Morgunblaðið - 30.01.1979, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979
Halldór var hvorttveggja i senn
skólastjóri og bóndi. Búið rak
hann fyrir eigin reikning. Hjúa-
sæll var Halldór frá upphafi.
Þeirra meðal voru tvær mikilhæf-
ar kónur, Þorbjörg Jónsdóttir
(ráðskona) og Kristjana Jónatans-
dóttir (rjómabústýra). og spor
margra lágu til Hvanneyrar, úr
öllum sveitum landsins, og tóku
tryggð við staðinn og þá, sem þar
réðu húsum.
í samkvæmi komudag brúðhjón-
anna til Hvanneyrar var allt heim-
ilisfólk staðarins viðstatt og sátu
þar við háborð blómum skreytt
konurnar trygglyndu, sem fyrr
voru nefndar, en Halldór skóla-
stjóri kynnti konu sína fyrir
heimamönnum í ræðu, hress og
hreifur, sem jafnan og bauð hana
velkomna til Hvanneyrar við fögn-
uð allra viðstaddra. Þetta var
minnisverð stund og gleðirík og
hið milda bros Svövu var ljós
vottur þeirrar einlægni og ástúðar,
sem voru meðal hennar höfuð-
kosta.
En það var veglegt og vanda-
saqjt hlutverk, sem frá þessari
stund var hennar. Hún var nú
húsfreyja á höfuðbóli og skóla-
setri, sem einnig var heimili allra,
en þennan virðingarsess skipaði
hún frá þessari stund með þeirri
reisn, virðuleika og vinarþeli í
allra garð, að ógleymanlegt mun
öllum, sem nutu mannkosta henn-
ar, og slík kona var Svava Þór-
hallsdóttir, að þegar mest á
reyndi, var reisn hennar mest, tign
og ró.
Eg átti því láni að fagna að sjá
fyrstu börn þeirra byrja að vaxa
úr grasi og man margt frá þessum
tíma, sem leiddi í ljós hve við-
kvæma lund Halldór skólastjóri
átti „undir harðri skel“ Þau Svava
og Halldór eignuðust fimm börn,
sem öll náðu fullorðins aldri.
Valgerði, Sigríði (lést 1956) og
Svövu, Björn og Þórhall.
Halldór Vilhjálmsson, sem var
fæddur 1875, andaðist 1936 og
hafði þá átt við erfið veikindi að
stríða.
Þess ber að minnast,. að órofa
tryggð hélst með Svövu og Þor-
björgu Björnsdóttur og bjuggu
þær saman um áratuga skeið, eða
þar til Þorbjörg lést.
Það voru blessunarríkir dagar,
sem ég átti á Hvanneyri allt frá
því ég kom þar fyrst, og þar til ég
hafði lokið námi, en ekkert breytt-
ist um tryggð og vináttu og sporin
lágu þangað síðar og alltaf fannst
mér ég koma sem heimamaður —
ekki sem gestur. Spor allra fimm
sona minna lágu einnig til Hvann-
eyrar og luku þrír þeirra námi, en
sá fjórði varð að hætta vegna
hlutverks, sem hann tók að sér
óhjákvæmilega. Minnugur er ég
þess að tveir sona minna dvöldust
um tíma á barnsaldri á Hvanneyri.
Þess hefi ég ávallt minnst þakklát-
um huga.
Þessum minningarorðum vil ég
svo ljúka með þakklátum huga og
innilegustu samúðarkveðjum til
barna og barnabarna Svövu Þór-
hallsdóttur og annarra ástvina
hennar. Blessuð sé minning henn-
ar.
Axel Thorsteinsson
Kveðja frá gömlum
Hvanneyringi
Síðan ég fór að nálgast níræðis-
aldurinn koma mér oft í hug
þessar frægu ljóðlínur Davíðs
Stefánssonar:
„Sjá dagar koma,
ár og aldir Kfla
og enginn Htöðvar
tímanH þunga nið“.
