Morgunblaðið - 13.02.1979, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979
29
Pétur Jónsson RE 69 er nú aflahæstur á loðnuveiðunum.
Pétur Jónsson RE afla-
hæstur á lodnuveidunum
SAMKVÆMT skýrslum Fiski-
félags íslands er vitað um 54 skip
er fengið höfðu einhvern afla s.l.
laugardagskvöld. Vikuaflinn var
samtals 49.904 lestir og heildar-
aflinn frá byrjun vertíðar
samtals 189.037 lestir.
A sama tíma í fyrra var
heildaraflinn samtals 141.818
lestir og þá höfðu 65 skip fengið
afla.
Aflahæstu skipin í vikulokin
voru:
Samtals
lestir
1. Pétur Jónsson RE 69 6192
skipstjórar: Pétur Stefánss.
og Isak ValdimarsHon
2. Hrafn GK 12 6148
3. Bjarni ólafsson AK 70 5964
4. SigurÖur RE 4 5837
5. Súlan EA 300 5680
Loðnu hefur verið landað á 16
stöðum á landinu mest á Seyðis-
firði 37.038 lestir, Eskifirði 36.440
og Siglufirði 22.836 lestir.
Meðfylgjandi er skýrsla yfir
báta er fengið hafa afla svo og
skýrsla yfir löndunarhafnir.
Pétur Jóns. RE 6192
Hrafn GK 6148
Bjarni Ólals. AK 5964 Arnarne8 HF 1880
Sifoirður RE 5837 Ljósfari RE 1808
Súlan EA 5680 Helga Guömunds. BA 1764
Vfltingur AK 5557 Huginn VE 1627
Hilmir SU 5390 Skírnir AK 1580
Orn KE 5223 Víkurberg GK 1373
Btirkur NK 5219 FaxiGK 1335
Grindvíkinfrur GK 5211 Gunnar Jónsson VE 1170
Gigja RE 5194 Þórður JónaHHon EA 1121
Magnús NK 4975 Freyja RE 751
Harpa RE 4934 Gjafar VE 674
Gísli Árnl RE 4922 Vonin KE 417
Kap 11 VE 4914 Stfgandi II VE 286
Jón Kjartansson SU 4850 Skipaf jöldi 54
Jón Finnsson GK 4577 Vikuafli 49904 lestir
Loftur Baldvins. EA 4449 Heildarafli 189037 lestir
Albert GK 4378
Gullberg VE (sleifur VE Húnarbst AR 4334 4324 4278 Hér á eftir löndunarhafnir: fer skrá yfir
Breki VE 4234 Viku- Heildar-
Hákon ÞH 4120 afli afli
Sœbjörg VE 4107 lestir lestir
Stapavfk SI 3991 Seyöisfjöröur 10677 37038
Náttfari ÞH 3779 Eskifjörður 10028 36440
Keflvikingur KE 3758 Siglufjörður — 22836
Guðmundur RE 3692 NeskaupstaÖur 4831 19780
Helga II RE 3577 Vopnafjörður 4782 17306
Óskar Halldórs. RE 3557 Raufarhöfn 552 14448
Skarðsvfk SH 3531 Reyðarfjörður 5863 13945
Eldborg HF 3057 F áskr úösf jöröur 2455 8974
Seley SU 2947 Akure./Krossan. — 4388
Bergur II VE 2616 Vestmannaeyjar 3682 3682
Rauðsey AK 2596 Djúpivogur 3663 3663
Sæberg SU 2452 Stöövarfjörður 1482 3168
Árni Sigurður AK 2276 Breiödalsvík 475 1947
Fffill GK 2259 Hafnarfjöröur 940 940
Ársæll KE 2195 Hornafjöröur 328 328
Hafrún (S 1957 Akranes 145 145
Sjávarútvegsráðuneytið
takmarkar ræk juveiðar
í SKÝRSLU Hafrannsókna-
stofnunar var lagt til að rækju-
veiðikvótinn sem áður hafði verið
ákveðinn yrði verulega lækkaður.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að fara að þessum til-
mælum, að því er Jón B. Jónasson
deildarstjóri ráðuneytisins tjáði
Morgunblaðinu í gær.
