Morgunblaðið - 13.02.1979, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979
Fréttir frá Sovétríkjunum
400 kristnir
menn handteknir
Þann 9. maí söfnuðust 800
manns saman til kristilegs æsku-
lýðsmóts í borginni Krasnodar á
austurströnd Svartahafs, sem átti
að fara fram í einu skráðu bapt-
istakirkju borgarinnar. Boðið
hafði verið kristnu fólki frá Minsk,
Kíev, Kharkóv, Rovna, Ríga, Len-
ingrad, Arkhangelsk og víðar að.
Leiðtogar baptistakirkjunnar í
Krasnodar höfðu veitt leyfi til að
nota kirkjuna fyrir mótið. En
þegar mótsgestir komu á áfanga-
stað tók lögregluvörður á móti
þeim og varnaði þeim inngöngu í
kirkjuna.
Heimavarnarliðið notaði gjall-
arhorn og skipaði mannfjöldanum
að dreifa sér því að ekkert yrði af
samkomu þennan dag. „Leyfið
okkur að fara inn í kirkjuna og
biðja til Guðs“, sagði einn hinna
trúuðu.
Von bráðar byrjuðu hinir
kristnu utan kirkjuhliðsins að
syngja sálma og flytja stutta
vitnisburði, og að vörmu spori
dreif að mikinn skara áhorfenda.
Opinber fulltrúi í trúflokka-
nefnd Krasnodarborgar var nær-
staddur ásamt formanni „GORI-
SPOLKOM", (eftirlitsnefnd um
atferli og hegðan). Þessir menn
skipuðu enn á ný hinum sívaxandi
mannfjölda að hverfa til síns
heima. Hinir kristnu héldu áfram
að biðja og syngja úti fyrir kirkj-
unni. Kl. 11.30 f.h. lét sveitarfor-
ingi í OBD (heimavarnarliðinu) þá
aðvörun út ganga að stjórnvöld
myndu stöðva samkomuna með
valdi, ef hún leystist ekki upp
samstundis. Á samri stundu komu
hlaðnar rútur með heimavarnar-
liðsmönnum, borgaralega klædd-
um sjálfboðaliðum og félögum í
Komsomols með rauðum arm-
böndum til að handsama óróa-
seggina. Með lokafyrirmæli frá
viðstöddum KGB yfirmönnum var
aðgerðin hafin. Án þess að skeyta
því, hvort um karla, konur eða
börn var að ræða sneri lögreglan
upp á handleggi og barði fólkið
með kylfum. Fjölmargir lögreglu-
menn voru drukknir. Ung kona var
slegin í höfuðið með þungum
málmhlut af drukknum lögreglu-
manni. Stúlkan missti meðvitund
og var dröslað inn í rútubíl.
Áhorfendur sem sáu aðfarirnar
hrópuðu, „tortímið hinum kristnu,
skjótið þá“. Þetta kom til af því að
mannfjöldanum hafði verið sagt
að baptistar fórnuðu Guði börnum
sínum.
Einn bifreiðastjórinn sem ók
hinum kristnu í rútubíl lét í Ijós
samúð sína og sagði: „Við ættum
heldur að fjarlægja lögregluna en
ekki þá kristnu". Þegar rútan
hægði ferðina á götuhorni opnaði
hann dyrnar og hleypti föngunum
út. Margir slösuðust þegar þeir
féllu á maibikið út úr rútunni.
Kringum 400 kristnir menn voru
handteknir og fluttir til aðal-
stöðva heimavarnarliösins. Þegar
komið var á lögreglustöðina byrj-
uðu hinir kristnu að syngja og
biðja á nýjan leik. Foringi skipaði
þeim að þegja ella skyldu þeir hafa
vehra af. „Ef ég hefði vald til þess,
skyldi ég skjóta þig á staðnum",
sagði yfirforinginn við einn ungan
kristinn mann.
Meðan þessu fór fram æddu
félagar í Komsomols um götur
borgarinnar í bifreiðum og stöðv-
uðu vegfarendur og spurðu hvort.
