Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 27 Jón Torfason, Torfalæk: Frumvarp bænda? Sjöunda desember síöastliöinn lagði landbúnaðarráðherra fram frumvarp sem ætlað er að vinna gegn vanda landbúnaðarins. Stofn þessa frumvarps er saminn af nefnd sjö manna, sem starfaði í sumar, en breytingar voru gerðar, væntanlega í landbúnaðarráðu- neytinu og ríkisstjórn. Með frum- varpinu á að breyta lögum frá 1966 um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins til að gefa því meiri möguleika til að stýra og stjórna búvöru- framleiðslunni. Áður en fjallað er um efni frumvarpsins verður vikið nokkuð að búningi þess. Málfar Mörg dæmigerðustu málblóm stofnanaíslenskunnar skreyta frumvarpið. í 1. grein eru verkefni Framleiðsluráðs talin upp í ellefu liðum. 1. liður hljóðar svo: (Aðal- verkefni Framleiðsluráðs eru) „Að fylgjast með framleiðslu, sölu og vinnslu landbúnaðarvara.“ Elði- legri orðaröð væri: „Að fylgjast með framleiðslu, vinnslu og sölu landbúnaðarvara." Væntanlega eru afurðirnar unnar áður en þær eru seldar. í uppkasti sjömannanefndarinn- ar var 2. liðurinn svona: „að stuðla að framförum og aukinni hag- kvæmni landbúnaðarframeliðsl- unnar í samstarfi við landbúnað- arráðuneytið og Búnaðarfélag Islands, svo að hún henti sem best þörfum þjóðarinnar." Við þetta hefur verið bætt frekari ákvæðum: „Að stuðla, í samvinnu við land- búnaðarráðuneytið og Búnaðarfé- lag Islands, að framförum, aukinni hagkvæmni og þróun landbúnað- arframleiðslunnar í samræmi við þarfir þjóðarinnar og þá stefnu um málefni landbúnaðarins, sem Alþingi ákveður hverju sinni, í samráði við Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag Islands." Setningaskipan er orðin klúðurs- leg og þvinguð. Þá hefur einhver kansellíisti klínt því misbrúkaða orði þróun inn í málsgreinina. Landbúnaðarmenn ættu að fara sparlega með þetta orð og nota það ekki meira en þörf er á. Líklega væri sársaukaminnst að gefa öðrum landsmönnum það eftir enda víða meiri þróun en í landbúnaði, sbr. t.d. þróun launa, þróun framleiðslu, þróun iðnaðar, þróun hagvaxtar, þróun upp, þróun niður, öfugþróun, þróun flugs o.s.frv., o.s.frv. Ékki er verið að bruðla með sagnir í þessum texta — þær eru tvær. Hins vegar er hnuðlað saman ofnotuðum nafnorðum og sljóum lýsingarorð- um — þau þarf ekki að spara. Þau þarf ekki að spara. Þennan lið má umorða á marga vegu, t.d. þannig: (Aðalverkefni Framleiðsluráðs eru) „Að framfylgja stefnu um málefni landbúnaðarins sem Al- þingi ákveður í samráði við Stéttarsamband bænda og Búnað- arfélag íslands. Að stuðla að hagkvæmri landbúnaðarfram- leiðslu í samstarfi við landbúnað- arráðuneytið og Búnaðarfélag íslands.“ F'immti liður 1. greinar er þannig: „Að vinna að því að beina (hvers vegna ekki einfaldlega að beina?) framleiðslu landbúnaðar- ins að þeim framleiðslugreinum sem landbúnaðinum eru hag- kvæmastar og samrýmast best þörfum þjóðarinnar á hverjum tíma. Framleiðsluráð skal því í s^máði við landbúnaðarráðuneytið og Búnaðarfélag íslands, búnaðar- samböndin og þær stofnanir sem vinna að áætlanagerð í þjóðfélag- inu, gera áætlanir um þróun landbúnaðarins til lengri tíma, í samræmi við þá stefnu sem ákveðin er í málefnum landbúnað- arins. Áætlanir þessar skulu Fyrri hluti endurskoðaðar árlega með hlið- sjón af áhrifum árferðis á þróun- ina svo og breytingum á markaðs- skilyrðum." Ekki sýnist þjóðfélag- ið hafa mikið að gera inn í þessa grein (orðin í þjóðfélaginu falli brott). Þarna skýtur þróunin svo tvisvar upp kollinum að óþörfu. Það er þó skammlítið þótt orðið fái að standa í fvrra sinnið en í seinni setningunni sjást á því dauðamörk og best væri að fella það brott þar. Setningin „í samræmi við þá stefnu sem ákveðin er í