Morgunblaðið - 13.02.1979, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979
39
fyrst í heimahúsum, en kring um
1950 réðst hún til Reykjavíkurbæj-
ar. Hún gerðist hjúkrunarkona
Líknar og stundaði hjúkrun á
vegum hennar í heimahúsum. Var
þetta ákaflega erfitt starf. Hún
hafði engan bíl, en ferðaðist í
strætisvögnum um þveran og endi-
langan bæinn. Oft þurfti hún ein
síns liðs að búa um og baða þung
gamalmenni, sem voru langlegu-
sjúklingar. Hún var einstaklega
lipur við sjúklinga sína og ósér-
hlífin. Þegar um mjög alvarlega
sjúkdóma var að ræða, mátti
hringja til hennar hvort sem var á
nótt eða degi, og ef hún sá feigðar-
merki á sjúklingi, bauðst hún oft
til að vaka þar um nóttina.
Aðstandendur sjúklinganna
kunnu líka að meta þetta. Oft kom
það fyrir, stundum mörgum árum
seinna, að ungur maður, sem hún
hafði alveg gleymt, stanzaði hana
á förnum vegi — kannske við
strætisvagnastopp — og bauðst til
að aka henni heim. Sagðist hann
vera í þakkarskuld við hana fyrir
hjúkrun látins ástvinar. Slíkir
atburðir gerðust fram á síðustu ár.
Þegar Hilda hóf hjúkrun, hafði
hún ekki full réttindi, því hún
hafði ekki haft heilsu til að ljúka
prófi, en er hún hafði unnið
nokkur ár hjá bænum, voru henni
veitt full réttindi. Hilda hætti
störfum hjá bænum, þegar hún
var 67 ára (1968). Eftir það gerði
hún talsvert að því að sauma
prestakraga og þvo þá og strauja.
Heimili Hildu og Anniear að
Sörlaskjóli 74 var (og er enn)
ákaflega fallegt. Þar eru fagrir
gamlir munir og allur húsbúnaður
vandaður og smekklegur. Húsa-
kynnin eru minni en þau voru að
Tjarnargötu 26, en þar ríkir sama
gestrisnin. Allir gestir eru þar svo
innilega velkomnir, og oft hafa
stofurnar verið þröngt setnar. En
enginn verður þar var við þrengsli,
því að þar er alltaf nóg hjartarúm.
Hilda var ákaflega barngóð og
hændi að sér öll börn í nágrenn-
inu. Það var alltaf gott að koma
með börn með sér til hennar. Þær
systur áttu leikföng, sem börnin
gátu verið frjáls að leika sér að.
Hildu varð mjög vel til vina.
Sumar skólasystur hennar frá
Hafnarárunum héldu við hana
ævitryggð og skiptust á við hana
heimsóknum. Heima eignaðist hún
marga trygga vini. Hún veðraðist
talsvert. Einkum fór hún oft til
Danmerkur, þar sem frændur og
vinir fögnuðu henni vel.
Hilda var mjög trúrækin, enda
alin upp við slíkt frá barnæsku.
Hún var tíður kirkjugestur, enda
þótt heyrnardeyfð háði henni tals-
vert síðari árin. Hún var áhuga-
samur meðlimur K.F.U.K. og hafði
gaman af að dvelja í Vindáshlíð á
sumrin. Hún unni mjög sálmum
séra Helga Hálfdánarsonar. Hilda
var göfug kona. Hún lét ekki mikið
yfir sér, en hún vildi öllum gott
gera, og hjálpaði hvar sem hún
gat. Það var yndi hennar að gleðja
börn og líkna þeim sem þjáðust.
Um hana mátti með sanni segja,
að þar sem góðir menn fara, eru
Guðs vegir.
Anna Bjarnadóttir
Þórhildur Helgason fæddist í
Reykjavík hinn 9. júní 1901. Hún
var þriðja barn dr. Jóns Helgason-
ar biskups og konu hans, Mörthu
Maríu, f. Licht. Hún lést á Land-
spítalanum 5. þ.m. eftir stranga
sjúkralegu frá haustnóttum. Ok
sjúkdómsins lagðist þungt á hana,
en hið milda blik augnanna, sem
við vinir hennar þekktum svo vel,
sýndi þá stillingu, sem með henni
bjó.
