Morgunblaðið - 30.01.1979, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979
Bæjarútgerð Reykjavíkur:
Togari keyptur í Portúgal
— annar smíðaður í Stálvík
ÚTGERÐARRÁÐ Bæjarútgerðar
Reykjavíkur samþykkti einróma á
fundi í gær að kaupa 2 skuttogara
af minni gerð og selja einn af eldri
skuttogurum útgerðarinnar.
Akveðið er að kaupa annan togar-
anna frá Portúgal, en láta smiða
hinn hjá Stálvik.
Nýju togararnir verða um 500
tonn af stærð. Skipið, sem smíðað
verður í Portúgal, kostar 1.664
milljónir kr. (5,2 millj. dollara). Ekki
er ljóst, hvað togarinn frá Stálvík
mun kosta, en hann kann jafnvel að
verða ódýrari en Portúgalstogarinn.
Togarinn, sem BÚR kaupir frá
Portúgal, er annar tveggja togara
sem ríkisstjórnin samdi um sl. haust
Særður haförn í
hjúkrun á Brjáns-
læk á Barðaströnd
Patreksfirði, 29. janúar
SÆRÐUR haförn sást á flugi ásamt tveimur öðrum örnum í
Vatnsfirði í gær. Átti örninn greinilega bágt með flug og
steyptist hann í sjóinn skömmu eftir að menn urðu arnanna
varir. Kalt var í veðri, 11 stiga frost, og hefði örninn varla orðið
eldri ef mönnunum hefði ekki tekist að hafa hann upp úr sjónum
og hlú að honum. Mennirnir sem til arnanna sáu og náðu þeim
sjúka eru Ragnar bóndi á Brjánslæk, bróðir hans og sonur.
Við nánari athugun kom í ljós
að örninn var með mikið, sár á
annarri síðunni, undir vængn-
um. Hringt var í héraðsdýra-
lækninn, Gunnar Má Gunnars-
son á Patreksfirði, og kom hann
inneftir og saumaði sárið
saman. Deyfði hann örninn, en
Ragnar bóndi hélt á honum á
meðan saumað var, og hreyfði
hann sig ekki á meðan gert var
að sárinu. Virtist sem eins
konar flipi hefði dottið upp úr
síðu arnarins, og sagði dýra-
læknirinn að óvíst væri hvort
hann greri við, og gæti þá orðið
nauðsynlegt að framkvæma á
honum skurðaðgerð.
Erninum virðist hins vegar
heilsast vel, þó hann hafi að vísu
enn ekkert etið, en hann er nú í
góðu yfirlæti hjá Ragnari bónda
á Brjánslæk. Haft hefur verið
samband við Náttúrufræði-
stofnun Háskólans út af málinu,
en væntanlega verður örninn
um sinn á Brjánslæk, og verður
þar útbúin handa honum stía í
fjárhúsi.
Talið er að hér sé um að ræða
fullvaxinn kvenfugl. Þegar fugl-
inn var háfaður úr sjónum og
fluttur að Brjánslæk sveimuðu
hinir tveir yfir og fylgdust með.
— Páll Ágústsson.
Ófærð og snjóar
veikja markaðina
Hluti afla Árna í Görðum skemmdist
og meðalverð því aðeins 195 krónur
ÁRNI í Görðum var eitt fjögurra
íslenzkra fiskiskipa, sem seldi afia
sinn erlendis í gær. Báturinn fékk
aðeins 195 krónur að meðaitali
fyrir hvert kíló, en uppistaðan í
aflanum var eigi að síður stórufsi
og þorskur. Ástæða þessarar slöku
sölu er sú að hluti aflans skemmdist
Austurlandsveg-
ur lokaðist þeg-
ar tengivagn valt
í Hofsbrekku
TENGIVAGN aftan í vöru-
flutningabifreið valt f gærkvöldi
milli Hofs og Faugurhóismýrar.
Ekki urðu slys á mönnum, en
vagninn og nót sem í honum var lá
á veginum og lokaði honum. í
gærkvöldi var ekki víst hvenær
unnt yrði að opna veginn á ný, en
vonast var til þess að það gæti orðið
í nótt eða nú í morgun að því er
lögreglan á Höfn tjáði Morgunblað-
inu í' gærkvöldi.
Brekkan, sem kölluð er
Hofs-brekka og er skammt fyrir
vestan Fagurhólsmýri, er allbrött, og
þar var talsverð hálka í gærkvöldi.
