Morgunblaðið - 30.01.1979, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979
Könnun á stjómmála
í Menntaskólanum
Föstudaginn 29. sept. sl. gekkst Vísindafélag Framtíðar-
innar í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir könnun á
stjórnmálaskoðunum nemenda. Könnun þessi var allviða-
miki) og náði til allra sem sóttu skólann áðurnefndan dag.
Hún var gerð þannig að spurningalista með 10 krossa-
spurningum var dreift til nemenda. begar nemendur
höfðu svarað spurningunum voru þeir beðnir um að gefa
upp í hvaða bekk (3., 4., 5. eða G. bekk) og hvaða deild
(mála- cða stærðfræðideild) þeir væru. Með þessu móti
fengust athyglisverðar upplýsingar um skoðanir ýmissa
hópa nemenda. 597 úrlausnir komu til skila þegar frá
höfðu verið talin sýnilega ómarktæk og óútfyllt blöð.
Yfirleitt var svarað án útúrsnúninga.
Af ýmsum óviðráðanlegum orsökum, sem ekki verða
^ilgreindar hér, hefur dregist úr hömlu að birta niðurstöður
könnunarinnar. Hins vegar hefur mikil vinna verið lögð í
úrvinrislu hennar. Þykir okkur því rétt að birta niðurstöð-
urnar nú.
Aður en lengra er haldið er hyggilegt að líta á þátttöku
nemenda í könnuninni.
Þeir sem
Fjöldi svöruðu
nemenda könnuninni:
6. bekkur: 132 nem. 90 nem. eða 68,2%
5. bekkur: 159 nem. 130 nem. eða 81,8%
4. bekkur: 184 nem. 170 nem. eða 92,4%
3. bekkur: 246 nem. 207 nem. eða 84,2%
Samtals: 721 nem. 597 nem. eða 82,8%
Þetta atriði var einnig athugað frá annarri hlið:
Þeir sem
Fjöldi svöruðu
nemenda: könnuninni:
Máladeild: 163 nem. 122 nem. eða 74,8%
Stærðfrd.: 312 nem. 268 nem. eða 85,9%
Að þessum tölum fengnum liggur beinast við að líta á
spurningarnar í réttri röð.
1. spurning: Hefur þú myndað þér einhverjar stjórnmála-
skoðanir?
Niðurstöður:
Heildarniðurstaða varð:
Já: 492 nemendur eða 82,4%
Nei: 105 nemendur eða 17,6%
Ennfremur kemur í ljós við frekari athugun:
3. bekkur: 4. bekkur: 5. bekkur: 6. bekkur:
Já: 77,8% 80,6% 87,7% 88,9%
Nei: 22,2% 19,4% 12,3% 11,1%
2. spurning: (Beint framhald af fyrstu spurningu). Ef svo
er, telur þú þig.
(a) „Vinstrisinnaða(n)“, (b) „hægrisinnaða(n)“, (c) bil
beggja.
Niðurstöður:
Heildarniðurstaða varð:
176 nem. töldu sig vinstrisinnaða eða 36,8%
180 nem. töldu sig hægrisinnaða eða 37,7%
122 nem. töldu sig fara bil beggja eða 25,5%
Frekari skipting leiðir í ljós:
Vinstrisinnaðir: Hægrisinnaðir: Bil beggja:
3. bekkur: 28,6% 45,8% 25,6%
4. bekkur: 37,5% 36,0% 26,5%
5. bekkur: 38,7% 35,1% 26,2%
6. bekkur: 48,7% 26,3% 25,0%
Vinstrisinnaðir: Hægrisinnaðir: Bil beggja:
Máladeild: 40,2% 36,3% 23,5%
Stærðfrd.: 41,1% 32,4% 26,5%
Greinilegt er að afstaða eldri nemenda er allt önnur en
afstaða yngri nemenda. Yngri nemendur eru hægrisinnaðri
en hinir eldri (sjá mynd). Hins vegar helst „bil beggja"
nokkuð svipað í öllum árgöngum.
