Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 5 Sparis jóður Haf nar- f jarðar opnar útibú Annad útibú sparisjóðs hérlendis SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar opnar á morgun nýtt útibú við Reykjavíkurveg. Þetta er annað útibú sem sparisjóður opnar hér á landi en jafnframt það fyrsta sem sparisjóður opnar í sama byggðarlagi og aðalútibúið. Um þessar mundir hefur Sparisjóður Hafnarfjarðar starfað í rúm 76 ár og hefur velta hans farið sivaxandi. Um síðastliðin áramót voru heildarinnstæður í Sparisjóðnum 3.148 milljónir króna og höfðu aukist um 1.000 milljónir á árinu eða tæp 47%. Útlán jukust um tæpar 700 milljónir og námu í árslok 2.175 milljónum króna. Ljóst er að rekstrarafkoman á síðasta ári hefur verið góð og eiginf járstaðan aukist. peningastofnun forstöðu. Hún hefur verið skrifstofustjóri hjá Sparisjóðnum í 6—7 ár. „Mér líst ágætlega á nýju stöðuna. Ég hef fengið þjálfun í mínu fyrra starfi og ég á von á því að hér verði mikil viðskipti en við munum fyrst og fremst þjóna fyrirtækjunum og íbúum Norðurbæjarins," sagði Hildur. Varðandi afstöðu viðskipta- vina til þess að útibússtjórinn er kvenmaður sagði Hildur: „Ég ætla að vona að þeir taki því eins og það er og tali við mig eins og hvern annan útibús- stjóra." Er blaðamönnum var kynnt nýja útibúið sagði Guðmundur Guðmundsson sparisjóðsstjóri m.a.: „Það hefur verið krafist ýmis- legs af Sparisjóðnum og við höfum reynt að koma til móts við þær kröfur m.a. með því að stofnsetja þetta útibú. Við vonumst til þess að Hafnfirðing- ar notfæri sér þá þjónustu sem á Hinn 4. mars 1977 sótti Sparisjóður Hafnarfjarðar um leyfi til að opna útibú í „Norður- bænum“ og fékkst það leyfi 30. maí 1978. Var þá tekið á leigu 175 fermetra húsnæði að Reykjavíkurvegi 66. Síðan hefur verið unnið við frágang hússins og innréttingar útibúsins. Starfsmenn í útibúinu verða þrír. Forstöðumaður þess verður Hildur Haraldsdóttir en aðrir starfsmenn eru Elín Jakobsdótt- ir og Ebba Skarphéðinsdóttir. Hildur sem er 26 ára er ein fárra kvenna á Islandi sem veita Elín Jakobsdóttir. Ebba Skarphéðinsdóttir, Ilildur Haralds- dóttir útibústjóri. Þór Gunnarsson aðstoðarsparisjóðsstjóri og Guðmundur Guðmundsson sparisjóðsstjóri í húsakynnum hins nýja útibús. Ilildur Ilaraldsdóttir. Þór Gunnarsson. Matthías Á. Mathicsen stjórnarformaður Sparisjóðsins og Guðmundur Guðmundsson sparisjóðsstjóri við borð þar sem börn geta hlustað á tónlist og skoðað Andrés-blöð meðan foreldrarnir útrétta í sparisjóðnum. boðstólum verður, sem er öll almenn þjónusta sem sparisjóð- ur veitir." Innréttingar á hinu nýja húsnæði annaðist Litla teikni- stofan í Hafnarfirði. Dvergur h.f. sá um smíðar en Svavar Guðjónsson og Hörður Jónsson önnuðust raflagnir. Eyþór og Þorkell Júlíussynir unnu alla málaravinnu en dúk- og teppa- lögn annaðist Hermann Sig- urðsson. Stjórn Sparisjóðs Hafnar- fjarðar skipa: Matthías Á. Mathiesen alþm. stjórnarfor- maður, Guðmundur Guðmunds- son sparisjóðsstjóri, Ólafur Tr. Einarsson framkvæmdastjóri, Stefán Gunnlaugsson deildar- stjóri og Stefán Jónsson for- stjóri. Ilúsnæði útibús Sparisjóðs Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg. Myndir Emilía. Rabbfundir Vöku um hugmyndafræði lýðræðisflokkanna Gylfi Þ. Gíslason verður gestur á rabbfundi hjá Vöku, félagi lýðræðissinn- aðra stúdenta, í Hótel Vík í kvöld. Umræðuefni fundar- ins verður „Jafnaðarstefn- an“, en Gylfi hefur nýlega skrifað bók með sama heiti. Þessi rabbfundur er fyrstur í röð þriggja funda þar sem kynntar verða hugmyndir þær sem liggja að baki ólafur Gylfi Þ. Björnsson Gíslason lýðræðisflokkanna, Alþ.fl., Frams.fl. og Sj.st.fl. Næsti rabbfundur verður þannig að viku liðinni um frjálshyggju og verður gest- ur þess fundar Ólafur Björnsson, sem einnig hefur nýverið sent frá sér bókina „Frjálshyggja — alræðis- hyggja". Síðasti fundurinn verður síðan eftir hálfan mánuð og verður þá rætt um samvinnustefnuna. Með fundahaldi þessu vill Vaka leggja áherslu á hlut- verk sitt sem félag allra lýðræðissinnaðra stúdenta hvar í flokki sem þeir standa. Athugasemd frá Davíð Ólafssyni í framhaldi af frétt í blaðinu í gær um hið nýja fyrirkomulag afurðalána, hefur Davíð Ólafsson óskað eftir að taka fram eftirfar- andi: Upphaf málsins var það, að á sl. hausti settu framleiðendur fram óskir við ríkisstjórnina um, að sá háttur yrði hafður á með afurða- lán út á sjávarafurðir, að þau yrðu með lágum vöxtum en gengis- tryggð. Eftir að ríkisstjórnin hafði rætt málið óskaði hún eftir því við bankastjórn Seðlabankans, að komið yrði til móts við þessar óskir og að breytingin kæmi til framkvæmda við veitingu afurða- lána út á þessa árs framleiðslu. Þegar beiðnin kom fram um frestun á framkvæmd, hafði þetta fyrirkomulag þegar verið auglýst og í samráði við viðskiptaráðherra og sjávarútvegsráðherra var ákveðið að fresta ekki fram- kvæmd málsins. Lítið barn hefur -II' lítið sjónsvið RAUN ER AF ÞURRU LOFTI rakatœkió sem gefur hinn rétta andblœ! Verð kr. 30.225.- FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SENDUM BÆKLINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.