Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 Vilmundur Gylfason: Venjulegur gusu- gangur í Lúðvík” „ÉG GERI fastlega ráð íyrir því, og það er vilji okkar þingflokks og flokksstjórnar, að forsætisráðherra leggi þetta frumvarp fram óbreytt, það segir sig alveg sjálft að sá vilji hlýtur að verða virtur í hvívetna,“ sagði Vilmundur Gylfason í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. er hann var inntur álits á ummælum Lúðvíks Jósepssonar hér í blaðinu í gær. Þar lýsti Lúðvík, sem er bæði formaður Alþýðubandalagsins og þingflokks þess, þeirri skoðun sinni að annaðhvort yrði Ólafur Jóhannesson að draga efnahagsmálafrumvarp sitt til baka eða gerbreyta því að öðrum kosti. — Annars yrði að fá einhverja aðra til að samþykkja það í stað Alþýðubandalagsins. Vilmundur sagði, að frumvarpið væri þannig til orðið, að það ætti alls ekki að koma Lúðvík eða neinum öðrum á óvart hvað í því stæði. Frumvarpið væri ávöxtur samtala manna á opnum og lokuð- um fundum í sex mánuði. Kvaðst Vilmundur því fastlega gera ráð fyrir því að frumvarpið yrði lagt fram óbreytt. Hins vegar væri það svo regla, að ef einhverjir hlutir í lagafrumvörpum orkuðu tvímælis þá væri venja að lagfæra það milli fyrstu og annarrar umræðu. Um- mæli Lúðvíks kvað Vilmundur því sennilega bara vera „glannalegar gusur“ sem „menn meina nú ekki“. — Það væri ekki neitt stórmál þó Lúðvík gusaði einhverju út úr sér! Þá sagði Vilmundur, að það væri alveg Ijóst að hér væri á ferðinni frumvarp, en ekki frumvarpsdrög, og það væri sitt hvað, hér væri á ferðinni alveg fullbúið frumvarp. Hinn rétti þinglegi háttur væri sá að lagafrumvörp væru lögð fyrir Alþingi. Kvaðst Vilmundur mæta vel geta skilið það að það færi í taugarnar á stjórnarandstöðunni að frumvarpið væri kynnt hags- munahópum, sem þó væri vissu- lega sjálfsagt að gera, áður en það væri kynnt stjórnarandstöðu eða lagt fram á þingi. Að lokum sagði Vilmundur, að Alþýðuflokkurinn væri verðbólgu- hjöðnunarflokkur, og því vildu þeir fá þetta frumvarp fram á Alþingi sem allra fyrst, og þraut- kanna það þar hvort ekki er fyrir því meirihluti. — Raunar væri ekki ástæða til að ætla annað þótt menn gusuðu út úr sér hlutum! ÞÓRHILDUR SIGURÐARDÓTTIR bókavörður í bókasafni Kennaraháskóla íslands var í gær endurráðin að safninu, en hún var sem kunnugt er nýlega tekin út af launaskrá hjá fjármálaráðuneytinu, Hér er Þórhildur (t.h.) ásamt hinum bókaverðinum, Kristínu Indriðadóttur, en fyrir framan þær eru blóm sem nemendur skólans sendu þeim í tilefni dagsins. Ráðherrar Alþýðubandalagsins: •• „Ogrun við verka- lýðshreyf ÍngUna’ ’ Qlafur Jóhannesson um niðurstöður vísitölunefndar: „Hefði vissulega kos- ið að launþegasamtökin tækju efnislega afstöðu” RÁÐHERRAR Alþýðubandalags- ins mótmæltu harðlega frum- varpi Ólafs Jóhannessonar for- sætisráðherra á fundi ríkisstjórn- arinnar síðastliðinn þriðjudag. Létu þeir þar bóka mótmæli sín við frumvarpinu, sem eru rösk- lega fjórar vélritaðar blaðsíður. Segja ráðherrarnir í bókuninni að lögfesting frumvarpsins myndi hafa í för með sér kaup- lækkun. sem brjóti f bága við samstarfsyfirlýsingu stjórnar- flokkanna og sé bein ögrun við verkalýðshreyfinguna, og at- vinnuleysi, sem fulltrúar verka- lýðshreyfingarinnar