Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 15 DÓMSMÁL Umsjón: Ásdís J. Rafnar Sumariö 1972 vann stúlkan II í veitinjíastofunni X í Reykjavík. Sunnudagsmorgun einn í ágúst var II að vinna við djúpsteikinnarpott sem notað- ur var til að steikja franskar kartöflur. Taldi hún si« hafa sett of mikla feiti í pottinn. sem hún hafði áður kveikt undir. os ákyað því að taka af feitinni. I þeim tilgangi tók hún litla plastfiitu ojf jós feiti í hana með ausu. sem var úr málmi. Er II var síðan á leið inn í eldhús með fötuna helltist feitin úr henni niður á fótlejtKÍ stúlk- unnar. F'ór hún strax á slysa- varðstofuna þar sem jtert var að sárum hennar. en ekki fór fram rannsókn á atburði þess- um. Var það ekki fyrr en II fór sjálf til rannsóknarlösrejílunn- ar og gaf skýrslu. að teknar voru skýrslur af öðrum. sem tíátu borið um atvik ok aðsta-ð- ur á vinnustað. í febrúar 1975 höfðaði II mál á hendur eiftanda veitinKastof- unnar til Kreiðslu skaðahóta. aðallega kr. 2.353.272 auk vaxta. en til vara kr. 112.500 auk vaxta. Eittandi veitintta- stofunnar krafðist aðallejta sýknu af kröfum II. en til vara að kröfur hennar yrðu stórletca lækkaðar. Rökstuðningur H — vanbúnaður á vinnustað o.íl. Aðálkrafa H var í fyrsta lagi byggð á því, að slysið yrði rakið til vanbúnaðar á vinnustað, en á honum bæri eigandi veitinga- stofunnar ábyrgð gagnvart H sem vinnuveitandi hennar. Van- búnaður þessi hefði annars vegar verið fólginn í því, að vængjahurð á milii veitingasal- arins og eldhússins hefði verið biluð. Hefði hurðin skollið á H þegar hún ætlaði aö fara með feitina, sem hún þurfti að taka úr pottinum, fram í eldhúsið. Þá var því haldið fram, að H hefði verið falið það verkefni að skipta um feiti í pottinum og til þess hefði hún fengið plastfötu þá, sem hún notaði. Þessi útbúnaður hefði verið með öllu ófullnægjandi og mætti rekja orsök slyssins til þess, þar sem í ljós hefði komið, að plastfatan bráðnaði vegna þess hve feitin var heit og hefði hún þá runnið niður á fætur H. Þar sem stefndi í málinu hefði ekki kvatt starfsmenn Öryggiseftirlits ríkisins á vettvang svo sem honum hefði þó borið að gera skv. 26. gr. laga um öryggisráð- stafanir á vinnustöðum yrði hann að bera allan halla af sönnunarskorti varðandi þessi og önnur atriði slyssins, sem rekja mætti til þess að rannsókn fór ekki fram þegar í stað. Þá var af hálfu H byggt á því, að hún hefði ekki fengið full- nægjandi leiðbeiningar til undirbúnings starfi því, sem hún átti að vinna umræddan morgun, þ.e. að skipta um feiti í steikarpottinum og einnig hefði verkstjórn í veitingastofunni verið ófullnægjandi. Var því haldið fram, að H hefði ekki áður skipt um feiti í pottinum og hún hefði ekki fengið leið- beiningar uni hvernig verkið skyldi unnið. Hefði starfsfólk- inu lítið sem ekkert verið sagt til verka með tilliti til þess, hvað væri hættulegt. H hefði þannig aldrei verið vöruð við hættu af heitri feiti við störf við steikar- pottinn. Potturinn væri hins vegar mjög hættulegur í notkun og því nauðsynlegt að umgang- ast hann með mikilli varúð. Þá byggði lögmaður H á því, að stefndi bæri ábyrgð á tjóni H vegna hugsanlegrar þátttöku annarra starfsmanna eða ann- arra, sem hann bæri ábyrgð á. En miklar líkur væru til þess, að A nokkur, sem staddur var í veitingastofunni þegar slysið átti sér stað, hefði hækkað hitann í pottinum, er hann var Ófullnægjandi leidbeiningar að steikja kartöflur án þess að láta stúlkurnar um það vita. Varakrafa H var byggð á því, að samkvæmt kjarasamningi starfsfólks í veitingahúsum bæri vinnuveitendum að kaupa slysatryggingu fyrir starfsfólk sitt. I Ijós hefði komið að, að sl.vsatrygging sú, sem stefndi hefði keypt fyrir starfsfólk sitt, hefði ekki verið í gildi vegna vangreiddra iðgjalda. Á þessu bæri stefndi ábyrgð gagnvart H og bæri honum því sjálfum að greiða umkrafða