Ef til vill er það vegna þess, að
gamlir menn skilja betur hinn
þunga nið aldanna. Kynslóðir
koma og fara. Dánarfregnir dynja
í eyrum manns daglega og stund-
um eru nefnd þar nöfn vina og
vandamanna, sem vekja athygli.
Það er stundum eins og ljósbjarmi
lýsi upp gráan himin ellinnar og
skýru ljósi slær á eitthvert löngu
liðið atvik, dag eða jafnvel ár. Svo
fór mér, er ég heyrði lát frú Svövu
Þórhallsdóttur frá Hvanneyri
hinn 22. þ.m. Hún var ein þeirra
kvenna, sem enginn gleymir, er
þekkti hana á æskuárunum. Ég
ákvað því að minnast með nokkr-
um orðum veru minnar á Hvann-
eyri og kynnum mínum af hinni
látnu öðlingskonu.
Hugur minn stöðvast við árið
1911. Það var örlagaár í sögu
okkar beggja. Hinn 10. maí þ.á.
giftist Svava hinum glæsilega
manni, Halldóri Vilhjálmssyni
skólastjóra bændaskólans að
Hvanneyri og tók við stjórn á einu
stærsta heimili landsins, þá 21 árs
gömul. En hún reyndist þeirri
stöðu vel vaxin. Hún var ekki
eingöngu gáfuð, fögur og glæsileg,
heldur einnig virðuTeg og hæversk
í framgöngu, svo að hún vann
hvers manns hjarta með ljúf-
mennsku sinni. Hún var og ágæt-
lega menntuð. Hafði fengið hið
besta uppeldi, tekið kennarapróf
vorið 1909 og verið síðan á
kennaranámskeiðum ytra og lært
postulínsmálningu, er hún síðar á
ævinni stundaði um árabil, enda
bæði listræn og listhneigð.
Hvað mig sjálfan snertir varð-
andi árið 1911, náði ég tvítugsaldri
þ.á. og settist á skólabekk í yngri
deild Hvanneyraskólans ásamt 17
jafningjum mínum, en fyrir voru
15 nemendur í eldri deild. Þetta
var góður hópur og þarna rættist
langþráður draumur minn um að
njóta meiri menntunar. Og þarna
hófst glaðasta tímabil æskuára
minna.
Við skólasveinar bárum allir
virðingu fyrir forystuliði staðar-
ins: skólastjóra, kennurum og ekki
síst húsfreyjunni, sem ég þegar
hefi lýst. Auðvitað höfðum við
piltar ekki mikið saman að sælda
við heimilisfólk skólastjóra fyrst í
stað, því að heimilin voru tvö.
Skólapiltar bjuggu í skólahúsinu
nýja og höfðu matarfélag út af
fyrir sig, sem 2 stúlkur veittu
forstöðu. En þjónustu alla höfðum
við hjá stúlkum skólastjóra.
En til var á staðnum málfunda-
félag, sem skólasveinar, kennarar
og allt heimilisfólk hafði rétt til að
vera í. Voru fundir venjulega
vikulega. Svo var okkur leyft að
skemmta okkur á sunnudagskvöld-
um í forsal skólahússins. Var það
óspart notað og kynntust menn því
fljótt. Heimilin bæði urðu einn
vinahópur.
Svo kom tiltölulega fljótt í ljós
að í þessum hópi voru allmargir,
sem höfðu ást á sameiginlegu
áhugamáli, hugsjónum ungmenna-
féláganna, sem þá voru kyndill
heilbrigðra æskumanna, þó nú sé
það mörgum gleymt.
í þessum hópi voru nokkrir
skólapiltar, allmargt ungt fólk í
sveitinni, sumir kennaranna og
síðast en ekki síst, hin unga
skólastjórafrú. Hún hafði verið
virkur og áhugasamur þátttakandi
í Umf. Iðunni í Reykjavík, ásamt
mörgum vinkonum sínum, því að
það var eingöngu kvenfélag.