hafi eindreg- ið varað við f samráðsnefndinni. Meginuppistaða bókunarinnar er hins vegar upptalning á atrið- um úr stefnu Alþýðubandalagsins í efnahagsmálum, sem ráðherr- arnir telja að virt hafi verið að vettugi af forsætisráðherra við samningu frumvarpsins. Undir lok bókunarinnar segja ráðherrarnir, Svavar Gestsson, Hjörleifur Gutt- ormsson og Ragnar Arnalds, að samstaða ríkisstjórnarflokkanna sé lítt vænleg á grundvelli frum- varpsins. „Eigi samstaða að nást um efnahagsstefnu innan ríkis- stjórnarinnar er nauðsynlegt að viðræður fari fram og tillögur séu mótaðar á grundvelli upphaflegrar samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórn- arflokkanna, sameiginlegs álits þeirra í ráðherranefndinni og með sérstöku tilliti til viðhorfa sam- taka launafólks." Sjá bókunina — „Kauplækkun — atvinnuleysi — á bls. 27. 0 INNLENT ÓLAFUR Jóhannesson forsætis- ráðherra fékk í gærkveldi afhent álit vísitölunefndar. Ilann sagði í samtali við Morgunblaðið að sér litist í sjálfu sér ekki nógu vel á álitið, þar sem um mörg álit og sératkvæði væri að ræða. Flest launþegasamtökin kvað hann aðeins skila bókun og „vissulega hefði maður kosið, að þau tækju efnislega afstöðu til málsins,“ sagði forsætisráðherra, sem kvaðst vona að samtökin skiluðu efnislegu áliti, þegar þau tækju afstöðu til frumvarpsins. Síðasti fundur vísitölunefndar- innar var haldinn í gær. Niður- staða fundarins varð sú að oddviti hennar, Jón Sigurðsson, þjóðhags- stjóri skilaði áliti, sem í öllum meginatriðum er samhljóða verð- bótaákvæðum frumvarps Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra. Fulltrúar flestra þeirra hags- munasamtaka, sem skiluðu ekki áliti létu bóka athugasemdir í lok fundarins. Bókanir launþegasamtakanna hafa þegar verið birtar í Morgun- blaðinu í gær, en þau áskildu sér að auki rétt til athugasemda við frumvarp Ólafs Jóhannessonar, þegar að því kæmi að þau gæfu umsögn sína um frumvarpið. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær líta launþegasamtökin svo á að forsætisráðherra hafi slitið viðræðunum innan nefndarinnar og fært starf hennar af borði hennar yfir á annað svið. Loðnufrysting hefst af krafti FYRRI loðnugangan er nú komin suður fyrir Hvalbakssvæðið og fengu bátarnir sæmilegan afla þar í fyrrinótt. Hrognamagn loðnunnar eykst nú dag frá degi og má búast við því að loðnufrysting hefjist af fullum krafti í þessari viku. Helgarpósturinn skal það heita HIÐ NÝJA vikublað, sem senn hefur göngu sína og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu, mun heita Helgarpósturinn samkvæmt upplýsingum sem blaðinu hafa borist. Blaðið verður að einhverju leyti rekið í samvinnu við Alþýðu- blaðið, og ritstjórn þess verður til húsa í húsnæði Alþýðublaðsins. Stefnt er að því að Helgar- pósturinn hefji göngu sína í apríl. Hjalti Einarsson framkvæmda- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna veitti Mbl. þær upplýs- ingar í gær að búið væri að frysta 700 tonn af loðnu á Japansmarkað í frystihúsum SH, nær eingöngu á Austfjörðum. Er þetta upp í 1500 tonna samning við Japani um sölu á 8—12% hrognafylltri loðnu. Aðalsamningarnir hljóða upp á 4500 tonn og er þá miðað við loðnu með meira en 12% hrognafyllingu. Mögulegt er að selja Japönum meira ef