Morgunblaðið - 15.02.1979, Side 13

Morgunblaðið - 15.02.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 13 Lítið barn hefur JI' lítið sjónsvið Hérerekkium 8 stunda vinnudag að ræða Þvottavél í þjónustu 10 manna fjölskyldu verður að standa sig og geri hún það þarf hún ekki annan vitnis- burð. Þessi fjölskylda á Philco .» þvottavél. Philco þvottavél, sem skilar tandurhreinum þvotti til stórrar fjölskyldu. Það er Philco þvottavél, sem þolir stöðuga notkun dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Það er Philco þvottavél, sem er ódýrari en sambæri- legar vélar. Það er Philco, sem býður upp á frábæra viðgerðar- þjónustu. Philco og fallegur þvottur fara saman. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Ríkissjóður var sýknaður ai kröfum A um full kennaralaun í niðurstöðum segir m.a. að A styðji kröfur sínar þeim rökum, að hann hafi tekizt á hendur að gegna tveimur störfum. Hann hafi með aðstoð konu sinnar gegnt nýja starfinu að fullu og sjálfur hefði hann annast kennslustarfið án þess að nokkr- ar aðfinnslur kæmu fram. Eigi hann því rétt á fullum launum fyrir bæði störfin, enda hafi ráðuneytið gréitt kennaralaun hans án nokkurs fyrirvara allt til júlíloka 1972. Ennfremur að A mótmæli því að 26. gr. laga 38/1954 ætti við tilvik þetta, þar sem hin opinbera stofnun sem hann starfaði hjá væri sjálf- stæður aðili innan ríkiskerfis- ins, en hún hefði t.d. sjálfstæðan fjárhag. Þá segir í niðurstöðum dómarans, að í 26. gr. laga 38/1954 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sé gert ráð fyrir því að starfsmaður ríkisins geti gegnt tveimur störfum og verði eigi fallist á það með ráðuneytinu, að setning A í kennarastöðuna hafi fallið niður, þegar hann var skipaður í hið nýja starf. Verði að líta svo á að A hafi gegnt báðum störfunum. Eðlilegt sé að líta svo á, að staða sú, sem A var skipaður í, skuli skoðast aðal- starf, en staðan, sem hann var settur til að gegna, annar starfi. Hins vegar verði ekki á það fallist með A að hin opinbera stofnun sem hann starfaði hjá, væri svo sjálfstæð í ríkiskerfinu, að það komi í veg fyrir, að ákvæði þessu (26. gr. 1. 38/1954) verði beitt í þessu tilviki. A hafi átt rétt á að fá greidd full laun í hinu nýja starfi og auk þess hálf laun setts kennara samkvæmt 18. launaflokki svo og laun fyrir umframkennslu fyrir nefnt tímabil eða samtals kr. 349.016 eins og rakið væri í skýrslu launadeildar ráðuneytisins, en útreikningum í skýrslunni hefði A ekki mótmælt. I skýrslunni hefði verið viður- kennt, að A hefði borið kr. 361.489 samtals í laun á marg- nefndu tímabili. Það hefði hins vegar engin áhrif á úrslit þessa máls, þar sem A hefði fengið greiddar kr. 425.686.00 á tíma- bilinu. Samkvæmt þessu bæri að taka sýknukröfu fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs til greina, enda verði ekki á það fallist með A, eins og á stæði, að greiðsla kennaralaunanna til hans til loka júlímánaðar, sem greidd var án fyrirvara, leiddi til þess að hann gæti nú sótt hina umstefndu fjárhæð úr hendi stefnda. A skaut málinu til Hæstarétt- ar í maí 1975, en þar var hinn áfrýjaði dómur staðfestur með skírskotun til forsenda hans. í héraði dæmdi Bjarni.Krist- inn Bjarnason borgardómari, én í Hæstarétti hæstaréttardómar- arnir Armann Snævarr, Bene- dikt Sigurjónsson og Björn Sveinbjörnsson. fráskildum feðrum eru 13 í