Morgunblaðið - 30.01.1979, Side 39

Morgunblaðið - 30.01.1979, Side 39
persónuleg kynni hafi ekki orðið fyrr en löngu síðar. Eiginkona mín hafði verið í postulínsmálun hjá henni veturinn 1937—38 og fannst mér strax þessi fínlega iðja áhuga- verð og forvitnileg. Eg hafði jafn- vel hug á að komast í nám hjá þessari konu, sem ein kenndi þessa listilegu iðju hér á landi, en aldrei gaf ég mér þó tíma til þess. Mér fannst kynni mín við frú Svövu furðu raunveruleg þó ég hitti hana ekki fyrr en löngu seinna — með því að gera mér ótal ferðir í verslunina „Blóm og ávextir" ein- göngu til að skoða listilega málaða postulínshluti frá hennar hendi. Mér var þá fljótlega ljóst að kona þessi bjó yfir miklum listhæfileik- um, teikning og formskynjun var að mínum dómi frábær — litsjón og litskynjun með því besta sem ég hefi séð í postulínsmálun. Ef hún litaði flötinn var það ávallt í fullu samræmi við sjálfa myndina og sýndi það best hve næma til- finningu hún hafði fyrir sjálfum hlutnum sem hún var að mála. Hún gat jafnvel gert hlut sem mér fannst ekki fallegur í lögun, fagr- an og eftirminnilegan. Slíkt gera ekki nema þeir sem búa yfir miklum sköpunarhæfileikum. Eftir að ég kynntist persónulega þessari ljúfu, einlægu og eftir- minnilegu konu og sá meira af því sem hún hafði gert á langri æfi var ég sannfærður um að hún hefði náð mjög langt á næstum hvaða braut myndlistar, sem hún hefði lagt fyrir sig — svo miklum hæfileikum fannst mér hún búa yfir. Svava var kennari að mennt og mun hafa kennt teikningu um tíma. Hún stundar tvívegis nám í postulínsmálun í Danmörku og það er engum vafa bundið að hún mun hafa verið fyrsti íslendingur- inn sem lærir að mála á postulín. Árið 1934 hefst nýr þáttur í lífi hennar, hún setur á stofn og starfrækir kennslu í postulínsmál- un og er hún tvímælalaust fyrst hér á landi til að kenna þessa skemmtilegu listiðju, og það gerir hún í rúm 10 ár við góða aðsókn og góðan orðstýr. Eftir að hún hættir þessari kennslu má segja að enn hefjist nýr þáttur í æfi þessarar listfengu konu. Hún vill vera hún sjálf — að geta verið óbundin og frjáls í tjáningu sinni á hið fagra hvíta postulín, sem var hennar ástríða í nær fimmtíu ár. Eftir 1944 málar hún mikið og eingöngu til sölu. Hún ávann sér gott nafn á þessu sviði enda voru verk hennar mjög eftirsótt og eru enn. Frú Svava heimsótti mig nokkrum sinnum á seinni árum og þá gjarnan til að fá hjá mér hluti til að mála á. Elskulegri konu hef ég vart kynnst. Ógleymanlegt verður það mér hvað börn hennar sem með henni komu alltaf, hvert þeirra sem var, sýndu henni mikla alúð og umhyggju. Hún hlýtur að hafa verið góð móðir. Ég sendi öllum ástvinum hennar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning þessarar eftirminnilegu konu. Sæmundur Sigurðsson. Frú Svava Þórhallsdóttir var fædd í Reykjavík 12. apríl 1890. Voru foreldrar hennar hin merku hjón, Þorhallur Bjarnason, presta- skólakennari og síðar biskup og kona hans, Valgerður Jónsdóttir. Var Þórhallur biskup, sem kunnugt er, sonur sr. Björns Halldórssonar í Laufási við Eyja- fjörð og konu hans, Sigríðar Éinarsdóttur. En foreldrar frú Valgerðar voru Jón bóndi Halldórsson á Bjarnastöðum í Bárðardal og Hólmfríður Hans- dóttir, kona hans. Um móður sína hefir frú Svava skrifað mjög fagra og hlýlega minningagrein í bókina Móðir mín, er út kom árið 1949. Gefur hún glögga lýsingu á æskuheimili sínu, biskupssetrinu í Laufási við Reykjavík, uppeldi sínu og systk- ina sinna, þar sem æskuárin liðu við leik, nám og starf, og einnig hinu nána sambandi hennar við foreldra sína, sem hún bæði virti og elskaði. Ekkert af því skal MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 39 endurtekið hér, en lestur slíkrar ritsmíðar finnst mér hverjum manni hollur. Sjálf var hún önnur í röð fjögurra barna biskupshjónanna. Voru systkini hennar, sem