Morgunblaðið - 30.01.1979, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1979
Rocky með þykkt nef,
svört gleraugu, munn-
stór með afbrigðum og
síhlæjandi. Þannig er
hann án efa í hugum
margra sem fylgdust
með ferli hans nokkuð.
„Með það í huga hvað ég átti.
og hver ég var, að hverju hafði
ég öðru að keppa en forsetaem-
bættinu?“ Þetta sagði Nelson
Rockefeller er hann var að því
spurður hvers vegna hann
hefði sótzt svo mjög eftir því að
komast í forsetastól Banda-
rikjanna — en það var eitt af
þvi fáa sem auðurinn gat ekki
fært honum. Hann keppti
margsinnis að því að ná útnefn-
ingu repúblikana en tókst það
aidrei. Það næsta sem hann
komst Hvíta húsinu var tíma-
bilið frá 19. desember 1974 til
janúar 1977 er hann var vara-
forseti Geralds Fords Banda-
ríkjaforseta, en þeir voru báðir
í þeirri sérkennilegu aðstöðu
að vera ekki til starfanna
kjörnir af þjóðinni.
Nelson Rockefeller var fædd-
ur í Maine 8. júlí 1908, sonur
John D. Rockefellers II, en faðir
hans John Rockefeller I. hafði
með olíubraski lagt grundvöll að
auði fjölskyldunnar sem enginn
AðNelson
Rockefeller látnum
virðist vita nákvæmlega hversu
mikill er. Af systkinum Nelsons
lifa nú aðeins tveir bræður
Laurence og David en tveir
bræður og ein systir hafa látizt
á allra síðustu árum, John D. II,
faðir Nelsons, var frægur fyrir
mannúðar- og líknarstarfsemi
sína og stórbrotin framlög til
menningar- og góðgerðarstarf-
semi. Nelson Rockefeller og
systkini hans ólust upp við
allsnægti og ungur að aldri hóf
hann afskipti af stjórnmálum.
Hann varð ríkisstjóri New York
1958 og sat í fjögur kjörtímabil.
Hann taldist í frjálslyndara
armi Repúblikanaflokksins og
hlaut mikið ámæli er hann
lagðist gegn framboði Gold-
waters árið 1964. Meðan hann
var ríkisstjóri í New York tók
hann ýmsar ákvarðanir sem
reyndust umdeildar. Og stjórn-
málafréttariturum ber saman
um að áhrif hans á bandarísk
stjórnmál muni verða rökrædd
jafn lengi og bandarískir ræða
stöðu fjölskyldu hans í banda-
rískri sögu.
Nelson Rockefeller var einnig
einkar listelskur maður og átti
allan heiður af því að stofna
Museum of Modern Art í New
York en það starf hóf móðir
hans og The Museum of
Primitive Arts sem var hans
hugmynd og hann vann að því af
miklu kappi. Eftir að hann
hætti sem varaforseti vann
hann mikið starf við útgáfu á
eftirprentunum ýmissa stór-
frægra málverka sinna.
Nelson Rockefeller olli miklu
fjaðrafoki árið 1961 þegar hann
tilkynnti að hann og eiginkona
hans í þrjátíu ár væru að slíta
samvistum. Skilnaður var þá í
augum bandarískra kjósenda
meiri háttar hnéyskli. Engu að
síður tókst Rockefeller að halda
stuðningi kjósenda sinna við
ríkisstjórakjör eftir þetta. Hann
giftist síðar Margarett Murphy,
sem kölluð var Happy, fráskil-
inni konu sem missti forræði
tveggja barna sinna við þessa
atburði og var þetta allt hið
mesta mál í Bandaríkjunum á
sinni tíð. Þau hjón áttu tvö börn.
Af fyrra hjónabandi lifa Nelson
fimm börn hans.
Rockefeller naut hylli landa
sinna um margt. Hann var
kallaður Rocky af þeim sem
þekktu hann ekki, en „hr. ríkis-
stjóri" af þeim sem unnu með
honum. Hann var glaðsinni og
hress maður í bragði, og um
margt ákveðnari og einarðari en
menn töldu hann. Ford, fyrrver-
andi Bandaríkjaforseti, var á
ferð í Jórdaníu þegar fréttin um
lát Rockefellers barst honum.
Hann sagðist harma hið snögga
fráfall hans og sagði: „Banda-
ríska þjóðin hefur misst mikil-
hæfan leiðtoga sem af óeigin-
girni varði kröftum sínum alla
ævi í hennar þágu og heimurinn
hefur misst mikilsháttar mann
sem gæddur var framsýni, vís-
dómi og skilningi."
Rockefeller ásamt eiginkonu sinni.
Páf a vel tekið í
kidíánabyggðiiin
Cuilapan, Mexíkó, 29. janúar. AP. Reuter.
JÓIIANNES PÁLL páfi annar fagnaði ákaft og haðaði út höndunum
þegar hann kom á vit Indíánanna f Cuilapan, sem er lítið indfánaþorp i
fylkinu Oaxaca í Suður-Mexíkó. Páfi hélt á barmamiklum stráhatti
þegar hann sté út úr þyrlu í Cuilapan, en þar tóku hundruð þúsunda
skrautklæddra Indfána á móti honum og sungu nafn hans f sífellu.
Páfi flutti Indíánunum sérstaka ræðu sem rituð hafði verið á tungu
Indíánanna. I Mexíkó eru tveir megin-kynþættir Indíána, samtals um
300.000, og rekja þeir ættir sínar langt aftur fyrir komu Kólumbusar til
Ameríku. Mikill fjöldi Indíána frá Norður-Guatemala hafði flykkst til
Cuilpan til að berja páfa augum.
