Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 34
34 Bridge Umsjónj ARNÓR RAGNARSSON Reykjanesmótið — úrslitakeppni Eftir fjórar umferðir í Reykjanesmótinu, úrslitum, er staðan þessi: Ármann J. Lárusson 63 Gestasveit 59 Jógi Björn 51 Vilhjálmur Vilhjálmsson 46 Albert Þorsteinsson 40 Aðalsteinn Jörgensen 37 Erla Sigurjónsdóttir 36 Grímur Thorarensen 35 Maron Björnsson 10 Halldór Einarsson 9 Næst verður spilað laugardag 17. febrúar og hefst keppnin klukkan 12. Keppninni lýkur svo á sunnudag. Spilað er í Gafl-in- um í Hafnarfirði og eru áhorf- endur velkomnir. Þess ber að geta að gestasveit- in keppir ekki um sæti í íslands- mótinu. Bridgefélag kvenna Mjög skemmtileg keppni er í meistaraflokki í aðalsveita- keppni félagsins sem nú stendur yfir. Urslit í sjöttu og næstsíðustu umferð urðu þessi: Sigríður Ingibergsdóttir — Alda Hanen 17—3 Hugborg Hjartardóttir — Guðrún Einarsdóttir 20—0 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Sigríður Jónsdóttir 20—0 Guðrún Bergsdóttir — Sigrún Pétursdóttir 18—2 Staðan í meistaraflokki fyrir síðustu umferðina er þessi: Sigríður Ingibergsdóttir 95 Gunnþórunn Erlingsdóttir 91 Hugborg Hjartardóttir 86 Alda Hansen 79 Guðrún Bergsdóttir 52 Guðrún Einarsdóttir 37 Sigrún Pétursdóttir 20 Sigríður Jónsdóttir 20 í síðustu umferð spila saman: Sigríður I. og Guðrún Bergs- dóttir Alda Hansen og Gunnþórunn Hugborg og Sigríður Jónsd. Guðrún E. og Sigrún P. Úrslit í næstsíðutu umferð í fyrsta flokki: Aldís Schram — Anna Lúðvíksdóttir 20—0 Sigríður Guðmundsd. — Gróa Eiðsdóttir 14—6 Gerður ísberg — Jóhanna Thors 20—0 Kristín Jónsdóttir — Guðrún Þórðard. 20—0 Kristjana Kristinsd. — Björg Pétursd. 20—0 Sveit Aldísar Schram hefir unnið fyrsta flokk og er langefst með 113 stig. Röð efstu sveita er annars þessi: Sigríður Guðmundsdóttir 72 Kristjana Kristinsdóttir 64 (á ólokið einum leik) Gróa Eiðsdóttir 61 Gerður Isberg 56 (a ólokið einum leik) MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 Meiri leíkfimi - faUegrí líkami Leikfimin sem hér kemur á eftir er eigínlega framhald af leikfiminni sem var í síöasta Hugmyndapotti. IAIveg eins og æfing 1 í síðasta pættí, en núna eru báðar hendur settar yfir sama fót. Verið kyrr í 20 sekúndur. Gerið æfing- una 10 sinnum á hvorn fót. 3Setjið lófana saman uppi yfir höfðinu og gerið 10 hliðarbeygjur á hvora hlið. Gætið bess að halla ekki áfram heldur fara beint út á hliö. 2Í pessari æfingu reynið pið enn meir á ykkur en síðast. Setjið lófana saman og ýtiö höndunum eins langt aftur og piö getið. Reyniö að snúa öxl- unum líka. Endurtakiö æf- inguna 10 sinnum á hvora hlið og veriö kyrr í 20 sekúndur í hverri æfingu. 4Í pessari æfingu eigið pið núna að reyna að koma fótunum alveg yfir lófann. Gætið pess aö hafa báða fætur beina. Séí' 5Ágæt æfing fyrir mag- ann. Hendurnar eru niður meö hliöinni, lyftiö fótunum hátt upp, haldiö inni maganum og verið kyrr í 20 sekúndur. Endur- takiö æfinguna 10 sinnum. 7Hlaupið á sama staö. Lyftið hnjánum eins hátt og piö getið og eins hratt og piö getið. Hlaupiö eins lengi og úthaldið leyf- ir. Leggist síðan á bakið á gólfið með fætur örlítið í sundur og hendur með- fram hliðunum aðeins frá líkamanum, lófar snúa upp. Hvílið pannig smá- stund. 6Liggiö bein á gólfinu. Sveiflið fótum upp yfir höfuð og látið hnén snerta gólfið alveg við hliðina á höfðinu. Tærnar eiga líka að snerta gólfiö. Veriö kyrr í 20 sekúndur. Endurtakið æfinguna 6—10 sinnum. 8Sippiö eins lengi og úthald er til. Ef ekkert sippuband er til á heímíl- inu sveiflið pið bara ímynduðu sippubandi, pað gefur næstum eins góða hreyfingu ef pið athugiö aö hreyfa hendurnar vel með. Hvílið á sama hátt og í æfingu 7. Gotter aðvita... ... að til aö forðast að fá tár í augun við aö skera lauk á að skera hann í tvennt og láta kúptu hliðina snúa upp, og reyna að halla sér ekki óparflega mikið yfir laukinn. ... að til er annað ráð við að forðast að tárast pegar verið er að skera lauk, en pað er að setja laukinn í kalt vatn í 'h klst. áður en hann er skorinn. Paö á að hafa einhver áhrif. ... að eggjabakkar eru ágætir til fleiri nota en að búa til leikföng. Flestir eru með „draslskúffu“ í eld- húsinu hjá sér. Upplagt er að nota eggjabakkana sem geymslu undir smádótið: teygjur, lykla, tappa, vír- bönd til að loka rusla- pokum með, og hvað sem nú er geymt í pessum skúffum. ... að ef rauðvín eða rauðkál fer ofan í dúk, á að hella salti yfir ferskan blettinn og láta paö standa. Þá er hægt að pvo blettinn á eftir á venju- legan hátt. Þegar á svo aö nota hann er klippt gat á hornið á pokanum og pá hefur maður hina beztu köku- sprautu. ... að upplagt er að fylla skolaöa mjólkurhyrnu með blaðapappír og nota pað til að kveikja upp í arni. Það kemur mjög lítil aska af pessu. ... að hægt er að nota mjólk sem hefur súrnað í sósur, bakstur og pess háttar. Getur pað oft verið betra heldur en að nota nýja mjólk. ... að erfitt getur verið að halda svampi hreinum, pó að maður pvoi hann. Þaö heppnast betur, ef hann er settur í pvottavélina, en að sjálf- sögðu ekki á suðuprógram. ... að salatblöð geymast lengst fersk í ísskákp, ef pau eru skoluð og sett ofan í plastdós með péttu loki. Blööin haldast alveg fersk í a.m.k. viku til 10 daga. ... að hægt er að frysta peyttan rjóma. Bezt er að láta hann í plastpoka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.