Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 MORö-dK/- KAFP/NU V Qsíl 'Amí GRANIGÖSLARI Sturta í fuKlabað er óþekkt og fáránleg hugmynd. Afsakiði Ilafið þér beðið hér lengi? Barnaárið BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í úrslitsæfingu vikunnar þurfa lesendur að sýna fram á hvor ræður við borðið, sókn eða vörn. Vestur gaf, norður-suður eru á hættu og spil þeirra eru þannig. Norður S. 9864 H. 72 T. KG4 L. KD106 Suður S. ÁK53 H. Á8 T. D10765 L. Á4 Vestur hóf sagnir á einu hjarta og doblaði síðan fjóra spaða, sem var lokasögn þín með hendi suðurs. Útspil hjartakóngur og nú tekur þú við. Ef búast mætti við góðri legu væru gjafaslagirnir aðeins tveir, tígulásinn og einn á tromp en hjartaáttuna ætlar þú að láta í lauf. En opnun og síðan dobl vesturs flækir spilið verulega. Hann bíður eflaust með tvo trompslagi og því þarf að gæta þess að missa ekki vald á tromp- litnum. Þá erum við komin að lausninni. í stað þess að taka á bæði hæstu trompinn tökum við aðeins á ásinn eftir að hafa tekið fyrsta slaginn. Síðan tökum við slagina þrjá á lauf og látum hjarta af hendinni. Þar sem við gerðum ráð fyrir níu spilum í hálitunum á hendi vesturs, fjórum spöðum og fimm í opnunarlitnum, má búast við að hann geti trompað núna. COSPER CONNMCIN COSPER Ég er hérna! og umferðin Velvakanda hefur borist eftir- farandi bréf frá Óskari Ólasyni yfirlögregluþjóni umferðardeildar Reykj avíkurlögreglunnar: Mikið er nú rætt og ritað um, að á árinu 1979 eigi að vekja sérstaka athygli á vernd til handa börnum. Nefndir og ráð eiga að leggja sitt að mörkum til þess, að þetta megi takast. Sú spurning leitar á huga manns hvort það séu einhverjir aðilar, sem vilja börnunum illt og því sé sérstök ástæða til að vernda börnin gagnvart þeim. Þessu myndu flestir svara neitandi og að slíkt sé ekki til, minnstakosti ekki af ásetningi. Eg ætla þó að benda á einn hóp fólks og eru þar sára fáir lands- menn undanskildir, en þetta er fullorðið fólk, sem oft er nefnt gangandi vegfarendur. Þessir veg- farendur brjóta oft þær reglur, er gilda í umferðinni, þeir ganga á móti rauðu ljósi götuvitans, þeir nota ekki gangbrautir og ýmislegt fleira mætti nefna, en þeir hinir sömu ætlast til þess, að ökumenn- irnir eigi alltaf og við allar aðstæður að víkja fyrir hinum gangandi, án nokkurs tillits til aðstæðna. Börnin sem eru orðin bestu vegfarendurnir hér í borg, horfa undrandi á fullorðna fólkið, sem brýtur allar þær reglur í umferð- inni, sem barninu hefur verið kennt að fara eftir. Fyrst í bréfum frá Umferðarráði, en fyrsta bréfið fær barnið er það er 3 ára, síðan fær barnið fræðslu í skólanum, hjá kennara sínum, hjá lögreglunni og jafnvel þær reglur, sem foreldrar hafa kennt barninu heima í stofu, en sem gilda þó aðeins þar, því þegar barnið fer út með foreldrum sínum, þá gilda reglur þessar ekki lengur og börnin eru dregin nauðug t.d. á móti rauðu umferð- arljósi og jafnvel er barnið ávítt fyrir óþekkt, þegar það reynir að spyrna við fótum. Það erþví mín ósk til okkar, sem eigum að teljast fullorðin, að við hugleiðum í alvöru hvort þetta tal, Vestur S. DG102 H. KD1064 T. Á2 L. G9 Austur S. 9864 H. 72 T. KG4 L. KD106 Nú má sjá, að við höfum öll völd í hendi okkar. Aðeins þarf að gæta þess, að vestur nái ekki trompun- um af hendi okkar áður en