Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 Sópraninn tekur sína strófu. Guðrún Ólafsdóttir er fyrir miöju. Ljósm. Mbi. rax. Söngsveitin Fflharmónía hefur síðan í haust æft verk Haydns, Sköpunina, og verður það flutt á aukatónleikum með Sinfóníu- hljómsveit íslands nú í kvöid kl. 20.30 í Háskóiabíói. Stjórnandi tónleikanna verður Marteinn Hunger Friðriksson, en hann hefur í vetur æft kórinn. Mbl. ræddi lítillega við nokkra kór- félaga á æfingu í Háskólabíói nú í vikunni og var fyrst tekin tali Guðrún Ólafsdóttir: söngstjórans. Guðrún var spurð hvort henni fyndist verkið erfitt: — Víst er þetta ákaflega erfitt verk og reynir á alla sem taka þátt í flutningnum, en það er engu að síður ákaflega skemmtilegt að syngja það, verkið er fallegt og það er bjart yfir því, og verkefnið er mjög spennandi. Bjarni Björgvinsson syngur bassa og er þessi vetur annar veturinn hans með kórnum. — Ég hef sungið með í verkum vegna þess að oft eru laglínurnar einfaldari og kannski þekktari í gömlu verkunum og þar reynir e.t.v. ekki eins mikið á nótnakunn- áttu eins og þegar um nútímaverk er að ræða. Er nótnalestur skilyrði fyrir inngöngu í kórinn? — Það er ekki skilyrði, en mjög æskilegt að menn kunni eitthvað fyrir sér og þeir sem spila t.d. eitthvað á hljóðfæri eftir nótum eru fljótari að tileinka sér verkin. Aðalatriðið að hafa „eyrað”og áhugann... Spjallað við nokkra félaga Söngsveitarinnar Fílharmóníu — Þetta er líklega 4. árið sem ég er með í kórnum, sagði Guðrún, og var fyrsta verkið sem ég tók þátt í að flytja Carmina Burana undir stjórn Jóns Asgeirssonar. Þá hefi ég verið með í flutningi á íslenzkum verkum m.a. Völuspá eftir Jón Þórarinsson og Greni- skóginum eftir Sigursvein D. Kristinsson. Guðrún, sem syngur sóprán, sagði að kórinn nyti góðrar að- stöðu í Melaskólanum og hefði í vetur notið leiðsagnar Olafar K. Harðardóttur og Halldórs Vil- helmssonar við raddþjálfun auk Beethovens og Brahms, kórfanta- síu og sigurljóði, og í fyrra var einnig flutt verk Sigursveins D. Kristinssonar, Greniskógurinn, sagði Bjarni. Er mikill munur á klassísku verkunum og þeim nýrri? — Já, það er geysimikill munur á verkum af þessu tagi, fyrir það fyrsta er það tíminn, þegar þau eru samin, og eru gömlu verkin bæði pólýfónísk, en verk Sigur- sveins er ekki með eins sterkum laglínum og mjög ólíkt að syngja það. Ég hugsa að það sér erfiðara að syngja nútímaverkin m.a. Spilar þú á eitthvert hljóðfæri? — Ekki getur það talizt alvar- legt, ég gríp svolítið í gítar svona eins og flestir, en ekkert meira. Bjarni upplýsti að í vetur hefði verið námskeið í nótnalestri á vegum kórsins og hefði Pétur Hafþór Jónsson söngkennari leið- beint á því en hann er jafnframt í kórnum. — Þetta starf hefur verið mjög skemmtilegt, sagði Bjarni, það er sjálfboðaliðastarf eins og kórstarf á íslandi er yfirleitt og má í því sambandi nefna að menn sækja æfingar allt ofan úr Mos- Marteinn Hunger Friðriksson stjórnandí. Logi Guðbrandsson, framkvœmdastjóri Landakotsspítala: Rekstrarkostnaður sjúkrahúsa Hinn 8. febrúar s.l. birtist í Morgunblaðinu greinargerð Læknaráðs Landspítala og Rann- sóknarstofu Háskólans. Tilefni greinargerðarinnar og efni hennar læt ég liggja milli hluta að öðru leyti en því sem við kemur samanburði á rekstrar- kostnaði Landspítalans og ann- arra spítala, en í því sambandi er þannig með tölur farið, að óhjá- kvæmilegt er að gera athugasemd- ir._ I greinargerðinni segir m.a.: „Á árinu 1977 var heildarkostnaður Landspítalans reiknaður á legudag kr. 26.784.