Morgunblaðið - 13.02.1979, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRIJAR 1979
Fallinu frestað þar til síðar
Þá ekki auðveldara úr að bæta
Viðtal við Sverri Pálsson, skólastjóra
Sverrir Pálsson, skólastjóri á Akureyri, tók í upphafi máls síns á
ráðstefnu sjálfstæðismanna um skólamál fyrir lög um grunnskóla,
sem eru eins og hann orðaði það, handbók og Biblía þeirra, sem
grunnskólum stjórna og við þá starfa og grundvöllur starfsins ásamt
reglugerðum og námsskrám. bar sagði Sverrir m.a.:
Því var mjög á loft haldið í
umræðum um grunnskólafrum-
varpið á sínum tíma og síðar lögin
sjálf, að í þeim fælist dreifing
valdsins í menntamálum út um
byggðir landsins, svo sem með
stofnun fræðsluskrifstofa,
fræðslustjóraembætta, fræðslu-
ráða og skólanefnda. Margt í
lögunum bendir að vísu til þess við
fyrstu sýn, en við nánari athugun
úir og grúir af lítt áberandi
setningum eins og „með samþykki
menntamálaráðuneytisins",
„menntamálaráðuneytið úrskurð-
ar“, „eftir því sem menntamála-
ráðuneytið ákveður" o.s.frv. Nú er
ég ekki að segja, að miðstýring
þessara mála sé óæskileg eða
ónauðsynleg, síður en svo, en
feluleikur af þessu tagi er í mínum
augum fremur ógeðfelldur.
Þegar í upphafi 1. greinar lag-
anna er tekið fram, að ríki og
sveitarfélögum s '• skylt að halda
skóla fyrir öll börn og unglinga á
aldrinum 7—16 ára, og hvergi hefi
ég heyrt réttmæti þessa ákvæðis
um fræðsluskylduna, þ.e. skyldu
hins opinbera til að halda uppi
skólastarfi, dregið í efa. í því felst
mikil trygging fyrir almenning. Á
hinn bóginn var einnig gert ráð
fyrir 9 ára skólagönguskyldu ung-
menna, þ.e. lengingu um 1 ár, í
upphaflegri gerð, og það var fyrst
við endanlega afgreiðslu frum-
varpsins frá Alþingi sem fallist
var á að halda 8 ára skólaskyldu
óbreyttri, fyrst um sinn a.m.k.,
vegna mikils þrýstings víðs vegar
að. Þetta tel ég hafa verið vel
ráðið. Ég sé ekki enn nauðsyn þess
að þvinga fólk í skóla eftir 15 ára
aldur gegn vilja sínum og heldur
ekki árangur þess háttar lögþving-
aðrar skólagöngu. Reynslan er sú,
að allur rneginþorri unglinga kem-
ur í 9. bekk skólanna af fúsum og
frjálsum vilja, þar sem slíkrar
skólagöngu er kostur, og áreiðan-
lega með jákvæðari hug til skóla-
starfsins en ella væri. Þvingun
fólks á þessum aldri kallar á
þverúð og mótþróa þess. Oft vakn-
ar löngun þess til menntunar
síðar, og þá kemur skólagangan að
gagni.
Meðal þess, sem menn velta
einna fyrst fyrir sér í sambandi
við skólahald, er árlegur starfs-
tími. Sótt hefir i það horf hin
seinni ár, að hann hafi verið
lengdur, einkum að skólar hafi
tekið til starfa fyrr á haustin en
áður var. Fyrir eigi allmörgum
árum var algengast, að gagn-
fræðaskólar störfuðu 8 mánuði á
ári, þ.e. október—maí, en nú er að
öðru jöfnu gert ráð fyrir, að
skólaárið hefjist í septemberbyrj-
un og sé 9 mánuðir. Þó er skóla-
nefndum á hverjum stað heimilað
að stytta skólaárið nokkuð, ef
sérstakar ástæður liggja til, eink-
um atvinnuhættir og þátttaka
skólafólksins í nauðsynlegum
framleiðslustörfum. Tel ég sjálf-
sagt og eðlilegt, að slíkur sveigjan-
leiki sé til, enda er að mínum dómi
nauðsynlegur þáttur menntunar
hvers einstaklings að hann hafi
tekið þátt í þeim störfum, sem eru
undirstaða atvinnulífs og fram-
færslu íbúanna á hverjum stað,
hvort sem þau eru við sjávarafla
eða uppskeru, vinnslu eða fram-
leiðslu af einhverju tagi. Illt er að
gera nemendum á þessum aldri,
sem hér um ræðir, erfitt fyrir um
að stunda sumarvinnu með því að
stytta sumarhlé skólanna, en efna
í þess stað til dýrrar skólakennslu
um verk og vinnubrögð. Nauðsyn-
legt er að lofa unglingum að
stunda holla vinnu um bjargræðis-
tímann og jafnvel ætlast til þess af
þeim, að þeir geri það, þeim til
menningarauka, skilningsauka á
gildi vinnunnar og jafnframt til að
drýgja sjálfsaflafé þeirra. Ékki
geðjaðist Stefáni G. að andlegum
ígulkerum ótal skólabóka, sem lifa
í gerviheimi fræðanna án snert-
ingar við lífsbjargarviðleitni vinn-
andi fólks, — án þess að þekkja af
eigin raun gildi strengja, siggs og
svita. Tengslin við atvinnulífið,
eigin kynni af því og þátttaka í því
er nauðsyn hverjum þeim, sem
Sverrir Pálsson, skólastjóri.
