Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANUAR 1979 Látum ekkí klár- ínn „hlaupa upp” RÉTT í þann mund er jólahátfdin Kekk í tjarð eða nánar tiltekið 23. descmher sl. birtist í í Morgun- hlaóinu Krcin eftir Sigurjón Valdimarsson undir fyrirsö>;n- inni „Hvers ve«na mismuna fjölmiólar íþróttum?4*. Efni grcinarinnar var umfjöllun um meó hvaóa ha-tti fjölmiólar gerðu hestamennsku skil og einnig var fjallaó um fjárveitinjjar opin- berra aóila til íþróttastarfsemi ok taldi Kreinarhiifundur hesta- menn og hestamennsku bera skaróan hlut frá borói í háóum þessum tilvikum. bví mióur hafa sl,...rii.n Valdimarssme af hestaíþróttum, sem Sjónvarpiö hefur sýnt í íþróttaþáttum sínum í haust 0« vetur. Se«ir Sigurjón aö þessi mynd hafi sýnt það „sem öðru fremur hefur verið einkennt með nafnjriftinni hestaíþróttir, en það er sá þáttur hestamennskunn- ar, sem' að mestu er sniðinn að útlendri fyrirmynd <>)( á minnstu fyljíi að faj;na meðal Islendinna." Við jretum tæple«a vænst þess að menn hlaupi upp til handa o« fóta til að sinna huKÖarefnum okkar hestamanna, þej;ar við jjetum ekki einu sinni verið sjálfum okkur samkvæmir. A Hvers vegna mismuna fiölmiðlar íþróttum? J L ., verri vitleysa en aórar iþrottirf Kr hestamennska verri annir undirritaðs við nám oróió þess valdandi, að ekki hefur verið kostur aó fjalla um efni þessarar jjreinar fyrr. Éjí held að allir hestamenn j;eti verið Sijíurjóni sammála um, að vissulepa vildum við fá að sjá meira efni um hesta oj; hesta- mennsku í fjölmiðlum landsins og einnij; hitt, að við vildum að hestamennskan nyti jafnræðis á við aðrar íþróttaj;reinar hvað snertir fjárframlög frá opinberum aðilum. Fln éj; er líka jafn viss um, að við hestamenn kjósum að mál okkar sé sótt með sannjþrni oj; þakkað sé fyrir það sem vel er j;ert. Það er ekki málstað okkar tii framdráttar að slá um okkur oj; sjá djöfulinn í hverju horni og sýna þeim mönnum, sem unnið hafa málum okkar hestamanna gagn, ekkert annað en vanþakk- læti. Tilefni þessara orða minna er, að í grein sinni víkur Sigurjón að mínum dómi á miður skemmtileg- an hátt að þremur aðilum, sem ég veit með vissu, og ég vonast til að margir hestamann geti verið mér sammála um það, að hafa eftir megni reynt að styðja við bakið á okkur hestamönnum. Fyrst er að nefna, að þegar Sigurjón gerir að umtalsefni skrif Morgunblaðsins segir hann: „Það vekur nokkra furðu að fram- kvæmdastjóri Árvakurs (útgáfu- fyrirtækis Mbl.), sem á sæti í stjórn L.H., skuli ekki beita áhrifum sínum til betri þjónustu við hestaunnendur á síðum blaðs- ins.“ Það veit ég af eigin reynslu að Haraldur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs, hefur ekki látið sitt eftir ligfaa til að efni um hesta og hestamennsku hafi birst í Morgunblaðinu. Það er því í hæsta máta ósanngjarnt að saka hann um slíkt. Það má líka vera hverjum og einum ljóst að einu dagblaði verður ekki stjórnað með því að yfirmenn þess hugsi um það eitt að í blaðinu birtist efni um áhugamál þeirra. Haraldur hefur líka með margvís- legum hætti stutt við bakið á útgáfustarfsemí LH dg þá sérstak- lega er varðar tímarit þess, Hestinn okkar. Þá má í því sambandi nefna það hér, að Morgunblaðið hefur jafnan staðið straum af kostnaði við ferðir ritstjóra Hestsins okkar eða eigin starfsmanns, sem aflað hefur efnis fyrir Hestinn okkar á Evrópumóti eigenda íslenskra hesta. Eg veit að þessi stuðningur verður ekki talinn eftir af Morgunblaðinu en mér finnst að við hestamenn getum líka þakkað það, sem fyrir okkur og samtök okkar hefur verið gert. I grein sinni gerir Sigurjón einnig að umtalsefni þær myndir vegum hestamannaféiaganna hefur verið staðið fyrir sérstökum íþróttamótum þar sem keppt hefur verið í