Morgunblaðið - 30.01.1979, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979
35
Ekki lengur unnt að
f á þinglýsingu af-
greidda samdægurs
Ný lög tóku gildi um áramót
Eiríkur Tómasson aðstoðarmaður dómsmálaráðherra á fundinum með
blaðamönnum. Þorleifur Pálsson deildarstjóri til vinstri, Magnús T.
Ólafsson blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar t.h.
vinnumanna við Þjóðleik-
húsið. Hin fylkingin, undii
forystu aðstandenda Söng-
skólans í Reykjavík, hefui
lagt drög að stofnun óperu-
félags óháð ríkishákninu.
Hyggst þessi vísir, þessi
kjarni áhugamanna, sigla
jómfrúarferð sína bráðlega
með sýningum á óperunni
Pagliacci eftir Leoncavallo.
í viðtölum dagsins kynn-
umst við viðhorfum ein-
söngvara nánar.
sé átt við fullvaxnar óperur í
íburðarmiklum uppsetningum eins
og tíðkast hafa hér til þessa. Þetta
ættu annars ekki að vera neinar
fréttir. Þau þjóðlönd eru teljandi á
fingrum annarrar handar þar sem
óperuflutningur borgar sig í
peningum."
BLM: Hvað með hæfni íslenskra
einsöngvara?
„Það má segja að ekki nema
einstöku söngvari hafi reynslu í
óperuflutningi og það eru að sjálf-
sögðu þeir sem hafa starfað erlendis,
eða haft aðstöðu til að dvelja þar
langdvölum við nám. Hinir sitja
eftir með sárt ennið. Hitt er aftur
annað mál, að flest okkar höfum það
góða skólun að baki, að réttlætanlegt
er að láta til skarar skríða. Það er
slæmt að nýta ekki kunnáttu sem
hefur verið keypt svo dýru verði."
BLM: Hvernig má auka áhuga
almennings á þessari listgrein?
„Margvíslega. Sjónvarpið hefur
riðið á vaðið. Við vonum að framhald
verði á því. Sjónvarpsóperurnar féllu
í góðan jarðveg jafnt á meðal leikra
sem lærðra. Fólk þekkir þessa list-
grein ekki nægilega vel. Við nánari
kynni er ég viss um að íslendingar
gætu orðið óperuunnendur upp til
hópa.“
BLM: Hvað takmarkar óperu-
flutning á íslá'ndi annað en
peningar?
„Það væri helst fjöldi ákveðinna
raddtegunda, en hann er mun fjöl-
breyttari en flestir gera sér grein
fyrir. Við þurfum að eiga sóprana,
alta, tenóra og bassa og allar þær
raddtegundir aðrar sem þar eru á
milli. En við getum sneitt framhjá
þessari hindrun með því að tak-
marka verkefnavalið við óperur sem
hæfa íslenskum söngkröftum hverju
sinni.
átta einsöngvara árlega, eins og kom
til tals fyrir nokkrum árum, og
setti á svið tvær til þrjár óperur á
ári, má við því búast að óperufélagið
leystist upp; þ.e. ef slíkt kynni að
styrkja tilburði Þjóðleikhússins. Ef
þetta gerist ekki höldum við áfram
■ótrauð."
BLM: Er það rétt sem sagt er, að
Félag íslenskra einsöngvara hafi í
heild verið tregt til að styrkja
íslenska óperufélagið?
„Nei, þetta er rangt. Söngvarar
innan félagsins voru hugmyndinni
hliðhollir, þótt stjórn þess væri það
ekki. Stjórnin vildi stærri bita af
kökunni, vildi taka framtíð óperufé-
lagsins í sínar hendur þótt hug-
myndin kæmi ekki frá henni. Þannig
hefðu hin upphaflegu stofnfélög
orðið veikburða þáttakendur, ekki
stofnaðilar. Leikurinn hefði snúist
við og völdin innan óperufélagsins
farið í annarra hendur. Þessu var ég
ósamþykkur þar eð ég óttaðist að
fyrirtækið myndi daga uppi undir
annarra stjórn. Á lokafundi þessara
aðila tók ég af skarið og sagði það
heppilegast að hinir upprunalegu
stofnaðilar stæðu einir að íslenska
óperufélaginu án fulltingis F.I.E.
Þetta var gert í trausti þeirrar vissu,
að söngvarar myndu sameinast um
íslenska óperu þrátt fyrir allt. Að
lokum vil ég taka það skýrt fram, að
eitt af aðaláhugamálum óperufélags-
ins er og verður, að taka íslensk
óperuverk til æfinga og sýninga. Og
þrátt fyrir hjal um annað hefur það
sýnt sig að samstaða ríkir meðal
söngvara. Söngskólinn sjálfur er
talandi tákn, og kannski þá um leið
sameiningartákn."
Ekki er lengur unnt að fá skjöl
þinglýst sama dag og farið er með
þau til þinglýsingar samkvæmt
nýjum lögum um þinglýsingar
sem tóku gildi þann 1. janúar
síðast liðinn. Fram að gildistöku
hinna nýju laga höfðu gilt um
þinglýsingar lög frá árinu 1928.
Eiríkur Tómasson aðstoðarráð-
herra dómsmálaráðherra og Þor-
leifur Pálsson deildarstjóri í
dómsmálaráðuneytinu gerðu
grein fyrir nokkrum atriðum
hinna nýju laga á fundi með
blaðamönnum í gær.
I hinum nýju lögum er kveðið
nánar en áður á um ýmis efnisatriði
þinglýsingar svo sem réttaráhrif.
