Morgunblaðið - 30.01.1979, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 30.01.1979, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979 45 JJ | VELVAKANDI £ SVARAR j SÍMA «0100 KL 10—11 FRÁ MANUDEGI • Brandari eða hæðni? Stefán málari og bóndi í Möðrudal hefur verið búsettur í Reykjavík um skeið en aldrei þó slitið tengslin við búskapinn al- gjörlega. Hann á fáeinar kindur austur á Héraði, en nú hefur hann hug á að bæta dálítið við bústofn- inn og hafa einnig fáeinar kindur í grennd við sig í Reykjavík. Hafði Stefán augastað á því að hýsa þær í fjárborgunum innan borgar- markanna, og í því skyni brá hann sér á skrifstofu borgarstjóra, þar sem hann bar upp erindi sitt um að fá lóð undir þessar fáu kindur og kannski hesta líka. Hins vegar er ekki laust við að Stefáni hafi sárnað viðbrögð þeirra sem urðu fyrir svörum á borgarskrifstofun- um. „Ég veit ekki hvort þetta átti að vera brandari eða hvort þeir bara að hæðast að mér,“ sagði Stefán og sýndi okkur nótuna sem þeir skrifuðu fyrir hann. Þar stendur: „Þórður Þorbjarnarson, Skúlatúni 2. Hann úthlutar lóðum undir kindakofa á Austurvelli gegnt Alþingi." Mér þykir nú samt að gamall bóndi eiga skilið að fá kurteislegri viðtökur en þetta lýs- ir,“ sagði Stefán. • Nám, minni, gleymska I Morgunblaðinu 9. þ.m. stóð eftirfarandi: „í sjónvarpi í kvöld kl. 20.55 hefst fræðsluþáttur um fyrirbærin að læra, muna og gleyma." Mér skildist af þessari setningu að hér væri um fleiri en einn þátt að ræða, en svo virðist ekki vara. Þrátt fyrir ágætan þátt um tímabært efni, fannst mér hann allt of samanþjappaður og Friðrik G. Friðriksson félagsfræðingur vera að brjóta þær reglur sem hann boðaði í þættinum fyrir kennara, þ.e. að koma ekki með of mikið af upplýsingum í einu. Þar af leiðandi væri æskilegt að fá þáttinn endursýndan sem fyrst og helst sem oftast. Virðingarfyllst, ' 7800-4061. Þessir hringdu . . . • Vísað frá Gísli Jóhannesson hringdi: „Ég fór hér um daginn niður á skattstofu til að fá aðstoð við að útfylla skattskýrsluna mína. Ég var að gifta mig og þurfti því að fá hjálp við ýmislegt sem ég hafði ekki þurft að útfylla á skýrslunni áður. Niðri á skattstofu fékk ég það svar, að ég skyldi fara til manns nokkurs og hann myndi hjálpa mér. Ég fer þangað og spyr hvað kosti að fá skattskýrsluna gerða. Svarið var, að það kostaði 17.000 krónur. Ég hef í mörg ár farið niður á aldrei þurft að borga fyrir það skattstofu og fengið hjálp við krónu. Nú í ár er mér í fyrsta útfyllingu skattskýrslunnar og skipti vísað frá.“ SKATTSTOFj póstkasa HÖGNI HREKKVÍSI „Annar leynifundur í Högna-sambandinu!u Sigurður Óskarsson, Hellu: Óhæfilegt raf- orkuverd er k j ar asker ðing Fyrir s.l. áramót sendi sýslu- nefnd Rangárvallasýslu iðnaðar- ráðherra ályktun þar sem þeirri áskorun er beint til stjórnvalda, að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til leiðréttingar á þeim ósann- gjarna og óeðlilega mismun sem er á raforkuverði milli einstakra byggðarlaga. Hliðstæð ályktun var send 17. nóv. s.l. frá Atvinnumála- nefnd Rangárvallasýslu til félags- málaráðherra og í des. s.l. afhentu þrír fulltrúar 1318 undirskriftar- aðila úr Rangárvallasýslu iðnaðar- ráðherra mótmælaskjal varðandi mál þetta. í framhaldi af þessum mótmæl- um, sem að sjálfsögðu eiga sér stuðning hvers einasta raforku- neytanda í Rangárvallasýslu, sem lætur sig mál þetta varða þá fann rafmagnsstjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur sig knúinn til þess að telja Rangæingum trú um að dýra raforkan sem þeir kaupa væri alls ekki of dýr. „Svona miðað við aðstæður." Taxtarnir væru gamlir og úreltir hjá RARIK og af mál- flutningi þessum mátti helst lesa, að hér skyldi gilda hið sama og um fágæt listaverk, að vegna sérstöðu taxtanna og þess hve flóknir þeir eru og gamlir þá skyldu þeir dýrt seljast. Miðað við aðstæður væri þetta nánast gjafverð og furðulegt að neytendur