Þessi ákvörðun verður til þess
að leyfilegur heildarkvóti
minnkar, til dæmis í Arnarfirði,
Húnaflóa og Öxarfirði, og einnig
hefur komið til álita að lækka
hann á Isafjarðardjúpi. I ljós kom
við athuganir rannsóknarskipsins
Drafnar á ísafjarðardjúpi 6., 7. og
8. febrúar að þar var að finna
allmikið af smárri rækju og síld.
Þá voru takmarkaðar veiðar með
því að lækka vikukvóta á ein-
stökum bátum og veiðar bannaðar
á ákveðnu svæði. Að sögn Jóns eru
þessar takmarkanir gerðar til að
byrja með og kanna síðan hvort
breyting verður á til batnaðar á
Isafjarðardjúpi, enda vandséð
hvaða veiðar verði yfirleitt
stundaðar þarna framvegis í vetur
og á vori komanda. Þessar
breytingar eru ekki gerðar með
breytingum á reglugerðum, heldur
með því að breyta leyfum til
einstakra báta sem er þá tilkynnt
um breytingarnar.
Þátttakendur í diskódanskeppninni f Klúbbnum ásamt aðstandendum keppninnar.
Para- og hópkeppni í diskódansi
Klúbburinn og Útsýn gangast fyrir para- og hópkeppni í diskódansi. Keppnin hófst á sunnudaginn og heldur
áfram næstu sunnudaga. Alls verða 2—3 undankeppnir áður en sjálf úrslitakeppnin fer fram. 2—3 pör verða
valin í hverri undankeppni og taka þau síðan þátt í úrslitakeppninni. Keppnin fer fram í veitingahúsinu
Klúbbnum annan hvorn sunnudag.
Þátttakendum verður skipt í 2 hópa. Annar hópurinn, unglingar undir 15 ára aldri, keppir á daginn en hinn
hópurinn, 15 ára og eldri, keppir á kvöldin. I hópkeppninni verða þátttakendur að vera frá 3 upp í 15.
Dómarar verða 5 eða 7 hvert kvöld en 4 menn skipa grunninn að dómnefndinni en hugsanlega verða
breytingar á skipan hennar hverju sinni. Grunninn skipa Heiðar Astvaldsson danskennári, Bára Magnúsdóttir
danskennari, Helgi Pétursson blaðamaður og Dísa Dóra Hallgrímsdóttir starfsmaður Útsýnar.
„ Víðar pottur
brotinn
en íRhódesíu’
Tvítugur Rhódesíumaður
starfar í vélasal Hraðfrystihúss
Eskifjarðar. Hann heitir
Stewart Palmer, en þekkist
ekki undir öðru nafni en Butch,
á Eskifirði, nema þegar þegar
hann er einfaldlega kallaður
Rhódesíu-strákurinn. Við báð-
um hann að segja okkur hvern-
ig á ferðum hans stæði.
„Ef þú heldur að ég hafi farið
að heiman til að flýja ástandið
þar þá er það misskilningur. Það
er eins og þeir, sem eru frá
Rhódesíu, geti ekki farið til
útlanda eins og annað fólk án
þess að allir haldi að það sé
verið að flýja land. Engum
finnst neitt skrýtið þótt Ástra-
líubúar séu á flækingi um allt,
ýmist til að skoða sig um eða til
að mennta sig, en um leið og
maður segist vera frá Rhódesíu,
þá er það klárt mál að maður sé
að flýja ástandið í landinu. En
—segir
Stewart
Palmer,
sem er að
sækja um
íslenzkan
ríkis-
borgararétt
„Nú ertu farinn að tala um
pólitík og ég hef hvorki áhuga á
að hugsa um pólitík né tala um
hana. Það er líka til lítils að
ræða þau mál við aðra en þá,
sem hafa kynnzt þeim af eigin
raun, og ég býst við að þið hér
uppi á Islandi fengjuð nokkuð
aðra mynd af ástandinu í Rhó-
desíu ef þið byggjuð þar en þá
sem þið fáið í blöðunum.“
„Hvernig samdi þér sjálfum
við þá blökkumenn, sem þú áttir
dagleg samskipti við?“
„Yfirleitt ágætlega, en
blökkumenn eru auðvitað jafn
misjafnir og annað fólk. Á
búgarðinum heima var margt
vinnufólk þannig að ég vandist
því að umgangast blökkumenn
frá því að ég man eftir mér.