kunnugt er, Tryggvi síðar alþingism. óg forsætisráðherra Björn, er lést ungur að aldri 1916, og Dóra, forsetafrú. Það mun vera mál flestra kunnugra að á heimilinu í Laufási hafi blandast saman hið besta úr íslenskri þjóðmenningu og þeir straumar erlendra menningar- áhrifa er um ísland léku á þeim árum. Auk þess sem Þórhallur biskup, faðir hennar, var með virtustu embættismönnum þjóðar- innar, bæði sem kennari og kirkju- leiðtogi, var alþjóð einnig kunnug áhugi hans fyrir framförum íslenskra atvinnuvega, einkum landbúnaðar. Sýndi hann það ekki aðeins í orði, heldur einnig í verki, með því að reisa í útjaðri Reykja- víkur búgarö, er áreiðanlega var til mikillar fyrirmyndar í íslensk- um landbúnaði þá. Hins vegar hafði hann sótt háskólanám sitt til Kaupmannahafnar en þá var sú borg nokkurs konar hliðskjálf íslenskra menntamanna til að kynnast bæði andlegum og verk- legum framförum í menningarlífi Evrópu. Sama mátti segja um frú Val- gerði. Hún var fósturdóttir hins þekkta athafnamanns Tryggva Gunnarssonar og konu hans, Halldóru Þorsteinsdóttur, og henni náskyld. En vegna sinna margþættu starfa varð Tryggvi að dvelja í Kaupmannahöfn árum saman. Þannig var æskuheimili Svövu Þórhallsdóttur og engir kunnugir munu efast um að hin unga biskupsdóttir hafi bæði kunnað og viljað notfæra sér til þroska þau áhrif og þá möguleika, er aðstaðan og umhverfið buðu. Tæplega tvítug að aldri tók hún kennarapróf og sigldi litlu síðar til Svíþjóðar til þátttöku í kennaranámskeiði. Að eðlisfari var hún listræn og lagði stund á að þroska þá hæfileika. Málaralistin var henni hugfólgin enda lýsir hún því sjálf hve hún á unga aldri hreifst af fegurð og litskrúð blómanna. Tvívegis fór hún til Danmerkur og lagði stund á postulínsmálningu. Kenndi hún þá grein í Reykjavík um árabil. Tónlistaráhuga átti hún einnig í ríkum mæli og lék mjög vel á píanó. Er þó ótalið eitt, er ekki má gleyma, og það er áhugi hennar á bókmenntum, einkum skáldskap og heimspeki. Af þeim bókmennta- greinum las hún mikið og þýddi bækur heimspekilegs efnis. Hinn 10. maí 1911 giftist hún frænda sínum, Halldóri Vilhjálmssyni, skólastjóra á Hvanneyri. En hann var sonur Vilhjálms Bjarnasonar, bónda á Rauðará við Reykjavík Halldórs- sonar, prests í Laufási. Þau hjón voru því bræðrabörn. Hafði Halldór tekið við skólastjórn á árið 1907. Börn þeirra Halldörs og Svövu voru fimm: Valgerður, Sigríður, Svava, Björn og Þórhallur. Eru þau öll á lífi, nema Sigríður, sem lést árið 1956. Undirritaður var einn þeirra nemenda Hvanneyrarskólans, er fyrst kynntist frú Svövu, er hún hafði verið skólastjórafrú og hús- móðir á Hvanneyri um árabil. En þar sem svo atvikaðist að ég starfaði þar nokkru lengur en skólavistinni nam, þá taldi ég mig kynnast henni betur en ella hefði orðið og jafnframt læra að meta hana meira. Að vísu þurfti ekki að dvelja lengi á skólanum eða heim- ilinu til að sjá, hve þar fór afburða glæsileg kona með sérstakan per- sónuleika og fágaða framkomu gagnvart hverjum sem var. Það var sú mynd, sem við nemendur fengum af henni við fyrstu kynn- ingu. Og þótt hún tæki að jafnaði ekki mikinn þátt í stjórn hinna daglegu starfa, vegna þess að slíkt var öðrum falið, en þegar einhver sérstök atvik voru til staðar var ljóst að hún var húsmóðir staðar- ins. Allir þeir nemendur, er svo langt voru komnir, að þeir gátu ekki farið heim til sín í hátíðar- leyfum, munu með ánægju minn- ast þeirra kvelda, þegar öllum var boðið inn til skólastjórahjónanna. Þá voru þau bæði jafn samhent í því að gera okkur stundirnar sem allra ánægjulegastar, bæði með söng og leikjum. Satt að segja var ég undrandi á því, hve mikið hún kunni af gömlum íslenskum leikj- um og var jafnframt lagin á að fá alla viðstadda til þátttöku. í því held ég að einmitt hafi gætt áhrifa frá æskuheimilinu. Og við, sem unnum á heimilinu við hin