Morgunblaðið - 13.02.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979
23
• Frídrík Jóhannsson skorar eitt af sjö mörkum Ármenninga & móti KA. Gunnar Gíslason (no-10) reynir
að verjast og Jón Árni Rúnarsson fer út á mótíFriðrik en allt kemur tyrir ekki. KA-mönnum tókst ekki að
fyigja eftir sinum góða sigri á móti KR, deginum áður.
Ármann sigraði
ÁRMENNINGAR rifu sig upp úr
þeim öldudal, sem liðið hafði
skriðið ofan f, þegar þeir léku
gegn KA í Höllinni á sunnudag-
inn. KA-mcnn enn fullir sjálfs-
trausts eftir góðan sigur gegn
KR á laugardaginn höfðu frum-
kvæðið í leiknum allan fyrri
hálfleik, en héldu ekki út og
þegar upp var staðið blasti við
öruggur sigur Ármanns, 24—18,
en KA hafði forystu í hálfleik,
9—7. Eftir stórgóðan leik KA
gegn KR á laugardaginn, komu
þessi úrslit nokkuð á óvart og
einkennilegt að sjá hvernig allur
leikur KA hrundi síðasta
stundarfjórðunginn, en þegar
síðari hálfleikur var hálfnaður,
var staðan aðeins 15—14 fyrir
Ármann, þannig að lokakaflann
skoruðu Ármenningar 9 mörk
gegn 4.
KA hóf leikinn með firnakrafti
og eftir stundarkorn stóð 4—1.
Ármenningum tókst að minnka
muninn og jafnteflistölurnar 5—5
og 6—6 mátti sjá, áður en að KA
náði 2 marka forystu á nýjan leik,
Þráinn Ásmundsson byrjaði síð-
ari hálfleikinn á því að skora tvö
falleg mörk úr vinstra horninu og
jafna leikinn 9—9. Náðu Ármenn-
ingar síðan 1—2 marka forystu
sem stóð fram í miðjan hálfleik-
inn, án þess að Ármenningum
tækist að hrista KA-menn frekar
af sér. En þá gerðist það óvænta,
að ein allsherjar uppgjöf lagðist
yfir KA-liðið og leikur liðsins
hrundi til grunna, Ármenningar
skoruðu hvert markið af öðru og
tryggðu sér frekar óvæntan stór-
sigur.
Friðrik Jóhannesson átti stór-
leik í sókn Ármenninga að þessu
sinni. Honum hefur farið mikið
fram þegar liðið hefur á veturinn
og gegn KA skoraði hann 7 mörk
með miklum þrumuskotum. Þá lék
Pétur Ingólfsson einn sinn besta
leik í vetur, var mikið fyrir utan í
stað þess að leika í horninu. Og
hann virtist heldur betur kunna
við sig og skoraði óspart með
langskotum. Þá átti Þráinn mjög
góðan leik í síðari hálfleik svo og
Ragnar markvörður, einnig í síðari
hálfleik.
Gunnar Gíslason var einna
frískastur KA-manna, barðist af
hörku allt til leiksloka í stað þess
að gefast upp eins og ýmsir virtust
bregða fyrir sig. Magnús Gauti
markvörður varði mjög vel fram
eftir leiknum, en allt tók að leka
inn upp úr miðjum síðari hálfleik.
Jóhann Einarsson var ógnandi, en
Alfreð Gíslason var í strangri
gæslu mest allan leikinn.
Mörk Ármanns: Friðrik 7, Pétur
Ingólfsson 6, Þráinn Ásmundsson
5, Jón Viðar 2, Óskar Ásmundsson
2, Björn Jóhannesson l(víti) og
Einar Þórhallsson 1 mark.
Mörk KA: Jóhann Einarsson 6,
Gunnar Gíslason 4, Alfreð Gísla-
son 3, Jón Árni Rúnarssno 2,
Hermann Haraldsson, Þorleifur
Ananíasson og Haraldur Haralds-
son 1 mark hver. — gg.
Stórsigur KA
gegn KR
ÞAÐ var sanngjarn stórsigur
sem KA vann á KR-ingum. efsta
liðinu í 2. deildinni, á laugardag-
inn í Laugardalshöllinni. Og
norðanmenn fögnuðu ákaft og
innilega sex marka sigri sínum,
28—22, er leikurinn var flautað-
ur af.
Leikur KA og KR var allan
tímann mjög skemmtilegur á að
horfa. Var mikið líf og fjör í
leiknum og var alltaf eitthvað um
að vera sem gladdi augað. Lið KA
lék mjög kröftugan og hraðan
handknattleik, og var vel tekið á
bæði í vörn og sókn. Þá vakti það
athygli undirritaðs hversu hreyf-
anlegir allir leikmenn, liðsins
voru.
KR-ingar hafa eflaust ekki
búist við svo mikilli mótspyrnu í
leiknum eins og raun varð á.
Máske hafa þeir farið inn á með
þvf hugarfari að sigurinn væri
þeirra. Slíkt kann aldrei góðri
íukku að stýra.
Gangur leiksins var sá, að KA
náði strax forystu 3—1, en KR
jafnar 4—4 á 11. mínútu. Var það í
eina skiptið í leiknum sem staðan
var jöfn. Akureyringarnir svöruðu
með þremur mörkum án þess að
KR-ingar skoruðu og áfram héldu
þeir ótrauðir að raða mörkum hjá
KR og höfðu forystu í leikhléi
13—11. Var síðasta mark þeirra í
hálfleiknum hálfævintýralegt.
