Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728123
    45678910

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 38
3 8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 t Konan mín, móðir okkar og tengdamóöir LAUFEY BiERINGSDÓTTIR Granaakjóli 5, lést í Borgarspítalanum, þann 14. febr. Jaröarförin auglýst síöar. Hinrik J. Svainaaon Ólafur Ólafaaon, Dagbjört Guójónadóttir, Guórún Hínrikmdóttir, Jónaa Runóifaaon, Margrét 1. Hinrikadóttir, Ágúat Guómundaaon. t Eiginmaöur minn SIGURDUR MAGNÚSSON Irá Sigluliröi Kjartansgötu 5 er látinn. Útlörin helur fariö fram. Fyrir hönd barna okkar og annarra aöstandenda. Lovísa Sigurbjörnsdöttir t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma ANNA SIGRÍÐUR TEITSDÓTTIR, Fornhaga 24, andaöist í Landspítalanum aö kvöldi 13. febrúar. Lárus Bjarnason, Bjarndís Lárusdöttir, Jöna Lárusdöttir, Anna Lárusdöttir, Þöröur R. Magnússon, Gunnar Lárusson, Kristín Guömundsdöttir, Taitur Lárusson, Elín Kristjánsdóttir, og barnabörn. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, JÓNA KAREN GUDJÓNSDÓTTIR, Sandfslli, Stokksayri, veröur jarösungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 17. febrúar kl. 2 síödegis. Haraldur Oddgoirsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faöir minn, tengdafaöir og afi, GEIR MAGNÚSSON, atainamiöur veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 16. febrúar kl. 10.30. Áatbjörg Gairadóttir, Kornalíua Hannaaaon Ágútf Kornalíuaaon, Gullý Kriatbjörnadóttir Ólafur Komaiíuaaon, Guöný Kjartanadóttir Áatbjörg Kornalíuadóttir Siguróur Kornalíuaaon t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, AXEL PÁLSSON Vatnsnesvegí 13, Keftavik. Veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 17. febrúar kl. 2. Blóm afbeðin, en jieim sem vildu mlnnasl hins látna er bent á Slysavarnafélag íslands og Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraös. Sesselja Magnúsdöltir, Magnús Axelsson, Kristín böröardöttir, Birgir Axelsson, Guörún Guönedöttir, Páll Axelsson, og barnabörn. t Viö þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa GUÐMUNDAR HARALDAR ÁRNASONAR. Árni H. Guömundsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Kári Guömundsson, Elín Sigurjönsdóttir, Lára Guðmundsdóttir Clarke, Arthúr E. Clarke og barnabörn. Hulda S. Eyjólfsdótt- ir—Minningarorð „Og vinir berast burt á tímans straumi". Það er sú staðreynd í lífinu, sem við stöndum alltaf andspænis og fáum ekki um þokað. Um það er að sjálfsögðu ekki að fást, enda þótt við hljótum alltaf að sakna þess, þegar vinir hverfa úr hópnum, og fer þá ekki hjá því, að minningarnar koma fram í hugann ein af annarri, en merkið stendur þó að maðurinn falli. Þriðjudaginn 6. febrúar s.l. lést í Elliheimilinu Grund Hulda Sigríður Eyjólfsdóttir, áður til heimilis að Álfheimum 36 hér í borg, 71 árs að aldri. Hún var fædd í Kaupangi í Eyjafirði 1. október 1907, og voru foreldrar hennar Eyjólfur Þorleifsson og Elínborg Þórðardóttir, ættuð undan Eyja- fjöllum. Þau giftust ekki. Hálf- systir Huldu er Ingveldur Eyjólfs- dóttir, búsett í Reykjavík, nú komin á níræðisaldur. Hulda missti heilsuna fyrir tæp- um tveimur árum og fór heilsu hennar stöðugt hnignandi, þar til yfir lauk. Um uppvaxtarár Huldu er það að segja, að hún dvaldi hjá móður sinni til fjögurra ára aldurs, en fór þá að Svertingsstöðum í Önguls- staðahreppi, skammt frá Kaupangi, til hjónanna Friðriks Sigurðssonar og Bjargar Guðna- dóttur. Á Svertingsstöðum dvaldi hún til 7 ára aldurs, er hún fór að Syðra-Koti í Öngulsstaðahreppi til t Sonur okkar og faöir minn, KARL ANTON CARLSEN, Engjaseli 11, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 18. febrúar.kl. 3 síödegis. Fyrir okkar hönd og annarra ættingja og vina, Svava Eyþörsdóttir, Helgi Ottó Carlsen Svava Helga Karlsdöttir t Úlför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu HULDU S. EYJÓLFSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju í dag fimmtudaginn 15. febrúar kl. 10.30 f.h. Brynjar Leifsaon, Jean Leífsson, Bryndís Brynjarsdöttir, Bjarki Brynjarsaon. t Innilega þakka ég öllum þeim, er auösýndu mér samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins mfns, GUNNARS GUÐMUNDSSONAR, frá Otradal, Granaskjóli 23. Sigríöur Magnúsdöttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát systur okkar, GUÐRÚNAR PÁLSDÓTTUR, Nöatúni 26. Hrööný Páladöttir, Jón Pálsson, Sigríöur Pálsdöttir. t Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa KJARTANS ÓLASONAR, Njaröargötu 12, Keflavfk. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Hrafnistu fyrir góöa umönnun. Elnnlg þökkum viö læknum og hjúkrunarfólki delld 3-C Landspítala, fyrir góöa hjúkrun. María Kjartanadóttir, Jön Á. Kjartansaon, Sigtryggur Kjartansaon, Klara Asgeirsdóttir, Lúövfk Kjartansson, María Guömannadöttir, Theödöra Þörarinadóttir, ___________bamabörn og barnabarnabörn._________ hjónanna Benedikts Jónssonar og Maríu Jóhannesdóttur, sem þar bjuggu. Hjá þeim átti hún síðan heimili fram undir tvítugsaldur, en eftir það var hún ýmist í kaupavinnu í Eyjafirði eða réði sig í vist á Akureyri, og eitt ár var hún í Vestmannaeyjum, en þar átti hún skyldfólk. Um 1930 fluttist hún svo til Akraness til föður síns, Eyjólfs. Þar kynntist hún Leifi Gunnarssyni, sem síðar varð eiginmaður hennar, en þau gengu í hjónaband 25. maí 1933. Á Akranesi bjuggu þau svo í 28 ár, svo til allan tímann að Merkigerði 10, en fluttu árið 1958 til Reykja- víkur og áttu lengst af dvöl sinni þar heimili að Álfheimum 36. Föður sinn hafði Hulda, eða þau hjónin, á heimili sínu á Akranesi og annaðist hún hann af mikilli umhyggjusemi, þar til hann lést árið 1953, þá nokkuð við aldur. Þau Hulda og Leifur eignuðust einn son, Brynjar Þór, verslunar- mann, nú búsettan - í Kópavogi, Hann er kvæntur enskri konu Jean, f. Steel, og eiga þau tvö börn, Bryndísi Ann, 15 ára og Jarka Andrew, 13 ára. Auk þess tóku þau Hulda og Leifur stúlku í fóstur, Jórunni Eyjólfsdóttur, sem búsett er i Reykjavík og gift Jóni Arasyni, verkstjóra. Hulda missti eiginmann sinn, Leif, 2. apríl á s.l. ári, þá 75 ára að aldri. Það, sem ég hef rakið hér að framan, eru æviatriði Huldu í stórum dráttum, en slík upptalning segir að sjálfsögðu lítið um það, sem mestu máli skiptir í lífi hvers og eins, þ.e. mannkosti og eðliseigindir. Eg þekkti Huldu frá því að ég var barn að aldri, þar sem hún átti heima um árabil á næsta bæ við fæðingarstað minn og æskuheimili, Ytri-Tjarnir. Var hún tíður gestur á heimili mínu og mikill félagi og vinur systra minna og okkar allra systkinanna. Fylgdi henni alltaf glaðværð og gaman- semi og var oft mikið hlegið í þá daga, því að hún hafði kímnigáfu góða og kom vel fyrir sig orði, án þess þó að skaða nokkurn, enda var eðli hennar víðs fjarri því að vilja gera á hluta nokkurs manns í orðum eða athöfnum. Hulda var að eðlisfari alvörukona, þó að hún ætti auðvelt með að slá á léttari strengi, ef svo bar undir, og tryggari vin vina sinna, en hún var, er vart hægt að hugsa sér. Eftir að hún giftist og stofnaði eigið heimili, helgaði hún því og fjölskyldu sinni alla starfskrafta sína. Húsmóðurstörfin létu henni vel og hafði hún sérstakt lag á að skapa fjölskyldunni hlýlegt og aðlaðandi heimili, þó að ekki væri um að ræða víðáttumikla sali eða íburðarmikil húsgögn, en smekk- vísin var í besta lagi og sálin á réttum stað. Hulda var ein af hinum hljóðlátu þegnum þjóð- félagsins og vann störf sín öll af trúmennsku og kærleika. Ég get ekki látið hjá líða að minnast þess, hve vel hún, og þau hjónin bæði, tóku mér og konu minni, er við fluttumst til Akraness í ársbyrjun 1951, með tvö kornung börn okkar, þá öllum ókunnug þar nema þeim. Áttum við öruggt athvarf hjá þeim, hvenær sem við þurftum á að halda og börnunum okkar hefðu þau ekki getað verið betri, þó að um eigin börn eða barnabörn hefði verið að ræða. Entist vinátta þeirra og tryggð við mig og fjöl- skyldu mína alla tíð á meðan bæði lifðu. Fyrir þetta vil ég þakka þeim nú að leiðarlokum og bið þeim báðum blessunar Guðs á landi lifenda. Syni og tengdadóttur og börnum þeirra, systur og öðrum vanda- mönnum, vottum við hjónin okkar innilegustu s»múð. Valgarður Krístjánsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða hundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 38. tölublað (15.02.1979)
https://timarit.is/issue/117392

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

38. tölublað (15.02.1979)

Aðgerðir: