Morgunblaðið - 30.01.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979
23
Valsmenn sigruðu
eftir spennandi leik
LEIKS Vals og KR í úrvalsdeildinni í körfubolta sem fram fór í
Hagaskólanum í fyrrakvöld verður að öllum líkindum ekki minnst
sem vel leikins leiks. Á hinn bóginn var spennan í leiknum trúlega
eins og hún verður mest í íþróttum. Valsmenn unnu þennan afar
spennandi leik með 80 stigum gegn 77, en staðan í hálfleik var 42—37,
Valsmönnum í hag.
Það sem öðru fremur einkenndi upphafsmínútur leiksins var mikil
taugaspenna leikmanna beggja liða, mistök tíð og hittni afleit fram
eftir öllum fyrri hálfleiknum. Valsmenn voru þó öllu ákveðnari,
einkanlega þó í vörninni þar sem þeir börðust eins og ljón allan
leikinn og gáfu KR-ingum aldrei frið. Leikurinn var þó mjög jafn
allan hálfleikinn og staðan í hálfleik eins og áður segir 42—37 fyrir
Val.
í upphafi síðari hálfleiks juku
Valsmenn heldur forskotið, en
aldrei hleyptu KR-ingarnir þeim
þó langt frá sér: sóttu raunar í sig
veðrið og þegar um fimm mínútur
voru til leiksloka náðu þeir foryst-
unni. En það reyndist skammgóð-
ur vermir því Valsmenn voru
sannast sagna mun ákveðnari á
lokasprettinum og KR-ingar að
auki mjög mistækir.
Körfuknattlelkur
Tim Dwyer átti afburðagóðan
leik á sunnudaginn, var nánast
einráður undir báðum körfunum
og réð John Hudson ekkert við
hann í fráköstunum. Að auki hitti
hann ágætlega og dreif liðsmenn
sína áfram ef með þurfti og róaði
spilið þegar þess var þörf. Rík-
harður Hrafnkelsson átti einnig
mjög góðan leik að þessu sinni og
hefur í síðustu tveimur leikjum
sínum sýnt hvers hann er megnug-
ur ef hann lætur ekki skapið
hlaupa með sig í gönur. Kristján
Ágústsson var einnig góður og
raunar átti allt Valsliðið góðan
leik sérstaklega þó í vörninni.
Hirtu Valsmenn mikið af fráköst-
um undir körfu KR-inga og gekk
KR-ingum afar illa að halda þeim
frá körfunni.
Ekki er ég fyllilega sáttur við
leik KR-inga þessa stundina. Rétt
er að geta þess að þeir tveir
leikmenn, sem borið hafa KR-liðið
uppi í vetur, John Hudson og Jón
Sigurðsson, voru langt frá sínu
besta í þessum leik. Sérstaklega á
þetta þó við um þann fyrrnefnda
því þrátt fyrir stigin sín 27, var
skotanýting hans alls ekki góð og
varnarleikur ekki heldur. Skaut
Hudson alltof mörgum ótímabær-
um skotum langt utan af velli, sem
fæst rötuðu rétta leið í körfuna.
Hinn ungi og bráefnilegi Garðar
Jóhannsson var einna bestur
STAÐAN
1 u t stigatala stig
Valur 14 10 4 1229:1225 20
KR 13 9 4 1181:1031 18
UMFN 13 9 4 1325:1197 18
ÍR 14 7 7 1259:1221 14
ÍS 13 3 10 1114:1196 6
Þór 13 2 11 1038:1276 4
STIGAHÆSTU MENN: stig
John Iludson KR 366 13
Mark Christensen Þór 347 13
Ted Bee UMFN 343 13
Paul Stewart ÍR 339 12
Tim Dwyer Val 324 13
Dirk Dunbar ÍS 317 11
Kristinn Jörundsson ÍR 293 14
Jón Sigurðsson KR 265 13
Jón Indriðason Þór 255 13
Kristján Ágústsson yal 244 14
Bjarni G. Sveinsson ÍS 233 13
Jón Jörundsson ÍR 221 14
KR-inga í leiknum og vex nú með
hverjum leik. Er Garðar að öllum
líkindum eitt mesta efni, sem fram
hefur komið hér á undanförnum
árum. Sóknarleikur KR-inga var
engan veginn nægilega góður í
þessum leik; boltinn gekk ekki
nógu hratt milli manna, alltof
mikið um niðurstungur og óþarfa
hnoð. Hraðaupphlaup, sem í eina
tíð voru eitt sterkasta vopn
KR-inga eru nú næsta fátíð.
KR-ingar þurfa að taka sig veru-
lega á á næstunni ætli þeir að
h'alda sér við toppinn.
Stigin fyrir Vai: Tim Dwyer 30,
Ríkharður Hrafnkelsson 18,
Kristján Ágústsson 14, Torfi
Magnússon 10, Lárus Hólm 5, og
Hafsteinn Hafsteinsson 3.
Stigin fyrir KR: Hudson 27,
Einar Bollason 14, Garðar
Jóhannsson og Jón Sigurðsson 13
hvor, Birgir Guðbjörnsson 4, Ei-
ríkur Jóhannesson, Árni Guð-
mundsson. og Gunnar Jóakimsson
2 hver og Ásgeir Hallgrímsson 1.
Dómarar voru Kristbjörn Al-
bertsson og Erlendur Eysteinsson
og komust þeir þokkalega frá
erfiðu hlutverki.
GI.