fjárhæð. Stefndi — gáleysi H um að kenna Sýknukrafa eiganda veitinga- stofunnar var byggð á því, að umrætt slys yrði ekki rakið til neinna þeirra orsaka, er leiddu til fébótaábyrgðar hans. Slysið yrði eingöngu rakið til gáleysis H, því ekki hefði þurft að taka heita feiti úr pottinum, nema of mikið væri í hann sett af kæruleysi. H hefði ekki verið að skipta um feiti í pottinum enda hefði hún ekki fengið fyrirmæli um það, heldur hefði hún verið að bæta í hann kaldri feiti áður en viðskipti hæfust um morgun- inn. Henni hafði verið leiðbeint um þetta og önnur störf í veitingastofunni, m.a. um það að setja heita feiti aðeins í málm- ílát. Auk þess hefði H verið búin að vinna þarna það lengi, að hún Eigandi veitingastofu bótaskyldur gagnvart starfsstúlku hefði. einnig af þeirri ástæðu verið kunnug pottinum og átt að vita þetta. Er slysið varð hefði H verið búin að kveikja undir pottinum er hún gerði sér grein fyrir, að hún hafði látið of mikia feiti í hann. í stað þess að taka blikkfat eða sósuskál'til að ausa í úr pottinum, hefði hún tekið plastfötu og ausið í hana, þar sem hin áhöldin voru óhrein, en það hefði verið þáttur í starfi hennar að hreinsa þau. Þá var því haldið fram, að slysið yrði ekki með neinum hætti rakið til hurðarinnar milli eldhússins og veitingasalar, enda hefði hún alls ekki verið biluð. Því var mótmælt sem ósönnuðu að greindur Á hefði breytt um hitastillingu pottsins. Niðurstaðan í héraði — sök skipt %-Vá I niðurstöðum héraðsdómara segir m.a., að stefndi hafi ekki tilkynnt slysið til Öryggiseftir- lits ríkisins og ekki heldur leitað til rannsóknarlögreglunnar um rannsókn á atvikum slyssins. Þegar það sé virt sem fram er komið í málinu með hliðsjón af sönnunaraðstöðu aðila, þyki verða að leggja til grundvallar, að H hafi verið að skipta a.m.k. hluta af feitinni í pottinum að fyrirlagi stefnda. Hafi H ausið kaldri feiti úr pottinum í plastfötuna og síðan sett nýja feiti í pottinn þar sem hann stóð frammi í veitingasalnum. Síðan hefði H stillt valhnapp pottsins á 150 gráður, að því er hún taldi, en ekki væri merki á valhnapp pottsins sem samsvaraði þeim hita. Af rannsókn Rafmagnseft- irlits ríkisins komi fram, að við lægstu stillingu sem hægt er að láta stillanlega hitaliðann virka á, hitni feitin í 154—160°C, en ekki væru sú staða merkt á valhnappnum á pottinum. Það hitastig sé hærra en bræðslu- mark þess efnis, sem plastfatan var gerð úr. Af framþurðum H og vitnisins G megi ráða, að þannig hafi' potturinn staðið nokkra stund, áður en H hugðist minnka í honum feitina. Af rannsóknum megi ráða, að nokkur aukning hafi orðið á rúmmáli feitinnar í pottinum, jafnvel þótt hitastillirinn væri stilltur þar sem hann gaf fyrsta straums samband. Þóttu fram- angreind atriði nægja til að skýra atvik slyssins en ekki þótti grundvöllur til að telja, að bilun á hurðinni milli eldhúss og veitingasalar hefði einnig komið til. Gegn neitun Á þótti ekki grundvöllur til að telja að hann hefði hækkað hitastillingu pottsins. Það væri ósannað, að H hefði áður unnið við að skipta um feiti í pottinum að nokkru eða öllu leyti. Af framburði stefnda og fleiri hafi komið fram að oft hafi komið fyrir, að of mikil feiti væri sett í pottinn. Við meðferð á heitri feiti væri sérstakrar varúðar þörf, en ósannað væri, að það hefði verið brýnt fyrir H við störf hennar i veitingastofunni. Það yrði að telja ósannað að H hefði fengið fullnægjandi leiðbeiningar um hættur við störf við steikingar- pottinn, en stefnda var ljóst, að H hafði ekki áður starfað á stað sem þessum. Því þótti mega rekja orsakir slyssins til þess, að H hefði ekki fengið fullnægjandi leiðbeiningar til undirbúnings sjálfstæðum störfum í veitinga- stofunni og að einnig hefði skort á fullnægjandi verkstjórn. Á þessu bæri stefndi sem vinnu- veitandi ábyrgð gagnvart H og bæri hann því fébótaábyrgð