ekki vill vera eins og álfur úr hól,
þótt heilinn kunni að vera troðinn
út af fræðum og formúlum. Þar
við bætist, að víða hagar svo til,
einkum vor og haust, að þátttaka
unglinga í störfum, ekki síst bú-
skaparstörfum, er alger og óum-
flýjanleg nauðsyn, annars staðar
og á öðrum tímum þarf að bjarga
aflanum í veiðihrotum.
Margt væri hægt að tína til úr
daglegu skólastarfi og minnast á
hér í þessu spjalli, en fátt eitt
verður þó upp talið. Meðal ný-
mæla, sem komið hafa upp, eru
valgreinar eða námsgreinaval
nemenda. Með þeim ættu nemend-
ur að geta búið til sína eigin
námsskrá að nokkru leyti og þá í
samræmi við áhugaefni sín og
hæfileika, þó að nauðsynlegur
námsefniskjarni haldist óbreyttur
eða lítt breyttur hjá öllum. Á þetta
kerfi er nú komin nokkur reynsla
og hún allgóð í stórúm dráttum. Þó
verður þess sífellt vart, að mörg-
um nemendum þykir erfitt að
velja sér námsgreinar og eru
nokkuð reikulir í vali sínu. Nokk-
urt aðhald held ég að sé æskilegt
um valfrelsi, en í stórum dráttum
er þessi stefna rétt, þótt gæta
verði hófs. Hún eykur fjölbreytni
daglegra viðfangsefna, og
nemandinn ætti að geta verið
ánægðari í skólanum en ella. Ekki
síst ætti að leggja áherslu á verk-
og handmenntagreinar, þegar til
valsins kemur, en hlutur þeirra
virðist fara rýrnandi í námsskrá
efri bekkja grunnskólans, þrátt
fyrir stór og fögur orð valdhafa
um eflingu þeirra. — Víða í fá-
mennum skólum er það valgreina-
kerfinu líka fjötur um fót, að
vegna fámennis verður í raun ekki
valið um nema mjög fáar greinar,
ef val getur farið fram á annað
borð, því að reglur menntamála-
ráðuneytisins mæla svo fyrir, að
lágmarksfjöldi nemenda í náms-
hóp í valgrein skuli vera 12, en
meðaltalsfjöldi í valgreinahópum
skólans megi ekki vera undir 17.
Af þessu leiðir, að valfrelsi
nemenda verður aðeins svipur hjá
sjón, nema þar sem árgangar
nemenda eru fjölmennir. Þetta
veldur miklum aðstöðumun, og
nauðsynlegt er að rýmka þessi
lágmarksákvæði.
Ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta í
skólum þyrfti að vera miklu virk-
ari en nú er, því að þörfin fyrir
/hana er æpandi víða um land. Vel
menntaður og góðviljaður fræði-
maður á þessu sviði getur gert
ótrúlega mikið gagn, þegar vel
tekst til, og hvert böl, sem bætist,
er óendanlega mikils virði. En
fámenni sálfræðinga er enn svo
mikið, að víðast hvar á landinu
fara skólar enn á mis við þjónustu
þeirra til óbætanlegs tjóns fyrir
einstaklinga, fjölskyldur, skóla og
samfélag.
