Morgunblaðið - 30.01.1979, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.01.1979, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 Vladimir Bukovsky: Fangi í fjóröa sinn — Lokagrein Fyrir sex árum var Vladimir Bukovsky dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, fimm ára fangabúöaþrælkunar og fimm ára útlegðar fyrir að „útbreiöa lygar og óhróöur“ um Sovétríkin í erlendum fjölmiðlum, eins og baö hét í dómnum — Þ.e. ffyrir að skýra erlendum fréttamönnum frá innilokun sovéskra andófsmanna á geöveikrahælum. En áður en Bukovsky lauk við að afplána refsingu sfna var hann látinn laus í skiptum fyrir pólitískan fanga í Chile og fluttur með valdi úr landi. í pessum kafla hinnar mögnuðu ævisögu sinnar — hinum priðja og síðasta sem Morgunblaðið birtir að sinni — lýsir hann pví hvað pólitískir fangar mega pola í sovéskum fangelsum 25 árum eftir dauða Stalins, og pá lausnarstund sinni og hugrenningum pá hann varð frjáls maöur. Kuldi, myrkur og stöðugur sultur Ég skipulagði nákvæmlega tíma minn í fangelsinu, gerði lestrar- áætlun, afréð hvaða bækur ég skyldi lesa og hvenær. I fangabúð- unum hafði ekkert færi gefizt til lestrar. í fangelsinu gegndi öðru máli. Mér þótti sýnt, að ég fengi aldrei inngöngu í annan haskóla en Vladimirfangelsi. Jafnvel þótt ég vrði ekki dæmdur aftur yrði ég ekki frjáls maður aftur fyrr en 1983. Þá yrði ég orðinn 41 árs, of gamall til að setjast á skólabekk hvort eð væri. Ég hafði yfirleitt til lítils að hlakka er ég -yrði látinn laus. Enda hlakkaði ég ekki til. Það gerðu nýgræðingar einir, þeir sem aldrei höfðu setið í fangelsi áður. Þeir töldu dagana og biðu þess með óþreyju að verða látnir lausir. Ég hafði hins vegar setið inni þrisvar áður og víssi hvað við tæki þegar út kæmi, og þótti það ekkert tilhlökkunarefni. Ég hafði alltaf verið kominn aftur í fangelsið innan árs frá því ég var látinn laus, og mér var ljóst að ég mundi aldrei ganga laus lengur. „Sakir“ mínar mundu endast ævilangt, þær voru þess eðlis, og ég yrði settur inn fyrir þær aftur og aftur. Því var það, að ég fór að skipuleggja tíma minn í fangelsinu og hugsaði ekki aðeins ár fram í tímann heldur allt til enda: tæpt ár í fangabúðum, fimm ár í útlegð, e.t.v. frjáls í ár, svo 10 ár í fangelsi og fimm í útlegð. Þá yrði ég orðinn 57 ára og hefði tíma til að afplána enn einn fangelsisdóm áður en ég dæi... ... Af þessu má ráða hvers vegna ég hlakkaði ekki svo mjög til þess að verða látinn laus og hvers vegna ég hirti ekki um að telja dagana þangað til... Missa vitið En það var líka önnur ástæða til þess að ég skipulagði tíma minn svo nákvæmlega og nýtti hverja lausa stund til lestrar og náms. Hún var sú, að ég hefði trúlega orðið vitlaus ella. Þeir sem ekki einbeittu sér að einhverju ákveðnu námsefni eða verkefni öðru áttu það á hættu að missa vitið alveg, eða ruglast a.m.k. í ríminu við og við. Þegar menn búa lengi í slíku fásinni sem þarna, við svo ömur- legar aðstæður — kulda og myrkur og stöðugan sult, hættir þeim til að sljóvgast og kemur jafnvel rutl á þá. ... Sulturinn þarna í fangelsinu var ekki sérlega sár; þetta var frekar jafn og stöðugur seyðingur, enda þjáðumst við af viðvarandi næringarskorti. Að nokkrum tíma liðnum var maður orðinn sultartil- finningunni svo vanur að maður minntist þess ekki nema endrum og eins af hverju hún stafaði. Einn góðan veðurdag settist maður svo niður á trébekk og fannst þá sem maður hefði setzt á einhverja ójöfnu — en þegar betur var að gáð kom á daginn, að maður var orðinn svona beinaber. A nóttunni velti maður sér og bylti, fór nokkrum sinnum á fætur og hristi dýnuna en ekkert dugði og loks rann upp fyrir manni að ekkert var undir dýnunni, maður var bara svona horaður orðinn að beinin stóðu út í húðina. Og maður varð að gæta þess að fara ekki of snarlega fram úr á morgnana: maður gat sem sé fengið aðsvif af af magnleysi... Verst af öllu er þó sú tilfinning,-að búið sé að svipta mann persónuleikanum; eða öllu heldur fletja hann, ef svo má að orði komast, strjúka hann renni- sléttan og hnökralausan með gríðarlegu straujárni; Þessi tilfinning leitar einkum á mann í steininum, sem ég gat um áður og mönnum er stungið í fyrir ýmiskonar agabrot í fangelsum og fangabúðum. í steininum fær maður ekkert til neins. Maður er aleinn, hann fær ekki að hafa hjá sér ritföng eða bækur. Honum er ekki hleypt út til að liðka sig, honum er ekki einu sinni hleypt í bað. Mat fær hann aðeins annan hvern dag. Á klefanum er einn gluggi — og