í Rangárvallasýslu væru að vasast í mótmælum vegna þessa. Hvað rafmagnsstjóra Raf- magnsveitu Reykjavíkur kemur það við hvort við Rangæingar erum sáttir við raforkuverð okkar eða ekki fæ ég ekki í fljótu bragði séð, en að læðist sá grunur, að hér sé um að ræða viðbrögð fulltrúa þeirra sem njóta þess á hag- kvæmum kjörum sem annar borg- ar of dýru verði. Ég tel ástæðulaust að fram haldi upptalning á töxtum raf- veitna í dagblöðum vegna þessa máls enda nægjanlegt þegar komið í ljós hvað þá varðar og öllum ljós sá óhæfilegi munur sem á raforku- verði er milli einstakra byggðar- laga. Þessi óeðlilegi mismunur á raforku er að sjálfsögðu tilfinnan- legastur á þeim landssvæðum þar sem raforkan hefur verið nýtt í verulegu magni til húsahitunar. Einmitt þetta hefur gerst í Rangárvallasýslu. Hjá húseigend- um í Rangárvallasýslu er aðeins um tvennt að velja hvað húsahitun varðar, raforku eða olíuupphitun. Vegna fyrirheita um eðlilegt raf- orkuverð til húsahitunar hafa fjölmargir húsbyggjendur á síðustu árum stefnt að rafhitun í stað olíukyndingar. Áhöld eru um það í dag hvort ekki sé hagkvæmt að fjarlægja rafhitun úr íbúðum og leggja þess í stað olíuhitunar- kerfi. Kostnaður við upphitun meðal einbýlishúss nemur allt að 50 þúsund krónur yfir vetrarmán- uð. Hvað varðar rekstur iðnfyrir- tækja og bændabýla þá hafa þær spurningar vaknað hjá viðkomandi aðilum hvort ekki væri tímabært að kaupa erlendar díselvélar sem brenna innfluttri olíu í stað þess að nota þá orku sem seld er frá Rafmagnsveitum ríkisins. Hér um ræðir m.a. að dreifikerfið er svo ófullkomið, að tiltölul. fá bændabýli hafa völ á nema eins fasa rafmagni, sem ekki gefur þá möguleika sem þarf til að nýta þá tækni sem nauðsynleg er. Mismunun á raforkuverði milli einstakra byggðarlaga er í dag stórfelld mismunun á kjörum. óhæfilegt raforkuverð er kjara- Sigurður óskarsson skerðing sem ekki verður við unað. Við teljum okkur hafa efni á því að selja erlendri stóriðju raf- orku á lágu verði, en á sama tíma er þessi orka seld hluta lands- manna á verði sem er jafn hátt eða jafnvel hærra en orka sem fram- leiða má úr olíu sem er verðlögð í stríðsbrjáluðum Austurlöndum nær. Það er mikill misskilningur ef einhverjir rafmagnsstjórar í ein- hverjum rafveitum á íslandi halda það að við Rangæingar vitum ekki hvar meginhluti rafoku lands- manna er framleiddur. Meginhluti raforku landsmanna er nefnilega framleiddur á hagstæðu framl. verði í okkar héraði. Úr fallvötn- um sem renna um héraðið. Verka- menn okkar hafa reist þessi iðju- ver og eru að reisa þau. Háspennu- línurnar sem flytja ódýru raf- orkuna til lágtaxtasvæðanna liggja um sveitirnar hér. Og svo halda einhverjir að við séum tilbúnir til þess að gleypa það ómelt, að það sem okrað er á okkur sé okkur af lítillæti nánast gefið. Það er tímabært að upplýsa það, að Rangæingar una ekki við það lengur sem nú gildir í þessum málum. Næsta skrefið verður, að landsmenn ALLIR skulu njóta þess hagnaðar JAFNT sem er því samhliða að eiga ódýra hag- kvæma orku. Hcllu 23. jan. 1979. Siglufjörður: Góður afli togaranna Siglufirði 27. janúar TOGARARNIR héðan hafa aflað vel að undanförnu. Sigluvík var væntanleg hingað í dag með um 100 tonn eftir viku veiðiferð og Stálvíkin kom hingað í gær- morgun með um 35 tonn eftir aðeins tveggja daga útiveru. Stálvíkin hélt aftur á veiðar í gærkvöldi. Viðgerð er loks lokið á nýjasta togaranum, Sigurey, en bilun í sveifarás hefur valdið miklum frátöfum. Á mánudag selur Sævíkin í Grimsby ef verk- fall flutningamanna þar kemur ekki í veg fyrir söluna. Sævíkin var á línu og ísaði aflann um borð. Sú breyting verður á högum Vegagerðarinnar hér um mánaðamótin að framvegis verður snjóruðningstæki haft hér en ekki á Sauðárkróki eins og verið hefur. Á þetta að auka mjög öryggi og bæta snjómokst- ur héðan frá Siglufirði. - mj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.