Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 23 Bráðabirgðayfirlit Seðlabankans: Þróun peningamála á árinu 1978 ólík því sem stefnt var að í upphafi ársins Reginald Maudling er látinn London, 14. febrúar. AP. REGINALD Maudling, þing- maður brezka íhaldsflokksins og fyrrverandi ráðherra, lézt í dag 61 árs að aldri á sjúkrahúsi f London. Maudling var fluttur á sjúkrahús fyrir þremur vikum vegna innvortis blæðingar og kom þá í ljós að hann þjáðist af lifrarbólgu. Heilsu Maudlings hrakaði síðan mjög í gær er hann fékk gyllinæð. Sjúkrahúss- yfirvöld sögðu að nýru Maudl- ings virtust hafa gefið sig þá, en ekki hefur formlega verið til- kynnt hver dauðaorsökin var. Um tíma var Maudling tals- maður utanríkismála í skugga- ráðuneyti Margaretu Thatcher leiðtoga íhaldsflokksins, en hann var fjármálaráðherra Bretlands á árunum 1962—1964 og innanríkisráðherra 1970—1972. Hann sagði því em- bætti af sér þegar lögreglan hóf að rannsaka fjármálaumsvif viðskiptafélaga hans, John Poulson, en Poulson var síðar 1978 — Samkomulag um þátt- töku blökkumanna í ríkisstjórn í Rhódesíu. 1974 — Solzhenitsyn kemur til Sviss. 1971 — Bretar taka upp mynt byggða á tugakerfi: 1200 ára kerfi aflagt. 1963 — Handtökur í Frakklandil vegna samsæris um að myrða De Gaulle. 1945 — Brezkar hersveitir sækja að Rín. 1944 — Bandaríkjamenn taka Solomon-eyjar — 1.000 brezkar sprengjuflugvélar ráðast á Berlín. 1942 — Japanir taka Singapore. 1937 — Ráðstefna Balkanbanda- lagsins í Aþenu. 1933 — Tilræði við Roosevelt forseta og Anton Cernak, borg- arstjóri Chicago bíður bana í Miami. 1922 — Fyrsti fastafundur Al- þjóðadómstólsins í Haag. 1898 — Bandaríska orrustuskip- ið „Maine" sprengt upp í Havana-höfn. 1897 — Bandamenn setja her á land á Krít. 1806 — Frakkar sækja inn í Napoli. 1798 — Frakkar stofna lýðveldi eftir töku Rómar og páfi flýr. 1793 — Friðarsamningur Prússa og Austurríkismanna í Hubertusberg. Aachen, Vestur-Þýzkalandi, 14. febrúar. AP. HÓPUR lækna við sjúkrahúsið í Aachen í Vestur-Þýzkalandi hefur tilkynnt að þeim hafi tekist fyrstum manna að græða tungu í mann að þvf er fréttir þaðan herma. Það tók' læknana undir for- ystu dr. Wolfgang Koberg sér- fræðings í skurðlækningum um sjö klukkustundir að græða hina nýju 3 sentimetra löngu tungu í sjúklinginn sem er þrjátíu og sjö ára gamall skólakennari sem varð fyrir árás þriggja bófa í janúar s.l. og var tunguskorinn. Þremenningarnir réðust að kennaranum Guenther Ortmanns sem kennir ensku og dæmdur til fangelsisvistar fyrir meint fjármálamisferli. Eftir að Maudling var kjörinn á þing fyrir Barnet-kjördæmi í Norður-London hlaut hann skjótan frama innan íhalds- flokksins. Hann tapaði naum- lega fyrir Edward Heath í kosn- ingum til flokksformanns árið 1965. Maudling útskrifaðist sem lögfræðingur frá Oxford. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjá syni og eina dóttur. Afmæli: Galileo Galilei, ítalskur stjörnufræðingur (1564—1642) — Cyrus Hall McCormick, bandarískur uppfinningamaður (1809-1884) - Elihu Root, bandarískur stjórnmálaleiðtogi (1845-1937) - A.N. Whitehead, brezkur heimspekingur (1861-1947) - Sir Ernest Shackleton, brezkur landkönn- uður (1874-1922). Andlát: Gotthold Lessing, rit- höfundur, 1781 — M.I. Glinka, tónskáld, 1857 — H.H. Asquith, stjórnmálaleiðtogi, 1928. Innlent: Ályktun Alþingis um útfærslu í 50 mílur 1972 — Dómar í dreifibréfsmálinu 1940 — Fyrsta konan tekur sæti á Alþingi (Ingibjörg H. Bjarna- son) 1923 — Skúli Thoroddsen sýknaður í Hæstarétti 1895 — Ragnheiður biskupsdóttir elur sveinbarn í Bræðratungu 1662 — d. Jón Thorstensen landlækn- ir 1850 — Galdra-Fúsi 1822 — f. Guðbrandur Magnússon 1887 — Jón Steffensen 1905 — d. Gunn- þórunn Halldórsdóttir 1959. Orð dagsins: Gagnrýnandi: fótalaus maður sem kennir hlaup — C. Pollock, bandarískur gagnrýnandi (1880—1946). landafræði við menntaskólann í Aachen og skáru úr honum tunguna með borðhníf og flýðu síðan á brott. Lögreglunni hefur ekki enn tekist að hafa upp á þeim þrátt fyrir ítrekaða leit. Lögreglumenn fundu á sínum tíma hina afskornu tungu í snjónum fyrir utan skólann og fóru þegar með hana til spítal- ans þar sem hún var þegar sett í frost og að sögn lækna olli hið kalda veðurfar því að hægt var að halda tungunni óskemmdri. Talsmaður læknanna sagði á fundi með fréttamönnum í dag að Koberg hefði þegar náð upp hæfileikanum til að tala þannig að mjög lítt heyrðist á mæli hans að eitthvað hefði farið úrskeiðis. SEÐLABANKINN hefur tekið saman bráðabirgðauppgjör um nokkra helstu þætti peninga- mála, þróun þeirra á árinu 1978 og stöðu um s.L áramót. Yfirlit Seðlabankns fer hér á eftir: _______Seðlabankinn__________ Þróun peningamála á árinu 1978 hefur um margt verið ólík því sem að var stefnt í upphafi ársins. Reikningar Seðlabankans sýna ð framboð peninga hefur verið mikið allt árið. Á fyrri hluta ársins stafaði það aðallega af árstíða- bundinni lánanotkun ríkissjóðs, en á síðari hlutanum af miklum gjaldeyriskaupum bankanna í kjölfar greiðlegrar útflutnings- verslunar. Afurðalán Seðlabank- ans jukust tiltölulega hægt á fyrst mánuðum ársins vegna óvenju mikilla birgða sjávarafurða í árs- byrjun. Verðhækkanir og mikil framleiðsla landbúnaðarafurða ollu hins vegar geysilegri aukn- ingu endurkaupanna _á seinni hluta ársins. Þegar þessir þrír þættir peningamálanna, þ.e. við- skipti ríkissjóðs, gjaldeyrisvið- skipti og endurkaup, er dregnir saman í eina heild sést að nettc útstreymi fjár úr Seðlabanka vegna þeirra nam rúmum 32 millj- örðum kr. á árinu 1978 samanborið við 16 milljarða árið áður. Inn- stæðuaukning sjóða í opinberri vörslu nam 10 milljörðum (þ.a. 5,6 hjá gengismunarsjóði) samanborið við 2 milljarða árið áður, og vegur þetta nokkuð á móti ofangreindum þensluáhrifum. Mikið peninga- framboð Seðlabankans kemur fram í aukningu grunnfjár, sem er samtala seðla og myntar í umferð og innstæðna lánastofnana í bank- anum, en hún nam rúmum 50% sem er svipað hlutfall og árið áður. í árslok 1978 námu skuldir ríkissjóðs og ríkisstofnana við Seðlabankann 27,9 milljörðum króna. Þær hækkuðu um 13 millj- arða kr. á síðasta ári, en þar af stafa 8 milljarðar kr. af bókhalds- legu endurmati gengisbundinna lána. Að gengisuppfærslum frá- töldum