þeir væru kristnir. Ef þeir svöruðu
„já“ voru þeir handteknir á stund-
inni. Innan 24 klukkustunda voru
flestir hinna 400 handteknu sendir
heim til sín, með flugvélum og
i'Aum. Þeir fengu ekkert ráðrúm
t. að hirða föggur sínar. Meðal
I ia handteknu voru Pavel
V onenko frá Arkhangelsk,
\ idja Filipov frá Leningrad og
Jósrjj Bondarenko frá Ríga. Hann
r, einn áhrifamesti prédikari
Sovétríkjanna í dag og hefur
stundum verið nefndur „Billy
Graham" Rússlands. Hann hefur
setið áður í fangelsi vegna trúar
sinnar og er ennþá í fangelsi þegar
vitað var síðast í feb. 1979.
3. maí 1978 gáfust 17 ungmenni
Jesú Kristi í borginni Brest, þrátt
fyrir afskipti yfirvalda staðarins
af samkomunni. Og hinn 8. maí s.l.
tóku 15 manns á móti Jesú sem
frelsara sínum í Gomel sem er í
grennd Krasnodar.
Heimild: Slaviska Missionen
Box 15037,
S-161 15 Bromma, Svíþjóð.
„Hjálpið hvítasunnumönnum
í Sovétríkjunum“
„Við erum afar áhyggjufullir
yfir því, hvað muni verða um þá
sjö hvítasunnumenn sem tilheyra
Vashchenko og Shmykolovfjöl-
skyldunni. Við óttumst að þeim
verði vísað á brott úr bandaríska
sendiráðinu. Þessir kristnu menn
hafa þegar orðið að þola miklar
þrengingar, á þeim 17 árum sem
þeir hafa reynt að flytjast til
Bandaríkjanna. Nú eiga þeir enn á
hættu, að þurfa að þjást nýtt
útlegðartímabil í fangabúðum í
Síberíu".
Þetta er úr bréfi sem nokkrir
kirkjuleiðtogar í Bandaríkjunum
skrifuðu Jimmy Carter forseta, til
að vekja athygli hans á neyðar-
kjörum sjö hvítasunnumanna frá
Síberíu sem urðu fangar banda-
ríska sendiráðsins í Moskvu vegna
miskunnarlausrar framkomu
sovézkra stjórnvalda í þeirra garð.
Frá því 27. júní 1978 hafa þeir
látið fyrirberast í litlu herbergi,
ásamt móður og tveim börnum
hennar frá Armeníu. I þessu
þrönga rými hafast við samtals tíu
manns.
Þegar þeir ruddust inn í sendi-
ráðið sumarið 1978 varð John
sautján ára sonur Vashchenkos
fyrir líkamsárás sovézkra öryggis-
varða við sendiráðshliðið. Það var
þessi hrottalega meðferð sem
leiddi til þess, að þeir tóku þá
sögulegu ákvörðun að verða um
kyrrt í bandaríska sendiráðinu, í
stað skyndiheimsóknar. Þeir ein-
faldlega voguðu ekki að yfirgefa
sendiráðið sem varð griðastaður í
ríkjandi kringumstæðum þeirra,
og ekki einungis fyrir þá sjálfa,
heldur jafnframt hinni stóru fjöl-
skyldu þeirra sem var ennþá í
Chernogorsk, Síberíu.
Sovézk stjórnvöld bíða þess eins
að bandaríkjamennirnir verði
þreyttir á návist þeirra og reki þá
úr sendiráðinu. Þá falla þeir enn á
ný í hendur KGB sem um tugi ára
hefur ofsótt þessar fjölskyldur,
jafnhliða öðrum hvítasunnumönn-
um í Síberíu — ofsóknir, sem í
sumum tilvikum hafa endað með
dauða.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
hvítasunnumenn snúa sér til
bandaríska sendiráðsins. Á
nístíngsköldum vetrardegi í
janúarmánuði 1963, þustu 32
hvítasunnumenn inn í sendiráðið í
Moskvu og hrópuðu: „Bjargið okk-
ur, hjálpið okkur! Við krefjumst
þess að þeir sem trúa á Krist og
Guð hjálpi okkur. Það er ekkert
rúm fyrir okkur í Sovétríkjunum".
Þeir gripu til þessa örþrifaráðs
sökum þeirrar hræðilegu meðferð-
ar er börn þeirra sættu í skólum
Síberíu, þar sem þeir bjuggu.
