Morgunblaðið - 25.01.1979, Side 33

Morgunblaðið - 25.01.1979, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 33 fclk í fréttum + CHARLES AZNA- VOUR heitir þessi franski dægurlagasöngv- ari. — Hann er sagður vera ekkert minna „en á heimsmælikvarða". Hann hefur sungið á hinum líklegustu sem hinum ólíklegustu stöðum — frá skemmtiborginni Las Vegas til Austantjalds- landa. Hann er Parísar búi og gerðist söngvari og leikari fyrir 35 árum. — Hann er stundum kallaður „Frank Sinatra Frakklands“. + FEITUR ok pattaralegur er Billy Carter. bróðir Carters Bandaríkjaforseta. — Ilann leikur í nýrri sjónvarpsmynd sem CBS sjónvarpsstöðin er nú að láta Kera. mynd sem ku verða í lóttum dúri „Flatbed Annie and sweetiepie Lady Tuekers". — Þesar myndin var tekin. var Billy forsetabróðir að renna auKum yfir ýmsa minnispunkta í leikhandritinu sínu. +KAUPMANNA HAFNARLÖGREGLAN hefur beðið þá er geta gefið upplýsinKar um þennan mann að hafa samband við sík. — Maðurinn er sá hinn sami ok sprakk í loft upp á Konungsins Nýjator>fi í Kaupmannahöfn aðfaranótt 12. janúar. — Hann er ítali. se>?ir löBreKÍan. kom til Dan- merkur fyrir rúmlejía ári og starfaði lengst af á hótelinu Skandinavia. — En lö)?reKlan veit ekkert um ferðir hans frá því í nóvemberlok. Hún held- ur því og fram að maðurinn. sem hét Enrico Sassara. hafi verið hryðjuverkamaður. Lög- reglan tók fram. að er hann fórst hafi hann verið skegg- laus. + VÖRUBÍLSTJÖRAVERKFALLID í Bretlandi hetur veno heizta irettaeinio paoan ao unaamornu. — Þessi mynd er frá verkfallsaðgerðum. — Bflstjórar ræða viðhorf sín til verkfallsins. sem haft hefur mjög víðtæk áhrif á f jölmörgum sviðum og valdið atvinnuleysi meðal tugþúsunda manna. t Asgeir Þórhallsson; SANNLEIKUR I ÞOKUNNI „Sjálfstæðisflokkurinn er hrein- ræktað íslenskt fyrirbæri. Hug- myndaheimur Sjálfstæðisflokks- ins verður ekki rakin til annarra landa," segir Birgir Kjaran í grein er birtist í STEFNI, 3. hefti, 2. árgangi, 1958. En flokkurinn hefur tekið breytingum í samræmi við þjóð- félagsþróunina. Flokkurinn hefur orðið fyrir jákvæðum áhrifum af hugsuðum annarra þjóða. Núverandi stefna Sjálfstæðis- flokksins er: 1: Varðveita og tryggja sjálfstæði og frelsi Islands og standa vörð um tungu, bókmenntir og annan menningararf íslendinga. 2: Treysta lýðræði og þingræði. 3: Vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli ein- staklingsfrelsis og athafnafrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. 4: Beita nútíma þekkingu og tækni, svo að auðlindir landsins verði hagnýttar á þágu þjóðarinnar. 5: Skapa öllum landsmönnum félagslegt öryggi. Ég tel að minnsti hluti þjóðar- innar geri sér grein fyrir að þetta er stefan Sjálfstæðisflokksins. Eg er ekkert svo viss um að fólk sem vinnur myrkranna á .milli hafi hugmynd um kjarna málsins. Það er búið að teygja þetta og toga svo, að snúa út úr, að fólk er ringlað. I ríku máli hefur áróðurstækni verið beitt á fólk til að villa um fyi-ir því. Stærsti hluti fólksins hugsar ekki um kjarna málsins. Það horfir á flokksleiðtogana á sjónvarpsskerminum og kýs þenn- an af því hann er með svona nef en ekki hinsegin. Eg held að Sjálf- stæðisflokkurinn mætti kynna stefnuskrá sína enn betur og þá sérstaklega ungu og óspilltu fólki. Sigurður Líndal sagði í erindi, sem greinarhöfundur hlýddi nýlega á, að