Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 ísrael: Ríkisstjórn ísraels sam- þykkti á fundi sínum sl. fimmtudag víðtækar ráðstaf- anir í efnahagsmálum, sem ætlað er að vinna bug á þeirri verðbólgu, sem geisað hefur í landinu undanfarin misseri. Á árinu 1978 hækkaði fram- færsluvísitalan um 48% sam- anborið við 35% árið 1977, en Simcha Ehrlich fjármálaráð- herra stjórnarinnar telur að koma megi verðbólgunni nið- ur í 37 — 40% á þessu ári með þeim aðgerðum. sem nú hafa verið boðaðar. Þær ráðstafanir, sem nú hafa verið ákveðnar, felast annars vegar í 3% lækkun allra ríkisútgjalda, en hins vegar í nokkurri lækkun niðurgreiðslna á matvælum og fargjöldum, sem komið verður í framkvæmd smám saman. Einnig verða eignarskattar hækkaðir og aðgerðir stór- hertar til að hafa hendur í hári þeirra fjölmörgu, sem talið er að svíki undan skatti í Israel. Stjórnin ákvað að fresta meðferð tillagna um að tengja vexti á húsnæðislánum byggingarvísitölu og að gefa mönnum færi á gefa nú upp tekjur, sem skotið hefur verið undan skatti á fyrri árum, gegn því að á þær verði lagður lágur skattur. Ehrlich fjár- málaráðherra er sagður telja að slík ráðstöfun gæti fært ríkinu mjög miklar tekjur, en aðrir telja slíka „sakarupp- gjöf“ ekki við hæfi. Ekkert atvinnuleysi Þrátt fyrir verðbólguna var almennt ástand í efnahags- málum í Israel betra í fyrra en oft áður. Atvinnuleysi er ekk- ert í landinu, þrátt fyrir að þúsundir Palestínumanna frá Vesturbakka Jórdanár og Gaza svæðinu sæki þangað vinnu, og þjóðarframleiðslan jókst um 3—4% á árinu 1978. Hallinn í viðskiptum landsins við önnur ríki hefur minnkað og var í fyrra jafnvirði u.þ.b. þriggja milljarða Bandaríkja- dollara. Allt frá því Israelsríki var stofnsett hefur allt efnahags- líf í landinu einkennzt af þeim ytri skilyrðum, sem lega landsins og varnarviðbúnaður hafa sett. Tæpum helmingi allra ríkisútgjalda er varið til landvarna og eyðir engin þjóð í heimi jafnmiklu í þessu skyni sé miðað við mannfjölda. Engu að síður hefur hagþróun í landinu verið undraverð allt frá stofnun, þegar 95% út- flutningsframleiðslunnar voru ávextir og grænmeti. Um miðjan síðasta áratug var landið orðið iðnvætt og aðeins tíu prósent vinnuaflans í land- búnaði. Og á þessum áratuj höfðu ísraelsmenn haslað sé völl í háþróaðri iðnaðartækn og iðnframleiðsla var stói hluti af þjóðarframleiðslunni. Verðbólga var þó jafnan tölu- verð þrátt fyrir efnahags- framfarirnar og erlend skuldasöfnun meiri en annars staðar þekktist. Stríðið við Araba árið 1973, sem kom Israelsmönnum í opna skjöldu, batt enda á framfarirnar um skeið, hernaðarútgjöld jukust mjög og olíuverðhækkunin sem reið yfir reyndist erfiður hjalli. Stjórn Verkamannaflokksins, sem þá fór með völd greip til 40% gengislækkunar á árinu 1974, sem fylgt var eftir með minni gengisbreytingum eftir þörfum, og jafnframt var virðisaukaskatti bætt ofan á þá skattlagningu sem fyrir var. Á árinu 1975 varð mesti halli á viðskiptum Israels við önnur lönd, sem skráður hefur verið eða um 4 milljarðar dollara, og á árinu 1977 var enginn raunverulegur hag- vöxtur í landinu. Aðgerðir Verkamannaflokksins til að jafna viðskiptin við útlönd reyndust bera nokkurn árang- ur, en lífskjör almennings rýrnuðu og stöðnun varð í þjóðarframleiðslunni. Að auki var við lýði margfalt gengis- kerfi, sem ætlað var að styðja við bakið á útflutningsfram- leiðslunni, en var kostnaðar- samt og þungt í vöfum og bauð upp á ýmsa spillingu. Aögerðir stjórnar Begins í október 1977 eftir að ríkis- stjórn Menachems Begins var tekin við völdum í ísrael, en að henni standa borgaralega sinnaðir flokkar, tilkynnti stjórnin að „mini-bylting“ yrði gerð í efnahagsmálunum — mahapach, eins og Israels- menn kölluðu það. Þessum aðgerðum var ætlað að draga