Morgunblaðið - 30.01.1979, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.01.1979, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 17 áróðursherferðir hafa meðal al- mennings, — áróður sem hvergi gæti hafa verið skipulagður nema í Moskvu og þjónar ekki öðrum hagsmunum en heimskommún- ismanum. Skoðum til að mynda hversu margir einlægir mannúðarsinnar hafa látið glepjast af áróðrinum gegn nevtrónuvopnum og hversu margir einlægir umhverfisvernd- armenn, þar á meðal virtir vís- indamenn, hafa fallið fyrir áróðr- inum gegn byggingu kjarnorku- vera. Nú er haft á orði að sala á Harrier-þotunum til Kína hafi verið frestað um skeið vegna andstöðu vinstri sinnaðra ráð- herra í ríkisstjórninni. Hikandi forysta Bandaríkjanna En ætli einhver trúi því í alvöru að Moskvu-stjórninni stafi ógn af stjórninni í Peking? Því miður óttast ég að hikandi forysta Bandaríkjanna, sem hefur ekki gert sér grein fyrir hinu raunverulega eðli þeirrar hættu sem af kommúnismanum stafar, eigi mikla sök á því hvernig komið er. Stjórnin í Kreml hefur ekki frekar áhuga á að koma af stað þriðju heimsstyrjöldinni en þjóð- arleiðtogar í Lundúnum, Bonn, París eða Washington. En valdhafarnir í Kreml hafa einsett sér að ráða mestu í veröldinni með því að sýna með ótvíræðum hætti yfirburði sína, og í því sambandi ætla þeir hinum gífurlega herafla sínum mikíð hlutverk. Með hervaldinu ætla þeir að færa sér í nyt veikleika andstæðingsins, ekki sízt á Vestur- löndum þar sem ringulreið er ríkjandi um þessar mundir. Sama ringulreiðin ríkir í ríkjum, sem eru vinveitt ‘vestrænum ríkjum. Hinn vestræni heimur er hvar- vetna í vörn, og óvinveitt ríki eru staðráðin í að færa sér í nyt til hins ýtrasta það sem þau telja vera annmarka eða mótsagnir í kapítalískri hugmyndafræði. Framsýni Það lóð, sem Bretar hafa til að leggja á vogarskálarnar nú er ólíkt léttara en það var þegar gengið var frá samningi um bann við kjarnorkutilraunum í andrúms- loftinu árið 1963. Samt getum við enn haft áhrif ef við höfum skarpskyggni til að sjá fram á veg og láta til okkar taka með sama hætti og var í stjórnartíð Attlees eða Macmillans. Getum við öðlazt slíka framsýni og beitt henni til að hafa áhrif á nágranna okkar í Evrópu og bandamenn vestanhafs, og um- fram allt til að höfða til betri vitundar okkar eigin fólks, þótt óstýrilátt sé? Kannski kosningaár sé ekki líklegt til að leiða til kraftaverka, en stundum gerast kraftaverk. Ég óska mér þess að á árinu 1979 megi rödd okkar á ný hljóma hátt og snjallt á alþjóðavettvangi og tala fyrir frelsi, heilbrigðri skynsemi og friði. Vance ræðir við fulltrúa Peking-stjórnarinnar í Washing- ton, Chai Tse-min, í bandaríska utanríkisráðuneytinu. lengra og segir, að hann hafi ekki orðið utanríkisráðherra til þess eins að endurvekja hinar harðvítugu deilur hins gamla „kalda stríðs" Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og mundi „segja af sér á rnorgun" ef hann héldi að þróunin stefndi í þessa átt. Vance heldur því þess vegna fram, þegar hann hðrfir fram á við til ársins sem er nýhafið, að koma þurfi til leiðar nokkru jafnvægi í samskiptum stjórnar- innar í Washington við bæði Sovétríkin og Kína. Hann vill fá annan samninginn við stjórnina í Moskvu um takmörkun kjarn- orkuvopna undirritaðan og síðan staðfestan í öldungadeildinni. Og sér í lagi vill hann að Brezhnev forseti komi til Banda- ríkjanna, ekki aðeins til þess að undirrita þann samning, heldur til þess að ræða við Carter forseta, áður en það verður um seinan, um ástæðurnar fyrir því að kjarnorkustórveldin tvö geta ekki komið sér saman um að halda friðinn. Carter hefur reynt að vekja máls á þessu í einkaorðsending- um til Brezhnevs. Af hverju greinir Washington og Moskvu á um íran, Kambódíu, Miðaustur- lönd og sunnanverða Afríku? Getum við ekki, spyr hann, að minnsta kosti talað um þessi mál? Vance utanríkisráðherra sáttasemjarinn, hefur hamrað á þessu. Skoðun hans er sú, að hvað sem Bandaríkjamenn geri í Kúbu eða í Namibíu eða jafnvel í Kína geti það ekki skipt meira máli en tilraunir til að setja niður ágreining risaveldanna tveggja, sem gætu sprengt heim- inn í loft upp. Suðurlandsmót í sveitakeppni Helgina 20.