Morgunblaðið - 13.02.1979, Síða 19

Morgunblaðið - 13.02.1979, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 19 BYLTING KHOMEINIS Bakhtiar mistókst sem forverum hans Teheran, 12. febrúar. Reuter. DR. SHAPUR Bakhtiar, sem af- salaði sér völdum ( íran í gær eftir fimm viðburðaríkar vikur við stjórnvölinn, var síðastur fjögurra virtra manna, sem keis- arinn fól að bjarga keisaradæm- inu. En eins og fyrirrennurunum tókst Bakhtiar ekki að stemma stigu við ólgunni gegn keisaran- um og eyða vinsældum Ayatollah Khomeinis. Bakhtiar var settur í embætti 4. janúar, og fór hann með æðstu stjórn landsins eftir að keisarinn yfirgaf landið 16. janúar. Tveimur vikum áður en Bakhtiar varð forsætisráðherra, var hann vara- formaður Þjóðfylkingarinnar, helzta stjórnarandstöðuflokksins í íran, en flokkurinn neitaði þátt- töku í stjórn er lyti forystu keisar- ans. Og það var heldur ekki fyrr en keisarinn hafði fallizt á að fara úr landi um stundarsakir, að Bakh- tiar féllst á að taka við embætti forsætisráðherra. Bakhtiar er á vestræna vísu lýst sem sósíaldemókrata, en hann er lögfræðingur að mennt. Menntun sína hlaut hann í Beirút og París. Eins og margir íranir úr miðstétt á hans aldri, var Bakhtiar vel að sér í franskri menningarsögu og talaði frönsku reiprennandi. Hann þjónaði í franska hernum í 18 mánuði. Eftir störf í atvinnumálaráðu- neyti Irans, en þar komst hann upp í stöðu aðstoðarráðuneytis- stjóra, opnaði Bakhtiar eigin lög- fræðiskrifstofu. Hann varð síðar framkvæmdastjóri Iransflokksins, sem var armur Þjóðfylkingarinn- ar, en fylkingin starfaði með hálfgerðri leynd þar til um fyrir sjö mánuðum. Sagt er að Bakhtiar hafi sex sinnum verið varpað í fangelsi fyrir stjórnmálastarfsemi, en þeg- ar hann tók við völdum forsætis- ráðherra hét Bakhtiar að hegna mönnum fyrir hin ýmsu brot svo að öðrum yrði það að fordæmi. Uppreisnarmaður á skriðdreka við skrifstofu forsætisráðherra írans veifar hvítum griðafána, sem liðsforinginn fyrir aftan hann hafði haldið á. Mörg írönsk sendi- ráð hafa heitið Khomeini stuðningi London, 12. febrúar. Reuter. ÍRANSKIR diplómatar í höfuð- borgum fjölmargra erlendra ríkja lýstu í dag stuðningi við hina nýju byltingarstjórn Aya- tollah Khomeinis f íran. íranskir námsmenn f fjölmörgum löndum réðust og inn í írönsk sendiráð til að rífa niður myndir af keisara- hjónunum, og setja myndir af Khomeini í staðinn, en víða gripu þeir í tómt því að starfsfólk sendiráðanna hafði sjálft unnið það verk. Meðal þeirra sendinefnda sem fyrstar urðu til að votta Khom- eini hollustu sfna, var starfsfólk sendiráða írans í Washington, London, Bonn, Stokkhólmi, Var- sjá, Berne og Khartoum. Þá bárust stuðningsyfirlýsingar við byltingu Khomeinis frá Pakist- an og Líbýu, og hamingjuóskir komu frá Sýrlandi og frelsissam- tökum Palestínumanna (PLO). En fregnirnar bárust einnig til Kína og þar safnaðist fjöldi fólks saman við „lýðræðisvegg" borgar- innar og virti fyrir sér veggspjöld. Af þeim var að lesa óhróður um keisarann, en starfsmenn sendi- ráðs Irans í Peking komu vegg- spjöldunum fyrir. Þeir límdu einn- ig litmynd af keisaranum á vegg- inn, en þvert yfir enni keisarans höfðu þeir málað skammstöfun leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. I Manila lögðu námsmenn sendiráð Irans undir sig. Fréttamaður féll í Teheran-ólátum Los Angelen, 12. febr. AP — Reuter FRÉTTAMAÐURINN Joe Alex Morris frá Los Angeles Times beið bana í óeirðunum í Teheran um helgina og múgur misþyrmdi frönskum ljós- myndara, Roland Duval, á götu úti. Franskur sjónvarpsfrétta- maður, Philippe Chatenay, særðist í skothríð í Teheran í gær. Hann varð fyrir skoti á vinstri handlegg en særðist ekki alvarlega. Morris hafði skrifað tveimur vikum fyrir dauða sinn: „Þetta er mikið álag fyrir fjölskylduna og að öðru leyti, en frábær frétt og fágætt að fá tækifæri til að taka þátt í sígildu byltingar- ástandi". Félagi hans, William Branigan frá Washington Post, var einn þriggja bandarískra fréttamanna sem voru með Morris þegar hann var drepinn. Þeir fylgdust með bardögunum úr glugga á annarri hæð ljós- myndaverzlunar nálægt flug- vellinum. „Við sáum tvo lífverði særast á fótum fyrir neðan gluggann. Nokkur skot virtust lenda á byggingunni nálægt gluggan- um. Við beygðum okkur allir og fórum svo aftur út í glugga til Skeggjaoir skæruliðar á strigaskóm trylltust Teheran. 