• Ilinn ungi og efnilegi Garðar Jóhannsson KR skorar í leiknum gegn
Val á sunnudaginn. Sigurður Hjörleifsson er til varnar. (Ljósm. GI)
I
Snæfell
vandræðum
LIÐ Snæfells í 1. deildinni í körfuknattleik varð að gefa leik sinn gegn
Grindvíkingum þar sem liðið hafði ekki nógu mörgum mönnum fram
að tefla. Snæfellsmenn hafa átt við mikla erfiðleika að stríða í vetur
m.a. vegna mannfæðar og færðar, en liðið verður að leika heimaleiki
sína í Borgarnesi og því kostar hver einasti leikur liðsins mikla
fyrirhöfn og ekki heiglum hent að gera út lið frá Stykkishólmi, þar
sem annars margir góðir körfuknattleiksmenn hafa komið.
En annars fóru tveir leikir fram
í 1. deildinni um helgina. Á föstu-
daginn léku í Njarðvíkum lið ÍBK
og KFÍ. Keflvíkingar náðu strax
Torystunni og var staðan í hálfleik
42—38 þeim í vil. I upphafi seinni
hálfleiks tóku Keflvíkingar mikinn
sprett og komust í 57—40, en það
sem eftir var leiksins sóttu Isfirð-
ingar sífellt á heimamenn og
þegar 6 mínútur voru til leiksloka
var staðan 69—64 ÍBK í vil. Þá
tóku Keflvíkingar aftur við sér og
gerðu út um leikinn en lokatölurn-
ar urðu 86-74 ÍBK í vil.
Daginn eftir ætluðu ísfirðingar
að gera sér ferð út til Vestmanna-
eyja, en veður hamlaði þeirri ferð.
Á föstudaginn léku einnig í
íþróttahúsi Hagaskólans Fram og
Tindastóll. Tindastólsmenn kom-
ust með harðfylgi miklu suður yfir
heiðar og léku við Framara. Var sá
leikur nánast einvígi milli Kára
Maríssonar og John Johnson
Fram, og fór oft í skapið á þeim
síðarnefnda hversu erfiðlega gekk
að skora fram hjá Kára. Tinda-
stólsmenn komu annars nokkuð á
óvart og héldu lengst af í við
Framara, en er á leikinn leið fór
getumunurinn að segja til sín og
Framarar sigruðu með 82 stigum
gegn 61. gíg.
isiandsmðtið 1. delld
Bikarkeppnin
af staó?
Valur: Gísli Guðmundsson 1, Hafsteinn Hafsteinsson 2, Kristján Agústsson 3,
Lárus Hólm 2, Ríkharður Hrafnkelsson 3, Siguröur Hjörleifsson 1, Torfi
Magnússon 2.
KR: Árni Guðmundsson 2, Ásgeir Hallgrímsson 1, Birgir Guöbjörnsson 2,
Einar Bollason 2, Eiríkur Jóhannesson 1, Garöar Jóhannsson 3, Gunnar
Jóakimsson 2, Jón Sigurðsson 2.
UMFN: Árni Lárusson 3, Brynjar Sigmundsson 1, Geir Þorsteinsson 3, Guðjón
Þorsteinsson 2, Guðsteinn Ingimarsson 3, Gunnar Þorvarðarson 4, Jón V.
Matthíasson 2, Jónas Jóhannesson 3, Stefán Bjarkason 2.
Þór: Ágúst Pálsson 1, Alfreð Túliníus 2, Eiríkur Sigurösson 2, Ellert
Finnbogason 1, Jón Indriöason 3, Sigurgeir Sveinsson 1, Þröstur Guðjónsson
1.
SVO virðist sem 1. umferð bikar-
keppni KKÍ sé farin af stað, en
fyrir tilviljun hafa fregnir borist
af einum leikja umferðarinnar.
Er það leikur Ármenninga og
UMFG. Ármenningar, sem eru í
Körluknattlelkur
toppbaráttú í 1. deildinni, fóru
suður með sjó, en komu tómhentir
til baka því Grindvíkingar losuðu
þá við allar áhyggjur af bikar-
keppninni með því að sigra þá
með 94 stigum gegn 87.
Grindvíkingar léku mjög vel til
að byrja með og komust 20 stig
yfir, en það kostaði líka villu-
vandræði hjá liðinu. Fóru Ár-
menningar því aðeins að sfga á,
en staðan í hálfleik var samt
45-32 UMFGívil.
í seinni hálfleik var það sama
upp á teningnum, að Ármenningar
voru smám saman að minnka
muninn. Þegar sutt var til leiks-
loka fór Mark Holmes útaf með 5
villur, en góður leikur Grind-
víkinga sá til þess að sigrinum yrði
bjargað og Ármenningar sendir út
í kuldann. Lokatölur urðu sem fyrr
sagði 94—87.
Stigahæstir Grindvíkinga urðu:
Holmes með 32 stig, Ólafur
Jóhannesson með 17 og Júlíus
Halldórsson með 14 stig.
Flest stig Ármenninga skoruðu
Atli Arason 28, Jón Björgvinsson
19 og Kristján Rafnsson 12.
Talsverða athygli vekur, að KKÍ
skuli ekki hafa komið frá sér
neinum upplýsingum um þessa
fyrstu umferð bikarkeppninnar og
jafnvel þótt þar taki aðeins þátt ^
lið lægri deilda þá er það
virðingarleysi gagnvart þeim að
þegja þunnu hljóði þegar leikir
liðanna eiga að fara fram.
— gíg-
1