málefnum landbúnaðarins" mætti falla niður því þetta er tekið fram í 2. lið. 10. liður: „Að efna árlega til fundar með fulltrúum þeirra aðila sem aðstöðu hafa til áhrifa á framleiðslu og ne.vslu landbúnað- arvara, og mestra hagsmuna hafa að gæta í þessu sambandi, s.s. ríkisstjórnarinnar, Búnaðarfélags Islands, Stofnlánadeildar land- búnaðarins o.fl. Á þessum fundum skal ræða samræmdar aðgerðir til þess að það markmið náist sem um ræðir í ákvæðum 5. töluliðar þessar greinar." í tillögu sjö- mannanefndarinnar var upphafið svona: „að hafa árlega fund með fulltrúum þeirra aðila sem aðstöðu hafa til áhrifa á framleiðslu og neyslu...“. Þarna bæta ráðuneyt- ismenn málfar sjömenninganna, þar sem hvimleið endurtekning er á sögninni hafa. í frumvarpinu er þessu breytt og sögnin efna notuð í upphafi setningarinnar, sem gerir það rismeira og betra. En ólánið ríður ekki við einteyming, inn í greinina hefur verið skotið nýjum lið „og mestra hagsmuna hafa að gæta í þessu sambandi" (reyndar þarflítið innskot efnisins vegna) og þar með er sögnin hafa komin aftur. Ó, hefði bara staðið þarna „eiga hagsmuna að gæta“. Þessu til viðbótar má stytta setninguna „sem aðstöðu hafa til áhrifa á frameliðslu og neyslu landbúnað- arvara“ og segja t.d.: „sem áhrif hafa á framleiðslu og neyslu landbúnaðarvara". Loks er svo 11. liður: „Að setja vinnslustöðvun Iandbúnaðarins reglur um útborgun verðs til bænda, þ.á m. er Framleiðsluráði heimilt að setja reglur um jöfnun kostnaðar við flutning afurðanna til vinnslustöðva." „... um jöfnun kostnaðar...“ Þarna væri upplagt að dusta rykið af sögninni jafna og segja „.. . að jafna kostnað.. .“ Þar með safnast eignarfallið kostnaðar til feðra sinna, þau eru samt ærið mörg eftir. Ýmislegt er athugavert í öðrum greinum frumvarpsins, auk alls sem mér hefur skotist yfir en hér verður látið staðar numið. Von- andi verða alþingismenn til að snyrta málið á frumvarpinu og slípa, enda .orðhagir margir hverj- 'r °tí þjálfaðir í að glíma um setur og ufsilon, stóra stafi og litla, kommur og punta. Þarfir þjóðarinnar I öðrum lið 1. greinar frum- varpsins segir að hlutverk Fram- leiðsluráðs skuli vera að stuðla að „framförum, aukinni hagkvæmni og þróun landbúnaðarframleiðsl- unnar í samræmi við þarfir þjóðarinnar", og í fimmta lið er aftur talað um þarfir þjóðarinnar. Þessi klásúla um þarfir þjóðarinn- ar hefur verið í Framleiðsluráðs- lögunum síðan 1960 — ef til vill lengur — en hvergi er að finna skilgreiningu á því hverjar þarfir þjóðarinnar séu. Það getur orðið býsna snúið að skilgreina þarfir einstaklinga, hvað þá heldur heillar þjóðar jafnvel þótt smá sé. Þjóðin er klofin í stéttir og hagsmunahópa sem hafa andstæð- ar þarfir í mörgu. Tökum nokkur dæmi sem snerta landbúnað. Bændur þurfa að fá sem hæst verð fyrir afurðir sínar en neytendum kentur aftur vel að búvörur séu sem ódýrastar. Margir þéttbýlis- staðir byggjast að verulegu leyti á úrvinnslu búvara og þjónustu við bændur. Væntanlega er það þörf þess fólks, sem þar býr, að búrekstur í sveitunum umhverfis sé sem blómlegastur. Það eykur öryggi ferðamanna að byggð sé sem víðast um landið — hina, sem ferðast lítið eða aldrei innanlands, skiptir það litlu þótt stórir partar landsins séu í auðn. Nú*>ru flutt út um 5.000 tonn af kindakjöti fyrir urn [rað bil hálfvirði. Það virðist óhagfellt flestum stéttum þjóðar- innar. En iðnaður og úrvinnsla úr ull og gærum fer sívaxandi. Ef dreg’ið er úr dilkakjötsframleiðsl- unni minnkar hráefni fataiðnaðar- ins — varla samræmis það þörfum iðnverkafólks? Með orðunum þarfir þjóðarinn- ar er kannski átt við það að búvöruframleiðslan skuli miðuð við matvælaþarfir innfæddra en hvers vegna er það þá ekki tekið fram skýrum orðum í frumvarpinu