Morgunblaðið - 13.02.1979, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979
Skemmtiþœttir og
bíó heim í stofu
FYRIRTÆKIÐ Japis, umboðsaðili Sony-sjónvarpstækja og
myndsegulbanda hefur nú tekið upp þá nýlundu að bjóða
viðskiptavinum myndsnældur með áteknu efni til kaups eða
leigu og kemur fram í auglýsingu frá fyrirtækinu áð þegar séu
fáanlegir 42 músíkþættir, 40 kvikmyndir og 20 framhaldsþættir.
Að sögn forsvarsmanna fyrir-
tækisins er þarna um að ræða
skemmtiþætti bandarískrá sjón-
varpsstöðva, svo sem CBS og
ABS, heimsmeistaramótið í
knattspyrnu í Argentínu og 3—4
ára gamlar kvikmyndir svo að
eitthvað sé nefnt. Hann kvað
ráðgert í fyrstu að lána mynd-
snældurnar með nýjum mynd-
segulböndum, sem keypt væru
og þá tíu bönd í einu. Hins vegar
væri fyrirhugað síðar meir að
leigja snældurnar og kvaðst
hann búast við að leigan yrði þá
um 5—6 þúsund krónur fyrir 10
myndsnældur í eina viku. Hins
vegar væri ekki komið verð á
snældurnar.
,JFráleittað kggja
heimilið niður”
MÆÐRAHEIMILI Reykjavíkur var
stofnað í mars 1971 á vegum Fé-
lagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar sem rekur heimilið. Eins og
kunnugt er hefur nú verið sam-
þykkt í borgarstjórn að leggja
niður þetta heimili.
„Mæðraheimilið er fyrst og fremst
stofnað með einstæðar mæður í
huga“, sagði Kristín Ottesen for-
stöðumaður Mæðraheimilisins er
blaðamenn röbbuðu við hana.
„Hér hafa verið mæður allt frá 18
ára aldri upp í 42 ára og mér finnst
aldur þeirra kvenna sem koma á
heimilið alls ekki fara lækkandi. Ég
held að þær stúlkur sem eru að eiga
sitt fyrsta barn fái meiri stuðning
heima hjá sér en verða síðan að fá
hjálp þegar börnin verða fleiri.
Hér búa 3 mæður eins og er. í
húsinu eru 5 herbergi og eitt stórt
herbergi ætlað tveimur vanfærum
stúlkum. í upphafi var í reglugerð
fyrir heimilið gert ráð fyrir að þar
gætu vanfærar konur eða konur með
ungabörn fengið inni en síðan hafa
reglurnar verið rýmkaðar og nú geta
hér búið konur með allt frá unga-
börnum upp í börn á skólaaldri.
Hvaða ástæður liggja bak við dvöl
mæðranna hér?
„Þær eru ýmsar. Það geta bæði
verið félagslegar aðstæður og svo
blátt áfram húsnæðisskortur. Við
höfum orðið mjög vör við húsnæðis-
skort hér í borginni. Á síðasta ári
var gift kona hér í 8 mánuði með 3
börn og maðurinn hennar bjó úti í
bæ á meðan. Ástæðurnar fyrir dvöl
konunnar hér með börnin var ein-
faldlega húsnæðisskorturinn.
Ég held að mæðraheimilið þjóni
sínum tilgangi mjög vel. Hér á
Rætt við Kristínu
Ottesen forstöðu-
mann Mæðra-
heimilis Rvíkur
skrifborði mínu liggja umsóknir frá
fjórum stúlkum sem allar eiga rétt á
því að fá hér inni. Aðstæður hjá
þeim segja til um það, en nú hef ég
fengið þau boð frá yfirmönnum
mínum að ekki skuli fleiri mæður
teknar hér inn á meðan þetta óvissa
ástand ríkir. Það getur því verið að
enn fleiri bíði eftir plássi hér þar
sem umsóknirnar fara flestar í
gegnum félagsmálastofnun áður en
ég fæ þær hingað.“
Á mæðraheimilinu starfa 3 stúlk-
ur, en aðeins ein þeirra er á vakt í
einu.
„Dvalartími kvennanna hér getur
verið misjafnlega langur allt frá 'k
mánuði upp í rúmt ár. Heimilið er
mikið notað og á fullan tilverurétt í
hverju menningarþjóðfélagi. Því
finnst mér fráleitt að ætla að leggja
mæðraheimilið niður,“ sagði Kristín
að lokum.
Um helmingur herbergjanna á
Mæðraheimilinu var auður er
blaðamenn bar að. Gkki hefur
verið leyft að taka þar inn
mæður í nokkurn tíma þar sem
samþykkt hefur verið í borgar-
stjórn að leggja heimiiið niður.
l.jósm. Kmilia.
Rey k j aví kurborg:
Frestað gatnagerð í Selja-
hverfi og malbikun iðnhverfa
Jóhannes
Laxdal látinn
JÓHANNES Laxdal bóndi á Tungu á
Svalbarðsströnd lézt 10. febrúar sl.
Hann fæddist 5. júlí 1891, og var
kvæntur Helgu Níelsdóttur frá
Hallandi sem lézt fyrir tæpum 2
árum. Þeim varð 7 barna auðið.
Jóhannes gegndi mörgum
trúnaðarstörfum fyrir sitt byggðar-
lag, var m.a. formaður Framfara-
félags Svalbarðsstrandar í 10 ár,
Ungmennafélagsins Æskunnar um
skeið og í 15 ár formaður Búnaðar-
félags Svalbarðsstrandar. Hann var
hreppsstjóri 1931 til 1973 og sat lengi
í sýslunefnd.
Jóhannes Laxdal var mikill bar-
áttumaður fyrir framfaramálum
sveitar sinnar og beitti sér m.a. fyrir
því að stofnað var sérstakt félag til að
leggja rafmagn um sveitina. Hann
var mikill áhugamaður um vegagerð
yfir Víkurskarð og yfir Leirurnar, og
var forystumaður Sjálfstæðisflokks-
ins í sínu byggðarlagi um áratuga
skeið.
Jóhannes Laxdal
Á FUNDI borgarráðs Reykja-
víkur var í gær fjallað um
hvaða gatnagerðarframkvæmd-
ir ætti að skera niður á þessu
ári, en sparnaðarnefnd hefur
lagt til að skornar verði niður
framkvæmdir að upphæð um
670 m. kr.
Tillögur borgarráðs um
frestun framkvæmda voru m.a.:
Malbikunarframkvæmdir í
iðnaðarhverfinu við Ártúns-
höfða, nýbyggingarfram-
kvæmdir gatna í Seljahverfi og
gatnagerð í nýjum Miðbæ svo og
tenging Stekkjabrautar við
Reykjanesbraut. Tillögur þessar
verða lagðar fyrir framkvæmda-
ráð borgarinnar til umfjöllunar
og sagði Birgir ísl. Gunnarsson,
að þær þýddu að úthlutað yrði
um 160 lóðum færra en áætlað
hafði verið, aðallega yrði úthlut-
að lóðum í Mjóddinni fyrir um 10
íbúðir.
(BYGGINGARVÖRUSÝNING)
Brottför 24. feb.
Frankfurt
(ALÞJÓDLEG VÖRUSÝNING)
4.—8. mars
i) ^ JJU LGJÁI
PÁSKAFERÐ
Brottför 7. apríl.
SELJUM FARSEÐLA UM ALLAN HEIM Á HAGSTÆÐASTA VERÐI
Ferðamiðstöðin hf.
Aðalstræti 9 - Símar 11255 - 12940