-... Sé dreginn frá kostnaður við göngudeildarsjúkl- inga og tekjur er þeim fylgja ásamt þeim hluta skrifstofukostn- aðar Ríkisspítalanna er ekki til- heyrir Lsp., kemur í ljós að kostn- aður á hvern inniliggjandi sjúkl- ing á því ári var 23.631 kr. Á sama tíma var meðalkost-naður legudags á Borgarspítala í Fossvogi 24.605 og Landakotsspítala 20.942 kr.“ Tölur þær sem hér eru nefndar fyrir Borgarspítala og Landakots- spítala er að finna í ársskýrslum spítalanna og þyrfti engum sæmi- lega læsum manni að verða fóta- skortur á þeim. Það hefur höfundi greinargerðarinnar þó tekizt. Sú tala sem nefnd er fyrir Borgarspítalann kr. 24.605 er nettókostnaður þegar frá hafa verið dregnar allar tekjur aðrar en daggjaldatekjur. Þetta kemur fram í skýrslunni beinum orðum. Sú tala, sem hins vegar er nefnd sem kostnaður Landakotsspítala á hvern legudag, er niðurstöðutala rekstrarreiknings eða brúttó- kostnaður án tillits til allra tekna. Sú rekstrarkostnaðartala, sem sambærileg væri tölu Borgar- spítalans er kr. 19.505.- Mismunur á 20.942 og 19.505 er 1.437,- Þetta er að sjálfsögðu ekki há fjárhæð einu sinni og er höfundi greinargerðarinnar e.t.v. vorkunn þó að hann telji þetta ekki umtals- verðan mun í meðferð talna. Séu hins vegar þessar 1.437 kr. marg- faldaðar með legudagafjölda Landspítalans 164.505 kemur út kr. 236.393.695,- I greinargerðinni er sú grein gerð fyrir því, hvernig fundin er kostnaðartala Landspítalans, að frá sé dreginn kostnaður af göngu- deildum. Nú eru göngudeildir bæði á Borgarspítala og Landakoti, enda þótt þær séu a.m.k. ekki á Landakoti eins miklar að vöxtum og kostnaði og á Landspítala. Skemmtilegra hefði þó verið, ef ætlunin var að fá réttan saman- burð, að draga kostnað af þess háttar rekstri frá tölum þeirra spítala. Ef gert er ráð fyrir að sú kostnaðartala, sem nefnd er fyrir Landspítala sé sambærileg við Borgarspítalatöluna og þá tölu sem ég nefndi hér að ofan fyrir Landakot, nemur heildarmismun- urinn á kostnaðartölum Land- spítala og Landakots miðað við legudagafjölda Lsp. kr. 678.747.630.- eða 17.46% af upp- gefnum rekstrarkostnaði Land- spítalans (23.631 x 164.505), sem óneitanlega er umtalsverður mun- ur. Verður því tæpast sagt, sem fram kom í fréttafrásögnum ann- arra blaða og útvarps að rekstrar- kostnaður Landspítala og Landa- kotsspítala væri „svipaður". Þá er rætt um í greinargerðinni áætlaðan rekstrarkostnað Land- spítalans á árinu 1979. Engu læt ég mig skipta hvernig þeir Land- spítalamenn reikna fyrir sjálfa sig, en þegar haldið er enn áfram samanburði með svipuðum aðferð- um og áður, verður ekki orða bundizt. Eru nú taldar með við saman- burð, ódýrar deildir sem ekki eru reiknaðar með í tölum Borgar- spítala og ekki eru rúm á Öldrunardeild í Hátúni og Fæðingadeild. Ef ætlunin var að fá réttan samanburð átti auðvitað ekki að reikna þessar deildir með. Nýting rúma á Landspítalanum á síðasta ári var samkvæmt tölum í greinargerðinni 90.86%, en kostnaðartalan 36.700 á legudag er miðuð við 99.91% nýtingu. Sé miðað við 90.86% en sama rúma- fjölda og gert er í greinargerð nemur áætlaður kostnaður kr. 40.252.-. Tölur um áætlaðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.