Ég geng í huganum fimm ára
gömul niður að Tjörn. Það er
sunnudagur. Ferðinni er heitið í
biskupshúsið. Páll biskupssonur,
vinur elsta bróður míns og heima-
gangur á heimili foreldra minna,
hafði boðið okkur heim. Við stöldr-
um við tröppur þessa veglega húss,
okkur skortir kjark og systur
minni finnst ráðlegra að knýja
dyra bakatil. Við herðum okkur
upp og eftir smástund kemur ung
stúlka bjartleit til dyra. í ljós
kemur að Páll er ekki heima en
það virðist ekki skipta máli hjá
þessari brosleitu stúlku. Hún býð-
ur okkur að ganga í bæinn og áður
en varir erum við sestar við
kaffiborð með heimilisfólki, sem
allt fagnar okkur vel. Seinna man
ég eftir að standa við flygilinn og
syngja með systur minni, en
biskupsfrúin spilaði. Frú Helgason
var mjög músíkölsk og vel mennt-
uð í tónlist. Hilda er mér þó
minnisstæðust frá þessum degi.
Hún hefir verið vinur minn alla tíð
síðan og margir urðu sunnu-
dagarnir í biskupshúsinu.
Sumarið sem ég varð 13 ára,
dvaldist ég í biskupshúsinu í
nokkrar vikur. Allt heimilislíf var
þar í föstum skorðum, en einkum
minnist ég gleðinnar og góðvildar-
innar sem þarna ríkti. Húsbónd-
inn var virðulegur embættismað-
ur, sem allir báru virðingu fyrir,
hress og spaugsamur í daglegri
umgengni og aldrei afskiptalaus.
Heilsu frúarinnar var á þessum
tíma farið að hnigna og Hilda
stjórnaði heimilinu. Auk hennar
voru heima hinar systurnar,
Annie, sem um árabil var ritari
hjá bæjarfógetaembættinu, og
Cecilie, sem var ritari biskups.
Skyldustörf mín þetta sumar voru
ekki erfið, systurnar áttu hins
vegar annríkt við að skemmta
mér, sækja mér bækur á bókasafn-
ið, fara með mér í gönguferðir eða
hjóltúra og sauma á mig kjóla og
svuntur, svo ég hæfði starfinu sem
„en ung pige i huset". Margt var
skrafað við matarborðið, en yfir
hverri máltíð var sérstakur blær. í
þessu húsi var enginn hlutur svo
lítilfjörlegur, að ekki skyldi gaum-
ur gefinn. Allir hlutir Guðsgjafir,
sem manni var skylt að varðveita
og rækta eftir því sem við átti.
Mikil var gestakoman, ekki síst
vegna þess, að skrifstofa biskups
var þá á heimili hans. Þó var fjöldi
fólks, sem kom aðeins sem
persónulegir vinir. Öllum var
fagnað á sama hátt. Oft var dvalið
úti í garði í góðviðri, en hann var
fagurt verk biskupsfrúarinnar.
Mér finnst alltaf hafa verið sól-
skin þetta sumar. Heimilisbrag í
biskupshúsinu væri best lýst með
orðinu gleði. Og svo var spaugið,
þetta yndislega græskulausa
spaug, sem allir tóku þátt í.
- O -
Þórhildur Helgason gekk í
Kvennaskólann í Reykjavík. Árið
1922 sigldi hún til Kaupmanna-
hafnar til hjúkrunarnáms. Hún
veiktist eftir tveggja ára nám og
varð að hætta að vinna við hjúkr-
un. Þá sneri hún sér að smábarna-
kennslu. Hún kynnti sér nýjar
aðferðir og námshætti og var fyrst
manna, eða með þeim allra fyrstu,
sem hóf kennslu hérlendis sam-
kvæmt hinu þekkta Montessori-
kerfi, þar sem nám og leikur
haldast í hendur. Hún hafði skóla í
Þrúðvangi við Laufásveg á árun-
um 1926—1935. í þrjá vetur gekk
ég í þennan skóla. Þarna hjá Hildu
lærði ég að lesa. Við lærðum líka
að skrifa, reikna og sauma. Þarna
var enginn mismunur kynjanna,
því strákarnir fóru heim með
ísaumaðar myndir og dúka rétt
eins og við stelpurnar til jólagjafa.
Hilda var einstakur persónuleiki.