úr almennri eftirspurn innan- lands, efla útflutningsfram- leiðsluna og minnka viðskipta- hallann við útlönd, hleypa af stokkunum nýju hagvaxtar- skeiði og sveigja allt efnahags- lífið í átt til meira frjálsræðis. Aðgerðirnar 1977 fólust í því, að gengi ísraelska punds- ins var gefið frjálst, þ.e. látið ráðast af framboði og eftir- spurn á gjaldeyrismarkaði og jafnframt voru hömlur í gjald- eyrisverzlun að mestu af- numdar. Samhliða þessu var hið margfalda gengiskerfi að sjálfsögðu fellt niður, út- flutningsbætur og sérstakir skattar á innflutning lagðir niður og sömuleiðis skattar á ferðalög einstaklinga. Ferða- mannagjaldeyrir var hækkað- ur í 3000 dollara fyrir hvern ferðamann í hverri ferð, og allar takmarkanir á gjaldeyri fyrir viðskiptaferðir afnumd- ar. Einnig var samtímis þessu stigið stórt skref í tolla- lækkunarátt og almennir inn- flutningstollar lækkaðir um 20% af því sem þeir höfðu áður verið. Til þess að þessar aðgerðir gætu náð tilgangi sínum greip ríkisstjórnin til víðtækra ráð- stafana á sviði ríkisfjármála og peningamála og var þeim ætlað að koma í veg fyrir mikla aukningu peninga- magns og eftirspurnar. Virðis- aukaskattur var hækkaður um 4% en ýmsir aðrir skattar felldir niður. Niðurgreiðslur voru minnkaðar í áföngum, en verð á eldsneyti og ýmissi opinberri þjónustu hækkað. Jafnframt var ákveðið að draga úr umsvifum ríkisins almennt og selja einkaaðilum nokkur fyrirtæki, sem áður höfðu verið í eign ríkisins. Áfangarnáöst í rétta átt Ohjákvæmilegt var að mjög veruleg lækkun á gengi ísraelska pundsins yrði þegar í stað í kjölfar þessara aðgerða, enda varð sú raunin. Jafn- framt hlutu hækkaðir óbeinir skattar og minni niður- greiðslur að koma fram í hækkuðu vöruverði sem auk þess magnaðist vegna áhrifa hækkana á verði innfluttra vara sem af gengisfellingunni leiddi umfram verðlækkanir af völdum tollalækkananna. Talsmenn stjórnarinnar telja að þótt sitthvað hafi á bjátað hafi verulega stefnt í rétta átt í Israel með því að viðskiptahallinn hefur minnk- að, full atvinna haldist, en hagvöxtur reynst umtals- verður, þótt viðurkennt sé að verðbólga sé meiri en æskilegt þykir. Begin forsætisráðherra sagði á fimmtudag eftir að nýju aðgerðirnar höfðu verið tilkynntar að stjórnin hefði aðeins verið við völd í tæp tvö ár og þyrfti meiri tíma til að koma efnahagsmálunum varanlega á réttan kjöl. Það er misskilningur að bendla Nóbelsverðlaunahag- fræðinginn Milton Friedman við aðgerðir ísraelsku stjórnarinnar 1977. Friedman var á ferð í ísrael eftir að stjórnin tók við og var óspar á ráðleggingar sínar í viðræðum við embættismenn, blaðamenn og kollega sína í hagfræðinga- stétt. En hann hefur sjálfur lýst yfir óánægju sinni yfir því, að stjórnin hafi einungis farið eftir einni ráðleggingu hans, þ.e.a.s. þeirri að afnema þegar í stað öll höft í gjald- eyrisverzlun, en á önnur ráð hans hafi ekki verið hlýtt. • • Oflugur hagvöxtur þrátt fgrir verðbólgu Strandapóstur »Kvöldvökurnar á þessum af- skekkta sveitabæ voru mjög skemmtilegar. Ég man að stundum kvað afi minn Guðmundur Ólason rímur, svo sem Úlfarsrímur, Grettisrímur, Núma- rímur o.fl. Svo voru lesnar Is- lendingasögur og margar aðrar sögur svo sem Piltur og stúlka, Maður og kona og ótal margt annað. En ef til vill eru rökkur- stundirnar mér minnisstæðastar, þá hvíldi fólk sig stundarkorn eða fann sér til einhverja skemmtun svo sem að ráða gátur, gefa skip o.fl.