3. spurning: Hvert eftirfarandi hugmyndakerfa sættir þú
þig helst við? (a) Frjálst markaðskerfi, (b) jafnaðarstefnu,
(c) kommúnisma, (d) sósíalisma, (e) stjórnleysi, (f)
þjóðernisstefnu, (g) annað (nemendur völdu).
Niðurstöður:
Heildarniðurstaðan varð:
166 nem. sættu sig helst við frjálst markaðskerfi eða 37,1%
96 nem. sættu sig helst við jafnaðarstefnu eða 21,5%
28 nem. sættu sig helst við kommúnisma eða 6,3%
86 nem. sættu sig helst við sósíalisma eða 19,2%
19 nem. sættu sig helst við stjórnleysi
27 nem. sættu sig helst við þjóðernisstefnu
25 nem. sættu sig helst við ekkert ofangr.
Skipting milli bekkja:
eða 4,2%
eða 6,0%
eða 5,6%
(sjá mynd).
3. bekkur: 4. bekkur: 5. bekkur: 6. bckkur:
Frjálst markaðskerfi: 42,8% 37,1% 30,1% 36,5%
Jafnaðarstefna: 23,9% 19,7% 23,3% 17,6%
Kommúnismi: 5,8% 5,3% 5,8% 9,5%
Sósíalismi: 12,3% 22,0% 21,4% 24,3%
Stjórnleysi: 2,9% 3,8% 7,8% 2,7%
Þjóðernisstefna: 5,1% 6,8% 6,8% 5,4%
Annað: 7,2% 5,3% 4,8% 4,0%
Skipting milli deilda:
Máladeild: Stærðfræðideild:
Frjálst markaðskerfi: 32,6% 35,5%
Jafnðarstefna: 22,5% 19,6%
Kommúnismi: 6,7% 6,4%
Sósíalismi: 23,6% 21,8%
Stjórnleysi: 3,4% 5,4%
Þjóðernisstefna: 7,9% 5,9%
Annað: 3,4% 5,4%
Eftirtektarvert er hversu lítið fylgi kommúnismi hefur
en frjálst markaðskerfi mikið að sama skapi.
150 nemendur svöruðu þessari spurningu ekki. Þau voru
aðallega 3. bekkingar en margir þeirra virðast ekki hafa
gert sér fulla grein fyrir hugtökum þessum.
Flestir þeir sem merktu við g, sætti sig helst við einræði í
einni eða annarri mynd.
4. spurning: Ertu fylgjandi lækkuðum kosningaaldri?
Niðurstöður:
Heildarniðurstaða varð:
Já: 184 nem. eða32,l%
Nei: 316 nem. eða 55,2%
Óákveðnir: 73 nem. eða 12,7%
Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu:
Já: 36,8%
Nei: 63,2%
Frekari athugun leiðir í ljós:
3. bekkur 4. bekkur:
Já: 26,7% 38,6%
Nei: 58,9% 48,7%
Óákveðnir: 14,4% 12,7%
Já: Nei:
Máladeild: 39,7% 50,0%
Stærðfrd.: 32,9% 54,5%
5. bekkur: 6. bekkur:
30,2% 35,7%
55,8% 57,1%
14,0% 7,1%
Óákveðnir:
10,3%
12,6%
Mikið hefur verið rætt um lækkun kosningaaldurs að
undanförnu og er því vert að gefa niðurstöðum þessarar
spurningar nokkurn gaum. Oft hefur verið haldið fram að
ungt fólk væri fylgjandi lækkuðum kosningaaldri en
niðurstöður benda ekki til að það eigi við um nemendur
Menntaskólans í Reykjavík.
5. spurning: Hefðir þú haft kosningarétt við síðustu
alþingiskosningar, hvaða stjórnmálasamtök hefðir þú þá
kosið?