Meðal annars tala ég afrikaan,
það mál, sem þeir tala flestir,
þannig að tungumálaerfiðleikar
voru engin hindrun. Ég kannast
það er víðar pottur brotinn en í
Rhódesíu, og ég er satt að segja
búinn að fá leið á því að allir
geri þessu skóna áður en manni
gefst ráðrúm til að opna munn-
inn,“ sagði Butch.
„Eg fór að heiman þegar ég
var búinn í hernum. Það var
árið 1977 og mig langaði einfald-
lega til að kynnast lífi og kjör-
um fólks í öðrum löndum. Ég
kom hingað frá Bretlandi eftir
að hafa farið víða og ástæðan
var sú að ég var orðinn blankur.
I Bretlandi er enga vinnu að
hafa, sem eitthvað gefur í aðra
hönd, en mér var sagt að hér
væri næg vinna og gott kaup. I
fyrstu ætlaði ég ekki að verða
hér nema skamman tíma, en nú
sé ég ekki fram á annað en að ég
verði hér í bráð. Ég er að sækja
um íslenzkan ríkisborgararétt,
sem ég geri mér vonir um að fá.
Ég get vel hugsað mér að setjast
hér að, þó ekki væri nema vegna
þess að ég er trúlofaður ís-
lenzkri stúlku.“
„Ætlarðu þá að leggja fyrir
þig fiskvinnu til lengdar?"
„Það gæti vel farið svo.
Reyndar hafði ég nú alltaf
hugsað mér að verða bóndi. Ég
er fæddur og uppalinn á búgarði
og búskapur er það sem ég þekki
bezt. En búskaparhættir í Rhó-
desíu og á Islandi eru auðvitað
svo ólíkir að þar er fátt sameig-
inlegt nema nafnið eitt.“
Talið berst að innanríkismál-
um í Rhódesíu, en Butch er
tregur til að fjölyrða um það.
Ljósm. Helgi Garöarsson.
ekki við teljandi vandamál í
smbúðinni við þá blökkumenn,
sem voru á búgarðinum heima,
enda er það allt annað fólk en
skæruliðarnir, sem mestar sög-
ur fara af og engu eira.“
„Herjuðu skæruliðar mikið á
þeim slóðum þar sem þú bjóst?"
„Já, að vísu ekki á bæinn þar
sm ég bjó, en næsti grannbær
varð á skömmum tíma fyrir
árás fjórum sinnum. Bróðir
minn bjó ásamt konu sinni og
tveimur börnum 150 kílómetra
norður af Salisbury. Þau hjónin
voru einu sinni á leið heim til
sín þegar hópur um það bil
tuttugu skæruliðar réðst á bíl-
inn. Þeir drápu mágkonu mína á
staðnum, en bróðir minn komst
lífs af fyrir einhverja óskiljan-
lega mildi, mjög illa særður að
vísu. Hann er kominn til Ástra-
líu með börnin sín, og ég á von á
því að hann verði þar framveg-
is,“ sagði Butch.
„Hefur þú orðið var við það
hér á Islandi að fólk hafi horn í
síðu þinni vegna þeirrar afstöðu,
sem til skamms tíma réð afstöðu
hvíta minnihlutans í Rhódesíu
til kynþáttamálanna?“
„Aðeins einu sinni. Það var
strákur, sem byrjaði að þrasa í
mér og ætlaði aldrei að láta mig
í friði, þótt ég gerði honum grein
fyrir því að ég kærði mig ekki
um að ræða þetta mál. En sem
betur fer virðir fólk það yfirleitt
að ég kæri mig ekki um að tala
um pólitík."
- Á.R.