Það vill svo vel til, að til er snjöll
grein um ungmennafélagsskapinn,
eftir frú Svövu, sem birtist í 30 ára
Minningariti Umf. íslands árið
1938. Ég leyfi mér að endurtaka
hér hennar eigin orð um ung-
mennafélagsskapinn úr nefndri
grein:
„Ég var svo lánsöm að eiga æsku
mína um sama leyti og íslenska
þjóðin átti gróanda tímabil og
aðdraganda sumars í sínu þjóðlífi í
stofnun og starfi ungmennafélag-
anna.
Það er gott að minnast þess, að
hafa verið ungur þátttakandi í
þeim straumkvörfum, því æskan
lætur mann finna til og trúa á
hugsjónir á allt annan hátt en
nokkurt annað tímabil á manns-
ævinni. Hinar björtu hugsjónir
ungmennafélagshreyfingarinnar
gripu föstum tökum hugi ung-
menna um land allt, er voru að
vakna til meðvitundar um tilveru-
rétt sinn í íslensku þjóðfélagi".
Og síðar segir í sömu grein:
„Og eitt er okkur sjálfssagt
ógleymanlegt sem vorum í félags-
skapnum, hvað það var margt, sem
hann gat fengið okkur til að þykja
vænt um.
Holtin og hólarnir umhverfis
okkur urðu önnur í okkar augum,
fjöllin tígulegri, málið fegurra og
hjartfólgnara. Þjóðin öll var eins
og brot af manni sjálfum og
sjálfstæði þjóðarinnar var eins og
manns eigið fjöregg".
Ég efast um að aðrir hafi í færri
orðum lýst betur hugsjónum ung-
ennafélaganna, enda var Svava
prýðilega ritfær og vel máli farin.
I fáum orðum sagt gaf frú Svava
sér tíma til þess að taka þátt í
störfum hins nýja Ungmenna-
félags, sem stofnað var 12. des.
1911, á afmælisdegi Skúla fógeta.
Starfssvæði þess var Andakíls-
sveitin og neðri hluti Skorradals.
Páll Zóphóníasson, kennari, var
fyrsti formaður þess, frú Svava
ritari og Einar Jónsson, kennari,
gjaldkeri. Heimili þess var Hvann-
eyri, því að vegna góðvilja skóla-
stjórans, fékk það að halda fundi í
húsnæði skólans. Félagið var skírt
Islendingur. Það starfaði með fjöri
og áhuga eftir því sem aðstæður
leyfðu og hefir oftast gert síðan,
þótt lægðir hafi myndast. — Það
hélt myndarlegt 65 ára afmælishóf
1976,
Ég man ekki betur en eitt hið
fyrsta, sem félagið Islendingur tók
sér fyrir hendur, væri að biðja frú
Svövu, að kenna okkur þjóðdansa.
Við vissum að hún hafði lært þá í
Svíþjóð og hafði kennt þá í ung-
mennafélögunum í Reykjavík.
Nokkrum árum fyrr hafði Hulda
Garborg verið að endurvekja þjóð-
dansa og vikivaka á Norðurlönd-
um, því að allar norrænar þjóðir
voru búnar að týna þeim, nema
Færeyingar. En nú hafði frú
Huldu Garborg tekist að endur-
vekja þessa þjóðlegu íþrótt að
nokkru leyti og öll ungmennafélög
á Norðurlöndum höfðu tekið henni
fegins hendi.
Frú Svava hafði einnig hrifist af
þessari hugmynd og lært þessa
þjóðdansa í lýðháskólanum að
Nesi. Sumt af þessu voru nú
eiginlega söngdansar, fremur en
vikivakar, en hvað um það, hér
nefni ég það þjóðdansar, því að
þeim var það sameiginlegt hinum
fornu vikivökum að saman fóru
vissar líkamshreyfingar, ljóð og
texti.