alltaf fleki fyrir honum svo að aldrei sér út. Ein ljósapera er í klefanum — í dálitlu skoti alveg uppi undir lofti svo að rétt bregður daufum bjarma yfir lotið. Steinsylla gengur út úr einum veggnum og á að heita borð, önnur sylla kemur í stóls stað. Það er ekki hægur sess. Maður situr varla lengur en 10 mínútur í senn. Á kvöldin eru réttar inn nokkrar fjalir, og er það rúmið manns. Teppi eða skjólföt fær maður ekki. Uti í horni stendur fata, það er klósettið; í sumum klefum er þó bara smá-þró, opin, og má nærri geta hvernig þar verður inni þegar frá líður. Klefinn er viðbjóðslega skítugur og er því satt að segja ekki auðlýst. Veggirnir eru skreyttir blóðugum hráka úr berklasjúklingum, for- verum manns þarna. Það er þarna, í einangruninni í steininum, sem mönnum er hættast við uppgjöf; þarna er það sem menn fara að missa stjórn á sér, missa tökin og skilninginn á veruleikanum... Fyrstu dagarnir ... Fyrstu tvo eða þrjá dagana í steininum er maður að skríða um og þreifa sig áfram í klefanum. Maður þuklar hvern blett, krafsar niður í hverja glufu sem fyrir verður ef ske kynni að einhver hefði gleymt eða skilið eftir nokkur tóbakskorn eða sígarettu- stubb. Þegar maður er búinn að leita af sér allan grun er fátt fyrir stafni: það er helzt að stika klefann, fram og aftur, og er maður svo á gangi mestallan daginn. Á nóttunni reynir maður að festa blund. En manni verður ekki svefnsamt þarna. Manni er kalt og hann er svangur; hann blundar e.t.v. í stundarfjórðung en hrekkur svo upp, hendist á fætur og tekur til að hlaupa. Hann hleypur í hálftíma, þrjú korter, þá er honum farið að volgna aðeins og hann leggst aftur út af. Hann hniprar sig saman á brettinu sínu (það hafa menn aðeins á nóttinni; á daginn verður maður bara að leggjast á bert steingólfið) og mókir í korter' þar til kuldinn rekur hann aftur á fætur... ... Það rekur að því, að veru- leikaskyn manns sljóvgast. Líkam- inn stirðnar, hreyfingar allar verða líkt og vélrænar, enda verður maður því líkari vélmenni þeim mun lengra sem líður. Það er helzta tilhlökkunarefnið í þessari vist, að þrisvar á dag er manni fært heitt vatn að drekka. Því verður ekki með orðum lýst hver nautn það er að sötra þetta heita vatn, — það er líkast því sem maður þiðni rétt sem snöggvast innvortis og færist í mann líf og maður finnur til og lifir í tuttugu mínútur... Martröðinni lýkur Bukovsky átti eftir fimm mán- uöi í Vladimirfanyelsi ádur en hann yrði sendur aftur í þrælk- unarbúðir. Þetta var í desember. Það er þá eitt kvöldið að hann er sóttur í klefann, hann leiddur út i sendibíl oy ekið burt. Enyar.fékk hann skýrinyar oy vissi hann ekki nema ætti að skjóta hann. Það varð þó ekki, oy innan stundar var hann kominn um borð í fluyvél á herfluyvelli einum... Það er heldur óþægileg stelling að sitja með hendur festar á bak aftur. Handjárnin höfðu herzt að úlnliðum mínum og ollu mér nokkrum sársauka... Vörðurinn sem sat mér til hægri handar skemmti mér með sögum af flugi og flugvélum. Einkum varð honum tíðrætt um flugslys, hve þau væru algeng, og svo framvegis. .. Ég horfði út um gluggann yfir öxlina á öðrum verði. Af honum datt hvorki né draup. Mér varð hugsað hvort ég mundi kannski aldrei sjá Rússland framar. Mér var ekki með öllu ljóst.hvort gleðjast skyldi eða hryggjast. Yfirvöldin í föðurlandi mínu höfðu frá fyrstu tíð la(jt sig öll fram við það að „slétta* ^mér“, breyta mér; það var engu líirara en ríkisvaldið væri fyrst og fremst til þess arna. Þessi yfirvöld höfðu hrakið mig fangelsa á milli, þau höfðu sýnt frábæra hugkvæmni í kvalráðum. Nú var ég líkast til í þann veginn að komast undan þeim — en þá fann ég hvorki til beiskju né haturs þótt einkenni- legt megi virðast. Ég þóttist vita að minningarnar að heiman mundu vaka mér í huga hvert sem ég færi og hvar sem ég settist að. Og það er eðli minnis- ins, að þar bregður sjaldan eða aldrei skuggum ýfir; það geymir einungis bjartar minningar. Kannski hefði ég átt að vera dapur í hjarta. En hversu sem ég starði þarna yfir snæviþakið landið, ættland mitt, var mér ómögulegt að hryggjast. Grimmilegt stríð Kannski hefði ég þá átt að gleðjast? Fyllast sigurgleði? Ég og félagar mínir höfðum staðið í látlausu og grimmilegu stríði við ýfirvöld þessa lands árum saman, — fáeinir vopnlausir menn gegn Svipmynd frá Orel-fangelsi, um 200 mflur fyrir sunnan Moskvu. Um skeið voru aftökusveitir öryggislögreglunnar ötular í þessu illræmda fangelsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.