Snjór var ekki mikill á þessum
slóðum þegar óhappið varð, en þar
byrjaði að snjóa um klukkan 20 í
gærkvöldi. Er Morgunblaðið hafði
samband við lögregluna á Höfn í
gærkvöldi var verið að senda menn
með tæki á staðinn til þess að ná
nótinni og vagninum af veginum;
send var jarðýta, veghefill og krana-
bifreið.
Bifreiðin var sem fyrr segir á
leiðinni til Hafnar með nót er
óhappið gerðist, en að sögn lögregl-
unnar á Höfn er hún ekki frá Höfn,
heldur frá Akranesi eða Reykjavík.
á Ieiðinni og var því illseljanlegur.
Að auki hefur mikið snjóað í Bret-
landi og V Þýzkalandi að undan-
förnu og ófærðin gert alla dreifingu
mjög erfiða. í Bretlandi bætist svo
verkfall vöruflutningsbílstjóra
ofan á og markaðurinn er því
veikur.
Karlsefni seldi 211,5 tonn í Cux-
haven fyrir 54,8 milljónir króna,
meðalverð 260 krónur. Árni í Görð-
um seldi 59 tonn, sömuleiðis í
Cuxhaven, fyrir 11,5 milljónir,
meðalverð 195 krónur. Fylkir NK
seldi 49,4 tonn í Grimsby fyrir 17,3
milljónir, meðalverð 350 krónur.
Sævík seldi 60 tonn í Hull fyrir 21,8
milljónir króna, meðalverð 363 krón-
ur.
til að liðka um saltfisksölur þangað.
Hinn togarinn fer til nýstofnaðs
útgerðarfélags á Snæfellsnesi. Út-
vers. BÚR á að fá togarann afhentan
um mitt næsta ár.
Viðræður milli BÚR og viðskipta-
ráðuneytisins hafa staðið yfir að
undanförnu um skuttogarakaupin,
að sögn Björgvins Guðmundssonar,
stjórnarformanns BÚR. Hann sagði,
að ríkisstjórnin hefði heitið fjár-
magnsfyrirgreiðslu í þessu sam-
bandi. Þannig að BÚR fær heimild
til að greiða útborgunina, þ.e. 20% af
smíðaverði, með erlendum skamm-
tímalánum, sem síðan verða endur-
greidd við afhendingu skipsins.
Væntanlega verður hægt að ganga
frá kaupunum á næstunni.
Að sögn Björgvins standa fyrir
dyrum' viðræður við forráðamenn
Stálvíkur h.f. um smíði togara þar,
m.a. um afhendingartíma og fjár-
mögnun til smíðanna.
Samþykkt stjórnar BÚR verður
fljótlega lögð fyrir borgarráð og
borgarstjórn.
BÚR á nú 3 stóra skuttogara og
einn 400 tonna skuttogara.
Ekki hefur verið ákveðið, hvaða
togari verður seldur til að fjármagna
kaupin á þeim tveim nýju.
Horft niður Bröttugötu í snjómuggunni í Reykjavík eftir hádegið í
gær.
Loðna og loðnuhrogn fyrir
4 til 5 milljarða til Japans
SAMNINGAR haía tekist um sölu
loðnu og loðnuhrogna til Japans
fyrir 13 til 15 milljónir dolíara.
eða að andvirði 4 til 5 milljarða
íslenskra króna, að því er Hjalti
Einarsson tjáði Morgunblaðinu í
gær. Samningaviðræðurnar fóru
fram í Tókýó í Japan, og önnuð-
ust þeir Hjalti og Eyjólfur ísfeld
Eyjólfsson samningsgerð af
íslands hálfu.
Hér er um að ræða loðnu-
samning í tvennu lagi; annars
vegar er um að ræða loðnu sem
veidd er snemma á vertíðinni með
lágri hrognafyllingu, en Japanir
voru reiðubúnir til að taka slíka
loðnu nú vegna skorts á loðnu í
Japan. Að sögn Hjalta er vonast
til að unnt verði að frysta loðnu
upp í þennan hluta samningsins á
Austfjörðum fljótlega, en um er að
ræða 1500 tonn. — Hins vegar var
Meira en þrjátíu
árekstar urðu í
Reykjavík í gær
MILLI 30 og 40 árekstrar urðu í
Reykjavík í gær, flestir minnihátt-
ar og ekki cr vitað um meiðsli á
fólki.
Götur eru víða með hálkublettum,
og þegar tók að snjóa um miðjan
daginn í gær jókst hálkan auk þess
sem skyggni versnaði.
svo samningur um sölu á loðnu-
hrognum upp á 3400 tonn. Þessar
tölur geta þó eitthvað breyst, þar
sem Japanir eru kaupendur að
meiri loðnu að sögn Hjalta, en ekki
er ljóst hve mikið verður hægt að
selja þeim.
