Morgunblaðið - 30.01.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979
27
mótum, hótelmótum og fyrir-
tækjamótum o.s.frv. er hægt að
vinna til SKI merkisins svo fremi
sem þau uppfylla eftirfarandi
kröfur: (sjá einnig það sem sagt er
um stjórnun og undirbúning í
Skíðagöngukaflanum og alm. kafl-
anum s.s. skráningu, skýrslur,
auglýsingar, skíðakortin, verðlaun
o.fl.)
Skíðabrekkur og keppnin
Skíðamótið á að vera prófsteinn
á hvort keppendur ráða við
mismunandi erfiðar beygjur í
svigbraut.
Brekkur skal velja með meðal-
getu skíðafólks í huga. Æskilegt er
að skíðabrekkan sé tilbreytingarík
og án mjög mikilla erfiðleika.
Varast skal brattar hengjur,
krappar hæðir og ísbletti.
í brautinni skulu vera minnst 20
hlið (20—25). Innifalið er rás- og
endamark. Lengdin 150—200
metrar.
Breidd hliðanna og bil þeirra,
svigstengur og flögg skulu vera
eins og gefið er upp í leikreglum
SKÍ um svig, nema mælt er með
því að hlið geti verið allt að 5 m
breið.
Mótin
Mótið er framkvæmt á þann
hátt að tekinn er tími í einni ferð í
svigbrekku. Mótsstjórnin getur
leyft keppanda að fara fleiri ferðir
til að ná tilsettum tímá.,
Hámarkstími í sekúndum skal
vera jafn hliðafjölda + ákveðnar
prósentur sem ekki eru eins í
öllum aldursflokkum.
Dæmi: í brekku með 25 hliðum
mun hámarkstími fyrir 13 ára
með þátttöku í ákveðnum trimm-
mótum. Einungis gildir þó önnur
hvor þessara leiða til stiga hvert
tímabil.
Fjöldagöngur
Þá ráðgerir Skíðasamband ís-
lands tvær fjöldagöngur í vetur
þar sem skíðamönnum hvaðanæva
af landinu er heimil þátttaka.
Ráðgert er að þessar göngur
verði á ísafirði og á Egilsstöðum.
A Isafirði verður þessi ganga
líklega tengd hinni árlegu Fossa-
vatnsgöngu. Göngur þessar verða
20—40 km langar og skilyrði fyrir
þátttöku er að menn hafi æft
skíðagöngu og séu vel færir um að
leggja þetta álag á sig heilsunnar
vegna. Enginn hámarkstími gildir
og aðalatriðið er að vera með.
Keppendur verða ræstir allir í
einu, að öðru leyti er framkvæmd
eins og við venjulegt göngumót.
Verðlaun verða veitt í tveimur
aldursflokkum 16—44 ára og 45
ára og eldri.
Verðlaun verða ávallt eins ár
eftir ár á hverjum stað auk
farandgrips.
Keppendur greiði þátttökugjald.
I framtíðinni gætu þessar göng-
ur orðið á alls 4 stöðum á landinu,
en reynslan verður látin skera úr
um hvað sé heppilegast í því máli.
Haldinn verði einu sinni á ári
sérstakur útivistardagur um miðj-
an febrúar þar sem lögð verði
áhersla á útivist og holla hreyf-
ingu, farið í styttri eða lengri
skíðaferðir, fjallgöngur, sleða-
ferðir, haldin almenningsmót
o.s.frv., þar sem fjölskyldan öll
getur verið með.
Aldur pr. 31/12 Konur 9 ára og yngri (2 km) Brons 28 Silfur 26 Emal. 25 Gull. 23 mín.
Konur 10—11 ára (2 km) 26 25 23 21 mín.
Konur 12—13 ára (3 km) 32 31 30 29 mín.
Konur 14—15 ára (5 km) 48 46 44 41 mín.
Konur 16—17 ára (5 km) 42 40 38 36 mín.
Konur 18—35 ára 5 km) 42 39 37 35 mín.
Konur 36—50 ára (5 km) 48 45 43 40 mín.
Konur 51—60 ára (2-5 km) 26 25 24 23 mín.
Konur 51—60 ára (5 km) 52 49 47 45 mín.
Konur 61 árs og eldri (2-5 km) 30 29 28 27 mín.
Konur 61 árs og eldri (5 km) 60 57 55 53 mín.
Karlar 9 ára og yngri (2 km) 24 22 21 19 mín.
Karlar 10—11 ára (2 km) 22 21 19 17 mín.
Karlar 12—13 ára (3 km') 26 25 24 23 mín.
Karlar 14—15 ára (5 km) 37 35 33 31 mín.
Karlar 16—17 ára (10 km) 62 60 58 56 mín.
Karlar 18—35 ára (10 km) 57 54 52 50 mín.
Karlar 36—50 ára (10 km) 64 62 59 57 mín.
Karlar 51—60 ára (5 km) 35 34 32 31 mín.
Karlar 51—60 ára (10 km) 69 67 64 62 mín.
