Morgunblaðið - 13.02.1979, Side 4
4
Kuldaúlpur
"10.900
Stærðir frá 4—16.
ves 11.900
Stærðir: sma!l, medium,
large og extralarge.
“ 10.900
Stærðir frá 48—56.
Sendum í póstkröfum.
Vinnufatabúðin
Símar 15425 og
28550.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979
Sjónvarp í kvöld kl. 21.00:
Efnahagsástandið
á Bretlandi
Umheimurinn, þáttur um
crlenda viðburði og
nálefni, hefst í sjónvarpi í
kvöld kl. 21.00 og er
umsjónarmaður hans að
þessu sinni Ögmundur
Jónasson fréttamaður.
„í þættinum í kvöld
verður rætt um efnahags-
ástand og verkföll í Bret-
landi,“ sagði Ögmundur er
hann var inntur nánar eftir
efni þáttarins. „Eins og
mörgum er kunnugt er nú
mikil kreppa í brezku efna-
hagslífi og hefur ástandinu
verið líkt við kreppuna árið
1926, en það ár varð eitt
víðtækasta verkfalll á
Bretlandi fyrr og síðar.
í þættinum verður sýnd
brezk kvikmynd um verk-
föllin, en einnig ræði ég við
Sigurð B. Stefánsson hag-
fræðing um þessi efni,“
sagði Ögmundur í lokin.
Útvarp í kvöld kl. 19.35:
Steyttur hnef i
í París
Steyttur hnefi í París
nefnist ferðaþáttur dr.
Gunnlaugs Þórðarsonar,
sem hefst í útvarpi í kvöld
kl. 19.35.
Aðspurður kvað Gunn-
laugur þáttinn eins konar
framhald ferðaþáttarins í
síðastliðinni viku, og
fjallaði nú um París, en
með viðkomu í Amsterdam
og sagt frá listasöfnum þar
í borg.
„í París mun ég fjalla um
Pompidou-menningarmið-
stöðina, sem er eins og nafn
þáttarins bendir til og ég
tel vera steyttan hnefa
gegn úrræðaleysi og aftur-
haldssemi í byggingarlist.
Ræði ég um listasafnið,
bókasafnið og yfirleitt
þetta hús og fleira í París,“
sagði Gunnlaugur að
lokum.
Hluti brautarinnar, sem þegar hefur verið lagður.
Ljósmynd: APN.
Sjónvarp í kvöld kl. 20.30:
Jámbrautin mikla
Járnbrautin mikla nefn-
ist ungversk mynd, sem
hefst í sjónvarpi í kvöld kl.
20.30. Myndin er frá árinu
1976 og fallar um lagningu
brautarinnar, sem verður
3000 kílómetrar á lengd
fullsmíðuð, en ætlað er að
smíði verði lokið eftir 2 til 3
ár. Járnbrautin er gjarnan
kölluð mannvirki aldarinn-
ar, en með henni er hægt að
nýta svæðið í Suðaust-
ur-Sovétríkjunum, nánar
tiltekið Suður-Jakútíu.
Brautin nær frá borginni
Úst-Kút norðan
Bajkalvatns og allt austur
að borginni Komsoljsk við
Amúrfljót og eru náttúru-
auðæfi þar með ólíkindum
mikil. Má þar nefnda timb-
ur úr skógunum, olíu, gas
og kol úr jörðu og ennfrem-
ur gull og mangan. Einnig
er ætlunin að virkja
Seja-ána, sem verður ein
mesta virkjun veraldar og
sagt er að hægt muni að
framleiða þar ódýrasta raf-
magn í heimi.
^ Útvarp ReyKjavík
ÞRIÐJUDhGUR
13. febrúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Leikfimi
7.20 Bæn
7.25 Morgunpósturinn. Um-
sjónarmenn: Páll Heiðar
Jónsson og Sigmar B.
Hauksson. (8.00 Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. Forustu-
gr. dagbi. (útdr.). Dagskrá.
8.35 Morgunþulur kynnir ým-
is lög að eigin vali. 9.00
Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Geiriaug borvaldsdóttir les
söguna „Skápalinga“ eftir
Michael Bond (16).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Morgunþulur kynnir ým-
is lög; frh.
11.00 Sjávarútvegur og
siglingar: Guðmundur Hall-
varðsson ræðir öðru sinni
við Guðmund Ásgeirsson
framkvæmdastjóra um
kaupskipaútgerð.