stefnur flokkanna væru að óskýrast. Þetta tel ég mikinn galla fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hinir flokkarnir pumpa þoku yfir fólkið til að fela sannleikann. I rauninni má segja að sú þjóðfélagsþróun sem fyrir sósíalistum vakir sé síður en svo ólík hugsjón frjálshyggjunnar, báðar fela í sér almenna fullnæg- ingu þarfa og dreifingu valds, en leiðirnar sem fara á að markinu eru eins frábrugðnar og hugsast getur. Grundvallarsjónarmið frjáls- h.vggjunar er dreifing valds. I því felst að efnahagslegar ákvarðanir beri neytendum og framleiðendum að taka. Einstaklingurinn og heimilið fær frjálst neysluval. Framleiðslufyrirtækin taka ákvarðanir um hvað sé framleitt. Þær ákvarðanir munu miðast við neytandann, ef heilbrigð sam- keppni ríkir. Þannig mun sam- keppni ýta undir skapandi hugsun og framþróun. Frjálshyggja er því undirstaða framþróunar. I sósíalíska þjóðnýtingarskipu- laginu hafa yfirvöld ráð yfii prentsmiðjum og opinberum sam- komustöðum svo að lítið verður úr prentfrelsi, skoðanafrelsi og fundarfrelsi sent er undirstaða 'vísindaafreka og listrænnar sköpunar. Til að undirstrika þetta er sú staðreynd að flestir lista- menn flýja Rússland, — ef þeir geta. Þeir sem hafa skapandi hugsun ógna kerfinu og eru settir á geðfla'kjunarhæli. Frjálshyggjan hefur verið leiðarljós í framförum og hug- sjónum Vesturlanda um aldir. Enda eru Yesturlöndin miðpunkt- ur heimsins í dag. Ég trúi á framtíð mannkynsins og spái því að sósíalisminn muni ganga sér til húðar fyrir aldamótin. Ef hann breiðist út um mannkynið koðna niður og verða að engu. Alræðishyggjan stríðir gegn lögmáli mannsins. Maðurinn er ekki viljalaust verkfæri, eins og síldartorfa þar sem fiskarnir synda allir í sömu áttina, eða vélmenni sem hægt er að stjórna og hugsa fyrir. Hann er lifandi spendýr. Maðurinn verður að starfa, vaxa og þroskast í frjálsu samfélagi við aðra menn. Maður- inn er sinnar gæfu smiður. 4- Vt> SKIPAUTGCRÐ RIKISINS m/s Hekla fer frá Reykjavík miðvikudaginn 31. þ.m. til isafjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: ísa- fjörð, Bolungarvík, (Súganda- fjörð og Flateyri um ísafjörð), Þingeyri, Patreksfjörð, (Bíldu- dal oq Tálknafjörð um Patreks- fjörð). Móttaka alla virka daga nema laugardag til 30. þ.m. TGCRB RIKISINS m/s Esja fer frá Reykjavík föstudaginn 2. febrúar austur um land til Vopnafjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vestmanna- eyjar, Hornafjörð, Djúpavog, Breiðdafsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað, Seyðisfjörð, Borgarfjörð eystri og Vopnafjörð. Móttaka alla virka daga nema laugardag til 1. febrúar. Ef yður vantar rafritvél fyrir heimilið eða skrifstofuna er AIBLEie rétta vélin. Gott verð. Mikil gæði. Skipholti 21, Reykjavtk, stmi 23188. I HEpBlÍTÉ stimplar, slífar og hringir Ford 4-6-8 strokka benzin og díesel vélar Opel Austin Mini Peugout Bedford Pontiac B.M.W. Rambler Buick Range Rover Chevrolet Renault 4-6-8 strokka Saab Chrysler Scania Vabis Citroen Scout Datsun benzín Simca og díesel Sunbeam Dodge — Plymouth Tékkneskar Fiat bifrelðar Lada — Moskvitch Toyota Landrover Vauxhall benzin og diesel Volga Mazda Volkswagen Mercedes Benz Volvo benzín benzin og díesel og diesel B I Þ JONSSON&CO Skeifan 17 s 84515 —84516

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.