Karlar 61 árs og eldri (5 km) 39 38 36 35 mín.
Karlar 61 árs og eldri H0 km) 77 75 72 70 mín.
I*cssi taíla verður cndurskoðuð cftir eitt ár.
stúlkur vera ákveðinn sem hér
segir til að ná bronsmerkinu:
25 hlið = 25 sek.
_________________ + 60% = 15 sek.
40 sek.
Eftirfarandi % skal leggja við
hiiðafjölda í braut:
Aldur pr. 31/12
Konur 13 ára og yngri
Konur 14—34 ára
Konur 35—49 ára
Konur 50 ára og eldri
Karlar 13 ára og yngri
Karlar 14—39 ára
Karlar 40—49 ára
Karlar 50 ára og eldri
Mótsstjórnum í göngu og svigi
er áskilinn réttur til þess að nota
annan útreikning (hagstæðari
fyrir þátttakendur) ef aðstæður
eru að þeirra mati mjög slæmar,
t.d. veður, færi, tafir af einhverj-
um orsökum o.fl. sem hindrar
eðlilega framkvæmd mótsins.
Brons Siifur Emal. Gull
+60% +50% . +40% +30%
+50% +40% +30% +25%
+60% +50% +40% +30%
+70% +60% +50% +40%
+50% +40% +30% +25%
+40% +30% +25% +20%
+50% +40% +30% +25%
+60% +50% +45% +40%
Eins og sjá má af framanskráðu
um skíða-trimm má vinna til
Afreksbikars SKÍ eftir tveim
leiðum, annarsvegar með því að
„safna“ kíómetrum og hins vegar
ÞEIR sem óska eftir gögnum
varðandi skíða-trimm s.s. aug-
lýsingum, skíðakortum,
áfangakortum, skfðakortum
fyrir SKÍ-merkið, eyðublöðum
fyrir trimmmót, skfðamerkj-
um, sérprentuðum leiðbeining-
um (sbr. hér að framan) eru
beðnir að panta það hiá
fulltrúa Skfðasambands ís-
lands, Hermanni Sigtryggs-
syni, Glerárgötu 20, Pósthólf
546, sfmar 22722 og 23546,
Akurcyri.
Petra
Thumer
- stúlka
sem veit
hvað
hún vill
PETRA THUMER er í félagi í íþróttafélagi Karl-Marx Stadt og er
fædd 29. janúar 1961 í samnefndri borg. Hún er 176 sm á hæð og vegur
68 kg. Hóf sundæfingar 1967, en þjálfari hennar er Eberhard Mothes.
Ilelsti árangur Petru.
Evrópumeistari unglinga 1975 í 800 m skriðsundi.
Einnig 1976 og þá í 400 og 800 m skriðsundi.
Ólympíumeistari 1976 í 400 og 800 m skriðsundi.
Evrópumeistari 1977 í 200 m, 400 m og 800 m skriðsundi.
Framfarir hennar í skriðsundi eru.
200 m 400 m 800 m
1972 þá '11 ára — 5,29,3 11,03,9
1973 þá 12 ára 2,24,6 5,02,5 —
1974 þá 13 ára — 4,34.4 9,21,6
1975 þá 14 ára 2.08,9 4,27,08 8,59,1
1976 þá 15 ára 2,03,6 4,09,89 8,37,1
1977 þá 16 ára 2.00.2 4,08.91 8,35.0
Nafn Petru Thumer var lítið
þekkt á alþjóðavettvangi fyrir árið
1976. A þeim tima voru það
Kornelía Ender og Barbara
Krause sem voru bestar í skrið-
sundi í A-Þýzkalandi.
Hún hafði verið valin í a-þýzka
Ólympíuliðið, en vegna veikinda
gat Barbara Krause ekki keppt á
Ölympíuleikunum 1976. Þessi veik-
indi Krause harmaði þessi geð-
þekka stúlka mjög, því Petra hafði
vonast eftir að fá að keppa við
Barböru á þeim leikuir. en hún var
þá hennar helsti keppinautur.
A a-þýzka meistaramótinu 1976
sem fór fram fyrir Olympíuleikana
hafði Barbara unnið 400 m skrið-
sundið en Petra aftur á móti 800
metrana sem er hannar lang-
skemmtilegasta grein og jafn-
framt á nýju heimsmeti.
A Ólympíuleikunum viður-
kenndi Petra að „hún stefndi að
því að vinna til verðlauna". Enginn
hafði þó búist við þvi að auk þess
að vinna sina uppáhaldsgrein
myndi Petra einnig sigra í 400 m
skriðsundinu. Þeir sem voru hissa
á því sást e.t.v yfir það, að hún
hafði sett sitt fyrsta heimsmet
áður en hún kom til Ólympíuleik-
anna, en það var á a-þýzka
meistaramótinu svo sem áður er
getið. „Það var stórkostlegt augna-
blik“, segir þessi viðfeldna stúlka á
kurteisan hátt, þegar hún hafði
sett sitt fyrsta heimsmet.
