Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 40
 * JL Tillitssemi J'JjA kostar ekkert FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 Bilanirnar á sæsímastrengjunum: Scotice kominn í lag en Icecan enn bilaður í fyrrinótt tók.st viðgerða- skipinu Northern að gera við aðra af tveimur hilunum sem voru á sæsimastrengnun Scotice. Um var að ræða alvar- legri hilunina af tveimur, þann- ig að strengurinn er nú í fullum gangi. Hin bilunin er mun minni, þó hún skapi visst öryggisleysi, og verður hafist handa við að gera við hana eins fljótt og unnt er, að því er Jón Kr. Valdimarsson deildartækni- fræðingur tjáði Morgunblaðinu í gær. Hinn sæsímastrengurinn, Icecan, er enn hilaður. Bilunin á Scotice sem búið er að Björgvin áfrýjar til Hæstaréttar DOMI bæjarþings Reykjavíkur um ógildingu á samþykkt verðlags- nefndar um verzlunarálagningu 20. febrúar 1978 var í gær áfrýjað til Hæstaréttar. Það var formaður verðlagsnefndar, Björgvin Guðmundsson, sem áfrýjaði dóminum en Gísli Isleifsson lög- fræðingur verðlagsskrifstofunnar gekk frá áfrýjuninni. gera við var um 70 mílur vestur af Færeyjum, en hin er nær Færeyj- um, um það bil 50 mílur frá landi. Þegar strengurinn komst í lag í fyrrinótt hafði hann verið bilaður í röska viku, því hann bilaði klukkan 10 árdegis á þriðjudaginn í síðustu viku, þann 16. janúar. Viðgerðaskipið Northern er nú í höfn í Þórshöfn í Færeyjum, bæði vegna þess að veður var orðið slæmt, og svo þurfti einnig að gera við lítilsháttar bilun í skipinu. Þá var einnig ætlunin að taka vatn og vistir og nýja áhöfn um borð. Skipið mun síðan halda út aftur um leið og veður leyfir til að gera að fullu við strenginn. það verður þó ekki fyrr en um helgi, þar sem nauðsynlegt verður að taka hann úr sambandi á meðan. Viðgerðaskipið John Cabott er nú á leið að biluninni á Icecan, og var gert ráð fyrir því að það yrði þar um tíuleytið í dag. Þar var slæmt veður í gær, en spáð batnandi veðri. Ef vel gengur mun viðgerðin þar taka tæpan sólar- hring að sögn Jóns Kr. Valdimars- sonar. Nauðsynlegt er þó að veðrið verði gott, því að bilunun er á um 2000 metra dýpi, í um það bil 130 mílur austur af Grænlandi. Sem fyrr segir skilar Scotice nú fullum afköstum, og í gær voru allar talsíma- og telexrásir til Evrópu í lagi. Vetrarvertiðm stendur nú sem hæst, og hefur afli víða verið ágætur, meðal annars hefur aflast þokkalega á línu Suðvestanlands og á Austfjörðum. Hér er verið að blóðga þann gula á dekki eins Eyjahátsins. Ljósmynd. sígurgeir í Eyjum. Hækkanir framundan á rafmagni og hita MJÖG margar hækkunar- beiðnir liggja nú fyrir frá Víkingasýning í London og New York: Munir frá I>jóðminja- safni á sýninguna GRIPIR frá Þjóðminjasafni ís- lands verða meðal sýningargripa á mikilli „Víkingasýningu“ sem efnt verður til í London og New York á næsta ári. A sýningunni verða einnig gripir frá þjóð- minjasöfnunum í Kaupmanna- höfn, Ilelsinki, Stokkhóimi og Ósló, auk þess sem munir koma frá York (Jórvík) í Englandi og Dyflinni á írlandi, merkustu stöðum landnáms vikinga á Bretlandseyjum. Sýningin er haldin á vegum British Museum og Metropolitan- safnsins í New York. Verður hún fyrst sett upp í London en síðan flutt til Bandaríkjanna. Sýningin verður opnuð í febrúar 1980 og síðan flutt sex mánuðum síðar til Metropolitan-safnsins í New York. Þór M^gnússon þjóðminjavörð- ur sagði í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi, að