svonefndum hesta- íþróttum. í sumar var líka haldið fyrsta íslandsmeistaramótið í hestaíþróttum. Hverjar voru svo keppnisgreinar á þessum mótum? Það voru þær greinar, sem Sjón- varpið hefur einmitt verið að sýna í þessum myndum. Samtök hesta- manna hafa valið þann kostinn að skipa vissum greinum í flokk Fræðslufund- ir hjá Fáki Fra‘ðslunefnd Fáks hefur ákveóió aó halda fra'óslufundi mánaóarlega fram til vors og veróa allir fundirnir haldnir í Félagsheimili Fáks og hefjast hverju sinni kl. 20.30. Sl. fimmtudagskvöld ræddi Sig- urður Haraldsson í Kirkjubæ um reiðhestinn í ræktun, uppeldi og umhirðu. Þann 15. febrúar n.k. ræðir Árni Þórðarson, fyrrverandi skólastjóri, um sumarferðalög á hestum, útbúnað og reiðleiðir og sýnir litskuggamyndir með erindi sínu. Næsti fundur verður helgað- ur Landsmótinu á Þinj^öllum í sumar og verður hann 15. marz en sýndar verða litskuggamyndir og kvikmynd. Þann 5. apríl stendur nefndin fyrir almennum umræðu- fundi um mótahald og hesta- mennsku. hestaíþrótta og með þær hefur verið sótt á um inngöngu í íþróttasamtök landsins. Hesta- menn mega vera þakklátir fyrir að keppnisgreinum þeirra hefur í Sjónvarpinu verið skipað á bekk með öðrum íþróttum og ég sé ekki tilgang í því að væna þá menn, sem lagt hafa fram vilja og vinnu til þess að því marki yrði náð fyrir hönd hestamanna, um að vera „fámennur hópur ötulla aug- lýsingamanna". Eg hnaut líka allhastarlega við eftirfarandi setninjpj: „Gleggsta dæmið er milljarða fjárfesting Reykjavíkurborgar í Laugardal fyrir óskabörnin, en borgin lagði enga krónu í gerð æfinga- og keppnisvallar fyrir hestamenn." Það veit ég af kynnum mínum af málefnum hestamanna í Reykja- vík að þarna er farið nokkuð langan veg frá sannleikanum. Reykjavíkurborg hefur veitt Hestamannafélaginu Fáki og hestamönnum í Reykjavík marg- víslega aðstoð við uppbyggingu svæðisins á Víðivöllum, flutning á hesthúsum félagsins og nú síðast hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir því að allur skeiðvöilurinn og götur á Víðivöllum hafa verið raflýstar. Hestamenn hafa ekki efni á að fúlsa við þessari aðstoð með hortugheitum heldur ber að þakka hana og óska eftir áfram- haldandi góðri samvinnu við ráðamenn Reykjavíkurborgar. Orð mín um þetta efni verða ekki fleiri að þessu sinni en um þetta efni mætti sjálfsagt skrifa margar og langar greinar. Megin- atriðið er þó, að hestamenn óska eftir jafnræði á við aðrar íþrótta- greinar. Vegna orða Sigurjóns um skrif mín um hesta og hestamenn fyrir Morgunblaðið er það rétt, að þau hafa ekki verið regluleg, heldur fremur ráðist af þeim tíma, sem gefist hefur frá námi og öðrum störfum. Ég hef hins vegar reynt eftir megni að sjá til þess að lesendur Morgunblaðsins fengju jafnan fréttir af helstu viðburðum af vettvangi hestamanna. Því miður hefur ekki fjölgað þeim mönnum sem að staðaldri skrifa um hesta og hestamennsku í dagblöð. Stundum hafa menn byrjað að skrifa um þessi efni, bæði í dagblöð og tímarit, en ekki hefur orðið framhald þar á vegna ýmissa ástæðna. Þeir, sem slík skrif taka að sér verða vitanlega að uppfylla þær kröfur, sem Útgefendur blaðanna gera til starfsfólks síns. Við hestamenn eigum enn fyrir höndum harða baráttu fyrir málefnum okkar en við ættum þó að gæta þess klárinn „hlaupi ekki upp“ einungis vegna þess, að við höfum farið of geyst og ekki hlítt sjálfsögðum leikregl- um. — t.g. Síðustu vikur hafa verið hrossum á útigangi erfiðar vegna snjóa en sem betur fer er það nú orðið næsta fátítt að hrossum sé beitt úti yfir vetrarmánuðina án þess að þeim sé gefið, þegar jarðbönn eru. Iþróttadeild FÁKS með ískappreiðar og námskeið í jámingum ÍÞRÓTTADEILD Fáks hélt nýverið aðalfund sinn og voru eftirtaldir kjörnir í stjórn deildar- innar: Viðar Halldórsson, formaður og meðstjórn- endur Fjóla Ingþórsdótt- ir, Gísli B. Björnsson, Ragnar Tómasson og Svanborg Magnúsdóttir. Af starfi deildarinnar er það hins vegar helst tíðinda, að dagana 26., 27. og 28. janúar n.k. ætlar félagið að gangast fyrir námskeiði fyrir Fáksfélaga í jarningum hrossa. Kennari á námskeið- inu verður Sigurður Sæmundsson og kennir hann þá aðferð að járna best einn þ.e. að sami maður járnar og heldur fæti hestsins. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 16. Deildin ætlar einnig að efna til svokallaðra ískapp- reiða þann 18. febrúar n.k. ef veðurguðirnir verða hagstæð- ir — nú er víst ekki beðið um hlýindi heldur frost. Verða kappreiðarnar haldnar á Rauðavatni og eingöngu keppt í 150 metra skeiði. Verða fyrstu 50 metrarnir frjálsir. Hestar Umsjónt Tryggvi Gunnarsson Handbókin loks á lokastigi... STJÓIÍN I^andssambands hestamannafélaga ræddi á fundi sínum í vikunni sérstak- lega um útgáfumál LH og að siign Alberts Jóhannssonar. formanns LH. eru það einkum þrjú mál; sem nú eru á lokastigi. I byrjun na'stu viku verður hafist handa við að prenta fyrra bindið af Hand- bók hestamanna. sem LII gefur út í tilefni afmælis síns. búið er að setja kennslubók fyrir nem- endur reiðskólanna og á aðeins eftir að brjóta bókina um og raða í hana myndum en þessu til viðbótar er nú á lokastigi undirhúningur útgáfu á liigum og reglugerðum LH og verður það efni gefið út í lausblaða- möppu. Aðspurður um hvers vegna ekki hefði tekist að koma Handbókinni út fyrir jól eins og hann hefði látið orð falla um á ársþingi LH, sagði Albert, að búið væri að brjóta bókina um í síður en á ýmsu hefði strandað og því hefði bókin ekki komið út fyrir jól. „Við þurftum að ná tali af höfundum þrigjya þátta í bókinni áður en hún fór í prentun og bera undir þá nokkur atriði. Við erum nú búnir að ná í þessa þrjá höfunda og búið er að lesa síðustu próförk. I byrjun næstu viku verður síðan byrjað að prenta bókina. Við höfum vilyrði prent- smiðjunnar fyrir því að ekki eigi að líða mjög langur tími þar til bókin verður tilbúin," sagði Albert. Aðspurður um hvernig fyrir- hugað væri að dreifa bókinni, sagði Albert, að það væri ekki enn ráðið en helst væri á döfinni að láta hana ekki til sölu í bókaverzlanir heldur gefa áskrifendum Hestsins okkar kost á að kaupa hana á bók- hlöðuverði. Albert sagði að ekki væri enn ljóst hvert verð bókarinnar yrði en ekki væri ósennilegt að það yrði um helmingur af verði bókar í sama broti. Búið er að setja allt efni í kennslubók fyrir nemendur reiðskólanna og verður nú hafist handa við að brjóta hana um í síður og raða inn myndum á viðeigandi staði. Allar myndir í bókinni eru teknar af Friðþjófi Þorkelssyni af nemendum í Reiðskóla Rosemarie Þorleifs- dóttur í Vestra-Geldingaholti. Eru þetta skýringarmyndir við efni bókarinnar. Gert er ráð fyrir að þessi bók verði tilbúin áður en kennsla hefst almennt í reiðskólum hestamannafélag- anna í vor. Bók þessi verður um 100 blaðsíður. Þá gat Albert þess, að ákveðið væri að gefa út lög og reglugerð- ir Landssambandsins í laus- blaðamöppu. Ættu að verða í þessari möppu allar reglugerðir, sem LH hefur sett en þar á meðal eru reglugerðir um kapp- reiðar, gæðingadóma, ræktun íslenska hestsins, unglinga- keppnir, íþróttaráð, skipulags- skrár fyrir verðlaunagripi o.fl. Handrit að efni möppunnar væri þegar tilbúið og færi það í prentun um miðjan næsta mán- uð. Sagði Albert að rætt hefði verið um að láta hestamannafé- lögin fá ákveðinn fjölda af þessum möppum endurgjalds- laust fyrir helstu trúnaðarmenn félagsins en auk þess yrðu þær til sölu á skrifstofu LH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.