á tjóni hennar af völdum slyssins. Hins vegar væri á það að líta, að H gerði sér grein fyrir, að hiti getur brætt plast og þótt ekki yrði ætlazt til þess, að H gerði sér nákvæma grein fyrir bræðslumarki plasts þess, sem fatan var gerð úr, þá yrði að telja að hún hefði s.vnt nokkra óvarkárni er hún jós feitinni úr pottinum, sem logað hafði undir nokkurn tíma, í plastfötuna. Þótti hæfilegt að skipta fébóta- ábyrgð á tjóni • H þannig, að stefndi bæri % hluta þess, en hún sjálf Víi hluta þess. Varan- leg örorka H var metin 157r. Við ákvörðun bótafjárhæðarinnar var stuðst við útreikninga tryggingafræðings. Staðfesting í Hæstarétti Eigandi veitingastofunnar áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. I niðurstöðum réttarins segir m.a. að þegar H hóf störf í veitingastofunni var hún 17 ára görnul. Vegna æsku hennar var enn meiri þörf en ella á að leiðbeina henni rækilega og brýna fyrir henni að gæta sérstakrar varúðar við meðferð heitrar steikingarfeitinnar. Ágreiningslaust væri, að plast- fata sú, er í málinu greindi, var almennt notuð þegar feiti var bætt í pottinn, en þess virðist oft hafa þurft. Var því sérstök ástæða til að vara H við því að setja heita feiti í plastfötuna. Með þessari athugasemd þótti eiga að staðfesta héraðsdóminn varðandi bótaábyrgð og sakar- skiptingu. I héraði dæmdi Guðmundur Jónsson borgardómari og í Hæstarétti hæstaréttardómar- arnir Björn Sveinbjörnsson, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson, Magnús Þ. Torfason og Þór l’ilhjálmsson. Fréttabréf frá Stykkishólmi: Skelveiðiskammturinn ákveðinn STYKKISHÓLMI, 20. jan. Það sem liðið er af þessu ári hefir tíðarfar verið ákaflega breytilegt. Við höfum kynnst verulegu frosti, talsverðri þýðu, snjó og regni, sem sagt samblandi af ísl. verðurfari. Snjór og skaflar hafa tafið umferð og áætlanir bílanna sett þá út af spori og svo koma leysingar og hálka og sunnanrok og það setur líka strik í reikninginn. En þá má ekki gleyma hinni góðu tíð allt haustið og fram á áramót. Bátar eru nú byrjaðir fyrir nokkru á skelveiðum. Ákveðinn hefir verið skammtur sem veiða má, í það minnsta til að byrja með, og er ekki vafi á að leita verður annarra fanga og því margir farnir að huga að netavertíð þegar líður fram í mars. Það fer ekki hjá að í stjórnarfari því sem nú ríkir á landi voru i dag, þar sem óvissan og samtakaleysi þeirra sem ráða eru uppistaðan, hlýtur uggur og kvíði að setja sinn svip á allt athafnalíf. Menn eiga svo erfitt með að skilja það að atvinnurekstur sem á í erfiðleikum fái björgun í meiri skattpíningu og þrengri umsvifum þegar aðal- móttó seinustu kosninga var að afnema allan tekjuskatt og auð- vitað engu að bæta við. Þetta var allt svo auðvelt í kosningahríðinni. Það er nefnilega enginn vandi að greiða niður vörur og þjónustu á kostnað launþegans sjálfs og Seðlabankans. Er því ekki laus við uppgjöf í mörgum og svo eru það margir líka sem eru búnir að binda sér þá bagga að erfitt er að losna. Einn bátur stundar hér veiðar með línu. Tvær skelvinnslur starfa hér, og er nú önnur þeirra, Rækjunes, að byrja viðbótarbyggingu til mót- töku á skelinni. Var byggingin hafin áður en nýbyggingarskattur- inn kom til sögunnar — jólagjöf atvinnurekstrarins. Segja kunnug- ir að með þeirri byrjun hafi fyrirtækið sloppið við 3—4 millj. sem þá geta farið í uppbygging- una. Leikritið „Þið munið hann Jörund“ hefir verið sýnt hér í Hólminum fjórum sinnum við góða aðsókn en seinasta sýning var í gær. Sigrún Jónsdóttir frá Reykjavík er nú í Hólminum á vegum kvenfélagsins Hringsins með kera- miknámskeið og er aðsókn góð. Þá hefir Lúðvíg Halldórsson skólastjóri o.fl. haldið hér uppi kvöldnámskeiðum fyrir fullorðna í ensku og fleiri fögum og hafa þau verið mjög vel sótt og mikil ánægja ríkt yfir þessu góða framtaki. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.