Morgunblaðið - 13.02.1979, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.02.1979, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Mikið úrval bridgebóka er nú til á bóksölu Bridgesambands íslands. Aí þýddum bókum má nefna Kennslubók ætlaða til notkunar í skólum og „Spilaðu bridge við mig“, en í henni skýrir Bretinn Terence Reese úrspil á snilldarlegan hátt. En erlendu bækurnar eru eðli- lega mun fleiri og spilið í dag er tekið úr einni þeirra, „Bridge Match“, eftir J.W.Tait. Skemmti- lega fram sett bók og fjallar um einn leik í sveitakeppni. Suður gefur, allir utan og þú ættir að byrgja hendur vesturs og norðurs. Norður S. 7632 H. Á63 T. KD84 L. 53 Vestur S. KG104 H. K T. Á76 L. G10964 Austur S. ÁD H. 108542 T. G103 L. KD8 Þú ert með spil suðurs og félagi þinn spilar út tígulfjarka gegn þrem gröndum vesturs eftir þessar sagnir: Suður Vestur Norður Austur P 1 Lauf P 1 Hjarta P lSpaði P 2 Tfgiar P 2 Grönd P 3 Grönd allir paas. Tvö grönd vesturs skýrðu frá lágmarksopnun en háspili í tígli. Tígultían tekur fyrsta slaginn. Þú gefur laufkónginn og einnig drottninguna en tekur þriðja lauf- ið, norður lætur spaðatvist og þarft þá að finna vörnina, sem dugir. Hvaða spil tryggir varnar- sigur? Útspilið segir þrjá tígla á hendi vesturs og vitað er um fimm lauf, sem ásamt fjórum spöðum þýðir einspil í hjarta. Eðlilega hefur þú ákveðið að spila ekki tígli og hjartasjöið er eina spilið, sem hnekkir spilinu. Annars fást ekki fjórir slagir á hjartað og í bókinni má bera árangurinn saman við það sem gerðist á hinu borðinu og í ljós kemur að spilið fellur. Suður S. 985 H. DG97 T. 952 L. Á72 Ríkiseinkasala Á liðnu ári kom smiður ágætur heim til mín og vann að húsbótum í frítímum sínum. í vökulok hrip- aði ég tossamiða, svo að tiltækt yrði næsta dag nauðsynlegt efni: saumur frá hálftommu upp í sex; skrár, ýmist opnanlegar til vinstri eða hægri; lamir; gluggajárn; kítti; málning; terpintína; skrúfur af margvíslegri gerð og margt fleira. Brynja, Málning og járnvörur og Kron voru næstu búðir. Af- greiðslumenn voru hver öðrum liprari, snöruðu því umbeðna á búðarborðið, tóku við greiðslu og skrifuðu nótu í einriti. Fengist ekki það sem kaupa skyldi í fyrstu búð sem ég kom í, brást ekki að mér væri ljúflega vísað á þá réttu. Umyrðalaust var tekið til baka hefði ég mislesið daginn áður eða kannski ekki komist fram úr minni eigin skrift. Við urðum góðkunningjar, afgreiðslumenn og ég- Eitt sinn skyldi ég kaupa póli- túr. Eg arkaði niður í Járn og málningu, enda hann í ætt við málningu. Hann fékkst ekki, en sagður fást meðal lyfja í einkasölu ríkisins, Borgartúni 6. Jæja, póli- túr var þá lyf, kannski á borð við lampaspritt sem Guðjón Back- mann vegavinnuverkstjóri taldi allra meina bót, „hvort sem er innvortis eða útvortis, við hesta- mari eða öðru,“ eins og hann orðaði það forðum. Eg fylgdi gefnum leiðbeiningum, kom inn í mannlausa búð með pólitúr upp í hillu. Innan tíðar birtist maður. Hann gekk settlega, ekki eins fótlipur og kunningjar mínir í búðunum, enda opinber starfs- maður. Ég bað um fjórar flöskur ofan úr hillu. Hann leit á mig vorkunnlátur, ég yrði að fá bréf- lega heimild í Borgartúni 10. Ég af stað, allshugar feginn að þurfa ekki að fara austur fyrir Fjall, því að ég er bíllaus. Á númer 10 kom babb í bátinn, ekki fengi ég hinar títtnefndu flöskur á eigið nafn, heldur á nafn meistarans. Nú vantaði mig ýmsar upplýsingar um þann góða herra, svo sem nafnnúmer. Fyrir ein- skæra góðvild greiddi afgreiðslu- stúlka úr vanda mínum. Hún skrifaði á nótublað pöntun mína og sendi í vélritun í hvarfi. Eftir andartak kom pöntun mín vélrituð í fjórum eintökum. Ég greiddi, fékk tvö eintök, en gjaldkeri hélt tveimur. Á númer 6 afhenti ég svo afrit af nótu og fékk mínar fjórar flöskur og hélt frumriti. Fjórir afgreiðslumenn og fimm eyðublöð höfðu komið hér við sögu. Viðskiptaráðhems hyggst lög- festa einkasölu á bensíni, hún tryggi best hag neytenda. Sam- kvæmt reynslu af pólitúreinkasölu þessa sama ráðherra má búast við að mannafli fjórfaldist og pappírs- notkun fimmfaldist. Neytendum ætti að vera vel borgið. J.