við höfum rekið út tígulásinn. Hann má trompa laufdrottninguna en geri hann það ekki verðum við að reka út tígulásinn áður en við tökum síðari trompslaginn. Þann- ig stýrum við spilinu og gefum aðeins þrjá slagi, tígulásinn og tvo á tromp. „Fjólur — mín ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi 42 meira lagi ógeðslegt, sagði Susanne. — Jasper hefur aldrei gert mér neitt. l»að er bara að hann er ekki í fjiilskyldunni. — Og hvernig væri að segja mér sannleikann um fjölskyld- una. — /Etli það sé nokkurn sérstakan sannleika að segja. Herman frændi og Magnq franka hafa þekkt Einar Ein- arsen frá því hann bjó hér í grenndinni og þau hafa aðeins talað um hann hlýlega. — Jæja. svo að hann hcfur búið hér í grenndinni? Bernild leit enn á ný upp úr plöggum sfnum. — Já. en það eru víst mörg ár síðan ... Það var áður en hann fór að vinna hjá sjónvarpinu ... hann var sölu- maður hjá tryggingarfélagi. Ilún snarþagnaði. Henni fannst allt í einu að það væri rangt að segja frá þessu en það gat náttúrlega ekki verið rétt ályktað hjá henni, því að öllum hafði verið kunnugt um að hann seldi tryggingar. — Hann var sem sagt að selja tryggingar, en þau kynnt- ust honum víst ckki mikið, en líkaði ágætlega við hann, botn- aði hún hálf þreytulega. — Og hvað þá með Lydiu Jörgensen? — Ég held henni hafi líkað ágadlega við hann, en þó fannst henni hann taka of há umhoðslaun hjá Jaspcr. sagði Susanne. — Og Gitta? hennar og heyrði Gittu segja sigri hrósandi að hún hefði sett eitur í fórnarskál Einars. — Ja-ja og hvcrju sleppið þér svo? Susanne yppti vandra'ðalega öxlum. — Ilún var víst ástfangin af honum fyrir nokkrum árum. Ég veit ekki meira um það. en ég held ekki að þau hafi verið neinir óvinir. Susanne fann að hún roðnaði og hún hafði á tilfinningunni að Bernild sa-i í gegnum orð — Engu. Alls engu. Gitta var víst reið yfir því að Einar Einarsen tregðaðist við að framlengja samning Martins ... Ilún og Martin ... nú fann hún sér til gremju að hún roðnaði aftur ... eru eins og systkin. en ef Gitta hafði ásta'ðu til að vera reið vegna samningsins fyrir Martins hiind. þá hafði ég ekki síður ástaðu til þess eins (*g þér skiljið. — Já og þá erum við komin til yðar aftur. — Já og svo hef ég víst ekki mcira að segja. Susanne bjóst til að rísa upp. — Jæja, þér haldið það. Bernild pírði augun. — Þér gleymið öldungis að það var ein manneskja sem hafði raunverulega ástæðu til þess ð lcggja fæð á Einarsen. — Já, en hvcr og hvers vegna? spurði Susanne. — Ilvcr og hvers vegna. Bcrnild hló gleðilausum hiátri. — Þér eruð mjög sannfær- andi, kæra fröken Wainberg, en ég er búinn að sjá hréíin sem Einar Einarsen ritaði til Mar- tins þar scm öllum samningum var sagt upp vegna þess art hann hafði trúlofast henni fröken Wainberg ... — Hvað segið þér. var það þess vegna sem hann vildi ekki framlcngja samningana, stamaði Susanne. — ekki grun- aði mig það. — Yður grunaði það ekki. Þér hafið kannski ekki heldur tekið eftir því, að í návist vitnis hafið þér sagt þér mynduð með gleði drepa Einar Einarsen. — Já, en það var samt ekki ég, sagði Susanne og gráturinn þrengdi sér upp í háls hcnnar. — Nei, það hafið þér sagt. Þér þckktuð eiginlega ekki Einar Einarsen en þér þekktuð hann samt nægilega vel til þess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.