Nýir kennsluhættir og nýjar
kennsluaðferðir hafa komið til
skjalanna í mörgum námsgreinum
hin síðari ár, svo sem í eðlis- og
efnafræði, líffræði, samfélags-
fræðum og tungumálum, svo að
eitthvað sé nefnt. Rétt er það, að
kennsluhættir, kennslubækur og
kennslugögn þoldu vel endurskoð-
un og lífgun, og því var margt í
þessari þreytingu til bóta. Við
verðum þó að gæta þess að varpa
ekki öllu fyrir borð, sem áður
tíðkaðist og gafst vel, aðeins af því
að það er gamalt. Mér er það t.a.m.
mikið áhyggjuefni, ef ekki er
lengur rúm fyrir rækilega kennslu
í sögu Islands í grunnskóla, eins og
var, meðan efsti bekkur gagn-
fræðanáms var til. Staðgóð
kennsla í orðflokkagreiningu og
beygingafræði var mörgum mikill
styrkur, þegar þeir fóru að læra
erlend mál, en nú liggur við að sú
gamla góða grammatik sé bann-
orð. Vissulega skorti mikið á
fyrrum, að menn yrðu liprir í að
gera sig skiljanlega í mæltu er-
lendu máli, því að kennslan var
fólgin í þýðingum á íslensku og
þegar best lét, skriflegum þýðing-
um af íslensku á hið erlenda mál.
Þetta mátti breytast. En mörgum
nemandanum kæmi þó vel að geta
leitað til traustrar þekkingar í
beinharðri málfræði á stundum
efasemdanna. Sumum kann að
hafa þótt hún erfið, jafnvel svolít-
ið leiðinleg stundum, en hún var
traust og vinur í raun. Slíkum
vinum eigum við ekki að varpa frá
okkur, allra síst á flótta nútimans
undan erfiðinu og fyrirhöfninni,
sem aldrei leiðir til stórra sigra.
Ég viðurkenni fúslega þörf
breyttra hátta, t.d. meiri talmáls-
þjálfunar í erlendum málum og
meiri notkunar hjálpartækja og
tilrauna (eigin upplifunar
nemandans) í mörgum greinum,
en við ættum að fara okkur hægt í
að fleygja þeim þáttum, sem vel
hafa gefist.
I lok erindis síns ræddi Sverrir
um próf og einkunnir og lauk máli
sínu þannig:
Margir tala um, að grunnskóla-
prófin séu miklu léttari nú en
landspróf var áður og eiga þá við,
að auðveldara sé að ná framhalds-
einkunn. Sennilega hafa þeir mik-
ið til síns máls. Eðli prófanna er
slíkt, að hæfnisvalinu er frestað
eins lengi og kostur er, enda
tilgangur löggjafans. Nemendur
velja að prófgreinum þær náms-
greinar og námsgreinaflokka, sem
þeim eru helst að skapi og þeir
eiga auðveldast með að nema, en
sleppa öðrum, sem þeim vegnar
miður í. Með þessu móti er aug-
ljóst, að niðurstöður prófanna gefa
ekki nægilega breiða mynd af
almennri hæfni nemandans eða
getu hans til að leggja stund á
framhaldsskólanám og ljúka því.
Grunnskólaprófið vinsar ekki úr
eins og landsprófið gamla gerði,
heldur er fallinu frestað þar til
síðar. Þá er ekki auðveldara úr að
bæta, þegar búið er að eyða árum á
rangri braut, í stað þess að átta sig
fyrr á staðreyndum og haga vali
sínu á námsbrautum meir í sam-
ræmi við það, sem hneigð og
hæfileikar benda til. Þá yrði kom-
ist hjá mörgum sárindum og von-
brigðum, jafnvel fjárhagstjóni, þó
að það sé að jafnaði léttvægast. Og
þarna liggur áreiðanlega nokkur
skýring á hinu mikla mannfalli,
sem orðið hefir vart í framhalds-
skólum að undanförnu, einkum á
1. ári menntaskóla.
Hér við bætist, að skólarnir
þurfa að gera meiri kröfur nú um
sinn til góðra vinnubragða nem-
enda við námið, sem aldrei má
verða „leikur einn“, heldur alvar-
legt starf, sem venur menn við að
gera skyldu sína, hvort sem hún er
ljúf eða leið, og leysa hana af
hendi með fullum sóma og sátt við
aðra menn, sjálfan sig og samvisk-
una.
Ábádumáttum
Sveinbjörn Þ.
LJÓÐ INNAN GLERS.
Letur 1978.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson:
FÖRNUNÓTT.
Ljóð.
Gunnar Árnason myndskreytti.
Fjölvi 1978.
