Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 3 Atök í FIM vegna Kjarvalsstaðadeilunnar: Andstaða gegn banni á Kiarvalsstaöi ALLMIKIL átök urðu á fundi í FÍM, Félagi íslenzkra mynd- listarmanna. vegna ráðningar listráðunauts að Kjarvalsstöð- um en fundur þessi fór fram í fyrrakvöld. Meirihiuti FÍM kom fram með harða gagnrýni á meirihluta stjórnar Kjarvals- staða vegna ráðningar bóru Kristjánsdóttur en minnihlut- inn taldi slíka gagnrýni ástæðulausa og styður ráðn- ingu bóru. Baeði meiri- og minnihlutinn hafa lýst yfir því, að báðir umsækjendurnir, list- fræðingarnir Ólafur Kvaran og bóra Kristjánsdóttir, séu hæfir að þeirra mati en meirihlutinn hafði mælt með ráðningu hins fyrrnefnda. Talsmcnn meiri- hlutans hafa skýrt frá því opinberlega að gagnrýni þeirra beinist ekki gegn bóru Kristjánsdóttur persónulega enda þótt hann hafi lýst yfir stuðningi við Ólaf. Mcirihluti stjórnar Kjarvals- staða, Davíð Oddsson og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. standa að ráningu bóru Kristjánsdóttur en minnihlutinn, Guðrún Ilclgadóttir fulltrúi Alþýðu- handalagsins, greiddi Ólafi Kvaran atkvæði og í borgar- ráði héit Sigurjón Pétursson, einnig fulltrúi Alþýðubanda- lagsins, fast við afstöðu Guð- rúnar Helgadóttur. Á fundi FÍM munu hafa verið samankomnir tæplega 40 myndlistarmenn og má sjá bilið milli meiri- og minnihluta á atkvæðatölunum 19 og 11, enda þótt niðurstaðan hafi orðið sú að 33 greiddu atkvæði með þeirri tillögu, sem ofan á varð í lokin. Fundurinn Morgunblaðið hafði samband við Einar Hákonarson listmál- ara og innti hann frétta af fundinum. Einar sagði að eftir for- mannskjör hefði Hörður Agústsson verið beðinn að taka að sér fundarstjórn af fráfar- andi formanni, Hjörleifi Sigurðssyni, þar sem nýkjörinn formaður, Sigrún Guðjónsdótt- ir, óskaði eftir því að taka ekki við stjórn fyrr en á framhalds- aðalfundi. Hörður Ágústsson reifaði deilumál FÍM og stjórn- ar Kjarvalsstaða en að máli hans loknu tóku til máls nokkrir fundarmanna, sem stóðu nálægt stjórninni og fóru fram á, að aftur yrði lýst algeru banni á Kjarvalsstaði, en það fékk ekki hljómgrunn allra fundarmanna. Var þá borin fram tillaga um að víta meirihluta stjórnar Kjar- valsstaða fyrir þessa manna- ráðningu. Minnihlutinn mót- mælti þessu og sagði að ekki hafði verið lýðræðislega staðið að þessum málum þar sem félagsmönnum hefði ekki verið gefinn kostur á því að fjalla um umsækjendur eins og gert var þegar Aðalsteinn Ingólfsson var ráðinn á sínum tíma. Stjórnar- menn sögðu þá, að þeir teldu sig hafa umboð félagsmanna til þess að fjalla um umsækjendur og gefa upp álit á þeim til stjórnar Kjarvalsstaða. Þessu mótmæltu talsmenn minnihlut- ans. Sögðu þeir að sú hefð hefði skapast að ræða þetta á almenn- um félagsfundi og því væri þetta ekki rétt hjá stjórninni. Kosið um tillögur I framhaldi af þessu var borin upp tillaga um að mótmæla vinnubrögðum meirihlutans í stjórn Kjarvalsstaða í sambandi við ráðningu listráðunauts. Kom þá fram breytingartillaga frá Valtý Péturssyni og Einari Hákonarsyni að ef svo væri, að meirihiutinn hefði svikið ein- hver loforð, sem hann hefði gefið munnlega, ætti það ekki að bitna á Þóru Kristjánsdóttur, þ.e. þessar vítur væru ekki dómur á hana sem slíka. Þessi tillaga var felld með 19 atkvæð- um gegn 11. Minnihlutinn áskildi sér rétt til þess að gefa út yfirlýsingu um það að þetta ætti ekki við um Þóru. Var fyrri tillagan því næst borin upp og samþykkt með 33 atkvæðum gegn 5. Helstu talsmenn meiri- hlutans í þessum umræðum voru Hjörleifur Sigurðsson, frá- farandi formaður FÍM, Hörður Ágústsson og Jón Reykdal en talsmenn minnihlutans voru Valtýr Pétursson og Einar Hákonarson. Tillagan, sem samþykkt var, hljóðaði svona: Aðalfundur FÍM mótmælir harðlega vinnubrögðum meiri- hluta hússtjórnar Kjarvalsstaða í sambandi við ráðningu list- ráðunauts. Telur fundurinn að stjórnin hafi þar með rofið munnlegt samkomulag við lista- menn. Félagið áskilur sér rétt til að gera viðeigandi ráðstafanir í samræmi við þetta. Þess má geta í sambandi við þessa