Tíu ár við stanslausar æfingar
voru þá að baki, í fyrstu hjá
„Wismu Karl-Marx-Stadt“ verk-
smiðjuíþróttafélaginu. En frá ár-
inu 1971 hjá úrvals íþróttafélagi
borgarinnar þar sem hún varð svo
skriðsundkona á heimsmæli-
kvarða.
„Að sjá eða lesa, um að einhver
hafi sett heimsmet, getur verið
skemmtilegt, en að setja heimsmet
sjálf er ólýsanleg tilfinning. Að
synda hraðast allra. Að vera sú
besta í heiminum. Þegar ég setti
heimsmetið í Berlín gerði ég upp
hug minn og sagði við þjálfarann
minn, að nú mundi ég gera mitt
besta til að sanna getu mína í
keppni við bestu sundkonur frá
öllum heimshornum.
Petra fékk tækifærið á Ólym-
píuleikunum og nýtti það svo
sannarlega vel. Hún vann bæði 400
og 800 metra skriðsundið og ekki
nóg með það, heldur setti nýtt
heimsmet í báðum vegalengdun-
um.
í heimaborg hennar, Karl-
Marx-Stadt, vinnur faðir hennar
við stjórnunarstörf í heilbrigðis-
þjónustunni. Móðir hennar er
hjúkrunarkona að atvinnu.
Þegar Petra kom heim af
leikunum fögnuðu allir nágrannar
hennar henni innilega. Höfðu þeir
Safnast saman við heimkomuna og
hylltu hana vel og lengi. Þeir
höfðu samið lag og texta sem þeir
sungu hástöfum en það fjallaði um
„Gullstúlkuna“ þeirra. „Allt heyrir
nú sögunni til“, sagði Petra þegar
henni var afhentur Bikar a-þýzku
Ólympíunefndarinnar fyrir besta
afrek á sundmóti sem nefndin stóð
fyrir.
Bikar þessi er veittur þeim
sundmanni eða -konu sem kemst
næst því að setja heimsmet eða
setur heimsmet í sinni grein.
Petra hafði unnið til bikarsins
árið 1973.
„Margt fólk talar um velgengni
okkar undanfarin ár og metur
okkur eftir því. Ég held að það,
sem mikilvægara er, sé að sund-
fólkið verður að sanna getu sína
aftur og aftur.
Það er tilgangslaust að horfa til(
fortíðarinnar, maður verður að
horfa til framtíðarinnar og setja
sér nýtt og torsóttara takmark."
Þetta er álit Petru. Henni hefur
aukist sjálfstraust til muna und-
anfarna mánuði. Það er mjög
skemmtilegt að ræða málin við
Petru sem var ein af þeim sem
bestum árangri náðu á Evrópu-
meistaramótinu 1977, og hér rifjar
hún upp nokkra áfanga á sundferli
sínum:
1972 þegar hún var 11 ára gömul
varð hún þriðja í 800 m skriðsundi
á Spartakiad-leikunum sem haldn-
ir eru fyrir börn og unglinga.
Þremur árum seinna varð hún svo
Evrópumeistari í sömu vegalengd.
Þá synti hún í fyrsta skipti á betri
tíma en 9 mínútum í 800 m
skriðsundi.
„Fyrsta keppni mín utan
A-Þýzkalands er mér ógleymanleg.
Það var í Kiev, þar sem okkur var
sýnd alveg einstök gestrisni. Þar
fékk ég tækifærið til að keppa við
ungt fólk frá öðrum löndum og
lærði á því heilmikið."
Þjálfari Petru, Eberhard Moth-
es, sem þjálfaði m.a. Renati Vogel,
Hannelore Anke, Ulrike Tauber og
hjálpaði þeim við að setja mörg
heimsmet og vinna marga alþjóð-
lega titla, uppgötvaði hversu
mikinn viljastyrk Petra hafði sem
ung sundkona.
„Hún hefur alls ekki eins mikla
hæfileika og Roland Matthes eða
Kornelía Ender, þvert á móti þarf
hún að hafa mikið fyrir hverjum
árangri sem hún nær. En hún
hefur viljann til þess að ná
takmarkinu og einnig til þess að
bæta sig stöðugt, hún er sannur
félagi manns á öllum æfingum,"
segir Mothes.
I hreinskilni sagt áttu ummæli
Mothes við um meira en aðeins
æfingatímann. Hann er mjög
þakklátur henni fyrir afstöðu
hennar, framkomu alla og hegðun
í æfingahópnum og þau jákvæðu
áhrif sem hún hefur á aðra með
hegðun sinni.
Petra hefur mikinn áhuga á
lestri ýmissa bókmennta og „gref-
ur“ sig stundum bókstaflega niður
í bækur. Hún hefur og feikna
áhuga á þýskri sögu og stefnir
markvisst að því að vinna seinna
meir sem bókasafnsvörður enda
eru einkunnir hennar í þýsku mjög
góðar.