Hjalti sagði að gott verð hefði
fengist, og um talsverða hækkun
væri að ræða frá því í fyrra. Það
eru sjö fyrirtæki í Japan sem að
samkomulaginu standa, fjögur
kaupa loðnu og þrjú kaupa loðnu-
hrogn, jafnmörg og í fyrra.
Níu félagar í FÍM:
Lýsa stuðningi við ráðh-
ingu Þóru Kristjánsdóttur
NÍU myndlistarmenn og félags-
menn í FÍM hafa sent frá sér
eftirfarandi yfirlýsingu út af
deilum um ráðningu listráðu-
nauts að Kjarvalsstöðum:
Vegna átaka sem urðu á aðal-
fundi Félags íslenzkra myndlist-
armanna hinn 22. jan. sl. um
vinnubrögð við ráðningu list-
ráðunautar að Kjarvalsstöðum,
óskum við undirritaðir að taka
fram eftirfarandi:
Það er bjargföst skoðun okk-
ar, að eins og staðan er nú í
ágreiningsmálum samtaka
listamanna og hússtjórnar
Kjarvalsstaða, sé farsælast að
nota tímabil bráðabirgðasam-
komulagsins til rökræðna um
hagkvæmustu lausn á framtíð-
arstjórnun hússins.
Við álítum, að hér eigi einurð,
ásamt samningslipurð og rök-
festu, að sitja í öndvegi, enda
teljum við málstað listamanna
það góðan, að þrjóska ásarnt,
hótunum um andóf og bönn
verði einungis til þess að gera
farsæla lausn þessara mála erf-
iðari.
Menn f rá Reyð-
arf irði í hrakn-
ingum á sn jóbíl
Reyðarfirði, 29. janúar.
Á LAUGARDAGINN var vonskuveður hér á Reyðarfirði, og
hafði verið svo nær alla síðustu viku. Klukkan hálf tíu á
laugardagsmorgun lagði snjóbfll af stað frá Reyðarfirði með
tvo farþega sem ætluðu að ná flugvél á Egilsstöðum. Þegar
snjóbfllinn kom ekki fram á tilteknum tíma var haft samband
við björgunarsveitina á Egilsstöðum, og hún beðin um að
svipast um eftir honum.
fundu svo Egilsstaðamenn bílinn
fyrir ofan skriður. Níu til tíu
vindstig voru, og hafði snjóað inn
á vél bílsins svo hann hætti að
ganga, auk þess sem talstöð bílsins
hafði bilað, svo að mennirnir gátu
ekki látið vita af sér. Skyggni var
ekki nema um einn metri, þannig
að útilokað var að fara út úr
bílnum. Egilsstaðamönnum gekk
erfiðlega að komast leiðar sinnar
af þeim sökum, því að einn maður
þurfti sífellt að ganga á undan
nokkurra kílómetra leið. Snjóblás-
ari var sendur á móti mönnunum
frá Reyðarfirði, og var hann tvo
tíma á leiðinni sem aðeins er sjö
kílómetra löng.
Mönnunum í snjóbílnum varð
ekki meint af volkinu, en hressing
sem þeim var færð var vel þegin.
Þegar mennirnir stigu út úr snjó-
bílnum sukku þeir í fönn upp undir
hendur, svo mikið var fennfergið.
Mennirnir voru komnir heim til
sín um klukkan tíu um kvöldið.
— Gréta.
Er slysavarnarmenn komu að
slysavarnaskýlinu sem er 17 kíló-
metra frá Egilsstöðum höfðu þeir
ekki orðið varir við bílinn.
Var þá haft samband við
Reyðarfjörð, og björgunarsveitin
þar fór að taka sig til til leitar, en
þá var klukkan orðin sjö um
kvöldið. Áður en þeir lögðu af stað.
Þar er stjórn FÍM hefur lýst
yfir því áliti sínu, að frú Þóra
Kristjánsdóttir sé hæf til starfa
sem listráðunautur, álítum við
hana löglega ráðna.
Einar Ilákonarson,
Valtýr Pétursson,
Hrólfur Sigurðsson,
Einar Þorláksson,
Bragi Ásgeirsson,
Baltasar,
Sigurður Sigurðsson,
Kristján Davíðsson,
Hafsceinn Austmann.
Gert í Reykjavík 26. janúar 1979.
©
INNLENT