Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 13 hjálpræðisstarfi hans ekki betur lýst en með orðum postulans: Guð var í Kristi, sættandi heiminn við sig. Um upprisuna Þá telur margnefndur greinar- höfundur „allmarga presta" hafa neitað „líkamlegri upprisu Krists". Hvaðan hann hefir það, veit ég ekki. Og ólíklegt þykir mér, að nokkrum presti, eða yfirleitt nokkrum kristnum manni, komi slíkt til hugar. En hitt er svo annað mál, að eins og postulinn segir, eru til margs konar líkamir. „Til eru himneskir líkamir og jarðneskir líkamir." En hafi G.G. ekki lesið 15. kapítula Fyrra Korintubréfs, ræð ég honum (eða henni) að gera það hið bráðasta. Sínum augum lítur hver á silfrið Hér að framan hefi ég gert nokkrar athugasemdir við það, sem G.G. kallar „höfuðatriði kristninnar". Sínum augum lítur hver á siifrið. Niðurstaða mín er sú, að flest þetta séu alls engin höfuðatriði, heldur sértrúaratriði og aukaatriði, sem sum eru að vísu meinlaus en önnur síður. En jafnvel það, sem telja má mein- laust aukaatriði, getur orðið skað- legt sé það gert að höfuðatriði. Því að þá kann að fara eins og forðum, að vegna smámunanna „sé eigi skeytt um það sem mikilvægara er í lögmálinu, réttvísina, miskunn- semina og trúmennskuna". Ég er þeirrar skoðunar, að það fari vel kristnum mönnum að sýna umburðarlyndi gagnvart mismun- andi trúarskoðunum meðbræðra sinna og systra. En sýnist voði á ferðum er auðvitað sjálfsagt að þegja ekki. Og G.G. hefir það til afsökunar aðför sinni að „allmörg- um prestum" þjóðkirkjunnar, að honum hefir virzt vá fyrir dyrum vegna skoðana þeirra. En hyggi- legt er samt að skoða hug sinn vandlega áður en reitt er svo hátt til höggs sem G.G. gerir. Og mér finnst að allir þeir, sem vilja vöxt og viðgang kristninnar í landinu, eigi heldur að snúa bökum saman en vega hver að öðrum út af smámunum, sem oftast er gert. Því að þarfari verkefni eru næg. Engir tveir eru eins af Guði gerðir. Og hvernig ættum við þá að hálfvirði eða útflutningsverð. Þetta er einfaldasta aðferðin þegar draga þarf úr mjólkurfram- leiðslunni. Þegar taka verður tillit til annarar framleiðslu og reikna út sameiginlegan kvóta fyrir allar búfjárafurðir verður framkvæmd- in mun flóknari og nær ófram- kvæmanleg. Norðmenn völdu svokallaða uppbótarleið. Bændur sem minnk- uðu mjólkurframleiðsluna fengu greidda uppbót á hvern mjólkur- lítra. Þessi aðferð Norðmanna gafst vel og trúlega munu fleiri fylgja þeirra fordæmi þar sem reynt er að draga úr mjólkurfram- leiðslunni. A síðastliðnu ári hefði mjólkurframleiðsla í Noregi aukist um sennilega 4% ef ekkert hefði verið gert, en vegna uppbóta- kerfisins var framleiðslan óbreytt frá fyrra ári. Þessi leið er heimil samkvæmt sjömannanefndar til- lögunum. Leiðbeininga- Þjónustan og bændur Mjög mikið hefur borið á því í skrifum bænda að þeir vilji kenna ráðunautum hvernig komið er í framleiðslumálum landbúnaðar- ins. Það er að sjálfsögðu gefið mál, að hefði engin ráðunautaþjónusta verið í landinu, engir bændaskólar eða tilrauna og rannsóknastarf- semi þá væri ekkert vandamál vegna offramleiðslu. Spurningin er hvort í landinu væri nokkur umtalsverður landbúnaður, ef leiðbeiningaþjónustunnar hefði ekki notið við. Það er í mjög fáum tilfellum, sem ráðunauar hafa hvatt bændur til að fjölga gripum, megin inntak í leiðbeiningum þeirra er að hver krefjast þess, að allir líti nákvæm- lega eins á málin? Aldrei var sagt: Allir eiga þeir að vera eins, heldur: „Allir eiga þeir að vera eitt.