Hápunktur ferðar páfa til Mexíkó var í gær, en þá setti hann þriðju
ráðstefnu biskupa frá Latnesku-Ameríku í borginni Puebla. í ræðu sinni
þar veittist páfi að þeim kirkjunnar þjónum sem tæku þátt í
stjórnmálavafstri. Hann veittist einnig að byltingarsinnuðum umbóta-
mönnum innan kirkjunnar. Jafnframt sagði hann að ofbeldi í þágu
þjóðfélagslegra umbóta væri ekki sér að skapi.
Að sögn sérfræðinga var ræða páfa opinská árás á presta sem leita
kenningum sínum stoð í marxisma. Einnig fordæmdi ræðan þá sem lýsa
Jesúm sem byltingarsinna sem átt hafi í stéttabaráttu. Ennfremur var í
ræðunni að finna gagnrýni á marxismann.
Herir Pol
Pots í sókn?
Bangkok, Thailandi, 29. janúar.
KUNNUGIR telja að talsvert sé til í
þeim frásögnum forsvarsmanna
herja Pol Pots fyrrum leiðtoga
Kambódíu, að innrásarherir hörfi
nú fyrir hcrsveitum hliðhollum Pol
Pots.
Sagt var að herir Pol Pots væru í
sókn til Phnom Penh úr öllum áttum
á mánudag, og að unnist hefðu sigrar
í átökum við innrásarheri á öðrum
stöðum í landinu.
Ræninginn
yfirbugadur
Tókýó, 29. janúar. Reuter. AP.
Lögreglu tókst á sunnudag að
særa og yfirbuga mann sem á
föstudag hertók banka í Osaka og
krafðist fjórðungs milljónar Banda-
ríkjadala í lausnargjald fyrir 38
manns sem hann tók gíslingu.
Ræninginn myrti fjóra þegar hann
hóf aðgerðir sínar í bankanum. í
lögregluaðgerðunum, sem aðeins
stóðu yfir í eina mínútu, tókst
lögregluþjóni að laumast að fylgsni
ræningjans og hæfa hann tveimur
kúlum af stuttu færi. Ræninginn var
að lesa í blaði þegar skotárásin
hófst, og þótt hann væri með byssu í
hönd tókst honum ekki að svara
árásinni. Ræninginn lézt síðar á
sjúkrahúsi.
Arne
Geijer látinn
Stokkhólmi, 29. janúar. AP.
Arne Geijer, fyrrverandi verka-
lýðsleiðtogi í Svíþjóð og framá-
maður í flokki sósíaldemókrata,
lézt á laugardag.
Geijer, sem var 68 ára að aldri,
hneig niður við vinnu sína á
laugardag og lézt um kvöldið á
sjúkrahúsi. Að sögn sjúkrahús-
yfirvalda er heilablæðing talin
vera orsök andláts Geijers.
Geijer var leiðtogi sænskra
verkalýðsfélaga á árunum
1956—1973 og þingmaður á árun-
um 1955-1975.
Kaupmannahöfn:
Sendiherra Irans
tekinn í gíslingu
Kaupmannahöfn, 29. Jan. Reuter
HÓPUR írana, líklega 15-20
manns, réðst í dag inn í sendiráð
lands síns í Kaupmannahöfn og
tók sem gísl sendiherra landsins
frú Mehrangiz Dolatshahi og
ritara hennar.
Sögðust þeir síðan ætla að rífa
niður allar myndir af keisaranum
sem uppi við væru í sendiráðinu.
Lögreglusveit sem sérþjálfun
hefur fengið í að kljást við hryðju-
verkamenn komst inn í bygging-
una og er á neðri hæðum hennar.
Kaffi og vistir hafa verið sendar
upp að beiðni innrásarmannanna.
Ekki er ljóst hvort þeir eru
vopnaðir. Sendiráðið er í kyrrlátu
hverfi skammt frá styttunni af
Litlu hafmeynni. Samningavið-
ræður stóðu yfir milli sendiráðsins
og París og mannanna sem inn
réðust. Þeir eru búsettir í Dan-
mörku og Svíþjóð.
London:
ÆT j j r
Moskva:
Dæmdur
til dauða
Moskvu 29. janúar — AP
YFIRVÖLD hafa dæmt 33 ára
Armeníumann, Stepan Zadikyan,
til dauða fyrir „hryðjuverk“ í
sambandi við sprengingu í neðan-
jarðarlest í Moskvu, að sögn
Andrei D. Sakharovs, leiðtoga
sovéskra andófsmanna.
í sprengingunni fórust fjórir.
Sakharov sagði að tveir til viðbót-
ar hefðu verið dæmdir í sambandi
við sprenginguna, en óljóst væri
hverjir þeir væru og hvaða hvaða
dóma þeir hlutu.
London:
Með strætó
úr einni
búð í aðra
London, 29. janúar. Reuter.
Samgöngumálaráð Lundúna
hefur ákveðið að efla þjónustu
við þá sem erindi eiga í miðborg
Lundúna. Verður sérstökum
hringferðum komið á í helzta
verzlunarhverfi borgarinnar og
verður höfð viðkoma við allar
stærstu verzlanirnar. Verða
sextán strætisvagnar í þessari
þjónustu og verða þeir rauðir á
lit, en einkennast af gulri rönd.
Þessar ferðir hefjast i apríl nk.,
og verða á 10 mín. fresti. Létt
tónlist verður leikin í vögnun-
um.