« Þessi orð eru tekin upp úr tólfta og síðasta ársriti Strandapóstsins, nánar til tekið upp úr þætti eftir Ingibjörgu Jónsdóttur frá Kjós. í þættinum segir Ingibjörg aðallega frá konu á bernskuheimili sínu en kemur víðar við þannig að frásögn hennar gefur ljóslega til kynna hvernig það var að vaxa úr grasi norður í Strandasýslu fyrir nokkr- um áratugum. Ingólfur Jónsson frá Prests- bakka. Bðkmenntir eftir ERLEND JÓNSSON Fögrubrekku, haustið 1918« og nokkur ljóð eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka sem er raunar einn af máttarstólpum ritsins og fræða síns héraðs gegnum árin. Kveðskapurinn taldist — og telst kannski enn — til daglega lífsins, hann var krydd í amstri dægranna og væri sagt um einhvern að hann væri »hagmæltur« fólst í því veru- leg viðurkenning jafnvel þó sá hinn sami væri ekki mikils metinn að öðru leyti. Alþýðukveðskapur- inn brúaði svo aftur bilið til skáldkveðskaparins sem fyrir bragðið varð alþýðueign. Rit af þessu tagi eru bæði til fróðleiks og skemmtunar og vitan- lega felst gildi þeirra að talsverðu ieyti í því fræðilega björgunar- starfi sem Þorsteinn Matthíasson minnist á. Strandasýsla hefur orðið fyrir meiri eyðingu á undan- förnum áratugum en nokkurt annað hérað landsins, bæði vegna breyttra búskaparhátta og eins vegna samgönguleysis. Sá fjöl- þætti búskapur sem byggðist á nýtingu margs konar hlunninda og vinnuafli margra handa hlaut að þoka þegar tækifæri til léttari og betur launaðra starfa buðust í þéttbýli. Burtfluttir Strandamenn öttönööpóðturínn I2.árg. Strandapósturinn er að lang- mestu leyti helgaður átthaga- fræðum eins og önnur rit sem gefin eru út á sama grundvelli. Sumt er sett fram með hreinu fræðasniði, t.d. ritar Jóhannes frá Asparvík um framtal í Kaldrana- neshreppi árið 1866, skógerð á fyrri tíð og fleira. Annað er fræði og frásögn í bland. Færeyingar á Djúpavfk og dansarnir þeirra heitir þáttur eftir Ingvar Agnars- son. Hermann Búason segir frá minnisstæðu atviki og nefnir þátt sinn »Betri þóttu handtök hans ...« Jóna Vigfúsdóttir segir frá bernskuleikjum og minnist jafn- framt leikbróður síns Steingríms Sigfússonar en þátt sinn kallar hún Söng árinnar. Ragnheiður Jónsdóttir frá Broddadalsá segir frá dularfullu atviki; þáttur hennar nefnist Skærin. í þættin- um Svipast um af sjónarhæð segir Þorsteinn Matthíasson frá stofnun Átthagafélags Strandamanna og upphafi Strandapóstsins. »Því nær allt efni,« segir Þorsteinn, » sem birst hefur í ritinu er unnið upp úr frásögnum Strandamanna og af þeim sjálfum. í framtímanum verður því hægt að sjá þar ýmsar svipmyndir byggðasögunnar og heimildir um menn og málefni, sem ætla má að varpi ljósi yfir margt sem ella mundi í skugga falið.« Fleiri góðir þættir, sem verða ekki taldir upp hér, eru í þessu riti, einnig kveðskapur. Til að mynda er birt þarna »sjötíu og átta ára gamalt ljóðabréf frá Þórði Þórðar- syni til Olafar Ingimundardóttur í Veiðileysu,« Sjómannabragur, »kveðinn af Guðlaugi Jónssyni Kolbeinsá og Halldóri Ólafssyni eru því margir og dreifðir. Nú horfa þeir til baka í tímanum — heim á æskuslóðir sem eru kannski komnar í eyði fyrir árum eða áratugum. En þeim mun áleitnari verða minningarnar og jafnframt tilhneigingin til að bjarga frá glötun þeim fróðleik er þeir búa yfir. Enn er á lífi kynslóð sem man hina fornu búskapar- hætti. En afkomendur hennar munu líka hafa nokkuð að segja þegar þeirra tími kemur. Sú þróun sem orðið hefur á búskaparháttum og lifnaðarháttum í afskekktum byggðum eftir síðari heims- styrjöldina er líka frásagnarverð. Þó traktorshljóð í túni eða mótor- skellir frá báti á sjó úti jafnist ekki að þýðleika við rokkhljóð í baðstofu má hvort tveggja verða jafnljúft í endurminningunni — þegar horft er úr nógu mikilli fjarlægð! Strandapóstinn á ekki að skorta efni þó tímar líði. Héraðið á sér merkilega atvinnusögu. Strandamenn og húnvetningar urðu með hinum fyrstu til að taka verslunina í eigin hendur á nítjándu öld — úr höndum útlend- inga! Og hvað Strandamenn hafa lagt og geta lagt til menningarinn- ar má meðal annars marka af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.