Frú Svava tók því vel að kenna
okkur dansana og það nám gekk
sannarlega vel og því fylgdi mikið
fjör og gleði. Við stunduðum þjóð-
dansana af hjartans lyst þarna á
Hvanneyri báða veturna, sem ég
dvaldi þar. Við sungum hástöfum
ástarsöngva er fylgdu sumum
þeirra. Vakti það oft hina mestu
gleði í hringleikjunum, þegar
hringurinn nam staðar og hver
átti að dansa við þá dömu, sem
næst var. Við piltarnir (eða stúlk-
urnar) breiddum út faðminn og
sungum: „Sú (eða sá), sem að mína
hönd nú fær, hún á mitt hjartað
unga.“ o.s.frv. en fyrir varð þá
einhver af eldra taginu „elskan"
okkar var svolítið fjær. En þá var
að gæta sín betur næst. Textar
þessara söngva voru að vísu marg-
ir léttvægir, en sumir ágætir, enda
höfðu Iðunarmeyjar í Reykjavík
fengið góðskáld til að þýða suma
textana t.d. þá Friðrik Friðriks-
son, Þorstein Erlingsson o.fl. Ég
get þess arna hér, vegna þess að ég
sá í nýlegri minningabók konu, að
frú Svava hefði ef til vill þýtt
suma textana, en svo var ekki.
Þjóðdansar þessir þóttu sjálf-
sagt skemmtiatriði á öllum sam-
komum Hvanneyringa, stórum og
smáum, enda þótt við vorum
margir hinir mestu dansarar og
margar fallegar stúlkur voru á
samkomum hjá okkur stundum frá
Hvítárvalla og Hvítárbakka
skólunum, að ógleymdum ljós-
hærðu blómarósunum úr ddíúm
Borgarfjarðar. En því segi ég þetta
hér að ég minnist hrifningar okkar
á dansleikjum, þegar okkur tókst
að fá skólastjórahjónin til þess að
„færa upp“ mars fyrir okkur. Þau
voru bæði svo glæsileg og fyrir-
mannleg, að þeirri sjón gleymir
enginn. Og við, sem á eftir komum
í röðinni, vorum stoltir af þeim og
réttum úr kútnum eftir bestu getu.
Við fundum svo vel, að við vorum
þeirra fólk, sem þau vildu mennta
og manna, sem allra best. — Slíkar
stundir gleymast aldrei.
Ég fullyrði, að frú Svava vann
sögulegt afrek með þjóðdansa-
kennslu sinni á Hvanneyri, því að
þeir breiddust út um allt land með
Hvanneyringum og finnast enn í
fjarlægum sveitum. Ég tel og
líklegt að þessi hreyfing hafi ýft
undir vakningu vikivakanna, sem
Helgi Valtýsson kom af stað síðar
og sýndir voru á Þingvöllum 1930
með glæsibrag.
Síðan tók Þjóðdansafélagið við,
en ungmennafélögin styðja hreyf-
inguna eftir mætti: Þjóðdansa-
félagið á mikla þökk skilið af hálfu
allra þjóðhollra manna fyrir starf
sitt. Það er og gaman að geta þess
hér, að Umf. Islendingur hefir æft
þjóðdansa seinni árin og hópur frá
því félagi var valinn til þess að
sýna dansana á norrænu þjóð-
dansamóti 1976.
Ég vil enda þennan kafla með
því að geta þess, hve gaman var að
vera gestur þeirra Hvanneyrar-
hjóna í jólaboðunum, sem ætíð
voru haldin fyrir heimilisfólkið og
skólapilta, sem ekki komust heim
til sín. Þá var veitt rausnarlega,
sungið og leikið. Húsbóndinn
stjórnaði söngnum, en húsfreyjan
var lífið og sálin í leikjunum,
stjórnaði þeim og kenndi nýja
leiki, sem hún kunni fjölmarga og
kenndi vel. Það voru ánægjulegar
stundir, þar sem allir skemmtu
sér.
II.
Aðra mynd á ég í huga mér af
frú Svövu, sem ég vil að hér komi
fram.
Það var að kvöldi hins 29.
október 1917 að ég, ásamt aldraðri
móður minni, kom að Hvanneyri.
