Morgunblaðið - 13.02.1979, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.02.1979, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 Miðstjórn Framsóknarflokks: Olafur kynnti drög að frumvarpi sínu AUKAFUNDUR miðstjórnar Framsóknarflokksins var haldinn um helgina ok þar skýrði ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra drög að cfnahagsmálafrum- varpi sínu. Miklar umræður urðu um frumvarpið á fundinum og almenn samstaða meðal fundar- manna. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning um fundinn, sem er svohljóðandi: „Aukafundur miðstjórnar Framsóknarflokksins var haldinn í Reykjavík 9.—11. feb. Fundinn sátu 104 af 109 miðstjórnarmönnum og yfir 70 gestir. A fundinum voru ræddar tillögur þingflokks og fram- kvæmdastjórnar flokksins í efna- hagsmálum frá því í janúar s.l. og lagt fram álit ráðherranefndar um efnahagsmál. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra las upp drög að efna- INNLENT hagsmálafrumvarpi sínu og skýrði í einstökum atriðum. Miklar umræður urðu um þessi mál og almenn samstaða meðal fundarmanna. Menn voru sam- mála um, að með tilliti til ástands þjóðmála væri nauðsynlegt að núverandi ríkisstjórn sæti áfram, að því tilskildu að meginatriði markaðrar stefnu, sem felst í frumvarpi forsætisráðherra, nái fram að ganga. A fundinum gerðu ýmsir starfs- hópar sem að undanförnu hafa fjallað um skipulag og starfshætti flokksins, grein fyrir störfum sínum. M.a. voru kynnt svör flokks- félaga með bréfi skipulagsnefndar flokksins þar sem óskað var álits félaganna í ýmsum atriðum í skipulagi og starfi flokksins. Hafa mál þessi verið mikið til um- fjöllunar hjá flokksfélögunum á undanförnum mánuðum. Einnig voru kynntar á fundinum tillögur til breytinga á lögum flokksins og reglur um prófkjör. Miða tillögur þessar að aukinni valddreifingu í flokknum. Aðalfundur miðstjórnar verður haldinn eftir u.þ.b. tvo mánuði og verður uppbygging og starfshættir flokksins sérstaklega til um- fjöllunar á þeim fundi.“ Verkamálaráð Alþýðubandalagsins: BYLTING KHOMEINIS Rannsóknar- blaðamennska og ríkisútvarp Framleiðsluráð landbúnaðarins Fundur var i' báðum deildum Alþingis í gær. í neðri deild var frumvarpi Sighvats Björgvins- sonar (A) og þriggja annarra þingmanna Alþýðuflokksins um framleiðsluráð landbúnaðarins (útflutningsbætur) vfsað til land- búnaðarnefndar deildarinnar og annarar umræðu. Frumvarpið gerir ráð fyrir 8% verðábyrgð af þessu tagi. miðað við framleiðslu- verðmæti nautgripaafurða og 12% miðað við framleiðsluverð- mæti sauðfjárafurða. í ákvæðum til bráðabirgða er þó gert ráð fyrir hærri ábyrgð, 14—20%, á árabilinu fram til verðlagsársins 1981-1982. Meðferð opin- berra mála Frumvarp Finns Torfa Stefáns- sonar (A) um meðferð opinberra mála (réttargæzlumann handtek- inna manna og heimild verjanda til að ræða við þá) var vísað til nefndar og annarrar umræðu. í þessari umræðu kom til snarpra deilna milli Páls Péturssonar (F) og Vilmundar Gylfasonar (A) um rannsóknarblaðamennsku og sak- fellingu saklausra manna á þeim vettvangi. Vitnaði Páll til fjölda greina í síðdegisblöðum, sem hann taldi sanna mál sitt, en Vilmundur réttlætti þau skrif og kallaði Pál helzta nátttröll þingsins. Fleiri útvarpsstöðvar Guðmundur H. Garðarsson (S) mælti fyrir frumvarpi sem hann flytur ásamt þremur öðrum þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins um breytingu á útvarpslögum, þess efnis, að menntamálaráðherra sé „heimilt að veita sveitarfélögum, menntastofnunum og einstakling- um leyfi til útvarpsrekstrar", að uppfylltum vissum skilyrðum, sem nánar er kveðið á um í frum- varpinu. Eru þau skilyrði bæði tæknilegs efnis og varðandi dag- skrárgerð, þ.e. efni á sviði lista, bókmennta, vísinda, trúarbragða, alþýðumenntunar o.fl. Kom fram í máli GHG að hann taldi sam- keppni til hins betra í þessu efni; verkfall hefði sett nauðsynlegri öryggisþjónustu ríkisútvarps skorður; breytingin efldi tjáning- arfrelsi í landinu og væri í sam- ræmi við vestrænar lýðræðishefð- ir. Hún kæmi og til móts við mat og óskir hlustenda, einkum hinna yngri. Friðrik Sóphusson (S) sem er einn af flutningsmönnum, tók undir orð GHG, minnti á frumvarp Samráð ríkisstjómar og launa- fólks verði eflt frá þvi sem nú er AÐALFUNDUR Verkamálaráðs Alþýðubandalagsins var haldinn á sunnudag. í ályktun, sem fund- urinn sendi frá sér, ítrekar hann að efla þurfi samstarf ríkisstjórn- arinnar og samtaka launafólks og það verði gert virkara. m.a. með því að gefa fulltrúum launa- fólks beina aðild að mótun stefn- unnar í einstökum málum á hverjum tíma og tryggt að efna- hagsstefnan verði hverju sinni í samræmi við raunverulegan vilja verkalýðsstéttarinnar. Alyktunin er svohljóðandi: „Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð var ískyggilegt ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar. Stöðvun í nær öllum fiskiðnaði landsins hafði verið tilkynnt og mörg frystihús höfðu þegar lokað. Útflutningsiðnaður var að þrotum kominn. I gildi voru illræmd kaup- ránslög sem svipt höfðu launafólk verulegum hluta umsamins kaups. Verðbólgan var á ársgrundvelli um 52%. Þegar verkalýðshreyfingin knúði á um myndun núverandi ríkisstjórnar voru kröfur um fulla atvinnu, varðveislu kaupmáttar og aðgerðir gegn verðbólgunni megin- þættirnir í röksemdum launafólks fyrir stuðningi við ríkisstjórnina. Jafnframt var ljóst að náið sam- ráð við samtök launafólks yrði að vera hornsteinninn í mótun og framkvæmd efnahagsstefnunnar. Á þeim fimmí mánuðum sem ríkisstjórnin hefur verið við völd hefur mikið áunnist: Kaupránslögin hafa verið af- numin. Atvinnuvegirnir hafa gengið að fullu. Verðbólguhraðinn sem var 52% við lok valdaferils íhalds stjórnar- innar er nú kominn niður í um 37% á ársgrundvelli ef arfurinn frá ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar er reiknaður með en sé eingöngu miðað við fyrsta hálfa árið á valdaferli núverandi ríkis- stjórnar er hækkun framfærslu- vísitölunnar aðeins 11—12% eða um 25% á ársgrundvelli. Lækkun verðbólgunnar um helming á einu ári er svo stór- felldur árangur að launafólk um allt land hlýtur að meta hann að verðleikum enda er ljóst að sú hækkun verðbólguhraðans sem þegar hefur náðst hefur fært hann á sama stig og hann var árið 1973 eða áður en olíukreppan fyrri skall yfir. Nú virðast enn á döfinni stórfelldar erlendar hækkanir. Verð á olíu og bensíni hefur meira en tvöfaldast á erlendum mörkuðum og hætt er við að aðrar erlendar hækkanir fylgi í kjölfar- ið. Verkalýðsmálaráð Alþýðu- bandalagsins telur hrvnt að ríkis- stjórnin geri þegar í stao nauðsyn- legar ráðstafanir til að draga sem mest úr áhrifum hinna erlendu olíuhækkana þannig að þær spilli ekki þeim árangri í verðbólgubar- áttunni sem þegar hefur náðst. Þótt ráðstafanir í efnahags- málum hafi ekki verið gallalausar verður þó ekki um þáð deilt að þær hafa í grundvallaratriðum verið við það miðaðar að hlífa þeim sem hafa lægri tekjur og minni eignir. Afnám 20% söluskatts af öllum matvörum og veruleg lækkun á verði landbúnaðarvara hefur tvímælalaust komið lágtekjufólki til góða. Verkalýðsmálaráðið fagnar því að ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst þvi yfir að hún vilji hafa sem nánast samstarf við samtök launa- fólks og að það sé staðföst fyrir- ætlun ríkisstjórnarinnar að grípa ekki til neinna aðgerða í efnahags- málum í andstöðu við verkalýðs- hreyfinguna. Verkalýðshreyfingin hefur þegar sýnt samstarfsvilja sinn við ríkisstjórnina með því að fallast á lækkun á umsömdum verðbótum á laun um 2% gegn nokkurri lækkun á sköttum og með því að falla frá 3% hækkun verðbóta gegn fram- kvæmd á ýmsum félagslegum um- bótum sem lengi hafa verið bar- áttumál launafólks. Verkalýðs- málaráðið tekur undir þá almennu kröfu verkalýðsfélaganna að Al- þingi afgreiði nú þegar þau frum- vörp sem nauðsynleg eru til þess að koma þessum félagslegu umbót- um í framkvæmd. Verkalýðsmálaráð Alþýðu- bandalagsins fagnar heilshugar þeim árangri sem náðst hefur og áréttar nauðsyn þess að fulltrúar flokksins á Alþingi og í ríkisstjórn og allir liðsmenn í samtökum launafólks standi áfram á verði gegn tilraunum kauplækkunarafla innan ríkisstjórnar sem utan til að gera kjaraskerðingu að