Hún var í eðli sínu þvílíkur sál-
fræðingur, að öll börn hlutu að
hænast að henni. Hún hafði þann
góða eiginleika að umgangast lítil
börn eins og væru þau fullorðið
fólk, gældi aldrei við þau, talaði
aldrei barnamál en var hrein og
bein og ákveðin í öllum samskipt-
um við þau og umfram allt
skemmtileg.
Eftir lát foreldra sinna hóf
Þórhildur aftur störf við hjúkrun.
Hún starfaði lengst af hjá Reykja-
víkurborg, annaðist sjúklinga í
heimahúsum. Betri og hæfari
manneskju til þessara starfa get
ég ekki hugsað mér. Hið hressilega
giaða viðmót ásamt líknandi hönd-
um var kærkomið, þar sem bágindi
voru. Sjálf þekki ég þetta af eigin
raun, en hún hjúkraði móður
minni oft og tíðum.
Þær systur Annie og Hilda
héldu heimili saman öll síðari ár,
lengst að Sörlaskjóli 74. Ótrúlega
mikið af andrúmslofti biskups-
hússins fluttist þangað með þeim,
þótt ekki væri eins hátt til lofts, né
vítt til veggja. Þarna höfum við
hjónin átt margar góðar stundir
og þarna hafa börnin okkar raðað
kubbum og hagrætt brúðum.
- O -
Nú er ævi Hildu vinkonu minnar
lokið hér á jörðu. Ég er þess
fullviss, að hún hefir fengið inn-
göngu í það himnaríki, sem hún
trúði á. Fjölskylda mín og ég
árnum henni fararheilla og minn-
umst hennar þakklátum huga.
Systrum hennar, Annie og Cecilie,
og öðru venslafólki vottum við
samúð.
Guðrún J. Þorsteinsdóttir.
Árið 1940 kom ég til náms í
höfuðborginni. Fyrir frændsemis-
sakir bauðst mér dvöl á heimili dr.
Jóns Helgasonar biskups og konu
hans frú Mörthu Maríu Licht og
var það merkilegur skóli. Vinátta
þessarar fjölskyldu hefur verið
mér dýrmætt veganesti æ síðan.
Tjarnargata 26 var mikið
mennta og menningarheimili fyrir
margra hluta sakir. Þarna voru
andans menn þjóðarinnar daglegir
gestir, rætt um trúmál, bókmennt-
ir og listir. Góðir gestir voru
daglega tvær systur biskupsins,
Álfheiður, í næsta húsi ekkja Páls
Briem og Sigríður ekkja séra
Skúla í Odda. Þau systkini höfðu
öll frábæran frásagnarstíl.
Mikið og gott bókasafn huldi
veggi og frú Helgason spilaði á
flýgilinn. Fallegast á heimilinu
fannst mér gömlu Reykjavíkur-
myndirnar, sem húsbóndinn hafði
málað í stopulum frístundum frá
erilsömum störfum. Mótun þessa
heimilis hefur ekki verið fyrir-
hafnarlaus.
„Starfa, því aldrei aftur ónotuð
kemur stund. Ávaxta því með elju
ætíð vel þín pund“. Þetta var ekki
bara þýðing á ljóðlínu í þekktum
sálmi hjá Jóni Helgasyni, heldur
einnig lífsviðhorf, sem ríkti á
heimilinu. I þessu andrúmslofti
ólst Þórhildur upp, við mikinn aga
þess tíma en í umhyggju og
kærleika.
Þetta var umsvifamikið heimili
og þar dvöldust þá líka hinar
systurnar Annie skrifstofustúlka
og réttarritari og Cecilie, þá
biskupsritari og vélritunarkenn-
ari. En bræðurnir höfðu þá stofn-
að eigin heimili. Séra Hálfdán á
Mosfelli, giftur Láru Skúladóttir
(nú bæði látin) og Páll raffræðing-
ur í Hafnarfirði (látinn) giftur
Inger Möller. Mér er í minni hve
mikla gleði og kímni þessar
fjölskyldur fluttu með komum
sínum inn á heimilið.
Árin sem ég dvaldist þarna
hafði biskupinn látið af störfum
fyrir aldurssakir, var þó sístarf-
andi, en frúin orðin heilsuveil.