nam skuldaaukning ríkis- ins við bankann 5 milljörðum kr. samanborið við 0,5 milljarð kr. árið 1977. Svo sem kunnugt er hafa aukin endurkaup afurðalána síðustu ár, ásamt hlutfallslegum samdrætti bundinna innistæðna í Seðlabank- anum leitt til peningaþenslu og skuldasöfnunar við útlönd. Á 10 ára tímabilinu fram til ársins 1973 voru bundnar innstæður 70—100% hærri en endurkaupin, en síðan hefur þróun þessara þátta færst mjög til verri vegar og um tveggja ára skeið hafa endurkaupin verið hærri en bundnar innstæður. Á síðasta ári jukust endurkaup um 13,2 milljarða kr. eða 50% (65,6% árið 1977), en bundnar innstæður jukust um 10,4 milljarða kr. eða 46,3% (41,5% árið 1977). Mest jukust endurkaup vegna land- búnaðar, eða 63% tæp. Endurkaup vegna iðnaðar jukust um tæp 60% og vegna sjávarútvegs minnst, eða um 33% en birgðir sjávarafurða voru mjög miklar í ársbyrjun og jukust því lítið fram eftir árinu og lækkuðu nokkuð á síðasta árs- fjórðungi. Innlánsstofnanir Mikil aukning útlána innláns- stofnana endurspeglar aukna rekstarfjárþörf atvinnuveganna, en svo virðist sem útlánaaukning- in hafi verið mjög í hátt við almenna verðlagsþróun. Endur- seld afurðalán jukust um 50% á árinu 1978, en almenn útlán, eða svonefnd þaklán viðskiptabanka, jukust um 35% og heildarútlán um nær 40%. Stefnt hafði verið að 29% aukningu þaklána og varð aukningin um 4 milljörðum kr. ofan við markið, eða sem svarar 6 prósentustigum, en þegar á miðju ári var ljóst að verðlags- og kostnaðarhækkanir yrðu meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Þrátt fyrir aukningu peningastærða um- fram áætlun, fylgdu þær yfirleitt naumlega á eftir þróun verðlags og heildarveltustærða þjóðarbúsins. Með hækkun almennra banka- vaxta tvívegis á árinu 1977 og í febrúar 1978 var lagður grunnur að meiri innlánamyndun og betra jafnvægi á peningamarkaðnum en verið hefur um árabil. Stjórnmála- óvissa og langur aðdragandi tv®ggja gengisfellinga ollu því hins vegar að úr innlánaaukningu dró stig af stigi framan af ári þrátt fyrir mikið peningaframboð sem að framan er lýst. Þessi þróun snerist við á síðasta þriðjungi ársins og munar mestu um vexti sem færðir eru inn á innlánsreikn- inga í árslok. Frá ársbyrjun til ársloka 1978 jukust heildarinnlán um 49%. Mest varð aukningin á þeim reikningum sem besta ávöxt- un gefa, þ.e. sparifjárreikningum með uppsagnarfresti en inni- stæður á þeim jukust um 63%, innistæður á almennum sparifjár- bókum jukust um 44% en veltiinn- lán jukust um 36% tæp. I stórum dráttum fylgdi lausa- fjárstaða innlánsstofnana sínu venjulega árstíðabundna mynstri. Um miðbik ársins var hún þó þrengri en venja er til en batnaði mjög verulega á síðustu vikunum. Yfir árið í heild batnaði lausafjár- staða um l'k milljarð kr. saman- borið við 3 milljarða árið 1977. Bati lausafjárstöðunnar stafaði fyrst og fremst að mikilli aukn- ingu innlána umfram útlán og hefur því á heildina litið náðst betra jafnvægi í peningamálum en verið hefur undanfarin ár. ______Bankakerfið_______ Peningamagn í umferð, þ.e. „Starfsmannafundur Fellahellis haldinn 13. febrúar 1979 sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Við mót- mælum því eindregið að útideild Félagsmálastofnunar og Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur verði lögð niður, og færum við fyrir því eftirfarandi rök: Kynni okkar af útideild hefur sannfært okkur um mikilvægi hennar. Þetta má m.a. sjá á þeim árangri sem útideild hefur náð með unglinga sem hafa átt við margvísleg vandamál að stríða og tekið hafa þátt í félagsstarfi í Fellahelli. Afstaða unglinganna í Fellahelli samtala seðla, myntar og veltiinn- Iana jókst um 37% á árinu 1978. Að meðtöldu sparifé á almennum bókum jókst peningamagnið um 41%. Sé sparifé á bundnum spari- fjárreikningum einnig tekið með kemur í ljós að aukning peninga- magns og alls sparifjár í innláns- stofnunum jókst um 47% tæp. Til samanburðar má geta þess að talið er að verðmæti vergrar þjóðar- framleiðslu hafi aukist um 49% frá árinu áður og er þar einkum um verðlagshækkun að ræða. Peningamagn er í senn mæli- kvarði á lausafjárstöðu atvinnu- vega og einstaklinga og ráðstöfun- arfé bankakerfisins, en sem kunn- ugt er hefur það dregist verulega saman á þessum áratug að tiltölu við þjóðarframleiðslu. Á árinu 1970 nam ársmeðaltal peninga- magns og sparifjár 40% af þjóðar- framleiðslu en hlutfallið lækkaði síðan næstu 5 ár að meðaltali um 2lk% á ári. Síðustu 3 árin nam lækkunin að meðaltali 1% á ári og á árinu 1978 var ofangreint hlut- fall komið niður í 23,5%. Fjárfestingar- __________lánasjóóir Ný útlán fjárfestingarlánasjóða samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir árið 1978 eru 30.325 m. kr. Þetta er um 44% hærri fjárhæð en á árinu 1977. Fjármögnun þessara útlána var með hefðbundnum hætti, þannig að tæpur helmingur voru nýjar lántökur en rúmur helmingur framlög, markaðar tekjur og eigin fjármögnun sjóð- anna. Ný erlend lán til fjárfesting- arlánasjóða námu um 11% af nýjum lánum en lántökur voru mestar frá lífeyrissjóðum og lögðu þeir þannig til um 20% af nýjum útlánum fjárfestingarlánasjóða. Lífeyrissjóðir vörðu um 32% af áætluðu ráðstöfunarfjármagni sínu í útlán til fjárfestingarlána- sjóða á árinu en um 25% á árinu 1977. er mjög jákvæð gagnvart útideild. Við vitum að unglingarnir treysta starfsmönnum hennar fullkom- lega og eru mýmörg dæmi um að þeir hafi leitað til hennar ef þeir hafa lent í vandræðum. Utideild var stofnuð í Breiðholti m.a. fyrir tilstuðlan starfsmanna Félagsmálastofnunar og Fellahell- is til að ná betra sambandi við ófélagsbundna unglinga. Samstarf okkar við útideild hefur verið mjög gott og verður örugglega erfiðara að ná árangri í starfi með ungling- unum í hverfinu við brotthvarf deildarinnar. Teljum við þetta kaldar kveðjur til æskufólks í Reykjavík á nýbyrjuðu barnáári." Ganralt i fólk gengurJ Tunguígræðsla í fyrsta sinn... Útideild lögð niður: Kaldar kveðjur til æskufólks í Rvík Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi ályktun frá starfsfólki Fellahellis í Breiðholti, þar sem því er harðlega mótmælt að útideild Félagsmálastofnunar og Æskulýðsráðs verði lögð niður:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.