Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 Fréttamenn sem hafa verið á ferð í Indlandi síðustu mánuði hafa gert sér tíð- rætt um nýja hreinsunar- herferð Desais forsætisráðherra: meðan milljónir svelta, hafa enga atvinnu hvaö þá hýbýli, skólakerfið upp og ofan og framleiöslan hefur ekki vaxið — hefur Desai ákveðið að hann vill þurrka Indland upp í þeim skilningi að þar verði áfengis- neyzla bönnuð í eitt skipti fyrir öll. Það er kaldhæðnislegt að á þessum síðustu tímum í Indlandi, þegar verðugt væri aö sinna félagslegri sem atvinnulegri upp- byggingu, skuli þetta vera hug- sjónamál ríkisstjórnarinnar. Desai hefur haft þann háttinn á að skella á „þurrum dögum" til skiptis á hinum ýmsu stöðum í landinu. Framan af voru þessir þurru dagar ekki nema einu sinni eða tvisvar í viku, en nú hefur hann fært sig upp á skaftið og síðustu mánuðina hefur verið þurrt lungann úr viku hverri. Á sl. ári voru í Dehli samtals 158 þurrir dagar — og þætti víða hart. meinlætamaður fyrir sjálfan sig heldur telur hann köllun sína að siðbæta landa sína líka. Sjálfur hefur hann aldrei bragöað tóbak né vín farið inn fyrir hans varir. Hann er mikill hófsmaður í matar- æði og hann hefur að eigin sögn ekki kennt konu síðan 1925 er honum fannst nóg að gert í því efni eftir að kona hans hafði alið honum fimm börn. Hann segist færa þau rök fyrir áfengisbanni að hann sé ekki aö ræna Indverja neinu sem hafi veriö allar stundir, heldur sé hann að losa þjóðina við hvimleiðan að- skotahlut. Áfengisbann sé mikil- vægt fyrir heilbrigði þjóðarinnar og framfarir. Þá bendá aftur aðrir á að kannski væri um hríð viturlegra aö nota peningana sem varið er til að fylgjast með að þurru dögunum sé framfylgt til dæmis í að byggja skólahús eða koma upp heilbrigö- isþjónustu á einhverjum þeirra hundraða staða um landiö þvert og endilangt. Aðir segja að sé einhvers staðar tæknilega gerlegt að setja á áfengisbann sé það á Ind- verskur bar- Þjónn á stóru hóteli í borginni Jaipur. Sums staöar voru bar- irnir ekki ólíkir pessum °9 úrvalið ekki meira. Ðesai keppir að því að „þurrka ”Indland Frá Jan Paath sem er ein helzta markaðsverzlunargata Delhi, minnismerki um níutiu púsund indverska hermenn sem létust í fyrri heímsstyrjöldinni. Það er einkennandi fyrir Delhi að par feröast fólk mikiö á hjólum og sáralítið er um einkabíla. Stefnt að algeru áfengisbanni eftir tvö ár en með pukri og plati má fara kringum bannið Desai hefur sett sér það mark að árið 1981 verði ekki dropi áfengis lengur í landinu, og flest bendir til að honum takist það og nú síðast hefur hann lagt fyrir að í sendiráö- um Indlands verði alls ekki veitt vín. Samkvæmt stjórnarskrá Ind- lands hefur hverju ríki verið í sjálfsvald sett hvaða afstaöa er tekin til áfengis og áfengisnotkun- ar. Tvö ríki, Tamil Nadu og Gujarat, hafa verið „þurr“ í tvö ár og tuttugu önnur hafa tekið mjög hressilega í bannskipanir Desais og framfylgt þeim samviskusam- lega. Um það bil hálft ríki Rajasth- an, fjallahéruðin í Uttar Pradesh, svo og hluti af nokkrum fylkjum hafa þegar lýst yfir banni og æ erfiöara hefur orðið að kaupa sér drykk í ríkjum sem enn hafa ekki komið á banninu. í sjálfu sér er það jákvætt þjóðþrifamál að berjast gegn misnotkun áfengis. En fari maöur um þetta land og skynji brot af þeirri eymd sem ríkir á flestum sviðum þjóðlifsins, finnst manni allt að því afkáralegt aö obbinn af orkunni skuli fara í slíka baráttu nú. Þegar þar við bætist aö drykkja Indverja á vestrænan mælikvarða að minnsta kosti er mjög í hófi. Um þaö bil tíu prósent þjóðarinnar bera við að bragða áfengi en ekki nema stöku sinnum og tiltölulega lítið. Áfengisvanda- mál eins og hjá okkur fyrirfinnst alls ekki. En Desai er ekki bara Indlandi. Ofnotkun víns stríði gegn Hindu og er samkvæmt Múhamm- eðstrú auðvitað fullkomlega ólög- leg, en mikill fjöldi Múhammeös- trúarmanna býr víða í Indlandi. Önnur ástæða sem er tilgreind fyrir því að bannið geti blessast í framkvæmd er sú hefð sjálfsafneit- unar sem Indverjar hafa lengi haft. Þegar Janatabandalagið tók við stjórnartaumunum í Indlandi hafði mikið verið talað um þær umbætur sem nú skyldu gerðar, indverskt þjóðfélag átti að reisa úr rústum með glæsibrag, umbylta spilltu embættismannakerfi, efla fram- leiðslu með það fyrir augum að ögn meiri matur yrði til skiptanna fyrir allar þessar milljónir. .. En nú tæpum tveimur árum síöar er hver höndin upp á móti annarrí innan