Við vorum þreytt og göngumóð, á
leið til Reykjavíkur. Þá hafði ég
ekki komið að Hvanneyri síðan
vorið 1913, að ég lauk þar námi.
Húsbændurnir tóku okkur ágæt-
lega og við vorum að góðum
kvöldverði loknum leidd til sængur
í gestaherbergi hússins.
En þau undur skeðu þessa nótt,
að við vorum vakin með því að
rúða var brotin í herberginu og
okkur sagt að koma strax út, því
að húsið væri að brenna. Við
fleygðum okkur í einhver föt.
Mömmu var hjálpað út um glugg-
ann með eitthvað af fötunum, en
ég rétti út um gluggann allt, sem
lauslegt var í herberginu og ég réði
við, því eldurinn var ekki kominn
svo nærri þeim stað.
Þegar ut kom var auðvitað allt á
ringulreið, allir að vinna við að
bjarga því, sem bjargað varð úr
húsinu og síðan að verja leikfimis-
húsið, sem líka tókst. Nógur var
mannaflinn, því að 50 piltar voru
komnir til náms' í skólann og
heimamenn skiptu tugum. Skóla-
stjóri var jafnan fremstur í flokki
björgunarmanna og stjórnaði með
skörungsskap að vanda. Hann var
fyrstur vakinn, þegar eldsins varð
vart og v^kti sína heimamenn
fyrst. Miklar áhyggjur hafði hann
af því að ókunnir djarfhuga piltar
færu inn í húsið að reyna meiri
björgun. Setti því skólastjóri
nokkra öruggustu og æfðustu
vinnumenn sína til þess að líta
eftir að svo yrði ekki gert. Það
tókst vel, því að enginn meiddist
— nema skólastjóri sjálfur, sem
síðar verður sagt.
Ég ætla mér ekki að segja hér
sögu þessarar nætur. Það yrði efni
í langa ritgerð.
En ég ætlaði að segja frá starfi
frú Svövu þessa nótt, eins og það
kom mér fyrir sjónir. Ég sá hana
ganga þarna um klædda samfest-
ingi, eins og þeim sem karlmenn
notuðu á þeim tíma. Hún gekk
þarna um róleg og virðuleg og
vann hvað sem fyrir kom, hlynnti
að þeim sem eitthvað höfðu
skrámast og huggaði þá, sem
hugarvíl ásótti. Hún reyndist
örugg og sterk í vinnu sinni og
stjórn allri.
Mest reyndi á þrek hennar að
sjálfsögðu þegar maður hennar
veiktist og gat ekki stjórnað
lengur. Það vildi svo til að ég varð
ásjáandi að, hvernig það varð.
Eftir var að bjarga dýrmætum
bókaskáp út úr norðvestur stof-
unni og Halldór kallaði til okkar
einhverra, að koma nú og hjálpa
sér að ná út skápnum. Ég hlýddi
kalli, en reykur var svo mikill að
ég ætlaði að kafna, sneri tvívegis
við skreið loks inn á fjórum fótum.
Halldór var alltaf inni í reyknum.
Einhverjir fleiri hjálpuðu og — út
fór skápurinn. Þá var skólastjóri
örþreyttur og gat varla á fótum
staðið, svo að ég varð til þess að
verja hann falli. Auðséð var að
maðurinn var fárveikur, enda
reyndist hann rifbrotinn, hárið
sviðið á höfði hans og lungun full
af reyk.
Verst var, hvað hann ásakaði
sjalfan sig átakanlega fyrir þetta
óhapp, sem á engan hátt var hægt
að kenna honum. Þá komu þær þar
að, frú Svava og Kristjana. Við
studdum hann öll út í skóla, þar
sem hann komst í rúm og læknir
var sóttur. Ég minnist þess, hvað
frú Svava var þá örugg og reyndi
að draga úr þjáningum manns
síns, sem og tókst að nokkru. En
þegar skólastjóri var kominn í ró
fór frú Svava út á „„vígvöllinn" til
starfa á ný. Hún unni sér ekki
hvíldar fyrr en hættan var liðin
hjá og aðrir máttu einnig njóta
hvíldar. Svo sterk var hún þá,
þessi fíngerða kona, sem ég lýsti í
upphafi máls míns. Það er ekki
víst, að þessi mynd af henni hafi
áður verið dregin og því má hana
ekki vanta hér. Allir viðstaddir
dáðu þrek og dugnað frú Svövu
þessa nótt.