Kennarinn sem var guðleysingi
hóf hugmyndafræðilega árás á
börn hinna trúuðu. Hann reyndi
m.a. að neyða þau til að fara með
guðlöstunarorð um Guð. Þessu
lyktaði á þann veg að kristnir
foreldrar tóku börn sín úr skóla.
Foreldrar þessir voru þá sviptir
foreldraréttinum og börnin drifin
á barnaheimili í órafjarlægð. Eftir
þessar ómannúðlegu aðfarir sem
stóðu um langan tíma, ákvað
Vashchenkofjölskyldan og fleiri að
flytjast úr landi til Israels. „Við
sem erum kristnir eigum hvergi
höfði að halla í þessu guðlausa
þjóðfélagi", sögðu þeir.
Löngun þeirra að yfirgefa Sovét-
ríkin óx ásmegin fyrir tilstuðlan
frægs Biblíuspádóms sem fjallar
um hrun Sovétríkjanna. Tuttugu
og eitt foreldri sem neitaði að
senda börn sín í skóla var fangels-
að og sent í vinnubúðir. Á meðan
heimurinn gleymdi Vashchenko-
málinu og hvítasunnumönnum frá
Síberíu, háðu þessar fjölskyldur
linnulausa mannréttindabaráttu
sína og eins til þess að fá leyfi að
flytjast til ísraels eða Bandaríkj-
anna. En nú eru þeir aftur í
sviðsljósinu.
Ef sendiherra Bandaríkjanna i
Moskvu hr. Toom ákveður að láta
vísa þeim úr sendiráðinu verða
þeir á nýjan Ieik ofurseldir ólýsan-
legum þjáningum og örvæntingu,
og falla í gleymsku. Viðbrögð á
alþjóðavettvangi eru nú hafin til
að birta umheiminum kjör hvíta-
sunnumanna í Sovétríkjunum.
Nýjar heimildir
Á sama tíma sem þessu fer fram
í bandaríska sendiráðinu í
Raðhús í
Höfum til sölu glæsilegt 195 ferm pallaraðhús
með bílskúr í smíðum viö Brautarás. Húsiö
afhendist tilbúið að utan með gleri bílskúrsúti-
dyrahurðum en fokhelt að innan. Beðiö eftir
veödeildarlárti kr. 5.4 millj.
Húsafell
Lúóvík Halldórsson
FASTEIGNASALA Langholtsvegi 115 Aöalsteinn PéturSSOn
(Beeiarieibahusinu) simi 81066 Bergur Guönason hdl
Raðhús til sölu
Var að fá í einkasölu nýlegt fullgert raðhús á einni hæð
í Fellahverfinu í Reykjavík ásamt uppsteyptum bílskúr.
íbúðin er: Rúmgóð stofa, sjónvarpsskáli, eldhús með
borðkrók, þvottahús inn af eldhúsi, geymsla og
anddyri, svo og 3 rúmgóð svefnherbergi og baö viö
svefnherbergjagang. Laust 1. júní n.k. Teikningar til
sýnis á skrifstofunni. Útborgun 18—20 milljónir.
Árni Stefánsson, hrl.
Suðurgötu 4, Reykjavík.
Sími 14314. Kvölds. 34231.
Kristnir feðgar í fangelsi í Sovétrfkjunum.
Moskvu, hefur Slavneska kristni-
boðinu í Stokkhólmi borizt nýjar
upplýsingar frá hvítasunnumönn-
um úr ýmsum landshlutum Sovét-
ríkjanna. Þessar heimildir inni-
halda áskorun um fyrirbænir, bréf
til Sameinuðu þjóðanna, Amnesty
International, Rauða krossins,
Rauða hálfmánans, alþjóða heil-
brigðismálastofnunarinnar og
sömuleiðis alþjóðlegra verkalýðs-
félaga, heimskirkjuráðsins og
allra frjálsra kirkna um víða
veröld. Eitt slíkt fyrirbænaskjal
greinir frá 33 upplýsingaratriðum
varðandi allt það sem hvítasunnu-
menn og forfeður þelrra hafa orðið
að líða í 60 ár. Ekki gleyma þeir
heldur að geta þeirra sem hjálp-
uðu þeim að verja mannréttindi
sín, en þeir eru m.a. Ginzburg,
Shcharanski og Pyotr Vins, 21 árs
gamall sonur Georgi Vins —
menn, sem hafa það eitt unnið til
saka að fylgjast með því að
Helsinkisamkomulagið sé virt í
Sovétríkjunum.