stjórnarinnar, ýmsir ráöherrar hafa sagt af sér, svik og spilling hafa komiö upp í innstu hringum og háð er mikil og æsispennandi barátta gegn Indiru Gandhi. Það er í senn grátlegt og afkáralegt að horfa upp á árangurinn. Ekki er til þess vitaö að Indverji hafi á heiðarlegan hátt fengið afgreitt vín á bar í Indlandi síðan bandalagið komst til valda. Út- lendingar mega kaupa sér vín á stærstu hótelunum, en ef þeir bjóða Indverja upp á lögg aö drekka brýtur það gegn lögum Desais, jafnvel þótt ekki sé þurr dagur. Þar til fyrir skömmu muriu frjálsari reglur hafa gilt um dipló- mata. Þegar ég var í Indlandi í haust las ég í blaði um aðstoöarskrif- stofustjóra í einhverju ráðuneyti sem hafði veriö handtekinn hvar hann var að keyra í bílnum sínum og dæmdur í háa sekt. Hann hafði sem sé haft í bílnum flösku af áfengi og lék grunur á að hann hefði haft í hyggju að drekka hana. Síðan rákum við okkur líka á þurru dagana. Auðvitað lærðum við fljótlega að fara í kringum þá og með fullum stuðningi indverskra vina okkar. Á hótelunum eru þjónarnir til í að láta mann fá tojór — svo fremi manni sé sama þótt drukkið sé úr bolla, því aö þá lítur þetta ekki ósvipað út og te. Þeir eru einnig allir af vilja gerðir að blanda ákveðna drykki sem felur vínið eins og til dæmis með appelsínusafa og tómatsafa frekar en að bera fram óblandaöa drykki sem gætu komið upp um sig. Auk þess var bent á það á þurru dögunum að hægt væri að fá borið fram hvaða vín sem væri á herbergin; þaö var sem sagt ekki útilokaö að fá bjór eða vín, bara ef ákveðiö pukur og plat var viöhaft. Einu sinni fórum við á sjávar- réttahátíð á Hotel Mauryia í Dehli. Þaö er í sjálfu sér harla kostulegt, þegar maður gerir sér grein fyrir fjarlægö Delhi frá sjó. Þetta var að kvöldi og dagurinn þurr, en það hafði fengizt undanþága fyrir léttum vínum handa útlendingum til að bera með sjávarréttunum. Eftir málsverðinn létum við í Ijós ósk um að fá kóníakstár og líkjör með kaffinu. Þá varð uppi fótur og fit og viðstaddir skutu á ráðstefnu og yfirþjónninn var kvaddur á vettvang, gott ef ekki hótelstjórinn líka. Þeim fannst sú tilhugsun óbærileg að geta ekki geðjast gestum sínum. Loks kom yfir- þjónninn, Ijómandi af stolti með umbeðin glös á bakka. Á undan honum gekk annar — hallaöi sér yfir borðið hjá okkur, slökkti á lampanum á veggnum og blés á kertið. Svo sátum við í myrkrinu á sjávarréttahátíðinni og gátum eftir aö þessi ágæta feluleiksaðferð var fundin — fengið eins mörg glös af þessum veigum og okkur lysti. h.k. 27750 Vf ■] I rFA.STEIGNA Ingótfsstræti 18 s. 27150 Úrvals 2ja herb. íbúðarhæð í Neðra-Breið- holti ca. 70 fm. Laus 1. júlí Sala eða skipti á 3ja herb. Snotur 2ja herb. íbúð við Asparfell á 3. hæð. Útborgun 8—9 millj. Góð sameign m.a. heilsugæzla. Vönduö 3ja herb. íbúð á jarðhæð í Neðra-breiöholti. Viö fellsmúla Vorum að fá í sölu sérlega skemmtilega íbúð á 2. hæð ca. 91 fm. 2 svefnherb. góð stofa, eldhús, bað m.m. Leigutekjur af sameign. Suðursvalir. Sérhiti. Góð útborgun nauðsynleg. Nánari uppl. í skrifstofunni (ekki í síma). Einkasala. Góöar 4ra herb. íbúöir á 1. og 2. hæð við Kóngs- bakka. Þvottahús inn af eldhúsi. Lausar eftir 6—12 mán. Iðnaðarhúsnæði, verslunarhúsnæöi, Hús og ibúðir óskast á söluskrá sem fyrst. Benedikt Halldórsson sölustj. Hjalti Steinþórsson hdl. Gústaf Þór Tryggvason hdl. 816688 Hraunbær Góð 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Laus fljótlega. Asparfell 3ja herb. 100 fm. skemmtileg íbúð á 1. hæð. Mikil sameign. Hraunbær Falleg 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Ásendi, sérhæö 4ra herb. 110 fm. falleg sérhæð með sér inngangi. Raöhús tilbúiö undir tréverk á tveimur hæðum við Fljótasel. Seljabraut Raðhús á þremur hæðum fullfrágengið að utan og glerj- að. Fokhelt að innan. Hamraborg 3ja herb. falleg íbúð á 5. hæð. Bílskýli. Verð 16 mijlj. Útb. 12 millj. Skipbolt, sérhæö Til sölu 164 fm. sérhæð. Eldhús með búri og þvottahús innaf. 4 svefnherb. Stór stofa. Bílskúr. Einkasala. Raöhús Höfum til sölu þrjár gerðir af fokheldum raðhúsum í Garðabæ. 3ja herb. íbúð óskast í Háaleitishverfi á 1. eða 2. hæð. 4ra—5 herb. ca. 120 fm. nýleg íbúö í vesturbæ óskast. Fjár- sterkur kaupandi. LAUGAVEGI 87, S: 13837 //Cif JPjP Heimír Lárusson s. 10399 'Wl'00 Ingileifur Einarsson s. 31361 •ngotfur Hjartarson hdi Asgeir Thoroddssen hdl Lítið barn hefur lítið sjónsvið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.