tillögu, að borgarfulltrú- arnir Davíð Oddsson og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir hafa sksskýrt frá því i blaðaviðtölum að slíkt munnlegt samkomulag hafi ekki verið gert, sem minnst er á í tillögunni. Guðrún Helgadóttir, borgarfulltrúi, sem einnig á sæti í stjórn Kjarvalsstaða, segir hins vegar í viðtali við Þjóðvilj- ann sl. þriðjudag: „Ég vildi aðeins standa við þau munnlegu loforð sem gefin voru á þriggja mánaða samningafundum með listamönnum um að þeir hefðu eitthvað um ráðningu listráðu- nauts að segja, þó þeir hefðu ekki hreinan atkvæðisrétt. Ég mat tillögu þeirra gilda og greiddi henni atkvæði mitt.“ Verður lýst banni á Kjarvalsstaði? „Stjórn FIM mun koma sam- an til fundar í næsth viku og fram að þeim fundi munum við íhuga vel næsta leik okkar. Það kemur vissulega til greina að iýsa yfir sýningarbanni á Kjar- valsstaði," sagði Sigríður Björnsdóttir, ritari stjórnar Félags íslenzkra myndlist- armanna, í samtali við Mbl. í gær. „Þegar gengið var frá samn- ingum milli okkar og stjórnar Kjarvalsstaða nýverið vorum við óánægð með það að hafa ekki jafnan atkvæðisrétt á við aðra, sem fara með málefni hússins. Aftur á móti fengum við munnlegt loforð um, að farið yrði eftir áliti listamanna við ráðningu listráðunauts en þegar reynir í fyrsta skipti á þetta samkomulag er það svikið. Þetta getum við ekki fellt okkur við. Stjórn FIM sendi bréf þar sem eindregið var mælt með Ólafi Kvaran en álit okkar var hundsað. Ég vil taka það skýrt fram, að það er ekkert persónu- legt gegn Þóru Kristjánsdóttur, sem veldur þessu mikla upp- námi innan FÍM, heldur svikin hjá meirihluta stjórnar Kjar- valsstaða, sem ekkert tillit tók til okkar vilja." „Þóra nýtur stuðnings okkar“ „Ég hef haft samskipti við Þóru í fjöldamörg ár vegna starfs hennar við Norræna húsið. Það er mín skoðun og margra fleiri í FIM að ekki sé hægt að fá samstarfsbetri manneskju. Því nýtur hún stuðnings okkar,“ sagði Valtýr Pétursson listmálari, þegar Mbl. bar þetta mál undir hann í gær. Valtýr kvaðst að öðru leyti ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Fékk 4 atkvæði í borgarráði Á borgarráðsfundi á þriðju- daginn kom þetta mál til afgreiðslu. Hlaut Þóra Kristj- ánsdóttir fjögur atkvæði full- trúa Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks en Sigurjón Pétursson fulltrúi Al- þýðubandalagsins greiddi at- kvæði á móti. Þar sem ekki var eining um afgreiðslu málsins verður það afgreitt á næsta borgarstjórnarfundi, sem vænt- anlega verður fimmtudaginn 1. febrúar. Ólafur vill ekkert segja á þessu stigi Morgunblaðið hafði í gær samband við Ólaf Kvaran list- fræðing. Hann kvaðst ekkert vilja láta hafa eftir sér opinber- lega um málið á þessu stigi. Þóra Kristjánsdóttir. Þóra Kristjánsdóttir listráðunautur: „Þegar hús ber nafn Kjarvals set- ur það skyldur á herðar þeim sem um eiga að fjalla” MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Þóru Kristjánsdóttur nýráðins listráðunauts Kjarvalsstaða vegna þeirra atburða sem orðið hafa í samskiptum stjórnar hússins og samtaka listamanna vegna ráðningar Þóru. Ilún hafði eftirfarandi að segjai „Við skulum bara vona að þessi stöðuga misklíð útaf Kjarvalsstöðum verði ekki til þess að gera almenning fráhverfan staðnum. Þetta fallega hús býður upp á svo marga skemmtilega kosti ekki aðeins myndlistum til fram- dráttar heldur og öðrum listum og ekki síst samspil ólíkra listgreina, að það væru meiri- háttar vandræði ef menn gætu ekki sett niður deilur sínar í þágu þess sem hlýtur að vera aðalatriðið: Að Kjarvalsstaðir nýtist sem bezt til eflingar menningu í höfuðborginni. Að vísu er þar einnig aðstaða til margs konar annarrar athafna- semi, ráðstefnuhalds, erlendra farandsýninga og s. frv. en þegar hús ber nafn meistara Kjarvals þá setur það skyldur á herðar þeim, sem um eiga að fjalla og kveður líka ótvírætt á um til hvers þetta hús er reist. Það væri okkur til skammar ef við bærum ekki gæfu til þeirrar eindrægni, sem dygði til að láta Kjarvalsstaði lifa með reisn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.