Lögin miða að því að greiðari
upplýsingar megi fá um réttindi yfir
fasteignum og öruggari skráningu
fasteignaréttinda og annarra rétt-
inda sem háð eru þinglýsingu. Gerð-
ar eru meiri kröfur en áður um gerð
þinglýsingarskjala og undirritun og
með því stefnt að meira réttaröryggi
í viðskiptum. Skýrari og fyllri reglur
er í lögum þessum um framkvæmd
þinglýsingar en áður giltu.
Meðal þeirra atriða er almenning
varða einna helst má nefna, að
samkvæmt 14. gr. laganna telst
skjal eigi afhent til þinglýsingar
nema dómara séu jafnframt gefnar
þær upplýsingar, sem hann óskar
eftir og lögmæt greiðsla sé innt af
hendi, þ.e. þinglýsingargjald og
stimpilgjald, ef skjalið hefur ekki
áður verið stimplað. Þinglýsingar-
gjald er fast gjald kr. 1.000 af
hverju skjali. Stimpilgjaldið er
breytilegt og fer eftir fjárhæð
skjals, er t.d. 4 pro mill af afsölum
sem þýðir 112 þúsund af 28 milljón
króna íbúð.
Samkvæmt 14. og 15. gr. laganna
teljast forgangsáhrif þinglýsingar
frá því skjal er afhent þinglýsingar-
dómara. Þegar tvö eða fleiri skjöl,
sem ekki geta samrýn«st, eru afhent
samdægurs til þinglýsingar, er það
meginregla að þau eru þá jafnstæð
að þinglýsingargildi.
Af þessu leiðir að eigi er unnt að
þinglýsa skjali (færa endanlega inn
í þinglýsingarbók) og afhenda aftur
frumrit þess fyrr en að liðnum
skrifstofutíma þess dags er skjal
barst til þinglýsingar.
Athygli er vakin á reglum um
undirritun skjala og vottun undir-
skrifta sbr. 22., 24. og 48. gr.
laganna.
Undirskrift undir skjöl, er þing-
lýsa á skal staðfest af:
1. notario publico, (bæjarfógeta,
sýslumanni, í Reykjavík borgar-
fógeta),
2. héraðsdómslögmanni, hæstarétt-
arlögmanni eða fulltrúum þeirra,
3. löggiltum fasteignasala eða
4. tveimur vitundarvottum, sem
skulu geta stöðu sinnar og heimilis-
fangs.
Ljósm. Kristján.
Það skal skýlaust tekið fram, að
útgefandi hafi ritað nafn sitt eða
kannast við undirskrift sína í viður-
vist þess, eða þeirra, er undirskrift-
ina staðfesta, einnig að hann hafi
verið fjárráða er hann ritaði nafn
sitt.
Á veðbréf er sjálfsvörsluveð í
lausafé t.d. bifreið, skipi, sem ekki
er skráningarskylt, o.fl., skal einnig
votta að dagsetning sé rétt.
Skjöl útgefin af stjórnvöldum eða
öðrum opinberum aðilum eru und-
anskilin ákvæðum um vottun (22.,
24. og 48. gr.).
Vakin er athygli á því að reglur
þessar um vottun undirskrifta gildi
t.d. einnig um umboð og veðleyfi. ,
* Vakin er athygli 12. gr. laganna,
sem er svohljóðandi:
„Nú gefur veðhafi samkvæmt
veðskuldabréfi eða tryggingarbréfi
eftir veðrétt sinn að nokkru eða öllu
leyti (veðbandsleysing) eða hann
samþykkir nýja veðsetningu eða
tilfærslu á veðrétti sínum (veðleyfi)
eða hann gefur einhverjar áþekkar
yfirlýsingar, vegna veðréttar síns.
Verður þá slíkum yfirlýsingum ekki
þinglýst, nema sjálft veðbréfið sé
afhent með áritun um veðbreyting-
una ásamt endurriti af henni, rit-
aðri á löggiltan skjalapappír, eða
veðbréfið sé sýnt þinglýsingardóm-
ara um leið og slík yfirlýsing er
afhent til þinglýsingar, svo að hann
geti gengið úr skugga um, að hennar
sé nægilega getið í veðbréfinu sjálfu.
Undanþegnir ákvæði 1. málsgr.
eru bankar, sparisjóðir og opinberir
aðilar."
Rétt er sérstaklega að vekja at-
hygli á ákvæði í 7. gr. reglugerðar
um þinglýsingar er sett var með
heimild í þinglýsingarlögunum og er
svohljóðandi:
„Nú er þinglýst skjali er varðar
skrásetta bifreið. Skal skjalinu þá
fylgja staðfesting skráningarvalds-
manns um að útgefandi skjalsins
eða sá sem samþykkt hefur útgáfu
þess, sé skráður eigandi bifreiðar-
innar. Nú er þinglýsingardómari
jafnframt skráningarvaldsmaður og
er þá eigi þörf slíkrar staðfesting-
ar.“
Ákvæði þetta tekur aðeins til
bifreiða skráðra í Reykjavík, þar
sem utan Reykjavíkur eru sýslu-
menn og bæjarfógetar bæði
skráningarvaldsmenn og þing-
lýsingardómarar.
Samkvæmt 9. gr. reglugerðar um
þinglýsingar er heimilt að nota
löggiltan skjalapappír af stærðinni
A 4.
M.a. úrvals flauels-og denimefni
SKYRTUTILBOÐ
Allar skyrtur á Kr. 3000.- í dag
Aðalstrceti 4