Morgunblaðið - 30.01.1979, Side 18

Morgunblaðið - 30.01.1979, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 / Birgir Isl. Gunnarsson: Enn um skattaæði rikisstjómarinnar Hér í blaðinu s.l. laugardag birtist fyrri hluti yfirlits yfir þá auknu skatta, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir að lagðir verði á landsmenn á þessu ári. Var þar fyrst og fremst fjallað um þær hækkanir, sem sam- þykktar hafa verið á tekju og eignasköttum. I þessari grein verða aðrir skattar gerðir að umtalsefni. Sérstakur skattur á skrifstofu- og verzlunar húsnæði. Hér er um að ræða sérstakan skatt, sem eigendum skrifstofu- og verzlunarhúsnæðis ber að greiða á árinu 1979. Skatturinn reiknast af fasteignamatsverði þeirra eigna eins og það var í árslok 1978 ásamt fasteigna- matsverði lóðar, þó að um leigu- lóð sé að ræða. Skal þessi sér- staki eignaskattur nema 1.4% af matsverði. Er áætlað að tekjur ríkissjóðs af þessum skatti muni nema 550 millj. kr. á árinu. Nýbyggingar- gjald. Lagt er á svonefnt nýbygg- ingargjald og er það lagt á öll mannvirki, sem byggingarleyfi er gefið út fyrir eftir 15. janúar á þessu ári. Undanþegið gjald- skyldu er þó íbúðarhúsnæði svo og ýmsar opinberar stofnanir eins og skólar, sjúkrahús, barnaheimili o.fl. Gjaldstofn nýbyggingargjalds er áætlaður byggingarkostnaður mannvirkis og skal gjaldið vera 2% af gjaldstofni. Hagstofa íslands skal gefa út skrá um áætlaðan byggingarkostnað pr. rúmmeter og skal sú skrá notuð til viðmiðunar um skattheimtuna. Hagstofan hefur þegar gefið út skrá, sem gilda skal til 30. júní n. k. og má nefna sem dæmi að gjaldstofn skrifstofu- og verzlunarhúsnæðis skal vera kr. 40.000 á rúmmeter og iðnaðar- húsnæðis kr. 20.000.- Fyrir fjós kr. 16.000, fyrir hesthús, svína- hús eða alifuglahús kr. 15.000.- o. s.frv. Gjald þetta skal greiða að fullu áður en byggingarleyfi er gefið út eða áður en byggingar- framkvæmdir hefjast, ef mann- virki er ekki háð byggingarleyfi. Sveitastjórn er ábyrg fyrir greiðslu gjalds, ef byggingar- leyfi er gefið út áður en gjaldið er greitt. Innheimtumenn ríkis- sjóðs leggja á og innheimta gjaldið, í Reykjavík er það tollstjórinn. Áætlað er að gjaldið gefi 300 millj. kr. tekjur í ríkissjóð 1979. Vörugjald Um nokkurt árabil hefur ver- ið innheimt sérstakt vörugjald af ýmsum vörum. Þegar núver- andi ríkisstjórn tók við, var gjald þetta 16%. Með bráða- birgðalögunum frá því í septem- ber s.I. voru allmargar vöru- tegundir teknar út úr og gjald á þeim hækkað í 30%. Nú er enn höggvið í þennan knérunn og gjaldið á vörunum, sem eftir voru í lægri flokknum er hækk- að í 18%. Verðjöfnunar- gjald af raforku Svonefnt verðjöfnunargjald hefur um nokkurt árabil verið lagt á alla raforku, sem hinar ýmsu rafveitur selja til neyt- enda. Gjald þetta hefur numið 13% og hefur þessum skatti verið varið til að bæta fjárhag Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða. Fyrir ára- mót lagði ríkisstjórnin fram frumvarp á Alþingi um hækkun þessa gjalds í 19%. Þessi aukna skattheimta á raforku sætti mikilli andstöðu á þingi og því var afgreiðslu þess frestað, þeg- ar Alþingi fór í jólaleyfi. Enginn vafi er á því að áhugi er á því að taka mál þetta upp að nýju og reynir þá á viljastyrk þing- Birgir ís. Gunnarsson manna í málinu. Þessi aukning myndi gefa 700 millj. kr. í viðbótartekjur. Skattheimtan óhófleg Ég hef nú í tveimur greinum birt yfirlit yfir þær helztu skattálögur, sem ríkisstjórn hefur lagt á landsmenn. Þegar teknar eru með þær skatta- hækkanir, sem vinstri meiri- hlutinn í borgarstjórn hefur ákveðið að leggja á borgarbúa, er ljóst að skattheimta hér á landi er komin út yfir öll hófleg mörk. Á „Beinni línu“ fyrir nokkru reyndi fjármálaráðherra að af- saka þessar skattálögur með því að halda því fram, að enn væru Norðurlönd á undan okkur í skattheimtu. Ég hef ekki sannreynt tölur hans, en bendi á að samanburður við þau lönd er hæpinn. Samanburður við Norður- lönd hæpinn í fyrsta lagi er þar mun meira