, segir í lok fréttatilkynningar frá Toll- gæslunni. Mmtnfldn éorji&ráfuftd SitnmrJ. ZlJdr* 779 / Té/sfsfoimiti pjtirtkdfirifer, ik/maMr vjtftrr förmjJw' sÉj*rz?sr frjmá/áTmJ&UffWtt*/ ríáfsim Sex á f undi med Sighvati Meðfylgjandi mynd er af auglýsingu. sem hengd var upp á þremur stöðum á Patreks- firði fyrir síðustu helgi. Auglýsingin hékk uppi í Kaup- félaginu. í söluturni og á Vatnseyrinni. I auglýsingunni er kynntur fundur með Sig- hvati Björgvinssyni. alþm.. en athyglisvert er að hann er ekki kynntur sem alþingismaður, heldur sem formaður stjórnar Framkva*mdastofnun ríkisins. Fundinn sóttu 7 manns. þar með talinn Sighvatur og bifreiðarstjóri hans. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.