11.15 Morguntónleikar:
Roberto Sizidon leikur
Píanósónötu nr. 3 í ffs-moll
op 23 eítir Alexander
Skrjabín / Gervase de Peyer
og Erik Parkin lcika
Fantasíusónötu fyrir
klarinettu og pianó eftir
John Ireland.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Á frivaktinni
Sigrún Sigurðardóttir kynn-
ir óskalög sjómanna.
14.25 Miðlun og móttaka. Ann-
ar þáttur Ernu Indriðadótt-
ur um fjölmiðla. Fjallað
verður um útgáfu dagblaða
og rætt við blaðamenn.
15.00 Miðdegistónleikar:
Hljómsveitin „Harmonien“ í
Björgvin leikur „Zorahayda
prinsessu“ sinfónískt ljóð
op. 11 eftir Johann
Svendsen; Karsten Andersen
stj./ Fílharmoníusveitin í
Vín leikur Sinfóniu nr. 6 í
C-dúr eftir Franz Schubert;
Istvan Kertesz stj.
15.45 Til umhugsunar Karl
Helgason tekur saman þátt-
inn sem fjallar m.a. um
áfengislausa dansleiki.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.20 Tónlistartími barnanna
Egill Friðleifsson stjórnar
tímanum.
17.35 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Steyttur hnefi í París Kr.
Gunnlaugur Þórðarson flyt-
ur erindi.
20.05 Kammertónlist
ÞRIÐJUDAGUR
13. febrúar
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Járnbrautin mikla s/h
Ungversk mynd um rúm-
lega 3000 km langa járn-
braut, sem verið er að
leggja í Austur-Síberíu.
Þýðandi og þulur Bogi Árn-
ar Finnbogason.
21.00 Umheimurinn
Fjallað verður um efna-
hagsástandið og verkföllin í
Bretlandi og rætt við Sig-
urð Stefánsson hagfræðing.
Umsjónarmaður Ögmundur
Jónasson.
21.40 Hættuleg atvinna
Norskur sakamálamynda-
flokkur
Þriðji og sfðasti þáttur:
Þriðja fórnarlambið.
Efni annars þáttar:
Helmer iögreglumanni
verður lítið ágengt í leitinni
að morðingja Benediktu.
Hann handtekur þó vinnu-
veitanda hennar, blaðaút-
gefandann Bruun.
Lík annarrar ungrar
stúlku finnst. Lögreglan
sætir harðri gagnrýni í dag-
blöðunum. Einkum er
blaðamaðurinn Sommer
harðorður. Yfirmaður
Helmers hugleiðir að fela
öðrum lögreglumanni rann-
sóknina.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið)
!.30 Dag .krárlok.
X
/
Strauss-kvartettinn leikur
Kvartett í C-dúr op. 76 nr. 3,
„Keisarakvartettinn“, eftir
Joseph Haydn.
20.30 Utvarpssagan: „Eyr-
byggja saga“ Þorvarður
Júlíusson les (3).
21.00 Kvöldvaka
a. Einsöngur: Ólafur bor-
steinn Jónsson syngur við
píanóundirleik Ólafs Vignis
Albertssonar.
b. Sagan af Lykla-Pétri og
Magellónu Séra Sigurjón
Guðjónsson fyrrum prófast-
ur les þýðingu sína á gam-
alli sögn, sem kynjuð er frá
Frakklandi.
Baldur Pálmason les brot úr
rímum, sem séra Hallgrímur
Pétursson orti út frá sömu
sögu.
c. Til sjós á stríðsárunum
Jón Gíslason póstfulltrúi tal-
ar við Árna Jón Jóhannsson
sjómann, m.a. um minnis-
verða ferð með Goðafossi
vesturum haf.
d. Kórsöngur. Kór Söngskól-
ans í Reykjavík syngur und-
ir stjórn Garðars Cortes;
Krystyna Cortes leikur á
píanó.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Lestur Passiusálma (2).
22.55 Víðsjá: Ögmundur Jónas-
son sér um þáttinn.
23.10 Á hljóðbergi. Umsjónar-
maður: Björn Th. Björnsson
listfræðingur. „The Hobbit“
éftir J.R. Tolkien: Orustan
um Arknastein; Bilbo
Baggins snýr heim frá af-
rekum. Nicol Williamson les
síðari lestur.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.