af hátekjufólki eða stóreigna- mönnum en hér. Þótt sýna megi fram á, að miklar hátekjur á Norðurlöndum, lendi í hærri skattflokki en 70% flokknum hér, er ekki hægt að bera það saman við þá skattgreiðendur, sem hér borga hæstu skatta. Hér lendir fjöldinn allur af sjómönnum, iðnaðarmönnum og öðru dugnaðar fólki í hæsta skattþrepi og það fólk verður ekki borið saman við tiltölulega fámennan hóp stóreigna- og hátekjufólks á Norðurlöndum. í öðru lagi er rétt að benda á, að Norðurlönd eru engan veginn til fyrirmyndar um skatt- heimtu. Skattabyrðin þar er orðin svo gífurleg, að fólkið er að rísa upp gegn skatta- postulunum. Hið mikla fylgi Glistrups í Danmörku eru mót- mæli gegn skattáþján þar og tap Verkamannaflokksins í Svíþjóð verður að miklu leyti rakið til of mikillar skattbyrði, sem Svíar eru nú byrjaðir að fikra sig út úr. Stefna Sjálf- stæðisflokksins Sú mikla skattaalda, sem nú gengur hér yfir, verður ekki skýrð með því að til séu ein- hverjar þjóðir, sem greiði hærri skatta. Það hlýtur að verða verkefni Sjálfstæðisflokksins að vinda ofan af skattastefnu núverandi ríkisstjórnar og Sjálfstæðismenn munu hafa það eitt af sínum meginstefnumál- um að lækka skatta á lands- mönnum. Þegar Markús fékk mál Athugasemd frá Páli Bergþórssyni Markús Á. Einarsson deildar- stjóri veðurdeildar sendi öllum helstu blöðum landsins langa grein um veðurspár til birtingar 23. janúar sl. og beinir þar máli sínu til mín. Loksins eftir mörg ár hefur hann þannig rofið þögn um mál, sem hann hlýtur að teljast bera mikla ábyrgð á, og er út af fyrir sig merkilegt, að hann hefur fengið málið, þótt mikið þyrfti til. Ég mun nú taka fyrir helstu atriðin í grein hans og svara þeim. Tilefni umræðnanna Markús telur það rangt af mér, ósmekklegt og ómaklegt, að benda á það í sambandi við sjóslys á Axar- firði þ. 15. janúar, að veðurfræðingar þyrftu nýjan veðurfregnatíma til þess að geta notfært í spám at- huganir kl. 12 á hádegi. Þessi at- hugasemd hans fellur þó um sjálfa sig í hans eigin grein, því að rétt á eftir viðurkennir hann að veður- fregnatímann kl. 12.25 þyrfti að færa til kl. 12.50, en kennir framkvæmda- stjóra hljóðvarps um að þetta hafi ekki tekist. í þessu sambandi má spyrja, hvort reynt hafi verið að finna þann milliveg að lesa veður- fregnir kl. 12.25 í fréttaskyni, en nýjum tíma yrði bætt við öryggis vegna k). 13.30. Auk þess má benda fyrrverandi varamanni í útvarps- ráði, MÁE, á það, að um þessi efni hefur útvarpsráð síðasta orðið. Önnur hlið á málinu er svo sú, hvort einhverju hefði verið hægt að bjarga með heppilegum veðurfregna- tíma eftir hádegi 15. janúar. Markús staðhæfir, að svo hafi ekki verið, og má vera að svo sé. Þarna ber honum þó ekki saman við Hlyn Sigtryggsson veðurstofustjóra, sem setur fram skoðun sína á þessu í viðtali við Morgunblaðið þ. 18. janúar, á nokkuð svipaðan hátt og ég gerði í sjónvarp- inu þ. 16. janúar. Þetta ræður þó ekki úrslitum um, hvaða lærdóma beri að draga af atburðunum 15. janúar um veðurfregnatíma. Að láta gömlu spána flakka Næst reynir MÁE að hrekja gamlar röksemdir mínar fyrir því, að fleiri veðurfregnatímum þyrfti að seinka, og segir að þetta væri hrein öfugþróun, sem leiddi til þess, að nýjar spár kæmu seinna en nú er. Við þessu er besta svarið að sýna eftirfarandi tölur um það, hversu marga daga á sl. ári ný veðurspá var samin á þessum ýmsu tímum, hve oft spánni var breytt að hluta og svo hvað oft gamla spáin var látin flakka áfram. Páll Bergþórsson Veður- Undirbúnings- fregna- tími veður- tfmi fræðings 01,00 1 klst. 0 mín. 04,30 1 klst. 30 mín. 07,00 Veðurfræðingur ekki á vakt 08,15 Veðurfr. kemur 07,30 á vakt 10,10 1 klst. 10 mín. 12,25 25 min. 16,15 1 klst. 15 mín. 18,45 45 min. 22,30 1 klst. 30 mín. Hér þarf tæpast frekari vitna við. í hvert sinn sem undirbúningstími veðurfræðings fer niður fyrir 1 klst. og 10 mínútur stórfjölgar þeim tilfellum, að gamla spáin sé notuð, oftast óbreytt, en stöku sinnum lagfærð, augljósar villur