Segja má að Hilda hafi þá staðið
fyrir búinu með Önnu Krist-
mundsdóttur sér við hlið. Anna
var starfsstúlka á heimilinu um
margra ára skeið og hefur sýnt
allri fjölskyldunni dæmafáa
tryggð. Sérstök vinátta var milli
Hildu og hennar alla tíð.
Allt heimilishaldið bar vott um
reglusemi og snyrtimennsku.
Heimilisstörfin fóru Hildu ein-
staklega vel úr hendi, enda alla tíð
afburða húsmóðir. Já, þetta reyk-
víska heimili var harla Ólíkt
mínum bernskuheimi og Hilda
frænka kenndi mér, umbar mig og
hló að mér.
Á þessum árum dóu biskups-
hjónin, hann 6942 hún ‘45. Elsku-
legri manneskjur get ég ekki
hugsað mér. Þá leystist heimilið
upp og húsið var selt. Cecilía var
þá gift Guðbirni Jakobssyni og
flutt, en Annie og Hilda leigðu sér
íbúð á Grenimel en keyptu fljót-
lega húsnæði í Sörlaskjóli. Þar
hafa þær búið síðan og haft styrk
hvor af annari.
Alla tíð hefur mér fundist and-
rúmsloft gamla heimilisins spegl-
ast í húsi.þeirra. Það er fallegt og
fágað, gott þar að dvelja og njóta
góðra stunda. Sérstaklega eru mér
minnisstæðir afmælisdagar þeirra
systra, sem þær gerðu þá jafnan
að hátíðum. Hilda var mjög ætt-
rækin og naut ég þess í ríkum
mæli. Hún ræktaði vináttu við
margt fólk, hafði mikinn áhuga á
því og að verða að liði.
Hilda stundaði nám við kvenna-
skólann í Reykjavík og sótti síðan
menntun til Danmerkur. Þar var
hún við hússtjórnarnám. Hún
sérhæf'ði sig einnig í kennslu
smábarna og rak um margra ára
skeið skóla í leikskóla formi við
góðan orðstír. Hún kenndi allskon-
ar föndur og undirbjó börn til
skólagöngu. Þetta skólaform mun
hafa verið nýlunda hér á landi.
Trúi ég að þetta hafi átt vel við
Hildu því að alla tíð var hún hin
mesta barnagæla og mörg þessara
barna voru vinir hennar ævilangt.
Hún hafði alltaf mikinn áhuga á
systkinabörnum sínum og þeirra
börnum og sýndi þeim kærleika í
verki.
Hilda stundaði hjúkrunarnám í
Danmörku. Hún starfaði sem
bæjarhjúkrunarkona í Reykjavík í
mörg ár. Þessu starfi sínu unni
hún mjög og bar virðingu fyrir.
Þar fékk starfsvilji hennar og
glaðlyndi farveg. Hún var áreiðan-
leg og traust í hvívetna og raunsæ
og skilningsrík á erfiðleika ann-
ara. Auk þess að hjúkra reyndist
hún sjúklingum sínum hjálpleg við
margvíslegar útréttingar og fyrir-
greiðslu, því sporin sín taídi hún
aldrei.
Já, hún Hilda var svo sannar-
lega starfsöm. Um tima saumaði
hún, ásamt æskuvinkonu sinni
Sigríði Briem, nú Torsteinson
hökla og rykkilín fyrir presta
landsins. Einnig altarisklæði, sem
prýða margar kirkjur m.a. dóm-
kirkjuna hér í Reykjavík Á stríðs-
árunum saumaði hún líka presta-
kraga, sem þá voru hér ófáanlegir.
Frá því ég kynntist Hildu hefur
hún haft sem aukastarf, að
hreinsa og strauja prestakraga.
Þannig hélt biskupsdóttirin úr
Tjarnargötu ávallt vissum tengsl-
um við prestastétt landsins.
Hvar er. fallegast — hvar er
best?
Þessari spurningu held ég að
Hildu hafi þótt erfitt að svara. Svo
mjög sem hún elskaði Reykjavík
— borg föður síns, dáði hún
heilshugar Danmörku, land móður
sinnar. í dómkirkjunni í dag
verður spilað Preludium, sem
móðir hennar samdi. Þetta var
fyrst flutt við útför föður hennar
og er vissulega innileg og falleg
kveðja.
Með Hildu frænku er góð kona
gengin. Hún var sérstaklega svip-
hrein með hvíta hárið sitt og það
sópaði að henni þar sem hún fór.