leigu- húsnæði, 7 í eigin húsnæði og 6 hjá ættingjum. Einn ekkjumaður er í leiguhúsnæði, 8 í eigin húsnæði og enginn hjá ættingjum. Og af ógiftu feðrunum eru 2 í leiguhús- næði, 2 í eigin húsnæði og enginn hjá ættingjum. Hvað búsetu snertir búa 28 konur í Breiðholti I, 5 í Breiðholti II, 48 í Breiðholti III, 55 í Vestur- bæ, 31 í Austurbæ, 53 í Klepps- Heima-, Voga- og Laugarnes- hverfi, 17 í Árbæjarhverfi, 17 í Hlíðahverfi, 17 í Holta- og Álfta- mýrahverfi, 13 á Seltjarnarnesi, 35 í Kópavogi, 19 í Hafnarfirði, 3 í Garðabæ, 3 í Mosfellssveit og auk þess 3 í Reykjaneskjördæmi, 8 í Suðurlandskjördæmi, 5 í Vestur- landskjördæmi 1 í Vestfjarðakjör- dæmi, 4 í Austurlandskjördæmi og 1 í Norðurlandskjördæmi eystra. Af einstæðum feðrum búa 5 í Breiðholti, 10 í Austurbæ og Hlíðahverfi 4 í Fossv., Bústaða- hverfi, Vogum og Árbæ, 2 í Garða- bæ/Hafnarf., 5 í Kópavogi og auk þess 3 í Suðurlandskjördæmi, 1 í Vestfjarðakjördæmi, 2 í Aust- fjarðakjördæmi, 2 í Reykjanes- kjördæmi og 2 í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Neytendasamtökin á Akranesi: Hafa forgöngu um varahluta- þjónustu Neytendasamtökin á Akranesi hafa tekið upp forgöngu um að aðstoða fólk er þarf að leita til viðgerðarfyrirtækja í Reykjavík um viðgerð á heimilistækjum. í frétt Neytendasamtakanna þar segir að vegna lélegrar þjónustu umboðs- og innflytjendafyrir- tækja sé auglýst eftir að þeir sem eigi gangfær heimilistæki, helzt eldavélar og ísskápa, sem þeir þurfi ekki að nota láni þeim er verða fyrir bilunum og deilum út af ábyrgðum og öðru sem sagt er að upp hafi komið. Hafa Neytendasamtökin á Akranesi tekið að sér að safna upplýsingum um tæki er þannig lægju á lausu og biðja fólk að láta sig vita. Langþrádar lagfæringar á adstöðu Tækniskólans ÝMISS konar lagfæringar voru gerðar á húsnæði og aðstöðu Tækniskóla íslands og má nefna að mötuneyti tók til starfa, bóka- safn er f uppbyggingu, húsgögn fengust í setustofu og tæki í tilraunastofu véladeildar og eru þetta langþráðar lagfæringar að því er segir í frétt frá skólanum. Á haustönn var 381 nemandi í skólanum og voru 174 í frum- greinadeild, þar af 22 á Akureyri og 11 á ísafirði, 61 í byggingadeild, 24 í rafmagnsdeild, 21 í véladeild, 38 í útgerðardeild og 63 í meina- tæknideild. Tækniskólinn hefur að undan- förnu eflt tengsl sín við fjölbrauta- skóla en hann hefur frá upphafi aðallega verið tengdur iðnskólum. I frétt frá skólanum segir m.a. svo um starfsemina á liðnu ári: Áfangakerfið, sem orðið er 3ja anna gamalt, veldur því að tvisvar á ári er hægt að ljúka hvaða námsbraut sem er hér við skólann. Enn um sinn a.m.k. verður þó algengast að brautskrá í desember byggingatæknifræðinga og tækna í byggingum, rafmagni og vélum. í maí verður aftur á móti venju- legur endir námsbrauta í út- gerðardeild og í frumgreinadeild (undirbúnings- og raungreina- deild). Þá lýkur einni fyrri hluta náms í rafmagns- og véltækni- fræði. Meinatæknar eru jafnan brautskráðir í byrjun októbermánaðar, en það helgast af því hve langan tíma verklega námið tekur. Áfangakerfið sækir víða fram. Dönsku tæknisEölarnir, sem Tækniskóli íslans h^fur frá upphafi haft ^amstarf við, eru nú á fyrsta ári með nýtt áfangakerfi. I því er margt frábrugðið okkar kerfi, en snurðulaus skólaskipti rafmagns- og vélamanna hafa þó verið tryggð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.