12. lebrúar. — Reuter — Af PRESTAR múhameðstrúarmanna með vefjarhatta á höfði og veifandi vélbyssum fögnuðu f dag sigri yfir keisaradæminu f fran í þágu Aya- tollah Ruhollah Khomeini eftir 40 klukkustunda blóðuga bardaga. í hópinn slógust einnig skeggjaðir skæruliðar á strigaskóm. Þeir söfn- uðust saman við gamalt skólahús í suðurhluta Teheran sem gert hafði verið að „stjórnstöð hers Khomein- is“ og afhentu þar vopn sfn. Fögnuðurinn við „stjórnstöðina“ var mikill, enda hafði her stjórnar- innar hörfað til búða sinna til merkis um eigin uppgjöf og sigur Khomeinis trúarleiðtoga írana. Hinir vopnuðu stuðningsmenn Khomeinis veifuðu vélbyssum, riffl- um, skammbyssum og byssustingj- um og skæruliðarnir hömpuðu her- gögnum sem tekin voru herfangi. Skotið var af mikilli gleði upp í loft til merkis um byltingarsigur Kho- meinis. Einn maður hampaði hróðugur tignarborðum herforingja sem hann ætlaði að eiga til merkis um sigur Khomeinis. Klíndir málningu Vopnaðir menn ýttu á undan sér sex mönnum að skólanum. Sagt var að þetta væru starfsmenn leynilögreglu keisarans, Savak, en bundið hafði verið fyrir augu þeirra og grænni málningu klínt á enni. Verða þeir sóttir til saka. Einnig verður dreginn fyrir rétt Mehdi Bahimi hershöfðingi og borg- arstjóri Teheran meðan herlög voru í gildi í borginni, en byltingarmenn segja Rahimi hafa fjölda morða á samviskunni. En sjónin var önnur við Jorjani sjúkrahúsið. Þar lágu á sjúkrabör- um, tréhurðum, dýnum og sætum sem rifin höfðu verið úr bifreiðum, fólk sem hafði særzt alvarlega í bardaganum. Yfir 70 líkum, sem vafin voru blóði drifnum lökum, hafði verið staflað upp á gólfi í ráðstefnusal sjúkrahússins og í öðru herbergi þess. Lík á dýnum Lík nokkurra hermanna er fallið höfðu í átökunum, lágu á dýnum í forddyri sjúkrahússins. Hjúkrun- arkona varð að stjaka við líkum á göngunum svo að hún kæmist leiðar sinnar með blóðvökva. Einn skurð- læknanna sagðist ekki hafa sofið dúr í rúman sólarhring því ekki hefði veitt af kröftum hans til að bjarga lífi særðra. Svipaða sjón var að sjá á Bu Ali sjúkrahúsinu handan götunnar. Vopnum búnir menn urðu í sífellu að Keisarinn Marrakech, Marokkó, 12. febrúar AP ÍRANSKEISARI fylgdist kvída- fullur með fréttum frá íran um helgina, en starfsmenn hans sendu enga tilkynningu frá sér um ástandið. Keisarinn dvalst ennþá í höllinni sem Hassan II Marokkókonungur afhenti honum til umráða þegar hann kom ásamt fjölskyldu sinni til Marokkó eftir heimsókn sína í Egyptalandi 22. janúar. Hins vegar segja heimildarmenn tengdir keisaranum, að keisarinn og Farah keisarafrú héldu áfram að fylgjast námkvæmlega með atburða- rásinni fyrir milligöngu sendiráða vísa á brott syrgjendum og grátandi ættingjum. Tryllt gleði Frásögnum fréttamanna AP og Reuters bar saman um að tryllt gleði hefði ríkt í allri Teheran í gær. Múgurinn söng og trallaði og virtust flestir í dáleiðslu. Og fulltrúar og aðstoðarmenn Khomeinis lýstu að sumu leyti áhyggjum sínum og sögðu fagnaðarlætin nálgast það að verða stjórnlaus móðursýki. Skæruliðarnir voru þjóðhetjur og þeim var fagnað innilega þegar þeir settu upp sigurmerki eftir að hafa afhent vopn sín við yfirstöð hers Khomeinis. En sumum þótti það nokkuð hæðnislegt að sjá marga fagna sigri Khomeinis, klerksins sem ætlar að koma á meinlætalifn- aði í Iran, með því að veifa flöskum af víni og öðrum sterkum drykkjum yfir höfði sér. fylgist með Irans í Evrópu og Bandaríkjunum. Starfsmenn keisarans létu ekki opinberlega uppi álit á orðrómi sem var á kreiki í Teheran um að keisar- inn hefði lagt niður völd. Tveimur dögum eftir komuna til Marokkó hermdu fréttir að keisarinn hefði hætt við áform um að fara til Bandaríkjanna og að hann vildi heldur halda kyrru fyrir í þessum heimshluta þangað til ástandið í Iran skýrðist. Síðan hefur nær daglega verið uppi orðrómur um fyrirætlanir keisarans, en hann hefur ekkert látið uppskátt um hvað hann hyggist fyrir. að sjá hvað hefði gerzt. Það var þá sem Joe Alex varð fyrir skoti.“ Fréttamaður Chicago Tribune segir að Joe hafi verið einn virtasti hinna mörg hundruð erlendu fréttamanna í Teheran og áreiðanlega sá vin- sælasti. íranski hershöfðinginn Mehdi Rahimi, herstjóri í Teheran, var handtekinn og leiddur fyrir blaðamenn í aðalstöðvum Khomeinis trúarleiðtoga. Lengst til vinstri er aðstoðarmaður trúarleiðtogans. dr. Ibrahim Yazdi, og fyrir miðju er staðgengill Rahmis, Mohammed Ali Noruzi lögregluhershöfðingi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.