Hún var þeirrar gerðar að þegar
við hugsum um hana hlýnar okkur
um hjarta og birtir í huga.
Trú hennar kom fram í verkum
hennar og mótaði viðhorfin.
„Starfa því nóttin nálgast. Nota
vel æviskeið, Ekki þú veist nær
endar, ævi þinnar leið“.
Eftir þessum ljóðlínum föður
síns finnst mér Þórhildur Helga-
son hafa lifað.
Halldóra Einarsdóttir.
Þórhildur Helgason, hjúkrunar-
kona, eða Hilda eins og við
kölluðum hana, lést 5 febrúar s.l.
77 ára að aldri. Hilda fæddist í
Reykjavík 1901, en foreldrar henn-
ar voru dr. Jón Helgason biskup og
Martha María Licht, prestdóttir
frá Fjóni. Hilda bjó í foreldrahús-
um við Tjörnina í Reykjavík lengi
ævi sinnar. Á unga aldri stundaði
hún nám við Kvennaskólann í
Reykjavík í tvo vetur, og hjúkrun-
arnám í önnur tvö ár í Kaup-
mannahöfn. Síðan hafði hún smá-
barnaskóla í Reykjavík um 11 ára
skeið, en réðist þá til hjúkrunar-
starfa, fyrst í einkahjúkrun, svo
hjá Líkn, og að lokum hjá Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur. Störf sín
vann hún af kostgæfni og lengst
mun hennar verða minnst við
heimahjúkrun í Reykjavík, gang-
andi milli húsa hvernig sem viðr-
aði, með strætisvagnamiða í vas-
anum til lengri ferða í vaxandi
borg. Hilda vék ekki af hólmi í
nauð. Árangur í starfi hjá Hildu
fólst vafalaust mikið í óbilandi
kjarki og kímnigáfu hennar.
Henni var lagið að koma fólki í
gott skap.
Kynni mín af Hildu hófust á
árinu 1963. Það var í brúðkaups-
veislu suður í Hafnarfirði þar sem
hún lék við hvern sinn fingur yfir
hamingju unga fólksins og vegna
veislugleði hennar yfirleitt. Brúð-
kaupsveislunni fylgdi svo annað
brúðkaup nokkrum vikum síðar
þegar ég kvæntist bróðurdóttur
Hildu. Svo sterk voru ítök þeirrar
fegurðar sem Hilda bar með sér,
þótt sjálf yrði hún ekki þeirrar
hamingju aðnjótandi að eignast
maka og börn. Þar fyrir eignaðist
hún glatt og fagurt heimili með
systur sinni Annie við Sörlaskjól í
Reykjavík. Skerjafjörðurinn kom í
stað Tjarnarinnar. Prýði þees
heimilis og menning er ekki á
hverju strái. Þangað var gott að
koma. Leiður fór út glaður, og
glaður fór glaðari eftir heimsókn
þangað. Kökur og annað góðgæti,
mennt og menning um allar stof-
ur, og gamanmál án brigslyrða.
Við þökkum Hildu vináttuna og
gleðistundirnar, óeigingjarnt starf
við oft erfiðar aðstæður, og biðjum
Guð að blessa minningu hennar.
Systrum Hildu, Annie og Cec-
iliu, og vinkonu hennar Önnu
Kristmundsdóttur, sem studdu
hana í erfiðri og strangri sjúk-
dómslegu, votta ég mína dýpstu
samúð.
Drottinn gefi dánum ró
hinum líkn sem lifa.
Svend-Aage Malmberg.
Sunna Hildur Svav-
arsdóttir — Kveðja
Kynni mín af Sunnu Hildi verða
mér ætíð til ánægju og gleði. Þó
ekki væri hún há í loftinu, en það
sem með henni bjó hið innra gerði
hana stóra, í mínum augum.
Okkar kynni voru ekki löng. En
okkur varð tíðrætt um hið liðna og
hið ókomna. — Hún sagði mér frá
ýmsu því sem var henni ofarlega í
huga og hana dreymdi um að
takast mætti að koma í verk,
öðrum til gagns og hjálpar og
sjálfri sér til gleði. En nú hefur
endir verið á þetta bundinn og hún
frá oss kölluð.
Að leiðarlokum vil ég aðeins
færa þakkir fyrir hin stuttu en
góðu kynni okkar.
Auður M. Sigurhansdóttir.