Dæmt var aukakast á KR og
leiktíma hálfleiksins var lokið.
Röðuðu því leikmenn KR sér í
varnarvegg og markvörður þeirra
var við öllu búinn er Alfreð Gísla-
son bjó sig úndir að skjóta. En í
stað þess að skjóta á markið
vippaði Alfreð boltanum í boga
yfir vörn og markvörð KR í blá-
horn marksins.
Mikill hraði var í hálfleiknum og
hart barist. Reyndu KR-ingar allt
hvað af tók að reyna að jafna
metin, en allt kom fyrir ekki. Um
tíma var samt tveggja marka
munur, 19—17, og aðeins 12 mín-
útur eftir. En norðanmenn voru
miklu sprækari á endasprettinum
og á sama tíma var sem vonleysi
gripi um sig hjá KR-ingum. Stór-
sigur KA varð raunin, 28—22.
Lið KA sýndi svo sannarlega
getu sína í þessum leik og eru
margir bráðefnilegir og um leið
góðir handknattleiksmenn í liðinu.
I þessum leik blómstruðu þeir
Alfreð Gíslason, bráðfrískur leik-
maður og Jón Árni Rúnarsson og
skoruðu þessir tveir leikmenn 18
mörk af þeim 28 sem lið þeirra
skoraði. Þá átti Gunnar Gíslason,
kornungur leikmaður, góðan leik í
vörninni.
Lið KR var óvenju dauft í
þessum leik, einna helst var það
Haukur Ottesen sem stóð upp úr.
KR-liðinu vantar tilfinnanlega að
geta leikið agaðan handknattleik.
Það er t.d. einkennilegt að sjá
leikmann reka boltann á undan sér
yfir allan völlin án þess að gefa
hann og skjóta síðan á markið í
vonlausu færi. Þrátt fyrir þetta
tap er staða KR sterk í 2. deildinni
og vafalaust herðir þetta tap þá í
leikjunum sem framundan eru.
Mörk KR skoruðu: Björn Pétursson 4
(2v), Haukur Ottesen 4, Stmon llnndórason
4, Olafur Láruaaon 3, Kristinn Ingason 3,
Ingi Steinn 2, Jón Hróbjartsson 2,
Mörk KA skoruðu: Aifreð Gfslason 9, Jón
Árni Rúnarsson 9, Jóhann Einarsson 3,
Þorleifur Ananfasson 3, Haraidur Haralds-
son 2, Gunnar Gfslason 1, Guðbjörn Gísla-
son 1. _ þr
Kvennaleik frestað \
vegna þess að
dómararnir létu
ekki sjá sig
FRESTA varð leik Víkings og Breiðabliks í 1. deild kvenna. sem
fram átti að fara í Laugardalshöll á sunnudagskvöldið. Ástæðan
var sú að dómararnk Pétur Christiansen og Jón Magnússon, sem
dæma áttu leikinn, létu ekki sjá sig.
Að vonum voru leikmenn beggja liða ekki of ánægðir með þetta
og Bodan Kowalzyk. hinn pólski þjálfari Víkings, sagði að þetta
væri í fyrsta skipti á 18 ára þjálfaraferli sem svona henti sig.
„Þetta gæti líklega hvergi gerst nema á íslandi," sagði Bodan og
var þungur á brún.
Reykvíkingar
sigruðu í
ísknattleiknum
Í maM 4.
Á LAUGARDAG tók Skautafélag Akureyrar formlega í notkun
skautasvæði sitt sem stendur í innbænum, nálægt verslunarhúsi
Höphners, sem flestir Akureyringar þekkja. Að loknum ávarps-
orðum formanns Skautafélags Akureyrar og íþróttafulltrúa
Akureyrar. Hermanns Sigtryggssonar. fór fram bæjakeppni í
ísknattleik (íshockey) milli Akureyringa og Reykvíkinga.
Reykvíkingarnir sigruðu með yfirburðum, með 6 mörkum gegn
einu. Margir fylgdust með þessari hörðu og skemmtilegu keppni
og voru flestir að sjálfsögðu óánægðir með tap heimamanna og
drógu úr sárindum sínum með því að segja, að uppistaðan í liði
Reykvíkinga væru burtfluttir Akureyringar auk nokkurra
Kanadamanna. Meðfylgjandi ljósmyndir tók Ragnar Þorvaldsson
og sýnir efri myndin okkur liðin áður en keppnin hófst og sú
neðri er frá leiknum sjálfum. Fyrir ekki allmörgum árum var
bæjarjeppni í ísknattleik fastur liður á milli Akureyrar og
Reykjavíkur. Væri gott til þess að vita ef sú venja kæmist á aftur.
- þr.
Haukar — Fylkir
í Hafnarfirði
TVEIR leikir fara fram í íslandsmótinu í handknattleik í kvöld,
báðir í Hafnarfirði og báðir í 1. deild. Annar í fyrstu deild kvenna
og hinn í 1. deild karla. í kvennaleiknum eigast við Haukar og
Valur og í karlaleiknum glíma Ilaukar og Fylkir.
Báðir gætu leikirnir hæglega orðið spennandi viðureignar, enda
eru liðin öll fær um að leika góðan handbolta, en eiga siðan slæma
leiki á milli. Fyrri leikur kvöldsins hefst klukkan 20.00.
!
rma^^