megin- þætti efnahagsstefnunnar. Verkalýðsmálaráðið telur að nú þegar hafi verið lagður grund- völlur að stöðugri hjöðnun verð- bólgunnar á næstu misserum ef ekki kemur til utanaðkomandi áfalla svo sem stórfelldra og varanlegra hækkana á olíu. Verka- lýðsmálaráðið telur að meginverk- efni stjórnvalda í næstu framtíð eigi að vera að styrkja undirstöður atvinnulífsins og breyta fram- leiðslukerfi landsmanna í því skyni að tryggja fulla atvinnu og treysta grundvöllinn að bættum lífskjörum og félagslegum fram- förum jafnframt því sem ný sókn verði hafin fyrir félagslegum rekstrarformum á sem flestum sviðum. Verkalýðsmálaráðið telur höfuðatriði að þróun atvinnulífs- ins verði meginkjarninn í endan- legum ákvörðunum stjórnvalda um stefnuna í efnahagsmálum. í því skyni leggur verkalýðsmála- ráðið sérstaka áherslu á eftirfar- andi atriði: 1) Allar aðgerðir í efnahags- málum séu miðaðar við að tryggja fulla atvinnu. Þær ákvarðanir sem teknar hafa verið um fjárfestingarfram- kvæmdir ríkis- og ríkisstofn- ana og almenna fjárfestingar- áætlun yfirstandandi árs verði framkvæmdar með hliðsjón af þróun atvinnumála og fram- kvæmdir verði auknar ef nauð- synlegt reynist til að tryggja fulla atvinnu. 2) Þar sem nokkuð hefur borið á atvinnuleysi að undanförnu og sjá má greinileg merki um samdrátt á ýmsum sviðum þá hafnar verkalýðsmálaráðið með öllu þeim tillögum sem fram hafa komið um frekari niðurskurð framkvæmda og um að binda nú framkvæmda- stig ríkisins eða annarra aðila á árinu 1980. Ákvarðanir um heildarfjárfestingu og umsvif ríkisins á næsta ári á ekki að taka fyrr en síðar á þessu ári og þá með tilliti til þess hvern- ig atvinnu- og afkomumálum verður þá háttað. 3) Verkalýðsmálaráðið telur að á næstu misserum hljóti megin- verkefni stjórnvalda að felast í því að koma á breyttu skipu- lagi á framleiðslukerfi lands- manna og minnir í því sam- bandi á tillögur verkalýðssam- takanna á undanförnum árum og framlag Alþýðubandalags- ins í ráðherranefnd ríkis- stjórnarflokkanna þar sem flokkurinn gerði ítarlegar til- lögur um fjárfestingarstjórn og framkvæmd sérstakrar framleiðniáætlunar í sjávarút- vegi og iðnaði. Verkalýðsmála- ráðið leggur ríka áherslu á að slíkar breytingar á fram- leiðslukerfinu nái fram að ganga jafnhliða því sem ein- stakar atvinnugreinar verði sérstaklega efldar. Miklar umræður hafa orðið um nauðsyn þess að taka upp nýjan vísitölugrundvöll til viðmiðunar við kaupgreiðslur. Um leið og verkalýðsmálaráðið varar við öll- um villukenningum um að vísi- tölukerfið sé orsök verðbólguvand- ans tekur það fram að núverandi skipan vísitölumála getur vissu- lega tekið breytingum, þótt þess verði vandlega að gæta að kaup- gjaldsvísitalan tryggi áfram kaup- mátt launa. Meðal breytinga sem ræddar hafa verið á vísitölukerf- inu má nefna tengingu kaup- gjaldsvísitölu við viðskiptakjör og samræmingu á reikningsgrund- velli núverandi framfærsluvísitölu og kaupgreiðsluvísitölu með því að setja þá síðarnefndu á 100. Taka verður til athugunar hvernig óvið- ráðanleg ytri vandamál eins og skyndileg stórhækkun á olíuvörum megi leysa á sanngjarnan hátt án þess að slík áföll raski öllu efna- hagskerfi landsins. Verkalýðsmálaráðið telur hins vegar að samkomulag um breyt- ingar á kaupgreiðslureglum og verðtryggingu launa verði að tengjast öðrum aðgerðum í efna- hagsmálum og afstaðan til slíkra breytinga hlýtur að mótast fyrst og fremst í ljósi þeirra markmiða sem stjórnvöld vilja setja á oddinn á öðrum sviðum, einkum í atvinnu- málum og fjárfestingarmálum. Verkalýðsmálaráð Alþýðu- bandalagsins ítrekar að efla þarf samstarf ríkisstjórnar og samtaka launafólks og gera það virkara en það er nú m.a. með því að gefa fulltrúum launafólks beina aðild að mótun stefnunnar í einstökum málum á hverjum tíma og aðstöðu til að tryggja að svigrúm skapist til ítarlegrar umfjöllunar um stefnumótunina í einstökum félög- um launafólks og á vettvangi vinnustaða. Þannig verði tryggt að efnahagsstefnan verði hverju sinni í samræmi við raunverulegan vilja verkalýðsstéttarinnar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.