Morgunblaðið - 13.02.1979, Síða 35

Morgunblaðið - 13.02.1979, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 35 Bærilega byrjar bama- árið bjá borgaiyfirvöldum Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá starfsfólki meðferðar- heimilisins að Kleifarvegi 15 og sálfræðideilda skóla: Undanfarna daga hefur mikið verið ritað í dagblöðin um niður- skurð á fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar og kemur það að okkar mati margt spánskt fyrir sjónir. Eitt af því sem samkvæmt þessum fréttum verður fyrir barð- inu á niðurskurðarstefnu borgar- yfirvalda er meðferðarheimilið að Kleifarvegi 15. Ekki ber fréttum saman um hvort leggja eigi heimilið niður eða hvort eingöngu sé um niðurskurð á fjárlögum að ræða. Erfitt hefur verið fyrir okkur, sem að þessu heimili stönd- um að fá raunhæfar fréttir af því sem er að gerast og ekkert samráð hefur verið haft við okkur eða við á nokkurn hátt spurð álits eða ráða. Þegar loks náðist í ábyrgan aðila í borgarráði kom í ljós að vitneskjan um meðferðarheimilið er af skornum skammti. Þar eð við höfum á engan hátt verið höfð með í ráðum eða verið beðin um upplýs- ingar sjáum við okkur ekki fært annað en að upplýsa borgarráð svo og almenning um staðreyndir í málinu og jafnframt vara ein- dregið við niður'skurði fjárlaga til heimilisins eða árás tilvist þess. Aðdragandi að stofnun með- ferðarheimilisins er í grófum dráttum þessi: Árið 1964 beitti Barnaverndarfélag Reykjavíkur sér fyrir stofnun Heimilissjóðs taugaveiklaðra barna. Sjóður þessi efldist og að lokum voru fest kaup Gódur afli og mikil vinna áHöfn Höfn, 10. febrúar. HÉR HEFUR verið logn og sólskin og sannkallað vetrarveð- ur að undanförnu og fólk hefur ekki séð annan eins snjó um langan tíma. Allt hefur verið alhvítt síðan fyrir áramót. Afli báta hefur verið allgóður og mun betri en í fyrra á sama tíma. Heildaraflinn var 2.150 tonn 9.2 en var í fyrra 1.005 tonn enda hafá bátarnir róið 26—28 sinnum það sem af er árinu, því tíð hefur verið góð. Sautján bátar stunda veiðar héðan og er afli blandaður, þorskur og ýsa, þorsk- ur er þó meginuppistaðan nú síðustu daga. Aflahæstu bátarnir eru Gissur hvíti, 225 tonn, Hvanney 199, Þórir 198‘Á, Skógey 197, Garðey 192, Freyr 181 og Sigurður Ólafs- son 178. Mikil vinna hefur verið í frysti- húsinu, unnið öll kvöld, alla laugardaga og oft á sunnudögum. Þrátt fyrir það hefur fjölda fólks verið vísað frá sem leitað hefur hingað eftir vinnu, en það hafa jafnvel verið tugir manna á dag. Jens. á húsnæðinu að Kleifarvegi 15. Var ætlunin að reka þar með- ferðarheimili fyrir taugaveikluð börn. Heimilissjóðurinn og Hvíta- bandið stóðu að þessu framtaki og gáfu Reykjavíkurborg húsið með gjafabréfi en Reykjavíkurborg lagði til hluta af andvirði hússins. í gjafabréfinu er kveðið svo á, að borginni sé skylt að reka í húsinu meðferðarheimili fyrir taugaveikl- uð börn og ennfremur að Fræðslu- skrifstofa Reykjavíkur annist rekstur heimilisins. Meðferðarheimilið hóf starfs- semi sína haustið 1974, en 1976 var breytt um tilhögun á starfssemi þess, þess eðlis að forstöðufólk hafði fasta búsetu á staðnum ásamt börnunum. Var á þennan hátt hægt að fækka starfsígildum við heimilið úr 10 í 6, kennslu- þátturinn var einnig fluttur út af heimilinu. Rekstur heimilisins er í höndum Fræðsluráðs Reykjavíkur, en sál- fræðideildir skóla í Reykjavík eru tilvísunaraðilar og er heimilið nátengt þeim í rekstri og meðferð. Hlutverk meðferðarheimilisins er að taka í sólarhringsvistun til uppeldismeðferðar börn úr skyldu- námsskólum Reykjavíkur sem að mati sálfræðideilda skóla þurfa á slíkri meðferð að halda vegna geðrænna og / eða félagslegra örðugleika, sem þó eru ekki það miklir að vistun á geðdeild sé nauðsynleg. Fjöldi vistbarna er 6 að jafnaði og þess ber að geta að 100% nýting hefur verið á heimil- inu a.m.k. s.l. 3 ár. Börnin fá á heimilinu þá aðstoð eða meðferð sem talin er hæfa hverju barni og er leitast við að hafa umhverfi barnanna sem líkast því um eðli- legt heimilislíf sé að ræða. Alla tíð hefur verið rekin á heimilinu svo kölluð umhverfismeðferð, enda heimilið afar vel til þess fallið þar sem það er staðsett í borgarhverfi þar sem börnin geta haft eðlileg samskipti