Morgunblaðið - 30.01.1979, Side 41

Morgunblaðið - 30.01.1979, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 41 félk f fréttum + Rithöfundurinn brezki Robert Graves er vafalítið einn kunnasti rithöfundur vorra tíma. — Þó mikið liggi eftir hann. alls um 150 bækur og verk. hefur sjónvarpið átt trú- lega mestan þátt í frægð hans og þeirri viðurkenningu sem hann hefur hlotið — og eru það þá sjónvarpsþættirnir Ég Kládíus. sem gerðir eru eftir bók hans. Rithöfundurinn er nú orðinn 83ja ára gamall. Ilann hætti að skrifa fyrir 3 árum. Hann hefur sagt frá því í blaðasamtali, að allt frá ungl- ingsárum hafi hann fyrst og fremst verið unnandi ljóðsins. Graves hefur búið á Mallorka um margra áratuga skeið, í litlu þorpi þar á eyjunni, og þorpsbúar kalla hann Don Robert. Hann nýtur lífsins í þessum rólega bæ ásamt eigin- konu sinni, Beryl. Hún er seinni kona rithöfundarins og eiga þau f jögur börn, en f jögur börn átti hann með fyrri konu sinni, svo Graves er átta barna faðir. Sagt er að hann hafi aldrei séð Kládfus-þættina á ensku, en þeir hafa hlotið miklar vinsældir suður á Spáni. Myndin hér að ofan var tekin af Robert Graves er hann í fyrsta og einasta skiptið kom til Rómaborgar og heimsótti söguslóðir sinar, — ekki alls fyrir löngu. Svarfdælingur? + bessi mynd minnti okkur á Jóhann Péturs- son Svarfdæl- ing, hæsta ís- lending fyrr og síðar, sem lið- lega tvítugur að aldri reyndist vera 220 sm hár. — Hann fór scm kunnugt er í kvikmynda- bransann vestur í Ameríku. — Þar er einmitt þessi risi og þetta smáfólk sem með honum er. Koma þremenningarn- ir fram í kvik- mynd sem verið er að gera og heitir „Side Show“. Risinn Sandy Allen er rétt innan við 240 sm á hæð, en smáfólkið. frök- en Patty Malone og Jerry Marren, eru hvort um sig rétt innan við 120 sm. Sumir eru jaf n- ari en aórir Blaðinu hefur borizt eftirfar andi frá Skólafélagi Menntaskól- ans á ísafirðii Þegar landsfeðurnir tala til þjóðarinnar á tyllidögum ræða þeir jafnan mikið um það, hversu dýrðlegt það sé að byggja land, svo til allir hlutir margfalt fullkomn- ari en annars staðar, og það sem ekki sé þegar orðið fullkomið stefni í það minnsta hraðbyri að því marki. Þá er gjarnan minnst á jafnrétti til náms og að á Islandi sé enginn stéttaskipting. „Þjóðin er eins og ein stór fjölskylda" er jafnan viðkvæðið. Allir eru sagðir standa jafnt að vígi, hafi jafna möguleika til náms og atvinnu. Væri þetta rétt, hlytu þeir sem ekki tekst að afla sér menntunar að vera heimskari en aðrir, enda er því haldið fram. En þetta er ekki rétt. Á Islandi er ekki jafnrétti til náms. Það er ekki rétt að allir hafi jafna möguleika til að afla sér menntun- ar. Dreifbýlisungmenni hafa mun minni möguleika til að ljúka námi en þau sem geta sótt skóla í heimabyggð sinni og geta þar af leiðandi verið í fæði hjá foreldrum sínum. Þetta verður síðan til þess, að það eru börn sem ekki þurfa að fara að heiman í skóla sem fá mesta menntun og valdastöðurnar í þjóðfélaginu. Tilefni þessara skrifa er reyndar að vekja athygli á einum þeim kostnaðarlið námsmanna sem ekki hvað síst viðheldur þessu ástandi, þ.e. mötuneytiskostnaði í mennta- skólum. Eins og hlutum nú er háttað, greiða mötunautar í menntaskóla- mötuneytum allan kostnað við rekstur þeirra, þ.e. bæði hráefni og laun starfsfólksins. Þetta verður það mikil upphæð á hvern og einn að það verður ekki svo auðhlaupið að því að vinna fyrir því yfir sumartímann, ef menn ætla líka að eiga fyrir fötum, skólabókum og öðrum nauðsynlegum hlutum. I vetur er t.d. gert ráð fyrir 60.000.