„Ekki er ég Bjarni Bernharður,
Dagur eða Siggi Jóh.“ segir Svein-
björn Þ. sem nú kveður sér hljóðs
með hjálp bókaútgáfunnar Leturs
sem virðist orðin helsta athvarf
ungra og óráðinna skálda. En vel
að merkja: Letur gefur líka út
bækur hinna ráðsettu.
Ef til vill eru skáldin þrjú meðal
þeirra sem Sveinbjörn Þ. hefur
lesið sér til gagns. Sleppum því.
Sveinbjörn heldur áfram: „Þessi
ég er Sveinbjörn Þ. flakandi sár,
kommúnistaflekkir í andliti,
íhaldsgloppur í höndum og úrkynj-
un rómantíkur allra innst“.
Ætli þessi skilgreining eigi ekki
nokkuð vel við hann? Að minnsta
kosti er hann rómantískur, yrkir
mikið um ástina, stundum af
innileik, stundum kaldhæðni.
Dæmi um ljóð Sveinbjörns er
Innan glers:
Það hrannast upp óveðursaký
ég st það í getznum gler
Bókmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
óræktargarðurinn úti skiptir litlu
þvl innan glera hef ég ástina
Ég hjúfra mig f fangi hennar
Byrgi auglit mitt f hlýju hennar
vitandi vits
um grýtta jörðina úti
vitandi vits
um mismunandi viðbrögð glers
við skýi
við grjóti
Það er helvftis grjótið sem angrar mig
Allt brestur
Allt hrynur
Ég sit einn
f mjúkum faðmi hugaróra minna
og finnst það bara harla gott dóp.
Það er einkum seinasta ljóðlín-
an sem kemur á óvart. Ljóðið í
heild sinni lýsir veröld sem kemur
á óvart. Ljóðið í heild sinni lýsir
veröld sem skáldið hefur smíðað
sér fjarri kröfum tímans. Það
situr öruggt í mjúkum faðmi eigin
hugaróra.
„Mig langar til að skrifa, /helst
ljóðahróp,/ en nú vantar styrk-
inn“, stendur á öðrum stað. Yfir-
leitt eru ljóð Sveinbjörns Þ. þank-
ar um hitt og þetta, sumt er
laglega orðað og gefur nokkur
fyrir heit. Bókin er engu að síður
sundurlaus eins og títt er um
bækur byrjenda. Innan um eru
nokkur heilleg Ijóð eins og Kynslóð
eftir kynslóð, Speglun og Trúar-
Ijóð.
I Förunótt Aðalsteins Ásbergs
Sigurðssonar er ljóð sem nefnist Á
báðum áttum:
Kvíöin veröld
f fangi mér
elskar lffió
sumarlangt.
Nöktum skýlir
brjóstum sfnum
fagurdreymin
valkyrja.
Þorpið okkar
á heimsenda
virðist næstum
ósnortið.
Seinna:
llvflum við
bláþreytta nótt
f augum vatnsins.
Siglum til
rökkurmóður
dimmhvftum ferjum.
Lendum á
brimsorfinni.
kaldri mánaströnd.
Til baka
virðist leiðin
með öllu óþekkt.
Ljóð Aðalsteins Ásbergs Sig-
urðssonar eru mun fágaðri en ljóð
Sveinbjörns Þ. Um leið eru þau
innhverfari. Lagt er upp úr hljómi
orða og myndvísi, samanber „blá-
þreytt nótt“, „dimmhvítar ferjur"
og „rökkurmóðir". Það mætti ætla
að Förunótt væri sprottin úr allt
öðru umhverfi en Ljóð innan glers.
Svo er þó ekki, heldur er hér um
ólík vinnubrögð að ræða.
Förunótt er önnur ljóðabók
Aðalsteins Ásbergs, hin fyrsta var
Ósánar lendur (1977). Bókin er
nokkuð eintóna og skáldskapur
hennar almennur. Það að skáldið
agar mál sitt er virðingarvert og
lofar góðu. En það sem Aðalstein
Ásberg skortir helst eru nánari
tengsl við umhverfi sitt og dagleg-
an veruleik, ljóð hans eiga rætur í
skáldskap annarra, eru þókleg. Að
þessu er vikið í Hús þar sem
lokaerindið hljóðar svo:
Á vÍKsan hátt
erum við ajálf
einokonar hú«.
lokuð og læst
finsog gengur.
Hið dula svipmót ljóðanna í
Förunótt þykir mér Gunnar Árna-
son ná að túlka í myndum sínum.
Athygli
er
• • •
ArUWfBÍ