við umhverfi sitt og önnur börn í hverfinu, en eru ekki einangruð eða lokuð inni á stofn- un. Á þennan hátt er stefnt að því að komast eins langt frá „stofnun" og hægt er og komast þannig hjá þeirri „stimplun", sem stofnun hefur í för með sér. Meðan börnin dvelja á heimilinu eru þau í sérdeild í Laugarnesskóla og fá þar kennslu við sitt hæfi, en miðað er við að þau komist fljótlega í almennan bekk og fylgi sínum jafnöldrum. Mi'kil samvinna er höfð við kennara barnanna og fylgjast þeir ýtarlega með meðferð hvers barns. Markmið meðferðar- innar á heimilinu er að börnin fari aftur til fjölskyldu sinnar og í sinn eigin hverfisskóla. Mikil áhersla er því lögð á foreldrasamstarf til þess að stuðla að varanlegum árangri af meðferð vistbarna eftir dvöl á heimilinu. Haldin eru regluleg viðtöl við fjölskylduna og foreldr- um gerð grein fyrir gangi meðferð- ar barnsins og hvernig unnið e með einstaka erfiðleika þess. Eru foreldrar þannig með í ráðum um meðferð/uppeldi barns síns. Einnig hafa foreldrar óformlegt samband við heimilið og eru hvatt- ir til að koma á heimilið eins og aðstæður leyfa. Starfsígildi við heimilið eru nú 6: Staða forstöðumanns og ráðs- konu, stöður 3ja uppeldisfulltrúa og 1 fósturstaða. Forstöðukona býr á staðnum auk þess sem hún og annað starfsfólk skiptir með sér vöktum. Að meðaltali eru tveir starfsmenn saman á vakt. Það gefur auga leið að starf það sem fer fram á heimilinu er ákaflega krefjandi og mikil ábyrgð er lögð á starfsfólk sem á að annast meðferð/uppeldi barnanna. Ekki hafa yfirvöld séð ástæðu til þess að krefjast ákveðinnar menntunar af starfsfólki annars en forstöðumanns og einnar fóstru, en margir nemar í sálar- og uppeldisfræði, félagsráðgjafar og fleira fólk sem stundað hefur nám á sviði uppeldis og/eða félagsmála hafa sótt um starf við heimilið. Laun uppeldisfulltrúanna eru algerlega óviðunandi (sfl) og hafa þeir staðið í launabaráttu nær allan tímann sem heimilið hefur starfað. Óhætt er að fullyrða að svo ófullnægjandi laun sem þessi, hafa haft í för með sér mikil og ör skipti á starfsfólki, sem síðan hefur haft mikil áhrif á starfið. Það tekur sinn tíma að komast inn í starfið, börnin þurfa sífellt að vera að kynnast nýju fólki o.s.frv. Hafa mannaskipti því haft nei- kvæð áhrif á starfssemina, en slíkt hefði verið hægt að koma í veg fyrir með viðunandi launum. Heldur hefur óöryggið á heimilinu aukist með sögusögnum um að borgaryfirvöld ætli að draga veru- lega úr rekstri heimilisins eða leggja það alveg niður og erfitt reyndist fyrir starfsfólk að fá nokkrar staðfestar upplýsingar. I Reykjavík höfum við nú, árið 1979, stjórn, sem kallar sig vinstri stjórn og félagslega sinnaða og árið kallast barnaár. Þetta ár áttu ríkistjórnir, félagasamtök og ein- staklingar að vinna saman að hagnýtum, jákvæðum fram- kvæmdum til hagsbóta fyrir börn- in. Þrátt fyrir þetta hefur þessi stjórn ekki haft samráð við fólkið í þessu máli og hefur nánast ein- göngu látið aðgerðir sínar eiga sér stað með pennastrikum og gengið fram hjá raunverulegum þörfum barnanna. Hún hefur gleymt því að aðgerðir hennar hefur sálræn áhrif á þá sem hún er að ráðskast' með, gleymt félagslegum áhrifum aðgerða sinna og síðast en ekki síst látið aðgerðir sínar bitna að miklu leyti á börnunum. Má sjá það á hugmyndum um stórkostleg- an niðurskurð til skólamála og að hugmyndir eru uppi um að þessi niðurskurður eigi að koma niður á þeim sem séraðstoð þurfa í skól- um. Lækkað framlag til dag- vistunarbygginga, Tónabær ekki rekinn í vetur, fjölgað í bekkjum í skólum, lögð niður Útideild og e.t.v. fæðingarheimilið og áætlun um að gera að engu áratuga starf líknarfélaga á borð við Barna- verndarfélag Reykjavíkur og Hvítabandið. Þetta eru þær félags- legu umbætur sem borgarstjórnin boðar okkur á barnaári. F.h. starfsfólks meðferðar- heimilisins að Kleifarvegi 15, Stefanía Sörheller, forstöðu- kona. F.h. starfsfólks sálfræðideilda skóla. Sigtryggur Jónsson, sál- fra'ðingur. Bóka Óurinn 1979 verður haldinn 28. febr. — 11. marz n.k. í sýningahöllinni Bíldshöfða 20. Stærsti og fjölbreyttasti bókamarkaður sem haldinn hefur verið til þessa. Bókamarkaðurím 1979

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.