- króna kostnaði á mánuði per mötunaut í mötuneyti Mennta- skólans á Isafirði. Þetta þykir okkur há upphæð. Svo há að ekki verður við unað. Sömu sögu er að segja úr öðrum menntaskólum þar sem mötuneyti eru starfrækt. Kostnaður á mann er svipaður, og allt að 40% af upphæðinni eru laun starfsfólks. Það er því sanngjörn krafa Landssambands Mennta- og fjölbrautaskólanema að ríkið greiði allan launakostnað starfsfólks í mötuneytum skól- anna. Án þess er tómt mál að tala um jafnrétti til náms á Islandi. Með þessum háa kostnaði er verið að tryggja það að börn dreifbýlis- fólks verði aldrei annað en lág- launafólk, sem sagt, að viðhald óþolandi misrétti. Skólafélag Menntaskólans á ísafirði. Athugasemd við leiðara í Morgunblaðinu 24. jan sl. er hluti leiðara blaðsins helgaður erindum Þorsteins Helgasonar um Kampútseu í Ríkisútvarpinu og Einingarsamtökum kommúnista (m-1). Ekki sé ég hvað það kæmi andstæðum skoðunum hans og Mbl. eða EIK (m-1) og Mbl. við. En hitt er þó rétt að Þorsteinn er ekki félagi í Einingarsamtökunum. Á umræðufundi þeirra með Elínu Pálmadóttur um Kampútseu var Þorsteinn í tvígang kynntur sem óháður framsögumaður. Ætti Elín að geta staðfest það. Að vísu stóð í Verkalýðsblaðinu 1. tbl. 1979 að Þorsteinn talaði fyrir hönd EIK (m-1) og er ónákvæmni í vinnslu blaðsins um að kenna — enda aðeins um auglýsingu að ræða. Þessi rangfærsla var leiðrétt t.d. í auglýsingu í Þjóðviljanum 18. jan. Það er þó ekki þetta atriði sem er aðfinnsluvert í leiðaranum, heldur það að höfundi hans finnst rangt að Þorsteini sé hleypt að hljóðnemanum í hljóðvarpinu „til að verja rauðu khmerara". Elin Pálmadóttir fékk tækifæri til þess að „ráðast á rauðu khmerana" í hljóðvarpi fyrir skömmu. Varla er það „lýðræði á útopnu" — eins og leiðarahöfundur kemst að orði — ef Elín og Mbl.-menn hafa einka- leyfi á sannleikanum um Kampút- seu? Einhvern tíma hefur Mbl. mót- mælt því að einungis ein ákveðir skoðun á hverju máli fái að heyr- ast og birtast. Vill leiðarahöfund- ur ekki standa við það? Lokaorð Elínar á fundi EIK 8m-l) um Kampútseu voru þessi: Það var áhugavert að fá að skipt- ast á skoðunum við ykkur í kvöld.‘ Hér er örlítið meiri víðsýni á ferðinni en í leiðara Mbl. og mætti höfundur hans læra af starfsbróð- ur sínum. Með þökk fyrir birtinguna, Ari T. Guðmundsson, formaður miðstjórnar EIK (m-1). Á myndinni eru forstöðukona SH, Guðlaug Sigmarsdóttir, Guðrúr Sigfúsdóttir, formaður styrktarsjóðs, og Gísli Auðunsson Iæknir. Húsvíkingar eignast sogklukku NÝLEGA afhenti Styrktar- sjóður kvenna við Verkalýðsfé- lag Húsavíkur sjúkrahúsinu í ■Húsavík að gjöf sogklukku (Electric Extractor/ Aspiration pump) til notkunar á fæðingar- deild sjúkrahússins. Verðmæti gjafarinnar er kr. 438.000,- utan innflutningsgjalda og sölu- skatts, en fjármálaráðuneytið gaf eftir þessi gjöld. Sjúkrahúsið færir gefendum alúðarþakkir. Meðf. mynd er tekin við afhendingu gjafarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.