tekst að framleiða um- frammagn. Hjalti sagði að ekki væri búið að hrognamæla loðnuna, Olíuhækkanirnar: Um 240 þús. kr. viðbótarkostnað- ur fyrir 15 þús. heimili í landinu EINS OG NÚ horfir um þróun verðlags á olíu hér á landi er útlit fyrir að eldsneytiskostnaður vegna fiskiskipaflotans eins muni aukast um 5,8 milljarða króna miðað við heilt ár og kostnaður vegna oliuhúshitunar um 3,6 milljarða króna eða sem næst 240 þús. króna viðbótarkostnaður fyrir hvert þeirra 15 þúsund heimila í landinu sem enn cru búin olíukyndingu. Þá geta bifreiðaeigendur búizt við að eldsneytiskostnaður vegna farartækja þeirra aukist að meðaltali um 100 þúsund krónur miðað við heilt ár. Þetta kom fram í gær í máli Hjörleifs Guttormssonar iðnaðar- ráðherra á undirbúningsfundi nemenda frá Háskóla Islands, Vélskóla íslands og Tækniskólan- um, en fundur þessi var upphaf að fyrirhuguðu samstarfi nemenda í þessum skólum um að gera átak í því í í næsta mánuði að stilla olíukyndingu á þremur stöðum á Austfjörðum, Höfn í Hornafirði, Djúpavogi og Breiðdalsvík, sem búa við olíukyndingu og er gert í sparnaðarskyni. Er þessi aðgerð að frumkvæði iðnaðarráðuneytis- ins og einn þáttur í áformum Hjörleifs Guttormssonar varðandi alhliða átak í orkusparnaði. Hjörleifur Guttormsson sagði að full þörf væri í ljósi þeirrar olíukreppu sem nú væri að ríða yfir að breyta um eldsneytisnotk- un fiskiskipaflotans, sérstaklega togaranna, og þá frá gasolíu yfir í svartolíu. Kvað ráðherra þetta mundu geta sparað um 4,5 millj- arða króna á ári. I öðru lagi taldi hann að í húshitun mætti spara um einn milljarð króna miðað við bætta stillingu olíukynditækja eða sem svaraði um 50—75 þús. króna fyrir hvert heimili í landinu. Að sögn Hjörleifs nemur innflutningur á eldsneyti til lands- ins fyrir utan flugvélabensín alls um 500—600 þúsund tonnum og þar af fara 27% til fiskiskipaflot- ans, 27% til iðnaðarnota, um 24% til samgangna og 22% til húshit- unar. sem veiddist í fyrrinótt en vonir stæðu til að loðnan væri nú orðin hæf til frystingar upp í aðalsamn- inginn við Japani. Sambandsfrystihúsin eru ekki byrjuð að frysta loðnu en hefja væntanlega frystingu næstu daga. Hingað eru komnir Japanir til samninga og lýkur þeim væntan- lega í þessari viku. Morgunblaðið sneri sér einnig í gær til Þórðar Ásgeirssonar skrif- stofustjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu og formanns loðnunefnd- ar. Þórður sagði að ráðuneytið hefði ekki tekið neina ákvörðun um takmörkun loðnuveiðanna en fylgst yrði með þróun veiðanna og ákvarðanir teknar þegar séð væri hver framvindan yrði. Sagði Þórð- ur að enn væri eftir að veiða tæplega 150 þúsund lestir þar til 350 þúsund lesta markinu væri náð, sem fiskifræðingar teldu æskilegast að staðnæmast við. Tími loðnufrystingar væri fram- undan og mikilvægt væri að vel tækist til með hana. Vinnsla loðnuhrogna hefst væntanlega að liðinni einni viku af marz. 14 bátar með 4880 lestir í fyrrinótt fengu 14 bátar 4880 lestir. Bátarnir voru þessir: Kap II 400, Hilmir 330, Sæbjörg 400, Fífill 200, Loftur Baldvinsson 400, Harpa 370, Náttfari 290, Árni Sigurður 380, Albert 570, Skírnir 440, Arnarnes 150, Gígja 550, Örn 300 og Sæberg 100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.