“ Ég get ekki að því gert, að mér finnst stundum, að þeir sem einir telja sig hafa réttan skilning á orði Guðs og einir ganga á vegi hans, séu nokkuð dómharðir um hina, „sem standa fyrir utan“. En svo sannarlega má segja, að boðorð Jesú: Dæmið ekki. sé eitt af höfuðatriðum kristninnar. Svo þunga áherzlu leggur hann á það. Og ef til vill eru syndir vorar einna mestar á þessu sviði. En allt það, sem Jesú lagði ríka áherzlu á, hljótum við að telja til „höfuðatr- iða kristninnar", en síður kirkju- kenningar seinni alda, kenningar, sem hann hvorki hafði heyrt né séð. Viðurkenningin Eina viðurkenningu lætur þó títtnefndur greinarhöfundur falla þessum gjörspilltu prestum í skaut. Og hún er raunar miklu meiri en hann virðist gera sér ljóst. Hann segir, að þeir boði „Jesúm „aðeins sem fagra fyrir- mynd til eftirbreytni". En ég spyr. Hvaða boðun er þýðingarmeiri en einmitt sú, að boða Jesúm Krist sem fyrirmynd til eftirbreytni? Allt tal um það, að hann sé frelsari vor verður að orðagjálfri og tómri hræsni, ef vér ekki reynum að líkjast honum, eftir því sem Guð gefur okkur náð til. Og sjálfur sagði hann: „Ég hefi gefið yður eftirdæmi, til þess að þér breytið eins og ég breytti við yður.“ Og postulinn skorar á okkur og segir: Verið með sama hugar fari sem Kristur Jesús var. Ef við erum hér ekki komin að því, sem í sannleika er „höfuðatriði kristn- innar“, þá viðurkenni ég fúslega að hafa misskilið grundvallaratr- iði kristins dóms. Að lokum vil ég svo biðja G.G. að lesa „Dóm Mannssonarins" í 25. kafla Mattheusarguðspjalls. En þar held ég að Mannssonurinn hljóti að koma eitthvað nálægt „höfuðatriðum kristninnar", þegar hann segir, hvað olli því, að sumir fengu inngöngu í ríki Guðs föður, en aðrir ekki. Að svo mæltu kveð ég G.G. og óska honum og öllum landsmönn- um árs og friðar. 17. janúar 1979, gripur skili, sem mestum afurðum og að framleiðslan sé, sem hagkvæmust. Það er ekki óeðlilegt að ráðu- nautar hafi hvatt bændur til að beita sláturdilkum á grænfóður, fyrir stóran hóp bænda hefur það verið hagkvæmt og nauðsynlegt til lengingar sláturtíðar. Þegar þeir verða sjálfir að taka nokkurn hluta hallans af umframfram- leiðslunni, þá breytist dæmið. Að vísu getur sá bóndi, sem þyngir dilka sína á grænfóðri fyrir slátrun hagnast sjálfur, en sauð- fjárframleiðendur í heild tapa. Ef dæmið er gert upp, þá kemur í ljós, að fyrir um 3000 tonna framleiðslu af dilkakjöti fá sauðfjárfram- leiðendur ekki nema rétt rúml. 500 kr. á hvert kg. ef þeir verða látnir bera hallan umfram það, sem ríkissjóður greiðir samkvæmt 10% reglunni. Fram að þessu, hefur ekki komið til að reikna með öðru, en að bændur fengju verðlags- grundvallarverð fyrir afurðirnar, en nú er viðhorfið gjörbreytt. Það er hvorki hægt að saka bændur eða leiðbeiningaþjónust- una um þann vanda, sem nú blasir við, þar er fyrst og fremst um að kenna snarbrenglaðri þróun í efnahagsmálum hér á landi. Svo af þeim sökum er ekki óeðlilegt að gerðar séu kröfur á hendur stjórnvalda til að leysa vandann. Bændur mega þó ekki skorast úr leik, því nú virðist ekkert annað vera til bjargar en að draga úr framleiðslunni. Það er því nauðsynlegt að bændastéttin beri gæfu til að standa saman og leysa sín mál öfgalaust. Sjömenningarnir bentu á leiðir, sem þeir töldu að væru bænda- stéttinni fyrir bestu. Það er því ósanngjarnt að ætla, að þar hafi önnur sjónarmið ráðið. BLfll SEXTIU œ SEX NORÐUR VINYL GLÓFINN * MEÐ HRJÚFU YFIRBORÐI * ÖRUGG HANDFESTA * FÚÐRAÐIR MEÐ 100% ÝFÐU BÚMULLAREFNI * ROTVARÐIR (SANITIZED) * STERKIR EN MJÚKIR * BLAlR 0G GRÆNIR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Sjóklœðagerðin hf Skúlagötu 51 Pósthólf 644 Reykjavik Simi 1 15 20 Eldhúsinnréttingar Pantið í tíma Vönduö vinna. Smíðum úr furu og litaðri eik. Leitið verðtilboða. Mjög hagstætt verð. Sýnishorn á staðnum. ELDHÚSVAL SF. Brautarholti 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.