(a) Alþýðubandalagið (G-lista), (b) Alþýðuflokkinn
(A-lista), (c) engin, (d) Framsóknarflokkinn (B-lista), (e)
Fylkinguna (R-lista), (f) Kommúnistaflokkinn (K-lista), (g)
Samtök frjálslyndra og vinstrimanna (F-lista), (h) Sjálf-
stæðisflokkinn (D-lista), (i) Stjórnmálaflokkinn (S-lista).
Niðurstöður:
Heildarniðurstaða varð:
121 nem. hefði stutt A-lista eða 22,0%
15 nem. hefðu stutt B-lista eða 2,7%
150 nem. hefðu stutt D-lista eða 27,3%
4 nem. hefðu stutt F-lista eða 0,7%
128 nem. hefðu stutt G-lista eða 23,3%
2 nem. hefðu stutt K-lista eða 0,4%
9 nem. hefðu stutt R-lista eða 1,6%
5 nem. hefðu stutt S-lista eða 0,9%
115 nem. hefðu ekki kosið eða 21,0%
Ef flokkarnir eru eingöngu teknir:
A-listi: 27,9% D-listi: 34,6% G-listi: 29,5% R-listi: 2,1%
B-listi: 3,4% F-listi: 0,9% K-listi: 0,5% S-listi: 1,1%
(sjá mynd)
Eru með kýr fyrir
heimilið — ekki ann-
ar búskapur í vetur
— Spjallað við Stefán Hall-
dórsson á Brú í Jökuldal
— ÞETTA er nú heldur lítill
búskapur hjá okkur og róleg-
heit yfir öllu, sagði Stefán
Halldórsson á Brú í Jökuldal er
Morgunblaðsmenn slógu á
þráðinn til hans í gærmorgun.
Ailt fé á bæjunum tveimur á
Brú var skorið niður í haust
vegna riðuveiki og verður fjár-
iaust á hæjunum þennan vetur
og þann næsta. Frá Brú var
siátrað á milli 7 — 800 fjár
síðastliðið haust.
— Hjá okkur er engin kind í
húsunum, sem standa auð, sagði
Stefán. —Við erum með kýr til
nota fyrir heimilið og nokkra
kálfa að auki. Um annan búskap
er ekki að ræða hér í vetur.
Langt er að fara til að stunda
aðra vinnu svo það er heldur
lítið um að vera hjá okkur. Það
væri frekar að menn fengju sér
einhverja vinnu þegar fer að
vora og næsta sumar og ég tel
víst að svo verði.
Aðspurður um bætur vegna
niðurskurðarins sagði Stefán, að
næsta haust fengju þeir afurða-
tjónsbætur, 75% af lambs-
verðinu , eins og það var síðasta
haust. Til að kaupa nýjan stofn
haustið 1980 fá þeir ekki fjár-
magn frá hinu opinbera heldur
eiga þeir að nota það fé sem
fékkst fyrir féð, sem skorið var
niður í haust í fjárkaupin. Sagði
Stefán að það fé hrykki skammt
til að koma upp nýjum stofni,
verðbólga og verðhækkanir
hefðu þar sín áhrif, en ekki
kæmu sérstakar bætur fyrir
ærnar, sem slátrað var í haust.
Stefán sagði að færð hefði
verið einstök í Jökuldalnum í
vetur og bílfært væri um
héraðið. Þá þykja það merk
tíðindi eystra að enn hefur ekki
þurft að moka vegi vegna snjóa á
vetrinum.
Leiðrétting
í FRÉTT á viðskiptasíðu Mbl.
síðastliðinn laugardag um út-
flutning á kindakjöti er prent-
villa og talan 100 hefur fyrir
mistök orðið 1000. Það er í 5ta
dálki á bls. 34, sem setning hefur
brenglast og rétt er málsgreinin
svohljóðandi: „Það varð á endan-
um fyrir milligöngu Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins, að
100 tonn fengust hjá S.S. svo
hægt væri að selja nýja kaup-
andanum í Danmörku, því S.Í.S.
neitaði að selja honum.“
JASÍMINN ER:
22480