Morgunblaðið - 30.01.1979, Síða 7

Morgunblaðið - 30.01.1979, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 7 l- Flosi kom þar hvergi nærri Alpýðubladið (Vil- mundur Gylfason) fjallar í leíðara sl. laugardag um efnahagsmálatillögur Al- pýöubandalagsíns. Þar segir orðrétt: „Um tillögur Alpýðu- bandalagsins gegnir pví miöur nokkru ööru móli. Því hefur verið fleygt að höfundar tillagna AlÞýðu- bandalagsins séu Þeir Lúðvík Jósepsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Flosi Ólafsson. Þessu til stuðnings hefur verið sagt að peir Lúövík og Ólafur vilji láta taka sig alvarlega, en Flosi Ólafs- son hins vegar ekki. í tillögum Alpýðubanda- lagsins sé að finna rósir eins og pessar: Banka- kerfið á að sjá um „Að allur nauðsynlegur at- vinnurekstur geti fengið nægilegt rekstrarfé á við- ráðanlegum kjörum“l Síðan á aö gera tillögur til fjár. Og svona er hald- ið áfram endalaust. Kunnugir segja, að alvör- unnar menn eins og peir Lúðvík og Ólafur Ragnar I____________________ geti ekki verið að svona viðlíka dellu, en hins vegar væri Flosa Ólafssyni trúandi til Þess, pegar honum tekst bezt upp. Alpýöublaöiö vill mót- mæla pessari kenningu. Alpýðublaðið pykist hafa fyrir pví all öruggar heim- ildir, aö Flosi Ólafsson er að vísu stórskemmtilegur Lúðvík Jósepsson húmoristi, en gamni hans fylgir ævinlega nokkur alvara. Það er hins vegar ekki að sjá að tillögum Alpýóubandalagsins fylgi nokkur alvara að pví er tekur til verðbólgumála. AlÞýöubtaðið hafnar Því alfarið peirri kenningu að Flosi Ólafsson sé einn helzti höfundur efna- hagstillagna Alpýðu- bandalagsins." Frumstæö trúarbrögö eöa alvarleg umræöa Og AlÞýðublaðið held- ur áfram: „Efnahagstillögur Al- Þýöubandalagsins eru fremur í ætt við pá hag- fræði Lúðvíks Jóseps- sonar, sem hann boðaði fyrir síðustu Alpingis- kosningar, að vandi land- búnaðarins væri eigin- lega enginn. Vandamál offramleiðslu mætti leysa með Því að auka kaup- mátt launa, Þá fengi fólk meira ráðstöfunarfé og Ólafur Ragnar Grímsson keypti upp alla offram- leiðsluna. Þetta boðaði Lúðvík Jósefsson í fullri alvöru aö Því er virtist. Nú boðar hann, og hans hag- fræðilegi ráðunautur, að leysa vandamál bæði at- vinnureksturs og spari- fjáreigenda með Því að útvega öllum „nægilegt fé á viðráðanlegum kjör- um“, eins og peir orða Það. Og síðan á aö fram- kvæma allt Það sem allir biðja um og pá verða auðvitað allir ánægöirt Þegar betur er að gætt er náttúrulega öldungis og meö öllu óskiljanlegt að Þessi stefna skuli ekki hafa hlotið brautargengi níutíu af hundraði allra íslendinga fyrir löngu aíðan. Eða hvað getur verið að? Því miður eiga hug- myndir Alpýöubanda- lagsins enn sem komið er fremur skylt við frum- stæð trúarbrögð en al- varlega stjórnmálaum- ræðu. En pær eiga Þaö einnig sammerkt með frumstæðum trúarbrögð- um að í Þeim gætir nokk- urrar bjartsýni, Þegar til lengri tíma er litið. Það er Flosi Ólafsson auðvitaö ágætt. Þjóðin kemst aö vísu ekki langt á bjartsýninni eínní sam- an, en Þaö er auðvitaö ágætt að hafa hana með. AlÞýöublaöið ítrekar pá skoðun sína, að Flosi Ólafsson er ekki höfund- ur að efnahagsstefnu Al- Þýöubandalagsins. Höf- undar Þessa plaggs hafa meira aö segja hingað til ekki verið taldir gaman- samir menn. En kannske væri Það til nokkurra bóta fyrir Alpýðubanda- lagið, og alla vega fyrir Þjóðina, ef Flosi Ólafsson tæki að sér aö sjá um efnahagsmál Alpýðu- bandalagsins, en Þeir Lúðvík og Ólafur skiptust hins vegar á um að skrifa laugardagspistla fyrir Þjóðviljann? — VG.“ HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Stmi 21240 Solex blöndungar fyrirliggjandi í ýmsar geröir bifreiöa. Einnig blöökur í Zenith blöndunga. Útvegum blöndunga í flestar geröir Evrópskra bifreiöa. Hagstætt verö. Gamall og slitinn blöndungur sóar bensíni sá nýi er sparsamur og nýtinn. Nudd- og gufubaðstofa Óla Hamrahlíð 17 Konur - Karlar Nokkrir tímar lausir. Pantanir mánudaga til föstudaga kl. 8—19.00 og laugardaga kl. 8—2 í síma 22118. SÉRVERSLUN MEÐ SVÍNAKJÖT Heildsala — Smásala SÍLD & FISKUR Bergstaóastræti 37 sími 24447 Námskeið um þroskaheft börn verður haldið í Miöbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, og hefst mánudaginn 5. febrúar 1979. Innritun er daglega í símum 14106, og 12992 frá klukkan 14 til 22. Námskeiösgjald er 5.000 - krónur. Námskeið um þroskaheft börn febrúar—apríl 1979 Mánud. 5. febrúar: Höröur Bergsteinsson læknir: Súrefnisskortur hjá nýfæddum börnum. Afleiöingar/ meöferö. Mónud. 12. febrúar: Haukur Þóröarson yfirlæknir: Hreyfihömlun hjá börnum. Mónud. 19 febrúar: Höröur Þorleifsson augnlæknir: Sjóngailar er leiöa til þroskahömlunar. Margrét Sigurðardóttir blindrakennari: Kennsla blindra og sjónskertra. Mónud. 26. febrúar: Huldar Smári Ásmundsson sálfræöingur: Einhverf börn. Mónud. 5. mars: Ólafur Bjarnason læknir: Heyrnaskerðing hjá börnum. Guölaug Snorradóttir yfirkennari: kennsla heyrnaskertra. Mónud. 12. mars: Anna Þórarinsdóttir sjúkraþjálfi: Sjúkraþjálfun þroskaheftra barna. Mónud. 19. mars: Ólafur Höskuldsson tannlæknir: Tannvernd. Mónud. 26. mars: Ásta Sigurbjörnsdóttir fóstra: Leiktækjasöfn. Mónud. 2. apríl: Margrét Margeirsdóttir félagsráögjafi: Unglingsárin. Mónud. 9. apríl: Jón Sævar Alfonsson varaformaöur Þroska- hjálpar: Réttindi þroskaheftra, ný viðhorf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.