meðal gripa sem yrðu lánaðir héðan væri silfur- næla frá Tröllaskógi á Rangár- völlum, svokölluð Urnesnæla, og svo ýmsir fremur algengir hlutir, einkum skartgripir. Ekki væri unnt að verða við beiðni um að senda á sýninguna gripi á borð við Þórslíkneskið sem væri ef til vill þekktasti hluturinn hér frá vík- ingaöldinni. Slíkir hlutir væru of einstæðir til að unnt væri að taka þá áhættu sem slíkum sendingum fylgdi. Þá sneri Morgunblaðið sér einnig til Ólafs Halldórssonar handritafræðings og spurðist fyrir um hvort einhver handrit yrðu lánuð á fyrrnefnda sýningu. Ólaf- ur kvað það ekki verða, engar handritasendingar færu á milli jslands og Stóra-Bretlands. Þeir vildu ekki lána slíka hluti og á meðan fengju þeir ekkert frá - okkur. Talsmaður British Museum sagði í London í gær, að tilgangur sýningarinnar væri að varpa nýju ljósi á víkingatímabilið og að sýna fram á að víkingar hafi gert annað en ræna, nauðga og drepa á ferðum sínum. Þeir hafi einnig stofnað samfélög, stundað viðskipti og lifað fjölskyldulífi. Sýningin verður meðal annars kostuð af fé frá Norðurlandaráði og af styrk frá norræna flugfélag- inu S.A.S. opinberum og hálfopinber- um fyrirtækjum og stofn- unum en þær þurfa að samþykkjast síðustu 10 dagana í janúar ef þær eiga að koma til útreikn- ings í vísitölunni, sem reiknuð verður 1. febrúar n.k. og tekur gildi 1. marz. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá Guðmundi Agústssyni formanni gjaldskrárnefndar í gær, að m.a. lægi fyrir beiðni frá Landsvirkjun um 35% hækkun heildsöluverðs á raforku. Landsvirkjun hefur ennfremur farið fram á meiri hækkanir síðar á árinu. Þá liggja fyrir beiðnir frá fjölmörgum rafveitum vítt og breitt um landið um hækkun á raforkutöxtum. M.a. liggur fyrir beiðni frá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, sem fer fram á 22% hækkun, og er þar ekki tekin með í reikninginn hækkun Lands- virkjunar. Þá liggja til afgreiðslu fjölmarg- ar umsóknir frá hitaveitum á landinu og eru þær á bilinu 15—50% en hærri tölurnar eru á aðra liði en sjálfa vatnssöluna. Hitaveita Reykjavíkur, sem er stærst slíkra fyrirtækja, hefur óskað eftir 20% hækkun á taxta fyrir heitt vatn. Loks er þess að geta, að fyrir liggur gömul hækkunarbeiðni frá Pósti og síma og sömuleiðis liggur fyrir gömul beiðni frá Strætis- vögnum Reykjavíkur um 50% hækkun fargjalds, úr 100 í 150 krónur fullorðinsmiðinn. Sáttafund- ur í dag SÁTTASEMJARI ríkisins, Torfi Iljartarson, hefur boðað fulltrúa verzlunarmanna og viðsemjenda þeirra til samningafundar í dag. Er þá vika liðin frá því er siðast var haldinn fundur í kjaradeilu verzlunarmanna. Á fundinum fyrir viku óskuðu vinnuveitend- ur eftir viku fresti á viðræðum á meðan þeir könnuðu gaumgæfi- legar stöðu málsins. Færð góð nema á Austf jörðum FÆRÐ á vegum landsins er yfirleitt góð nema á Aust- fjörðum, en þar geysaði versta veður í gær, og einnig var færð erfið á Breiðamerkursandi og víðar á Suðausturlandi að sögn Sigurðar Haukssonar vegaeftirlitsmanns hjá Vegagerð ríkisins í gærkvöldi. Það var einkum hvassviðri sem tálmaði umferð á Suðausturlandi en snjór var til trafala á Aust- fjörðum og var meðal annars ófært bæði um Fjarðarheiði og Oddsskarð í gær og eins i Fagradal og suður með fjörðum frá Reyðar- firði. Að öðru leyti kvað Sigurður vera fært um alla helstu vegi landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.