daglegu störf t.d. heyskapinn, höfum líka ýmislegs að minnast. Þegar veðr- áttan krafðist þess að unnið væri fram yfir venjulegan vinnutíma, þá man ég eftir að hún kæmi sjálf síðla kvölds með hressingu til fólksins. Því miður átti hún alloft við heilsuleysi að stríða. Auðvitað hlaut það að lama þrekið og slæva þau kynni, sem bæði nemendur og starfsfólk fengu af henni sem húsmóður. I minningum hennar um móður sína, sem fyrr er á minnst, kemur mjög vel fram, hve innilega hún dáir trúartraust móðurinnar og þann styrk, er það hafi veitt henni í langvarandi veikindum. Mér finnst að svipað megi segja um hana sjálfa. Áður er minnst laus- lega á bóklestur hennar. Hann var henni meira en afþreying. Ég er viss um að hún lagði íhugult mat á efni þess, er hún las. Hún kynnti sér viðhorf merkra heimspekinga og ég hygg að hún hafi reynt að skilja mannlífið út frá þeim við- horfum ásamt þeirri guðstrú, sem hún hafði fengið í arf í föðurgarði. Þetta tvennt finnst mér að hafi verið hennar andlegi styrkur. Vil svo enda þessar línur með innilegustu samúðarkveðjum til barna hennar, tengdabarna og barnabarna. Ásmundur Sigurðsson + Hjartkær eiginkona mín og móöir okkar SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR frá Skaftafelli, Ljósvallagötu 32, lést aö Landakotsspítala aö kvöldi 26. janúar. Fyrir hönd aöstandenda. Guömundur Bjarnason og dætur. + Móöir mín, GUÐRÚN STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Mel, Hraunhreppi, er lésl 23. janúar að sjúkrahúsi Akraness verður jarösungin frá Akraneskirkju miövikudaginn 31. janúar kl. 2. e.h. Aðaleteinn Pétursson. Í Eiginkona mín og móöir okkar BERGÞÓRA PÁLSDÓTTIR, Stórageröi 28, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 30. janúar kl. 3 e.h. Gústaf Kristiansen Þóra Kristiansen, Svandís Kristiansen. + Útför eiginmanns míns, föður og tengdafööur GUNNARS GILS JÓNSSONAR, Mávahlfó 13, veröur gerö frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 31. janúar kl. 10.30 f.h. Vigdís Oddsdóttir Haukur Gunnarsson, Guörún Gunnarsdóttir, ólafur Jónsson Útför föður okkar + KRISTJÁNS VIGFÚSSONAR veröur gerö frá Fossvogskirkju miövikudaginn 31. janúar kl. 1.30 e.h. Erla Kristjánsdóttir, Sólrún Kristjánsdóttir. + Móöir mín, tengdamóöir og amma, GUDFINNA TORFADÓTTIR veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju miövlkudaginn 31. janúar kl. 3. Þóröur Þorfinnsson, Stella Guövaröardóttir og barnabörn. + Eiginmaöur minn, BENEDIKT HELGASON, Holtsgötu 21, lést á Borgarspítalanum föstudaginn 26. janúar. fyrir hönd barna hins látna og annarra ættlngja, Marfa Pálsdóttir. Hugheilar þakkir fyrir auösýnda mannsins míns, föður, tengdaföður og afa SÖREN BÖGESKOV, Safamýri 56. Guö blessi ykkur öll. Ágústa Bögeskov Marie Bögeskoy, Hilmar Björnsson Kristfn Bögeskov Björn Sigurösson, Lilja Bögeskov. Pátur Pétursson og barnabörn. + samúö og hlýhug viö andlát og útför + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir, dóttir og systir GUDNÝ INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Kúrlandi 30, veröur jarösett frá Bústaðarkirkju fimmtudaginn 1. febrúar kl. 1.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Þeír sem vildu minnast hennar látl líknarstofnanir barna njóta þess. Gunnar G. Einarsson, Ragnar Jón Gunnarsson, Helga Birna Björnsdóttir, Einar Berg Gunnarsson, Svanhvít Bára Karlsdóttir, Þórey Björg Gunnarsdóttir Hafdís Lilja Gunnarsdóttir. Þórey Jónsdóttir, Guóbjörg Jónsdóttir, + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför eiginmanns mfns, fööur, tengdafööur og afa ÁRNA RUNÓLFSSONAR Sunnubraut 21, Akranesi. Sérstakar þakkir færum viö kirkjukór Akraness fyrir hlýhug og aöstoö. Gróa Gunnarsdóttir Þórunn Árnadóttir, Böövar Þorvaldsson, Þórdís Árnadóttir, Halldór Guömundsson, Óskar Guöjónsson Anna Þorsteinsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.