ÞúSundir hvítasunnumanna í
Sovétríkjunum og sívaxandi fjöldi
baptista, afsala sér í dag sovézkum
þegnrétti. Þeir leita trú- og stjórn-
málafrelsis í löndum vestur
Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum
eða Kanada.
bú sem lest þetta getur stutt
þessa ofsóttu hvítasunnumenn í
Sovétríkjunum. Skrifaðu hr.
Bréznev og talaðu máli þeirra.
Skrifaðu á ensku, þýzku eða
rússnesku. Heimilisfang: SSR,
Moscow, Kreml. General
Secretary L.I. Brezhnev. bú getur
einnig skrifað til rússneska
sendiráðsins í landi þínu.
Bulletin no. 1,1979.
43466 — 43805
OPIÐ VIRKA DAGA
TIL KL. 19 OG
LAUGARDAGA KL.
10—16.
Úrval eigna á
söluskrá.
Fasteignasalan
EIGNABORG sf
Fasteignasalan
Norðurveri Hátúni 4 a
Símar 21 870 og 20998
Við Vatnsstíg
3ja herb. 86 ferm ágætis íbúð í
steinhúsi.
Við Njálsgötu
3ja herb. íbúð á 2. hæð.
Við Hverfisgötu Hf.
3ja herb. íbúð á 2. hæð.
Bílskúr.
Við Álfaskeið
4ra herb. endaíbúð á 3. hæð.
Við Ásbraut
4ra herb. endaibúö á 3. hæð.
Bílskúr.
Við Bárugötu
4ra herb. 100 ferm íbúð á 1.
hæð og 40 ferm iðnaðarhús-
næði í kjallara. Bílskúr.
Við Ásenda
5 herb. íbúö á 2. hæð.
Við Laugarnesveg
Einbýlishús 2:110 ferm óg 40
ferm bílskúr.
Við Básenda
Einbýlishús tvær hæöir og kjall-
ari. Tvöfaldur bílskúr.
í Hveragerði
Einbýlishús viö Heiöarbrún.
Viö Norðurbraut Hf.
Fokheld neðri hæð í tvíbýlis-
húsi.
Erum með kaupendur að ein-
býlishúsum, raðhúsum og sér
hæðum. Oft um mjög miklar
útb. að ræöa.
Jón Bjarnason, hrl.,
Hiimar Valdimarsson,
fasteignaviðskipti.
Óskar Þ. Þorgeirsson,
Heimasímí 34153
16688
Baldursgata
Góð 2ja herb. íbúð á 2. hæð í
steinhúsi.
Hraunbær
Góð 2ja herb. íbúð á 1. hæö.
Laus fljótlega.
Orrahólar
2ja herb. íbúð tilb. undir tré-
verk á 1. hæð. Til afhendingar
15. apríl.
Hamraborg
3ja herb. falleg ibúð á 5. hæð í
lyftuhúsi. Bílskýli.
Hraunbær
Glæsileg 3ja herb. íbúð á 3.
hæð með suður svölum. Fæst
aðeins í skiptum fyrir 2ja herb.
íbúð með suður svölum.
Kóngsbakki
3ja herb. góð íbúð á 1. hæð.
Rúmgott eldhús með þvotta-
herb. inn af.
Þinghólsbraut
Til sölu 120 ferm falleg jarð-
hæð. Skipti æskileg á 3ja herb.
íbúð í blokk í Kópavogi.
Fokheld raðhús
Höfum til sölu tvær gerðir af
fokheldum raöhúsum í Garða-
bæ. Teikningar á skrifstofunni.
Tilbúið undir
tréverk
Höfum til sölu 2ja, 3ja og
4ra—5 herb. íbúðir tilb. undir
tréverk. og málningu við
Hamraborg í Kópavogi. íbúð-
irnar afhendast með fullfrá-
genginni sameign og bílskýli.
EIGIMB
UmBODIDln
LAUGAVEGI 87, S: 13837 ///QO
Helmir Lárusson s. 10399 fOOÖO
Inglleifur Bnarsson s. 31361
ngolfur Hjartarson hdl Asgeir Thoroddssen hdl