III.
Hér læt ég staðar numið.
Hvanneyri reis aftur úr rústum.
Ég átti þess kost að koma þar eitt
sinn aftur eftir þessa atburði,
meðan þau Svava og Halldór réðu
þar ríkjum. Þá var allt í blóma og
skemmtilegt að vera gestur þeirra
sem fyrr.
En svo kom grimm hönd örlag-
anna í líki veikinda, sem fjarlægðu
húsfreyjuna af heimilinu og lögðu
húsbóndann í gröfina um aldur
fram. — Um það ræði ég ekki.
En geta vil ég þess, að frú Svava
náði síðan þeirri heilsu, að hún
átti góða elli í skjóli dætra sinna
og bjó um tíma með vinkonu
þeirra hjóna Þorbjörgu Bjarna-
dóttur, er lengri tima var ráðskona
á Hvanneyri. Síðasta áratuginn
bjó hún hjá Valgerði dóttur sinni.
Fram til síðustu stunda greip hún
í að mála á postulín og naut þess
að hreyfa sig úti í hreinu lofti.
Ættingjar og vinir komu og
glöddust með sinni ágætu ætt-
móður, þegar heilsa hennar leyfði.
Þannig kvaddi ástsæll sonarsonur
hana fyrir nokkrum dögum.
En svo þrutu kraftarnir allt í
einu og hún leið burt eins og ljós.
Þjáningalaust að því er virtist og
mér er sagt að yfir henni látinni
hafi hvílt hin sama tiginmannlega
ró og friður, sem einkenndi hana
heilbrigða. Það er gott þegar menn
fá að kveðja heiminn á þann hátt.
Það var stór hópur heimilis-
manna á Hvanneyri, árin sem ég
dvaldist þar. Langflestir þeirra
eru nú komnir yfir móðuna miklu
og verða nú með í þeim glaða hópi
sem taka á móti hinni ástsælu
húsmóður og vinkonu í „varpan-
um“ svo notuð sé líking Davíðs. Ég
veit þó, að eftir eru nokkur gamal-
menni víðs vegar um land vort, er
sitja með votar brár og minnast,
en gleðjast þó í hjarta sínu yfir því
að ljóselsk sál er liðin til sælli
heima.
Fyrir hönd þeirra allra leyfi ég
mér að flytja vandamönnum frú
Svövu samúðarkveðjur um leið og
við blessum minningu hennar og
þökkum það sem hún var okkur.
Sjálfur trúi ég bókstaflega
orðum meistarans mikla um
híbýlin mörgu í húsi föðurins og ég
trúi því að í einu slíku híbýli hafi
himnafaðirinn ætlað hinni gáfuðu
og listrænu sál, sem við nú
kveðjum, eitthvert starf sem henni
hentar vel. Má vera að hún sé
strax farin að strá um sig
þekkingu, mannúð og mildi, sem
lyfti nýjum nemendum á æðra
stig, svo að hinn langþráði draum-
ur um eina hjörð og einn hirði
rætist sem allra fyrst.
Reykjavík 25. janúar 1979
Ingimar H. Jóhannesson.
Ég sem línur þessar rita átti
það sameiginlegt með frú Svövu
Þórhallsdóttur að bæði máluðum
við á postulín, og því langar mig að
minnast hennar og þess þáttar í
lífi hennar sem spannar yfir nær
fimmtíu ár.
Mér hefur alltaf fundist að
kynni mín af henni hafi hafist á
vissan hátt fyrir nær 40 árum, þó