og sagt t.d.: (Aðalverkefni Frarn- leiðsluráðs eru) „Að vinna að því að búvöruframleiðslan miðist við innanlandsneyslu"? Reyndar er í frumvarpinu gert ráð fyrir því að Alþingi móti stefnu í landhúnaðarmálum — ætli verði ekki tekið fram í þeirri stefnu við hvað á að miða búvöru- framleiðsluna? Þess vegna væri einfaldast að sleppa tuggunni um þarfir þjóðarinnar úr frumvarp- inu, hún er villandi og nánast merkingarlaus. Frumvarp bænda? Sjömannanefndin var skipuð í vor af fráfarandi landbúnaðarráð- herra. Hún hefur unnið mikið starf og gott að mörgu leyti. Nefndin samdi uppkast að frurn- varpi og kynnti það á aðalfundi Stéttarsambands bænda í ágúst- lok. Þar komu frarn ýmsar ábend- ingar og tillaga um stuðning við hugmyndir sjömenninganna var samþykkt með meiri hluta at- kvæða — 39 voru með, 4 á móti, en 3 virðast hafa setið hjá. Sjö- mannanefndin skilað áliti 28. september og drögum að frum- varpi ti! breytinga á Framleiðslu- ráðslögunum. Landbúnaðarráðherra lagði svo frumvarpið nokkuð breytt fyrir Alþingi. Sumar breytinganna eru lítilvægar en ein er mikilvæg. Felld er niður heimild til að endurgreiða_ hluta fóðurbætis- gjaldsins, sem opnaði möguleika til að koma á kjarnfóðurskömmt- un í stað kjarnfóðurskatts. Þetta er mikilvægt átriði og verður nánar rætt síðar. A Stéttarsam- bandsfundinum, sem lýsti stuðn- ingi við hugmyndir sjömenning- anna, var lögð áhersla á þennan möguleika og í yfirlýsingum margra fulltrúa á fundinum kem- ur fram að þeir eru á móti fóðurbætisskatti en geta fellt sig við skömmtun. Má ætla að þetta ákvæði hafi ráðið miklu um jákvæða afstöðu fulltrúanna til frumvarpsdraganna. Svipuð virð- ist afstaða margra „almennra" bænda vera, þ.e. þeir geti fellt sig við skömmtun en eru andvígir skatti. Auk þess eru fjölmargir bændur alfarið á móti bæði kjarnfóðurskatti og skömmtun. Það má marka af samþykktum bændafunda um land allt. Það er því næsta fráleitt að frumvjirpið fengi jákvæðar undirtektir rneðal bænda eða Stéttarsambandsfull- trúa svona breytt. Þegar landbúnaðarráðherra kynnti frumvarpið á þingi og í útvarpi kallaði hann það frumvarp bænda (eða tillögur bænda) og á þessu var klifað í fyrstu umræð- unni um það á Alþingi. Þetta er ósmekklegur málflutningur og rangur. Ég hygg þeir séu færri bændurnir sem vilji gangast við þessum frumvarpskróga eins og hann er nú á sig kominn. Ljósir puntar Þótt frumvarpið í heild sé skrítinn skapnaður er þó ýmislegt í því til bóta. Fimmti og tíundi liður 1. greinar miða að því að glæða samstarf þeirra aðila, sem hafa áhrif á framleiðslu og ne.vslu búvara — í upptalninguna í 10. lið er eðlilegt að bæta fulltrúum frá neytendasmtökunum og manneld- isráði eða viðlíka stofnunum því hændur þurfa að hafa samvinnu við neytendur. Sjöundi liður 1. greinar er nýmæli sem heimilar að ákveða mismunandi útborgunarverð á mjólk eftir árstímum. Mjólkur- framleiðsian er nærri því helmingi meiri á sumrin en fyrri part vetrar og það veldur erfiðleikum hjá vinnslustöðvunum. Þetta ákvæði gæti bætt úr þessu með tímanum. Þá er það jákvætt í öðrum lið að Alþingi móti stefnu urn málefni landbúnaðarins — væntanlega langtímastefnu. Það er vissulega tími til kominn að stjórnvöld liætti sífelldum bráðabirgðaráð- stöfunum og hyggi að langtíma- markmiðum. 1 öðrum lið er lítil- lega gengið til móts við kröfu bænda um að senija beint við ríkið. Það þarf að taka af skarið og setja lög um slíka samninga — þá næðust fastari tök á búvörufram- leiðslunni. Núverandi skipan., þar sem fuiltrúum bænda og launþega- samtaka er stillt upp sem and- stæðingum í sexmannanefnd, er óeðlileg og hefur ekki reynst svo vel að neinum sé eftirsjá að því fyrirkontulagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.