—21. janúar var haldið Suðurlandsmót í sveita- keppni. Mótið var haldið við góðar aðstæður og var keppnis- stjóri Sigurjón Tryggvason. Sveit Halldórs Magnússonar frá Selfossi bar sigur úr býtum og hlaut sveitin 132 stig af 140 mögulegum sem er mjög glæsi- legur árangur. Ásamt Halldóri voru í sveitinni Haraldur Gests- son, Sigfús Þórðarson og Vil- hjálmur Pálsson. Önnur varð sveit Jónasar Magnússonar með 120 stig, en ásamt honum eru í sveitinni Sigurður Sighvatsson, Kristján Jónsson, Kristmann Guðmunds- son og Þórður Sigurðsson. I þriðja sæti varð sveit Pálma Lorenz með 90 stig og sveit Gunnars Þórðarsonar fjórða með 86 stigi (Frétt frí Bridgesambandi Suðurlands.) Suðurlandsmót í tvímenningi Nýlega var spilað Suður- landsmót í tvímenningi í Vest- mannaeyjum. Mótið var spilað með barometerfyrirkomulagi í fyrsta skipti og kom Sigurjón Tryggvason frá Reykjavík og setti mótið upp og stjórnaði því. Vegna samgönguerfiðleika var þátttaka aðeins 14 pör. Úrslit urðu þessi: Kristmann Guðmundsson — Þprður Sigurðsson 110 Halldór Magnússon — Haraldur Gestsson 58 Brldge Umsjón. ARNÓR RAGNARSSON Gunnlaugur Karlsson — Guðmundur Sigursteins. 58 Jón Hauksson — Pálmi Lorenz 38 Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Pálsson 22 Meðalárangur 0. (Frétt frá Bridgesambandi Suðurlands). Frá Meistara- , stiganefnd B'S.I. Nefndinni barst ánægjuleg sending frá Bridgefélagi ísa- fjarðar á dögunum. Stigaritari félagsins, Einar Valur Kristjánsson, sendi útgefna stigamiða fyrir keppnir félags- ins frá síðustu skráningu ásamt tilheyrandi skráningar- seðlum, fimmtán talsins. Við skráningu þessa náðu 10 aðilar laufnálinni, sem veitt er fyrir fyrstu 200 bronsstigin: Ása Loftsdóttir; Birgir Valdi- marsson; Eyþór Björgvinsson; Hjörtur ■* Júlíusson; Jónas Björnsson; Ólafur Rósinkrans- son; Páll Áskelsson; Steinn Guðmundsson; Viggó Nordquist og Þórður Einarsson. Alls á félagið nú orðið 16 félagsmeistara, sem sé minnst 200 bronsstig, og þar af hafa 9 náð stjörnu að auki, sem þýðir 500 bronsstig. En stigahæstur félagsmanna er Einar Valur Kristjánsson með 13 meistara- stig (1300 bronsstig) én næstur honum er Einar Árnason með 10 meistarastig, en fyrir þessa skráningu voru þeir jafnir með 4 meistarastig hvor. Bridgefélag Kópavogs Þriðja umferð sveitakeppn- innar varspiluð sl. fimmtudag. Úrslit: Sveit Ármanns vann s. Friðriks B. 20-0 Sigríðar vann s. Gumundar 12-8 Vilhjálms vann s. Kristmundar 20—0 Gríms vann s. Böðvars 20—0 Sævins vann s. Árna 20—0 Sigurðar vann Sigrúmr 13—7 Staðan eftir þrjár umferðir er þá þessi: Sveit Ármanns Lárussonar 60 Sveit Sævins Bjarnasonar 49 Sveit Gríms Thorarensens 46 Fjórða umferð verður spiluð á fimmtudaginn. ráóist.. gcg n ryói Þó aó bíll hafi verió vel ryóvarinn sem nýr, þá er þaó ekki nægilegt. Bíl veróuraó endurryóverja meó reglu- legu millibili, ef ekki á illa aó fara Góó ryðvörn er ein besta og ódýrasta trygging sem hver bileigandi getur haft til þess aó vióhalda góóu útliti og háu endursöluverói bilsins Þú ættir aó slá á þráöinn eóa koma og við munum - að sjálfsögu - veita þér allar þær upplýsingar sem þú óskar eftir varó- andi ryóvörnina og þá ábyrgó sem henni fylgir Ryóvarnarskálinn Sigtuniö — Simi 19400 — Posthólf 220

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.