Á.G. • Athugasemdir við skrií Nýalssinna Hér í Morgunblaðinu má venjulega á nokkurra daga fresti COSPER Dreptu í sígarettunni, ungi maður. — Ég þoli illa sígarettureyk! Fall er fararheill. Ég er bara að reyna að vera ekki stressaður í vinnunni. ,J—•* G/i—. 151 „Fjólur — mfn ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir Þýddi — Allt skiptir máli. Bernild leit kuldalega á þau. — Og ef þið trúið mér ekki þá skuluð þið reyna að velta fyrir ykkur atburðum síðustu daga og þá mun það renna upp fyrir ykkur að þið hafið snætt morgunverð í návist morðingja nú á þessari stundu ... Hann reis upp og gekk f áttina að bókaherberginu. — Og í dag bið ég ekki leyfi til eins né neins, sagði hann. — Þess verður í dag krafist að hver og einn hér segi það sem hann veit og ég fer ekki út úr þessu húsi fyrr en ég hef komizt að því um hvað málið snýst. Hann skellti á eftir sér hurðinni og í borðstofunni var svo kyrrt að heyra hefði mátt saumnál detta. 13. kafli Bernild tók enga áhættu næstu klukkutímana sem liðu frá því að Lydia hafði fundist á þennan óhugnarlega máta. Þegar menn risu upp frá borðum hafði fjöldi lögregiu- manna verið kvaddur á vett- vang og til að enn meiri áherzla væri lögð á alvöru málsins, kom nú sjúkrabfll frá Krufningarstofnun Árósa að flytja líkið þangað. í djúpri þögn horfði f jölskyldan saman- komin á það, þegar hjúkrunar- mennirnir fóru upp með börurnar og komu niður með hina látnu og höfðu breitt yfir andlit hennar. Enginn sagði neitt, og allir voru þvingaðir og vandræðalegir í framkomu. Eins og eftir þegjandi sam- komulag byrjaði Herman frændi og Martin að byggja upp nýjan eld í arninum og einbeittu sér um hríð að því að hreinsa vel og vandlega leifarn- ar frá kvöldinu áður. En meira að segja ylurinn frá arninum fékk ekkert mild- að þau orð lögregluforingjans, að þau hefðu setið til borðs með morðingja. — Ég trúi ekki að það geti verið. Þeir þykjast alltaf vera svo sniðugir, en auðvitað gæti enginn hugsað sér að gera Lydiu mein, sagði Herman frændi og rauf þar með þögn- ina sem hafði ríkt lengi. — Skórnir hennar höfðu festst í sloppnum, sagði Magna frænka. — Það er enginn vafi á því að hún hefur dottið í stiganum og það hefur verið óheppni. Hún hefur átt eitthvað erindi niður. Það þarf ekki að vera neitt skrítið við það. — Ég skil auðvitað ekki af hverju hún hefði ekki vel gctað verið glaðvakandi, þrátt fyrir þessar svefntöflur, sagði Jasper. — Þekkirðu eitthvað þessar töflur sem þú fékkst og veiztu hversu lengi þær virka, spurði hann og beindi tali sínu til Susannc. — Ég hef bara einu sinni tekið þessar töflur sagði hún. Og þá svaf ég líka eins og rotuð og þó tók ég aðeins eina töflu. — Ég íæ nú ekki skilið, að það sé neitt ótrúlegt þótt hún vaknaði af sjálfsdáðun. sagði Martin. — Það kemur alveg heim og saman. Lydia tók alltaf öðru hverju svefntöflur svo að þær hafa áreiðanlega ekki verkað eins sterkt á nana og þá sem sjaldan eða aldrei nota nein slík meðul. — Já, og kannski hefur hún bara verið á leið niður að búa sér til kaffi þótt snemmt væri, sagði Gitta. — Lydia tók ckki bara töflur. Ég gaf henni sterka sprautu og auk þess hafði hún verið dáin í nokkra klukku- tíma þegar við fundum hana, sagði Ifolm læknir alvarlegur. — Það hlýtur að hafa verið hún sem rakst í hurðina mína klukkan fjögur í nótt, sagði Susanne stillilega og leit í kringum sig. — Ef kenningin um að hún hefði farið niður um sjö-Ieytið væri rétt hver hefði þá átt að rekast utan í hurðina hjá mér um þetta leyti nætur?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.