þurrkaðar út. Málalengingar Markúsar um að allt sé hér í góðu lagi nema klukkan 12.25, eru því tilraun að villa um fyrir þeim, sem þekkja ekki til daglegra starfa og vinnuaðstöðu á Veðurstofunni. Þá fullyrðir hann, að það sé vitað, að fyrir tillögum mínum um breytingar á veðurfregnatíma sé enginn hljómgrunnur, og því hafi Veðurstofan ekki svarað þeim. Út af fyrir sig er reyndar óforsvaranlegt að láta það ráða undirtektum sínum, hvort tillögur eiga vinsældum að fagna, heldur á hlutlægt mat á þeim að ráða. En þessi staðhæfing bendir til, að MÁE hafi ekki kynnt sér, hverju fulltrúar sjómanna hafa komið á framfæri um þetta efni við veðurstofustjóra, forsætisráðherra og aðra ráðherra, sem málið snertir. Því síður virðist hann sjálfur hafa leitað til þessara ábyrgu fulltrúa sjómanna, svo sem stjórnar Far- manna- og fiskimannasambandsins, til þess að fræðast um afstöðu þeirra. Hitt er líka hugsanlegt að hann viti betur en hann lætur, en ekki bætir það málstaðinn. Nýspá Gömul spá Gömul spá samln lagfærð óbreytt -dagar- -dagar- -dagar- 10 41 314 346 3 16 0 1 364 117 44 204 350 8 7 0 40 325 362 1 2 6 64 295 364 0 1 Bannaða stormaðvörunin Ég verð víst að eyða nokkrum orðum að furðuskrifum MÁE um stormaðvörunina, sem ég ætlaði að senda út, ef þörf krefði, eftir kl. 13.15 þ. 1. maí 1976, en hann tilkynnti mér í síma, að ekki væri þörf á. Hann dróttar því að mér, að ég hafi ekki gert þetta til þess að gegna skyldum mínum, heldur til þess að mótmæla því, að þann dag var farið að lesa veðurfregnir beint frá veðurstofu, að tillögu útvarpsins. Þetta er reyndar svo mikið öfugmæli, að ég taldi, að þennan hátt hefði átt að taka upp miklu fyrr og það að frumkvæði Veðurstofunnar, því að með þessu vinnum við nokkrar mínútur til að semja spána. En jafnvel þótt þessar getsakir hefðu haft við sterk rök að styðjast, gátu þær ekki réttlætt, að ekki yrði lagt hlutlægt mat á rétt minn til að meta, hvort þörf væri á stormaðvörun. Athyglisverðust þykir mér þó sú afstaða, sem MÁE lætur í ljósi um vandvirkni í undirbúningi veðurspár. Ég taldi mig ekki hafa fengið nægi- lega ljósar fregnir um þróun veðurs á Vestfjarðamiðum, þegar ég þurfti að senda frá mér spána kl. 10.10, ætlaði því að reyna að afla betri vitneskju með beinu sambandi við skip, sem kynnu að vera þar, um leið og veðurathuganir yrðu gerðar kl. 12. Þessa ætlun mína má ráða af vott- orði aðstoðarmanns, sem MÁE birtir með grein sinni. En það verða veðrabrigði víðar en á Halanum, og því var mikilvægt að nota um leið allan þann fjölda athugana, sem byrjaði að streyma inn á sama tíma. Slíkt yfirlit gat gert mér kleift að ákveða, hvort stormur mundi ná til fleiri miða, einkum gat ráðið miklu, hver þróun loftþrýstings yrði. Þess vegna þurfti ég hæfilegan undir- búningstima, svo sem 1 klst. og 15 mínútur. En hvað hefði Markús gert? Hann segir í grein sinni, að ég hefði átt að breyta spánni fyrir kl. 12.25, þegar upplýsingarnar lágu fyrir, en með því á hann við þetta eina skeyti sem ég útvegaði kl. 12. Allar samtímis upplýsingar átti ég sem sagt að láta bíða til með- höndlunar fyrir spána kl. 16.15, manni dettur hér í hug mottóið: Það gerir ekkert til, það gerir ekkert til, hún kemur um miðaftansbil. MÁE ætti að gera sér grein fyrir hvað það er mikill ábyrgðarhluti að hvetja til óvandaðra vinnubragða, ekki síst ef beitt er valdi til að koma fram þeim vilja. Hvað skal gert? Ýmsir hafa komið að máli við mig og undrast framkomu MÁE í þessum umræðum, viðleitni hans að kæfa réttmætar endurbótatillögur og hindra jafnvel starfsmenn í skyldu- störfum. Þeir hafa bent á að hægt sé að veita mönnum lausn frá starfi fyrir slík glöp. Rétt má það vera, en meginatriði er þó ekki að klekkt sé á einstökum mönnum fyrir vanrækslu eða fyrir að gerast offari í starfi, heldur hitt að búa svo um hnúta, að úr misferli verði bætt. Ég vona að viðkomandi yfirvöld hafi þetta að leiðarljósi í aðgerðum sínum. Páll Bergþórsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.